Morgunblaðið - 23.03.1989, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 23.03.1989, Blaðsíða 44
44 C MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1989 z/ Erfcu víss utr\ að hún se dauá ?" Hann er búinn með 50 kall- inn og ég sagði að ég hefði ekkert við hann að tala ! HÖGNI HREKKVfSI Hvers vegna ríkir ekki launajafhrétti á Islandi Til Velvakanda. Guðrún Agnarsdóttir, alþingis- maður, spyr þessarar spumingar í gi-ein sem birtist í þremur hlutum í Morgunblaðinu 14., 15. og 16. febrú- ar s.l. Spumingin er í raun og veru gáta sem verður ekki ráðin nema að taka burt blekkinguna sem í síðari hlutan- um felst. En ef það er gert þá ligg- ur líka svarið í augum uppi: Það ríkir ekki launajafnrétti milli kynj- anna á Islandi vegna þess að pólitískur vilji er ekki fyrir hendi til að koma því á og ekki heldur til að draga úr því misrétti sem er ríkjandi. Svarið er því miður þetta aug- ljóst, þrátt fyrir ýmsa blekkingartil- burði sem hafðir hafa verið uppi um hið gagnstæða. Launajafnrétti mun að vísu vera á stefnuskrám flestra flokka, enda er gjaman dustað af Til Velvakanda. Hinn 16. mars er í Velvakanda haft eftir Ragnheiði Brynjólfsdóttur, að hún telji, að gátan um bjórinn sé eftir afa hennar, Indriða Jónsson frá Ytri-Ey, en ekki eftir Einar Bene- diktsson. Faðir minn, Benedikt Sveinsson, fór oft með þessa vísu, reyndar örlí- tið öðmvísi, en þó greinilega sömu vísuna. Afí minn, Sveinn Magnússon frá Víkingavatni, stundum nefndur Sveinn Víkingur, rak greiðasölu á Húsavík á síðari hluta 19. aldar. Var þar gestkvæmt og Einar Bene- diktsson oft í hópi gesta. Þessa sögu sagði faðir minn af einni heimsókn Einars til foreldra hans. Eitt sinn um vorið eða sumarið 1893 sátu þeir á tali við Svein Einar og Ásgeir læknir Blöndal. Ræddu því rykið fyrir kosningar og bylur þá hæst í einhveijum kvenskömng- um sem gerðir em út af örkinni af sínum flokki til að afla atkvæða auðtrúa kvenna. En af hverju vilja menn ekki launajafnrétti eða að minnsta kosti ekki þeir sem einhvers mega sín í þeim efnum? Jú, það er af því að þeir sem em í valdaaðstöðu um launamál kvenna og starfssvið á vinnumarkaðinum em í langflestum tilfellum karlmenn, sem líka em í húsbóndahlutverkinu á heimilum sínum og hafa þess vegna hag af því að konur haldi áfram að vera ódýrt vinnuafl, bæði heima og að heiman. Nú fer líklega að síga brúnin á þeim sem þetta taka til sín, því að sannleikanum verður hver sárreið- astur. Þeir munu spyija: Veit ekki þeir um þjóðlegan fróðleik, kvæði og vísur, og loks var farið að geta gátur. Undir kvöld fór Einar út að Héðinshöfða, en eftir skamma stund kom sendimaður og færði Sveini blað, sem á var ritað: „Við glaum og sót á ég gildi tvenn, til gagns menn mig elta, en tO skemmda mig hpa, til reiða er ég hafður, um hálsa ég renn, til höfða ég stekk, en er bundinn til fóta.“ Meðan sendimaður drakk kaffí réð Sveinn gátuna og sendi Einari ráðninguna. Þegar þetta gerðist var faðir minn á 16. ári. Um aðrar út- gáfur vísunnar sagði faðir minn: „Svona var vísan þá, en Einar kann að hafa breytt henni síðar." Ólöf Benediktsdóttir. þessi kvenréttindakerling að í landinu er lög um launajafnrétti karla og kvenna eða hvað þau nú heita og að í launaflokka er í lang- flestum tilvikum raðað eftir menntun og starfsreynslu, en ekki kynjum. Jú, kvenréttindakerlingin veit það — því að ekki hefur verið kostað til svo fárra kannana um þessi mál. En í þessum könnunum kemur einmitt fram að hinn gífurlegi launamismun- ur milli karla og kvenna, sem nú loksins er farið að ræða opinskátt, verður ekki skýrður með röðun f launaflokka eða minni menntun og starfsreynslu kvenna, heldur þeim aðstöðumun sem ríkir konum í óhag til að afla sér yfirvinnutekna og annarra hlunninda. Að þeim tekjum sitja karlar nær einir. En hvers vegna? Er það e.t.v. vegna þess að karlar eru oftar en hitt í því hlutverki á vinnustöðum að skipta verkefnum, sem þarf að vinna og taka tíma milli sín og sam- starfsmanna sinna og nota þá gjam- an þumalputtaregluna frægu, sem gildir um starfaskiptingu á heimilun- um í Iandinu, að skammta sjálfum sér smátt? Þannig hefur sá hinn sami tíma í vinnutímanum til að sitja í nefndum, ráðum og stjómum og ef hann kemst ekki yfir allt sem til fellur í því sambandi felur hann gjaman hinum körlunum