Morgunblaðið - 23.03.1989, Side 34

Morgunblaðið - 23.03.1989, Side 34
34 C MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1989 Víða leynist Lúsífer eftir Þórð Jónasson 1. „í áratugi hafa sparifjáreigendur þessa lands verið hafðir að féþúfu. Verkamenn, bændur, sjómenn og aðrir launamenn, sem með ráðdeild- arsemi, eljusemi og spamaði neit- uðu sér um lífsins gæði og lögðu fé til hliðar til þess að grípa til í ellinni eða ef veikindi steðjuðu að, vom rændir á svívirðilegan hátt en gjörsamlega löglega. Það var gert með neikvæðum vöxtum, þ.e. vöxt- um sem vom lægri en hækkun verð- lags. Þessi tími er ekki enn liðinn, enn í dag tapa sparifjáreigendur stórfé af þessum sökum í banka- kerfinu á venjulegum bankabókum. Um það snúast umræður á Alþingi ekki. í sambandi við það tap sjá menn engar ófreskjur. Verðtiygging spariijár hefur sem betur fer snúið þessu við og æ fleiri treysta sérreikningum banka, ríkis- sjóði og verðbréfafyrirtækjum fyrir aflafé sínu. Fyrir þetta fólk em verðbréfasjóðimir ómetanlegir, þar sem þeir hafa ávöxtun §ár að ein- asta markmiði en ekki eitthvert dekur við lántakendur, sem ætíð hefur verið hossað á þessu landi af bönkum og stjómmálamönnum. f þessu landi virðist enda búa þjóð skuldara, ef marka má fjölmiðla og stjómmálamenn. Sparifjáreigendur geta treyst því að verðbréfasjóðim- ir muni gæta hagsmuna þeirra í hvívetna þar sem tilvera sjóðanna byggist á því að sýna góða og trygga ávöxtun yfir lengri tíma. Verðbréfasjóðimir hafa gert hin- um almenna borgara kleift að taka þátt í þeirri háu ávöxtun, sem ríkt hefur hér á landi undanfarin ár. Þátttakendur í sjóðunum em úr öllum stéttum og á öllum aldri. Unglingar með blaðberapeninga sína og fermingargjafir. Ungt fólk sparar fyrir íbúð. Miðaldra fólk sparar með öryggi í huga og eldri kynslóðin kemur með afrakstur ævistarfsins í ávöxtun til elliáranna. Þó aðeins þeim, sem tókst að forða fé sínu undan verðbólgu síðustu áratuga í spariskírteinum eða fast- eignum. Verðbréfasjóðimir hafa og verið sparifjáreigendum gagnlegir að því leyti, að þeir hafa vakið steinsof- andi bankakerfi af Þymirósarsvefni með samkeppni sinni, öllum til góðs. Bankamir minnast nú allt í einu þessara mikilvægu viðskiptamanna sinna, sparifjáreigendanna, og bjóða miklu betri lqör en áður, þó að bankabókin góða sé enn hættu- legur þjófur." Þessi fagnaðarboðskapur birtist í Morgunblaðinu 20..febrúar 1988, í grein eftir dr. Pétur H. Blöndal. Greinin heitir „Gildi verðbréfa- sjóða". Þetta er falleg og góð grein. Verkamenn, bændur, sjómenn og aðrir launamenn sem með ráðdeild- arsemi, eljusemi og spamaði neit- uðu sér um lífsins gæði, lögðu fé til hliðar, til að grípa til í ellinni eða í veikindum, — rændir á svívirðileg- an hátt, — en gjörsamlega löglega. Fyrir þetta fólk eru verðbréfa- sjóðimir ómetanlegir. Nú geta þeir sem vom rændir á svívirðilegan hátt sem betur fer fengið verðbréf fyrir aurana sína. Unglingar með blaðberapeninga og fermingargjafir, ungt fólk sem sparar fyrir íbúð, miðaldra fólk með öryggi í huga, eldri kynslóðin með afrakstur ævistarfsins getur ávaxt- að til elliáranna; verkamenn, sjó- menn, bændur og annað launafólk. Yður er boðaður mikill fögnuður. Þó aðeins ef þér forðist hættulega þjófa eins og bankabækur. En víða