Morgunblaðið - 23.03.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.03.1989, Blaðsíða 2
1 2 C ■ 1 i i 1 ■ MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1989 Fór snemma að vinna fyrir sér Hans A. Jónsson fæddist árið 1920 að Smiðrjustíg 9 í Reykjavík, sonur hjónanna SeSselju Hans- dóttur, sem eitt sinn kenndi dans í Reykjavík, og Jóns Jónssonar vélstjóra. Á Smiðjustígnum ólst Hans upp ásamt Magnúsi bróður sínum og gekk í bamaskóla eins og önnur böm þar um slóðir. Hann fór snemma að vinna fyrir sér, starfaði m.a. í nokkur ár við gullsmíði hjá Guðlaugi Magnús- syni. Hann gifti sig ungur og eign- aðist þijú böm en það slitnaði upp úr því hjónabandi. Árið 1958 gift- ist hann Ingibjörgu sem þá var 23 ára og átti eina dóttur. Saman hafa þau hjón eignast þijú böm. „Þegar við Hans hófum búskap vann hann sem vefari í Axminst- er. Seinna starfaði hann um nokk- um tíma f varahlutaverslun Sam- bandsins og starfaði svo eins og fyrr sagði hjá Smyrli þegar hann veiktist. Hann átti góðan húsbónda, það vildi okkur til,“ segir Ingibjörg. Hann fékk greidd laun í sex mán- uði eftir að hann lamaðist." Mað- ur hennar hneigir höfuðið til sam- þykkis. Þannig fara samræðumar fram á þessu heimili. „Ég hef alltaf talað við hann rétt eins og ég gerði áður en hann veiktist," segir Ingibjörg. „Ein- hvem veginn tekst honum að gera mér skiljanlegt það sem hann þarf að tjá sig um, en stundum átta ég mig kannski ekki fyrr en daginn eftir á því sem hann vildi sagt hafa. Hann getur hvorki tal- að, skrifað eða lesið, en hann getur horft á sjónvarp og gerir töluvert af því. En þegar atburða- rásin er hröð þarf ég stundum að útskýra söguþráðinn fyrir honum. Það var gífurlegt tilfinningalegt álag á bömin að horfa á pabba sinn komast skyndilega í það hlut- verk að verða minnsta bamið á heimilinu. Þau tóku sér örlög hans ákaflega nærri og einnig óttuðust þau að hinar erfiðu kringumstæð- ur yrðu mér um megn svo ég myndi veikjast aftur." Átti erfitt með að sætta sig við orðinn hlut Það segir sig sjálft að mikið hefur á Ingibjörgu mætt eftir að heimilisfaðirinn varð með öllu óvinnufær og lítt sjálfbjarga. „Bömin vom ótrúlega dugleg að hjálpa pabba sínum, það bjargaði miklu. Einnig fengum við stuðn- ing og hjálp frá vinum og vanda- mönnum og fyrir allt þetta erum við mjög þakklát," segir Ingi- björg. „Allt hefur þetta einhvem veginn gengið þó ekki liti það björgulega út í upphafí. Við höfð- um tiltölulega nýlega keypt þetta hús þegar áföllin dundu yfir og vomm skuldug eins og gengur. En með því að halda vel á gekk þetta allt saman. Erfiðara var að horfast í augu við að Hansi myndi ekki batna. Sjálfur átti hann mjög erfítt með að sætta sig við orðinn hlut. Fyrsta árið gekk hann til talkennara og þá þurfti ég að keyra hann á morgnana áður en ég mætti til vinnu klukkan níu og fá svo að sækja hann í morgun- kaffitímanum, ég vann þá hjá Sambandinu og hef gert í fjöl- mörg ár. Verst þótti mér að hann varð svo að vera einn á meðan ég var í vinnu og bömin í skólan- um. Dagvist fatlaðra bjargaði miklu Það var ákaflega mikill léttir þegar hann fékk inni á dagvistun fatlaðra þegar sú starfsemi komst á Jaggimar fyrir rúmum tíu ámm. Hann var fyrsti vistmaðurinn þar og fékk nokkurra mánaða aðlög- unartíma þar til deildin var form- lega opnuð. Tíu ára aftnælis deild- arinnar var minnst í afmælishófi fyrir skömmu. Steinunn Finn- bogadóttir forstöðukona deildar- innar hefur reynst Hansi og öðr- um vistmönnum mjög vel og gefið þeim af sinni hjartahlýju, sem og annað starfsfólk deildarinnar. Þama hefur Hans verið alla virka daga meðan ég er í vinnu og hann hefur ekki setið aðgerðalaus. Hann hefur með vinstri hendinni unnið mikla handavinnu. Saumað út myndir og gert rýjateppi með alls kyns munstmm." Við stöndum nú upp og göngum saman