Morgunblaðið - 23.03.1989, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.03.1989, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1989 C 33 FRfKIRKJAN, Hafnarfiröi: Föstu- dagurinn langi: Kvöldvaka viö krossinn kl. 20.30. Söngur, upp- lestur og tónlist. Fermingarbörn lesa ritningartexta. Póskadagur: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Smári Ólafsson. Sr. Einar Eyjólfs- son. KAPELLAN St. Jósefsspítala: Föstudagurinn langi: Guðsþjón- usta kl. 15. Laugardagur fyrir páska: Páskavaka og messa kl. 24. Páskadag: Hámessa kl. 10.30. Annar páskadagur: Hámessa kl. 14. KARMELKLAUSTUR: Föstudagur- inn langi: Guðsþjónusta kl. 15. Laugardag fyrir páska: Páskavaka og messa kl. 22.30. Páskadag: Hámessa kl. 11. Annan páskadag: Hámessa kl. 9. YTRI-Njarðvíkurkirkja: Föstudag- urinn langi: Sameiginleg messa kl. 14 fyrir Innri- og Ytri-Njarðvíkur- sókn. Lesið úr píslarsögunni. Tign- un krossins. Kirkjukórar sóknanna syngja undir stjórn organistanna Steinars Guðmundssonar og Gróu Hreinsdóttur. Einsöng syngja Þor- gerður Einarsdóttir og Guðmundur Sigurðsson. Páskadagur: Hátíðar- guðsþjónusta kl. 8 sameiginleg fyrir báðar sóknir. Kirkjukórarnir syngja undir stjórn organistanna Steinars Guðmundssonar og Gróu Hreinsdóttur. Morgunkaffi eftir messu í safnaðarsal kirkjunnar. Annar páskadagur: Fermingar- guðsþjónusta kl. 10.30. Altaris- ganga. Kór Innri-Njarðvíkurkirkju syngur undir stjórn Gróu Hreins- dóttur organista. KEFLAVÍKURKIRKJA: Föstudag- urinn langi: Lesmessa kl. 14. Páskadagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 8 og kl. 14. í sjúkrahúsinu há- tíðarguðsþjónusta ' kl. 10.30. Kór Keflavíkurkirkju syngur. Organisti: Örn Falkner. Sóknarprestur. GRINDAVÍKURKIRKJA: Föstudag- urinn langi: Messa án prédikunar kl. 14. Lesið verður úr píslarsög- unni og Passíusálmunum og þján- ing Krists íhuguð. Páskadagur: Hátíöarmessa kl. 8. Kaffi og súkku- laði í safnaðarheimilinu að messu lokinni. Kór Grindavíkurkirkju syng- ur undir stjórn organistans Önnu Guðmundsdóttur. Sr. Örn Bárður Jónsson. ÚTSKÁLAKIRKJA: Föstudagurinn langi: Kvöldguðsþjónusta kl. 20.30. Lesið verður úr Passíusálm- um Hallgrfms Péturssonar. Ferm- ingarbörn sýna helgileikinn „Hend- ur“. Páskadagur: Hátíðarguðs- þjónusta kl. 9. Heitt verður á könn- unni í Útskálahúsinu að lokinni guðsþjónustunni. Garðvangur: Helgistund kl. 13.30. Kirkjukór Hvalneskirkju syngur. Organisti Jóhanna Guðmundsdóttir. Sóknar- prestur. HVALSNESKIRKJA: Föstudagur- inn langi: Guðsþjónusta kl. 14. Lesið úr Passíusálmum Hallgríms Péturssonar. Fermingarbörn sýna helgileikinn „Hendur". Börn verða borin til skírnar. Helgistund verður í Garðvangi kl. 13.30. Kirkjukór Hvalneskirkju syngur. Sóknar- prestur. HVERAGERÐISPRESTAKALL: Föstudagurinn langi: Messa Strandarkirkju kl. 14. Páskadagur: Morgunmessa kl. 8 í Hveragerðis- kirkju. í Kapellu NLFÍ: Messa kl. 11. ( Þorlákskirkju verður hátíðar- messa kl. 13.30. Annar páskadag- ur: Fermingarmessa kl. 14. Sr. Tómas