leynist Lúsífer, og það á ólíklegustu stöðum. Hálfu ári eft- ir að dr. Pétur birti grein sína urðu fyrstu tveir verðbréfasjóðimir gjaldþrota, verðbréfasjóðir Ávöxt- unar sf. Gjaldþrotin komu fólki í opna skjöldu, jafnvel Bankaeftirlitinu, sem þó hafði fylgst grannt með að eigin sögn. Það brá þó skjótt við og tilnefndi skilanefnd til að bjarga því sem bjargað varð. Um svipað leyti birtist auglýsing í DV þar sem boðið var fyrir Ávöxt- unarbréf 25% af síðast skráðu gengi. Auglýsingin vakti athygli og Olafur Axelsson, einn skilanefndar- manna, sagðist halda að þetta væri fjarri lagi, þetta eru einhveijir hræ- gammar sem ætla sér að græða á ástandinu," sagði hann orðrétt við Tímann. Einn starfsmanna Ávöxt- unar sf. sagðist glaður vilja ná í skottið á þessum mönnum sem væm að reyna að græða peninga á eigendum bréfanna, og að þetta nálgaðist alls ekki raunvirði bréf- anna. Nú er komið í ljós að þetta var eitt mesta kostaboð sem bréfaeig- endum gat boðist. Þeir mundu fagna þessari auglýsingu nú. Og dr. Pétur lét þess getið að hann teldi að verðbréfamarkaður- inn á íslandi styrktist við þessi tíðindi. Hann verði traustari eftir þetta. Lengi getur gott batnað, má með sanni segja. Til að forðast misskilning er rétt að taka fram að þetta er sami dr. Pétur og skrif- aði um gildi verðbréfasjóða í Morg- unblaðinu 20. febrúar sl. Það virð- ist ekkert hafa vantað til að gera verðbréfasjóðina enn fullkomnari fyrir sparifjáreigendur annað en gjaldþrot einhverra þeirra. Þetta var sannarlega gott fyrir verka- menn, bændur, blaðbera og svo framvegis, sem dr. Pétur nefnir svo flálglega í grein sinni. Skilanefnd hefur upplýst að bréfaeigendur megi búast við að fá ’/s og allt að helmingi nafnvirðis fyr- ir blöðin sín. Það mun vera rúmur fimmtungur af síðast skráðu gengi. Nú finnst mér að starfsmaður Ávöxtunar sf., sem áður er getið, ætti að fara glaðbeittur af stað og ná í skottið á skilanefndarmönnum. 2. I Morgunblaðinu 11. janúar sl. skrifar Ingimar Sigurðsson, stjóm- armaður í Samtökum sparifjáreig- enda, grein um nauðsyn á eflingu bankaeftirlitsins. Þetta er skilnings- ríkur maður, skilur „gremju" Ávöxtunarbréfaeigenda. Hann ræð- ir í grein sinni um nauðsyn á for- vamastarfí og neytendavemd á fjármagnsmarkaðnum, nauðsyn þess að stjómvöld veiti fé til efling- ar bankaeftirlits og skerpingu heim- ilda því til handa. Grein sinni lýkur hann með þessum orðum: „Að lokum er þó rétt að benda á að opinbert eftirlit, hversu gott sem það getur orðið, losar samt sparifjáreigendur aldrei undan því að sýna árvekni í viðskiptum sínum við íjármálastofnanir sem aðra. í því sambandi er mikilvægt að kynna sér öll kjör sem best svo og hvetjir standa á bak við viðkomandi stofn- un, hvort sem um er að ræða banka, sparisjóð eða verðbréfafyrirtæki." Bankaeftirlitið hefur nú þegar í núgildandi lögum miklar heimildir til eftirlits, en ég er sammála Ingi- mar stjómarmanni um að þær má skerpa mikið. Ég er enda sammála honum í flestu. Það sem mér finnst vanta í greinina er, hvar menn eiga að Ieita upplýsinga um kjör og ábyggilegheit fjármálastofnana. Kannski Samtök sparifjáreigenda veiti slíkar upplýsingar. Svo vel vill til, að formaður samtakanna er Gunnar Helgi Hálfdánarson, sem jafnframt er framkvæmdastjóri Fjárfestingarfélagsins. Á