Morgunblaðið - 23.03.1989, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.03.1989, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1989 C 9 VEXTIR OG VERÐBÓLGA eftir Gunnar Tómasson Stefna íslenzkra stjómvalda í peninga- og vaxtamálum hefur ver- ið umdeild um langt skeið. Er það að líkum, þar sem hagsmunir ein- staklinga og fyrirtækja um land allt em að veði við allar ákvarðanir stjómvalda í þeim málum. Ágreiningur íslenzkra hagfræð- inga um stefnu stjómvalda á sviði peninga- og vaxtamála ætti þó að vera annars eðlis — þar er aðilum skylt að hafa það heldur, er sann- ara reynist frá fræðilegu sjónar- miði. í grein sinni í Mbl. 22. febrúar sl. („Staðfestuleysi í stjómarráð- inu“) fjallar ágætur vinur höfund- ar, Þorvaldur Gylfason prófessor, um ýmsar hliðar þeirrar vaxta- stefnu, sem ríkt hefur á íslandi um árabil. Meðal hagfræðinga er enginn ágreiningur um á forsendu Þorvald- ar að „peningaprentun er verð- bólguráðstöfun, eins og allir vita“ — vaxtatekjur, sem ljármagnaðar em með slíkri „peningaprentun" hljóta því að kynda undir verðbólgu. Þorvaldur víkur óbeint að þessari hlið málsins með þeim orðum sínum að það sé „hálfur sannleikur og varla það“, að halda því fram „að vaxtalækkun dragi úr verðbólgu með því að minnka fjármagnskostn- að fyrirtækja". Nútíma hagfræði og íslenzkir bankamenn telja ályktun þessa vera augljósa — spurning er hvort þar sé ályktað á haldbærum fræðilegum forsendum. Höfundur telur, að því fari alls fjarri. Einföld röksemdarfærsla fyrir þessari niðurstöðu er sem hér grein- ir: a) Peningamagnið í hagkerfinu skapast við útlán banka til við- skiptavina — lántakandi leggur inn víxil og fær í staðinn kröfu á lán- veitanda, peninga. b) Aukning peningamagns jafn- gildir þannig aukningu útlána bankakerfis — „peningaprentun" — og endurspeglast í auknum skuld- um lántakenda gagnvart bönkum landsins. c) Ef atvinnurekendur verða að fjármagna vaxtakostnað af úti- standandi bankalánum með nýjum lánum, þá eykst peningamagnið í hagkerfinu að sama skapi. d) Ef „peningaprentun er verð- bólguráðstöfun, eins og allir vita“, þá hlýtur vaxtalækkun við þær að- stæður sem íslenzku atvinnulífi hafa verið búnar um árabil „að draga úr verðbólgu". Sú nútíma peningahagfræði, sem liggur að baki orðum Þorvaldar og yfirstjóm íslenzkra peninga- og vaxtamála hefur byggt á um ára- bil, viðurkennir ekki þessa stað- reynd. Rangar forsendur stefnumótunar í peninga- og vaxtamálum hafa ráðið því, að vaxtastefna íslenzkra stjómvalda hefur um árabil verið sem olía á eld verðbólgu þrátt fyrir stefnu ríkisvalds og yfirlýstan ásetning yfirstjómar bankamála. Eftirfarandi staðreyndir tala sínu máii um þau mistök á sviði pen- inga- ög vaxtamála; sem hér um ræðir: 1. Á árunum 1987—88 er talið að raunvöxtur íslenzkrar þjóðar- framleiðslu hafi verið um 3% að meðaltali á ári. 2. Á sama tíma munu útlán inn- lánsstofnana hafa aukizt um 40% að meðaltali á ári. Gunnar Tómasson „Um það verður ekki deilt, að fjármögnun vaxtakostnaðar með „peningaprentun er verðbólguráðstöfun, eins og allir vita“. Af ofangreindu má ráða, að hæð útlánsvaxta hef- ur verið ein megin or- sök útlánaþenslu í íslenzku bankakerfi.“ 3. Frá upphafi árs 1987 til loka september 1988 vom útlánsvextir að meðaltali um 40% á ári. Um það verður ekki deilt, að fjár- mögnun vaxtakostnaðar með „pen- ingaprentun er verðbólguráðstöfun, eins og allir vita“. Af ofangreindu má ráða, að hæð útlánsvaxta hefur verið ein megin orsök útlánaþenslu í íslenzku bankakerfi. I greinarkorni höfundar, „Láns- kjaravísitala“, sem Mbl. birti 27. janúar sl., var fjármögnun vaxta- tekna með prentun peninga for- senda þess, að ríkjandi stefna stjómvalda í peninga- og vaxtamál- um var kennd við „pilsfalda-auð- hyggju". Verðbólguáhrif „peningaprent- unar“ eru ein og hin sömu, hvort sem lántakandi eyðir nýjum pening- um sjálfur eða færir þá í hendur annarra í mynd vaxtatekna — um það hljóta allir hagfræðingar að vera sammála. Að lokum — Þorvaldur víkur að öðmm helzta skapavaldi á sviði íslenZkrar hagstjómar um árabil með þessum orðum: „Þetta er ekki allt. Fastgengis- stefnan, sem hefur verið kjölfest- an í aðhaldsstefnu stjómvalda undangengin ár, er rokin út í veður og vind.“ Fastgengisstefnan hefur gert árgjöf fjármagns að engu í helztu atvinnuvegum landsins — hún hefur verið forsenda þess að fyrirtæki hafa leitað á náðir bankakerfis með fjármögnun vaxtakostnaðar með „peningaprentun". Verðbólguvandi á komandi tíð er einföld afleiðing þess að með gengis- og vaxtastefnu stjómvalda síðustu árin hefur verið tjaldað til einnar nætur. Höfundur er h&gfræðingur. BENIDORM HVÍTA STRÖNHIN féeivtt í óáiieuz Uppse'\ PósWaíero uPPselt ÓDÝRAR VOR- OG SUMARFERDIR! Losaðu þig við vetrarslenið og komdu með í apríl- og maíferðirnar okkar í sólina og sandinn á Benidorm. Hjá okkur er sveigjanleiki í ferðalengd og verðinu. 8. apríl — 22 dagar eða 53 dagar 15. apríl — 16 dagar eða 46 dagar 22. apríl — 10 dagar eða 39 dagar 5. maí — 27 dagar — afsláttur kr. 4.000,- frá verðskrá ef pantað er fyrir 1. apríl 13. maí — 19 dagar 18. maí — 14 dagar Góðar og glæsilegar íbúðir með dagstof u, svef n- herbergi, eldhúsi, baði og góðum svölum. Gemelosi — Vinsælasta gistingin á Benidorm síðustu árin. Sérstaklega vel staðsett við ströndina og nálægt gamla bænum. Evamar — Nýtt íbúðahótel. Öll útiaðstaða sérstaklega góð. Þar er alltaf eitthvað um að vera. Mediterraneo — Glæsileg, splunkuný gisting á besta stað á Benidorm. Fararstjóri á Benidorm er Signý Kjartansdóttir, sem er öllum hnútum kunnug. Hugsaðu þig ekki lengi um, því nú fyllast ferðirnar óðfluga. Fáðu upplýsingar hjá okkur, því við gjörþekkjum Benidorm. Reynsla og þekking ífyrirrúmi. SÍMI621490 FERÐASKRIFSTOFA REYKJAVIKUR Aðalstræti 16, Reykjavík, sími 621490

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.