um stofuna og svo um önnur herbergi hússins og alls staðar era myndir saumaðar af Hansi upp á veggjum. Myndimar em ótrúlega vel saumaðar og munstrin í sumum þeirra hefur Hans talið út. Sérstaklega falleg þótti mér mynd af konu með bam, sem hann saumaði og gaf konu sinni í jólagjöf fyrir fáum ámm. Það er raunar fleira sem Hans getur gert. Hann þurrkar af ryk og tekur úr uppþvottavélinni, það em hans föstu störf á heimilinu. Einnig var hann tvo vetur á keramiknámskeiði hjá Blindrafé- laginu ásamt vini sínum Gunnari utan þá einangrun sem hann óhjá- kvæmilega býr við og þá bindingu sem fötlun hans er fyrir okkur bæði.“ Söngur hins mállausa Ég spyr Ingibjörgu hvort henni hafí aldrei dottið í hug að skilja við mann sinn. Hún tekur því víðs ijarri. „Ég hef stundum verið spurð að þessu áður,“ segir hún. „En það myndi ég aldrei gera, mér myndi fyrst fara að líða illa ef ég gerði það.“ Að svo mæltu fer hún að telja upp fyrir mig allt hið jákvæða í sambandi þeirra hjóna og í þeirri upptalningu kem- ur fram að þau hafa tvisvar farið saman til útlanda eftir að hann veiktist og haft gaman af og svo hitt að þau fara oft saman í minni- háttar ferðalög og „Þá syngjum við saman," segir hún og brosir. „Syngið," segj ég furðu lostin. Undmn mín er svo auðsæ að Ingi- björg hlær og segir: „Mannsheil- inn er furðulegur, það er mér orð- ið vel ljóst. Hans missti málið vegna heilaskemmda, en söngur- inn og allt sem honum tengist er allt annars staðar í heilanum og þess vegna getur hann sungið. Hann man alla texta sem hann áður kunni og getur sungið þá en getur ekki lært neitt nýtt. Við höfum mikið gaman af að syngja saman eins og við höfðum reynd- ar hér áður fyrr líka.“ Ég spyr, eftir nokkra þögn, hvort þau vilji syngja með mér og þá kinkar Hans ákafur kolli. Svo hefur hann upp raust sína og syngur næsta skýrri röddu: „í birkilaut hvfldi ég bakkanum á, þar bunaði smálækjarspræna." Við Ingibjörg tökum undir, ég hikandi þó, mig langar að heyra sem best rödd mannsins. En hikið hverfur af mér og ég tek vel und- ir þegar þau fara að syngja: „Fyrr var oft í koti kátt, krakkar léku saman." Ég hef lengi vitað að söngurinn sameinar fólk og stillir saman hina andlegu strengi, en ég tel vafasamt að ég eigi eftir að taka þátt í eftirminnilegri sam- söng. Þama sátum við þijú, blaða- maðurinn, eiginkonan og viðmæl- andinn þögli og sungum um æsku- minningar Þorsteins Erlingsson- ar, í ljósi kaldrar vetrarsólar. Hún er líka eftirminnileg gleðin, sem lýsti úr augum hins mállausa manns, þessa stuttu stund sem hann gat látið rödd sína hljóma í bland við aðrar mannlegar raddir. TEXTI: Guðrún Guðlaugsdóttir Söngurúr rmbasnarmnar RÆTT VIÐ HJÓNININGIBJÖRGUINGIMUNDARDÓTTUR OG HANS A. JÓNSSON Hans og Ingibjörg áður en heilsuleysið barði að dyrum. Hans, Ingibjörg og Steinunn Finnbogadóttir i aftnælishófi dagvist- unardeildar fatlaðra. Guðmundssjmi, sem starfar á símanum hjá Sambandinu. Síðast en ekki síst getur hann ekið bfl þegar gott færi er. Fann sárt til vanmáttar síns „Hann var góður bflstjóri hér áður fyrr og býr að þeirri reynslu enn. Hans var einn af þeim mönn- um sem allt leikur í höndunum á,“ segir Ingibjörg. „Hann gat spilað listavel á píanó og fiðlu lék hann á þegar hann var unglingur. Hann gat líka málað ágætar myndir og gert við allt sem aflaga fór á heimilinu. Það var honum líka sérlega þungbært að horfa upp á þegar allt fór að bila hér heima. Vita vel hvemig ætti að lagfæra það en geta hvorki unnið verkið né tjáð sig um hvemig ætti að gera það. Við keyptum þetta hús gamalt og smám saman hefur þurft að endumýja mjög margt í því. Skipta um þak og gler í gluggum, fá nýjar skolp- leiðslur og fleira og fleira. Allt þetta hefði hann auðveldlega gert sjálfur hefði hann haft heilsu. Það er erfitt fyrir karlmann að vera kippt