á vinnu- stað, fremur en konunum, það sem afgangs er, því að þeir eru jú fyrir- vinnur eins og hann. Einhver hlýtur að minnsta kosti að vera skýringin á því að konur sitja svo sjaldan í nefndum, ráðum og stjómum. Lögin um launajafnrétti karla og kvenna, eða hvað þau nú heita, koma hér að litlu haldi þar eð þau eru svo almennt orðuð að karlar hlæja bara að þeim og aldrei hafa jafnréttisráð- herramir séð ástæðu til að nýta sér heimild sem í lögunum er til að setja reglur um framkvæmd þeirra. Guðrún. Enn um bjórvísu Ein- ars Benediktssonar 4 4 4 4 Víkverji skrifar Víkveija hefur borizt athuga- semd frá Ólafi Hauki Ámasyni áfengisvamaráðunaut vegna skrifa Víkveija síðastliðinn föstudag. At- hugasemd Ólafs Hauks, sem dag- sett er 17. marz, er svohljóðandi: „Vegna misskilnings eða van- þekkingar, sem fram kemur í pistli Víkveija í morgun, biður afengis- vamaráð yður vinsamlegast að birta eftirfarandi athugasemdir: 1. I bréfí okkar em tvö orðasam- bönd undirstrikuð í blaðinu Bæjar- bót. Mætti ætla að í þeim fælist það sem höfundur kallar „með ólík- indum hrokafullt" og „höfundum sínum til skammar". Það er fyrst orðasambandið „ýmsir óábyrgir ein- stakiingarÞeir, sem eitthvað þekkja til þessara mála, vita vænt- anlega að í skoðanakönnuninni tók þátt fólk sem ekki hefur heimildir til að fara með áfengi samkvæmt íslenskum lögum. Það á við um unglinga 18 og 19 ára. Lögaldur til áfengiskaupa er 20 ár. (í Banda- ríkjunum hefur það mark nýlega .verið hækkað í 21 ár.) Sjálfsagt hafa flestir greinagóðir menn áttað sig á að hér er skírskotað til þessa fólks. Það gerði a.m.k. meirihluti Bæjarstjómar Grindavíkur og áfengisvamanefndin á staðnum. — Hitt er svo annað mál að ýmsir fleiri geta verið „óábyrgir" án þess að feimnismál sé og sérstök ástæða til að þegja yfír. 2. Orðasambandið „ólíklegir til að sjá fótum sínum forráð" er nátt- úrlega skiljanlegt öllum sem vita: a) að áfengi veldur milli 70 og 100 ótímabæmm dauðsföllum á ári hveiju hérlendis. (Þetta er lágmark. Sumir, t.d. ýmsir forystumenn SÁÁ, nefna hærri tölur.) b) að hlutdeild ölvaðra ökumanna í slysum hefur aukist hin síðari ár. d) að áfengi kemur við sögu í flestum ofbeldisglæpum. e) að áfengi kemur við sögu í flestum sjálfsvígum. f) að áfengi spilli heimilisfriði, rýfur fjölskyldubönd og rænir mörg böm eðlilegri æskugleði og lífsham- ingju. g) að enn mætti lengja þessa skrá. Þetta á að sjálfsögðu við um ís- lendinga sem heild og við gerum ráð fyrir að þar séu Grindvíkingar, því miður, ekki undantekningin sem sannar regluna. Eða ekur t.a.m. enginn þar um slóðir ölvaður? Og spillir enginn heimilisfriði með drykkju? 3. Bæjarstjóm Grindavíkur og áfengisvamanefndin þar sýndu mikilsvert fordæmi þegar ákveðið var að fresta því að heimila opnun „bjórkrár". Okkur öllum sem ann- ars staðar eigum heima voru send þau skilaboð að bæjarstjómin vildi enga tilraunastarfsemi á þessu sviði hjá sér, böm og unglingar Grindvík- inga yrðu ekki tilraunadýr, best væri að bíða og sjá hvemig færi hjá þeim sveitarfélögum sem ekki hefðu vaðið fyrir neðan sig í þessum efnum. íbúar Grindavíkur eiga og þakkir skildar fyrir góða þátttöku í könnuninni og einkum þá ábyrgð- artilfínningu sem fram kom í svör- um við spumingunni um bjórkrá. Okkur er til efs að annars staðar en í Grindavík hefðu fleiri séð í gegnum blekkingar og púðurkerl- ingareyk ýmissa fjölmiðla um þær mundir sem könnunin fór fram. Hryggilegt er að lýðskrumarar (ef til vill á atkvæðaveiðum) þykist tala máli jafnágæts fólks." xxx ^ Annars má í þessu sambandi geta þess, að íslendingar eru fljótir að fínna smugu framhjá lög- um og reglum um veitingar áfeng- is. Einn af kunningjum Víkveija var staddur á vínveitingastað um dag- inn. Þetta var á þeim tíma, sem óheimilt er að afgreiða áfengi, þ.e.a.s. á tímabilinu frá klukkan 14,30 til 18. Þrátt fyrir veitinga- bannið var afgreiddur bjór, en þeir sem óskuðu afgreiðslu mjaðarins fengu bjórkollu og tóma flösku af Egils-pilsner með. Þannig leit út sem um væri að ræða óáfengan bjór, þótt í kollunni væri sterki bjór- inn. XXX íkveiji vill síðan að lokum óska landsmönnum öllum gleðilegra páska og minnir á, að áfengis- neyzla og akstur fara ekki saman. Látum páskana vera ánægjulega og slysalausa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.