Guðmundsson. EYRARBAKKAKIRKJA: Föstudag- urinn langi: Messa kl. 14. Páska- dagur: Messa kl. 8. Sóknarprestur. STOKKSE YRARKIRKJ A: Páska- dagur: Messa kl. 14. Annar páska- dagur: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Sóknarprestur. ODDAPRESTAKALL: Páskadagur: Hátíðarguðsþjónusta í Oddakirkju kl. 14. Hátíðarguðsþjónusta í Stór- ólfshvolskirkju kl. 11. Keldnakirkja: Guðsþjónusta föstudaginn langa kl. 14. Aðalsafnaðarfundur Keldna- sóknar eftir messu. Sr. Stefán Lárusson. KIRKJUHVOLSPRESTAKALL: Alt- arisganga í Þykkvabæjarkirkju á skírdag kl. 21. Páskaguðsþjónusta í Þykkvabæjarkirkju á páskamorg- un kl. 8. Kaffi og pönnukökur í kirkj- unni á eftir. Páskaguðsþjónusta í Árbæjarkirkju kl. 11 á páskadag og í Kálfholtskirkju kl. 14. Auður Eyr Vilhjálmsdóttir sóknarprestur. ÞINGVALLAKIRKJA: Skírdagur kl. 21.00. Altarisganga. Föstudagur- inn langi kl. 14.00: Fermingarbörn flytja píslasöguna. Páskadagur kl. 14.00: Hátíðarguðsþjónusta. Org- anisti: Einar Sigurðsson. Sóknar- pestur. SAURBÆJARPRESTAKALL: Föstudagurinn langi: Messa í Hallgrímskirkju í Saurbæ kl. 14. Páskadag: Hátíðarmessa kl. 15. Leirárkirkja: Messa og altaris- ganga í kvöld, skírdagskvöld kl. 20.30. Páskadag: Hátíðarmessa kl. 13.30. Innra-Hólmskirkja: Ann- an páskadag: Hátíðarmessa kl. 14. Sr. Jón Einarsson. AKRANESKIRKJA: Föstudagurinn langi: Barnasamkoma kl. 11. Tón- listarguðsþjónusta með prédikun og litaníu kl. 14. Föstusálmafor- leikir eftir J.S. Bach ásamt föstu- sálmum, orgel og kórsöngur. Páskadagur: Hátíðarguðsjónusta kl. 8. Organisti kirkjunnar leikur páskatónlist fré kl. 7.30. Einsöngur Guðrún Ellertsdóttir. Hátíðarguðs- þjónusta ki. 13.30. Fyrirbæna- guðsþjónustan fellur niður. Organ- isti og söngstjóri Jón Ólafur Sig- urðsson. Sr. Björn Jónsson. BORGARPRESTAKALL: Föstu- dagurinn langi: Messa í Borgar- neskirkju kl. 14. Páskadagur: Hát- íðarmessa í Borgarneskirkju kl. 11. og hátíðarguösþjónusta í Borgar- kirkju kl. 13.30. Hátíðarmessa í Álftártungukirkju kl. 14 og guðs- þjónusta á dvalarheimili aldraðra kl. 16.30. Sóknarprestur. SIGLUFJARÐAKIRKJA: Föstudag- urinn langi: Kvöldguðsþjónusta kl. 20.30. Páskadagur: Hátíðarmessa kl. 8, altarisganga. Hátíðarmessa á sjúkrahúsinu kl. 10.15. Sr. Stína Gísladóttir. GLERÁRKIRKJA: Föstudagurinn langi: Kyrrðarstund kl. 20.30. Söngur hljóðfæraleikur og lestur úr Píslar- og Passíusálmum. Páskadagur: Hátíðarguðsþjónusta k. 8. Boðiö upp á súkkulaði eftir messu. Kirkjugestir hafi með sér brauð eða kökubita fyrir sig. Guðs- þjónusta við Skíðastaði, Hlíðar- fjalli, kl. 12.30. Skírnarguösþjón- usta kl. 14. Sr. Pálmi Matthíasson. MÖÐRUVALLA-prestakall: Föstu- dagurinn iangi: Guðsþjónusta í Glæsibæjarkirkju kl. 14. Guðs- þjónusta í Skjaldarvík kl. 16. Páskadagur: Hátíðarguðsþjónusta í Möðruvallakirkju kl. 11. Annar Páskadagur: Hátíðarguðsþjónusta kl. 15. Sr. Pálmi Matthíasson. Fagnrt galaði fuglinn sá... ÍSLENSK tónverkamiðstöð hef- ur i samvinnu við Tónmennta- kennarafélag íslands gefið út hefti