svo fyrirvaralaust út úr sínu hlutverki á heimilinu, vera settur til hliðar bjargarlaus eins og ómálga bam, en halda samt þeirri andlegu heilsu að geta horft og hugsað og fúndið sárt til van- máttar síns. Hann hefur vel gert sér grein fyrir öllu því álagi sem á mér hefur verið en ekki fengið að gert. Það hlýtur að vera þung- bær reynsla fyrir karlmann, fyrir Snæfellingarit Békmenntir ErlendurJónsson SNÆFELLINGUR. Árbók Snæfellinga og Hnappdæla 1982-1983.1. árg. 143 bls. 1988. Sýslumaður þeirra Snæfellinga, Jóhannes Ámason, segir { formála þessarar árbókar: »Á fundum sýslunefndar Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu undanfarin ár hefur verið fjallað um útgáfu ár- bókar fyrir sýsluna, enda taki slík árbók einnig til kaupstaðanna Ól- afsvíkur og Stykkishólms og sé í raun árbók Snæfellinga. Fyrir- myndin að útgáfu árbókar er sótt til þeirra héraða landsins, sem hafa staðið fyrir útgáfu slíkra héraðs- rita, sum þeirra um Iangt árabil. Nú em sýslunefndir liðnar undir lok en árbókin orðin að vemleika, prentuð í prentsmiðju St. Franc- iskussystra í Stykkishólmi. Ekki ber að lasta framtak þeirra ágætu kvenna og varla er við þær að sak- ast þótt nokkuð sé gleitt á milli orða og lína í riti þessu þannig að efni samsvarar hreint ekki blaðsí- ðuijölda miðað við venjulegt letur. Efnið er einfaldlega ekki meira en svo að hentara hefur þótt að teygja dálftið úr textanum til að bókin fengi viðunandi stærð. Meginhluti ritsins er annáll áranna 1982-83 auk þess sem þama er að fínna mjög greinargott yfírlit um alla stjómsýslu í héraðinu. Nákvæm- lega em líka tíundaðar allar fram- kvæmdir í héraði, allt frá vegagerð til hlöðubygginga. Hefur hver hreppur lagt fram sinn annál. Em Jóhannes Árnason þeir flestir greinargóðir og ítarleg- ir. Nokkuð er um endurtekningar, t.d. þar sem lýst er veðurfari sem ekki fer eftir hreppamörkum. Á eftir annálunum kemur svo þáttur sem sýslumaður hefur tekið saman: Um sýslufélög, stöðu þeirra og starfsemi. Er hvergi ófyrirsynju að þeim málum skuli gerð nokkur skil þar sem þetta er sýslurit og efninu að langmestu leyti markaður rammi sem slíkur. Jóhannes Áma- son minnir á að Snæfells- og Hnappadalssýsla hafi verið gerð að einu lögsagnammdæmi 1871 og hafi svo haldist síðan. Hnappa- dalssýsla, sem er aðeins þrír hrepp- ar, fylgdi áður Mýrasýslu. Loks em svo fáeinir fræðaþættir þar sem bmgðið er ljósi yfir fyrri tíðar fólk og atburði í héraði. Til að mynda er sagt frá fyrstu ámm símstöðvar á Rauðkollsstöðum. Það var fyrir nær sjötíu ámm. ísland var þá enn dreifbýlisland í huglæg- um skilningi þrátt fyrir öra fólks- fjölgun { þorpum og kaupstöðum, og vom símstöðvar settar niður hér og þar á bæjum. Athyglisverðast má teija hve sparlega síminn hefúr verið notaður fyrstu árin. Símstöðvarstjórinn fékk fímm aura fyrir hvert samtal sem hann af- greiddi og mánaðarlaun hans gátu numið tveim til þrem krónum. Símavarslan gat því varla reiknast til hlunninda hvað þá meir. Hins vegar hafa það verið talin slík for- réttindi að fá síma á heimili sitt að fyrirhöfn sú, sem honum fylgdi, hefur þótt svara kostnaði. Þetta var vitanlega fyrir daga útvarps og veðurfregnir — eða »veður- skejrti« eins og þá var kallað — send út um símann. Þegar öllu var á botninn hvolft mun einnig hafa þótt nokkur vegsauki að hafa þetta undratæki nýja tímans á heimili sínu. Nokkrir ágætir fræðimenn skipa ritnefnd Snæfellings, en ritstjóri er Gísli H. Kolbeins. Ritið fer var- lega af stað og lofar góðu ef vel er á haldið. En forráðamenn þess eiga sýnilega eftir að fínna því það svip- mót sem rit af þessu tagi þarf að hafa ef það á að verða jafnlanglíft og önnur héraðarit sem sum hver hafa verið gefin út áratugum sam- an, óslitið. ■ I I * i . i i i \ %

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.