vegum þess félags em seld 4 daggengis- bréf, Kjarabréf, Tekjubréf, Mark- bréf og Skyndibréf. Sjóðirnir að baki þessum bréfum em í milljónum talið 2.552, 259, 797 og 30 milljón- ir, samtals 3.638 milljónir. Af þeim em rúmar 1.130 milljónir tryggðar með sjálfskuldarábyrgð, tæpar 1.300 í fasteignum og tæpar 820 í traustum fyrirtækjum. Þetta var 1. desember 1988 skv. upplýsingum úr Morgunblaðinu 12. janúar í ár. Það er athygli vert að einn sjóð- anna, sá að baki Markbréfa, trygg- ir 518 millj. af 797 í sjálfskuldar- ábyrgðum. Nú væri fróðlegt að vita hvaða upplýsingar Gunnar Helgi mundi gefa um öryggi þessara bréfa og tryggingu þeirra. Gengi þeirra er nú komið upp fyrir gengi Ávöxtunarbréfa, trygging þeirra er svipuð, og þau sögð bera umtals- verða vexti umfram verðtryggingu, þó verðtryggingar sé hvergi getið í texta þeirra. Mundi Gunnar Helgi formaður Samtaka sparifjáreigenda mæla með þessum bréfum? Mundi Gunnar Helgi framkvæmdastjóri Fjárfestingarfélagsins mæla með þeim? Mér virðast þessi bréf ekkert skorta nema skilanefnd til að vera sambærileg við ávöxtunarbréfin. Þau voru svo sem tryggð í „traust- um“ fyrirtækjum og sjálfskuldar- ábyrgðum, ekki vantaði það, nægar voru tryggingamar. Þá getur verið að Bankaeftirlitið veiti upplýsingar um verðbréfa- sjóði. Það mun vera þeim málum kunnugt. Sé svo, veit almenningur það ekki enn. Því væri æskilegt að Ingimar stjómarmaður upplýsti nánar hvar upplýsingar er að fá um verðbréfasjóðina og ábyggileg- heit þeirra. 3. í blaðauka Morgunblaðsins 12 janúar sl., Viðskipti/Atvinnulíf, er yfirlit um nokkra verðbréfasjóði 1. desember 1988. Heimild er frétta- bréf VIB. Þar er yfírlit yfir 3 VIB- bréf, 3 Kaupþingsbréf, 4 Fjárfest- ingarfélagsbréf og Vaxtabréf Út- vegsbankans. Stærð þessara sjóða þá var rúmar 5.730 milljónir. í við- bót við þessa sjóði hefur Kaupþing a.m.k. tvo sjóði og Hagskipti einn. Trúlega eru þessi sjóðir enn fleiri, ef marka má Ingimar stjómarmann Samtaka sparifjáreigenda. Það er því ekkert smáræðisfé sem þessi þjóðarblessun dr. Péturs hefur tekið að sér að ávaxta. í yfír- litinu í Morgunblaðinu kemur fram hvemig þetta fé er ávaxtað, í pró- sentutölum að vísu, og tekið er fram að það sé grófleg skipting. Þetta er ágætt yfirlit að mörgu leyti. Fjár- festingarstefna sjóðanna skiptist í tvö hom, annarsvegar sjóði sem leggja megináherzlu á fjárfestingu í ömggum bréfum, hins vegar sjóði sem kaupa áhættusamari bréf, s.s. skuldabréf með fasteignaveði og sjálfskuldarábyrgðir. Og þar er ávöxtunin mest. (Mig minnir að í ágústlok í fyrra hafi ávöxtunarsjóð- imir ávaxtast best, en þeir em nú fyrir bí.) Það vekur óneitanlega athygli í yfirlitinu, að Einingabréf 3, eða sjóðurinn sem að stendur, átti þá bílaveð fyrir um 19 milljón- um. Ég kom einu sinni í Kaupþing hf. til að skoða bréf, og talaði þá við stúlku sem var ráðgefandi um verðbréfasölu og fjármál. Hún tjáði mér að Einingabréf I væm verð- tryggð. Þess varð þó hvergi vart í texta bréfsins, hvemig sem að var gáð. Stúlkan, ráðgjafinn, sagði mér að þess þyrfti ekki, sjóðsstjóm sæi um þetta og íjárfesti í verðtryggð- um pappímm og eignum. í þessum sjóði vom um 990 milljónir 1. des- ember sl., skv. Mbl. og VIB-heimild- um, aðallega tryggðar með fast- Þórður Jónasson „Það er athygli