með íslenskum lögum fyrir bamakór og ber það nafnið- Fagurt galaði fuglinn sá ... Fjórtán lög eru í heftinu og eru þau valin af Þórunni Bjömsdóttur, tónmenntakennara og stjómanda bamakórs Kársnesskóla. Auk íslenkra þjóðlaga í útsetningum fyr- ir bamakór eru í heftinu verk eftir þá Atla Heimi Sveinsson, Emil Thoroddsen, Jón Ásgeirsson, Jón Nordal, Þorkel Sigurbjömsson og Þorstein Valdimarsson. Þetta hefti markar upphaf að samvinnu við íslenskar tónverka- miðstöðvar og Tónmenntakennara- félags íslands um útgáfu á tónlist af ljósrituðum blöðum. Það er von þeirra sem að útgáf- unni standa að hún megi verða til þess að auka þekkingu íslenskra barna á íslenskri tónlist og að hún verði einnig hvatning til tónskálda, um að semja tónlist fyrir íslenska barnakóra. Fagurt galaði fuglinn sá ... er til sölu í íslenskri tónverkamiðstöð, Freyjugötu 1, Reykjavík. (Úr fréttatilkynningu) Frá samsætinu í Dalabúð, þar sem Skjöldur Stefánsson var veislustjóri. Dalasýsla: Heiðursborgari 100 ára Búðardal. Eyjólfur Jonasson í Sólheim- um varð 100 ára hinn 15. mars og af því tilefni var gest- amóttaka í Dalabúð. Fjöldi manns kom til að heiðra heið- ursborgara Laxárdalshrepps sem er hress miðað við aldur. Oddviti Laxárdalshrepps, Sig- urður Rúnar Friðjónsson, bauð afmælisbarnið og gesti velkomna til þessa gleðidags. Hann bað Skjöld Stefánsson að vera veislustjóri og fórst hon- um það vel úr hendi enda búinn að þekkja Eyjólf í rúm 30 ár og hefur átt margar gleðistundir með honum, sem hann rifjaði upp og flutti Eyjólfi mörg kvæði sem höfðu farið þeirra á milli. Enn- fremur flutti Einar Kristjánsson, fyrrverandi skólastjóri, afmælis- barninu kvæði og þakkaði góð kynni. Sýslumaður Dalamanna, Pétur Þorsteinsson, ávarpaði af- mælisbamið og las upp lýsingu af Eyjólfí eftir Martein Larsen sendikennara, sem hafði ferðast með afmælisbaminu fyrr á ámm um sögustaði Laxdælu. Hann heillaðist svo af Eyjólfí og glað- værð hans að hann kallaði hlátur Eyjólfs lúðrablástur lífsgleðinnar enda Eyjólfur í Sólheimum með hressari mönnum. Ennfremur ávarpaði Sigurbjöm Sveinsson, fyrrverandi heilsugæslulæknir afmælisbamið og sagði m.a. að Eyjólfur væri einn af sínum skemmtilegri og betri sjúkling- um, enda sjaldan þurft að leita til hans í gegnum árin. Sveitungar Eyjólfs þeir Ólafur Pálmason, Bjöm Guðmundsson, Eyjólfur Jónsson og Böðvar Ey- jólfson, sungu nokkur lög honum til heiðurs. Ég held að Dalafólk geti verið örlítið upp með sér að eiga svona .W tan Einar Kristjánsson, fyrrverandi skólastjóri á Laugum, flutti af- mælisbamlnu Eyjólfi Jónassyni, ljóð. aldinn höfðingja, sem á á annað hundrað afkomendur. það geta ekki mörg bygðalög státað af 100 ára heiðursborgara. Afmælis- baminu bámst fjöldinn allur af skeytum og kveðjum og þar á meðal frá forseta fslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur. Þessi samverustund með af- mælisbaminu var í alla staði hin ánægjulegasta. Kristjana

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.