vert að einn sjóðanna, sá að baki Markbréfa, trygg- ir 518 millj. af 797 í sjálfskuidarábyrgðum. Nó væri fróðlegt að vita hvaða upplýsingar Gunnar Helgi mundi gefa um öryggi þessara bréfa og tryggingu þeirra. Gengi þeirra er nú komið upp fyrir gengi Avöxtunarbréfa, trygging þeirra er svip- uð, og þau sögð bera umtalsverða vexti um- firam verðtryggingu, þó verðtryggingar sé hvergi getið í texta þeirra. Mundi Gunnar Helgi formaður Sam- taka sparifjáreigenda mæla með þessum bréf- um?“ eignaveðum. Ég hef gmn um að þeim dr. Pétri sem starfar hjá Lífeyrissjóðunum, hefði þótt vissara að hafa verðtryggingarákvæðið ótvírætt í bréfi, hefði þótt annmarki að það vantaði í skilmálana. A.m.k. leizt honum ekki of vel á Stefáns- bréfin. En dr. Pétri, aðaleiganda Kaupþings hf., þótti óþarfí að prenta þetta ákvæði á verðtryggðu bréfín sem hann gefur út. Þó er þetta sami maðurinn í báðum tilfell- um. Fagurtónlist í framhaldsskólum Rætt við Selmu Guðmundsdótt- ur formann FÍT Félag islenskra tónlistarmanna gengst um þessar mundir fyrir tónlistarkynningum i fram- haldsskólum á höfuðborgar- svæðinu. Á tónleikum þessum kynna islenskir tónlistarmenn fagurtónlist frá ýmsum timum. Selma Guðmundsdóttir píanó- leikari er formaður FÍT. Hún sagði i samtali við blaðamann Morgunblaðsins að hugmyndin með þessum tónlistarkynning- um sé að ná eyrum ungs fólks sem sjaldan leggur leið sina i tónleikasali. „Við höfum staðið fyrir tónleikum sem þessum úti á landsbyggðinni og fárið i framhaldsskóla þar og reynsla okkar er sú að unglingar séu þakklátur áheyrandahópur og áhugasamur," sagði Selma. Selma sagði ennfremur að til þess að slíkar tónlistarkynningar sem þessar væru framkvæman- legar þyrftu skólayfírvöld að vinna með tónlistarmönnum. Nemendur í skólum virtust þurfa ákveðna hvatningu til þess að mæta á tónleikum en ef þeir á annað borð komist í tæri við fag- urtónlist af eigin raun þá vakni áhugi þeirra. „Við teljum þess vegna heppilegast að tónleikamir séu á skólatima," sagði Selma. „Það er sorglegt hversu lítið er um að unglingum standi til boða að hlusta á góða tónlist. Útvarps- Kolbeinn Bjarnason stöðvamar virðast telja víst að unglingar hafí ekki áhuga á neinu nema poptónlist. Okkar reynsla Einar Kr. Einarsson er önnur. Komist ungt fólkt í kynni við góða tónlist kann það yfírleitt vel að meta hana. Ungt fólk sækir sjaldnast tónleika af eigin frumkvæði fyrr en það hefur sannfærst um að því geðjist sígild tónlist þess vegna verður það að fá tækifæri til að kynnast henni. Tónleikahald FÍT í framhaldsskól- unum byggist því á hinu fom- kveðna: „Ef fjallið kemur ekki til Múhameðs þá kemur Múhameð til fjallsins." Þeir sem taka þátt í tónlistar- kjmningum FÍT em gítarleikar- amir Einar Kr. Einarsson og Pét- ur Jónasson. Kolbeinn Bjamason flautuleikari, Helga Ingólfsdóttir semballeikari og Gunnar Kvaran cellóleikari ásamt Gísla Magnús- syni píanóleikara. Hugsanlega væru þessir tónlistarmenn einnig fúsir til að leika á vinnustöðum og víðar þar sem mönnum leikur hugur á að heyra fagra tónlist. Milligöngu um þessi mál annast stjóm FIT, en I henni eiga sæti auk Selmu Guðmundsdóttur þeir Hafsteinn Guðmundsson fagott- leikari og Pétur Jónasson gítar- leikari. GSG

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.