Morgunblaðið - 23.03.1989, Blaðsíða 14
14 C
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1989
Hefur heimsótt
Island 80 sinnum
Rætt við Trewor W. Welch um störf hans
að ílugmálum á íslandi
HINN nítján ára gamli loftskeytamaður um borð i HMS Scott horf-
ir með nokkurri eftirvæntingu á er Qöllin kringum SeyðisQörð rísa
upp úr sjóndeildarhringnum. Það er vor f lofti en tfmar viðsjárverð-
ir. Árið er 1941. Eftirvæntingin er ekki hvað síst fólgin í að landið
er hið fyrsta sem loftskeytamaðurinn lftur augum utan heimalands
síns.
„Ég man ekki hvemig veðrið var þennan dag, en minnist þess
að mér fannst það yfirleitt slæmt fyrst eftir að ég fór að koma
hingað," segir Trevor Williams Welch, 48 árum og 80 ferðum til
íslands síðar.
Morgunblaðið/Þorkell
Hjónin Tony og Bobby ásamt forseta íslands, Vigdísi Finnboga-
dóttur.
Trevor Williams Welch, eða Tony
eins og flestir kalla hann, hefur
verið lykilmaður við uppbyggingu
íslenska flugstjómarkerfisins frá
árinu 1970. Hann er verkfræðingur
að mennt og á nú sitt eigið fyrir-
tæki, T. W. Welch & Partners sem
sérhæfir sig í ratsjár-og flarskipta-
kerfum. Afskipti hans af fslenskum
flugmálum má rekja til ársins 1954
er hann starfaði hjá fyrirtækinu
Decca. Þá keyptu íslensk stjómvöld
fiugvallarratsjá af því fyrirtæki.
Prá árinu 1970 hefur hann verið
ráðgjafí fslenskra flugmálayfír-
valda og tekið virkan þátt í upp-
byggingu ratsjárkerfis þeirra.
Tony er fremur lágvaxinn og
grannur, kvikur í hreyfíngum. I
viðurkynningu er hann ekta bresk-
ur herramaður fram í fingurgóma.
Hann lifir og hrærist í starfí sfnu
og á það til að fyllast miklum
ákafa er hann ræðir um það.
Fram kemur að hann dvaldi um
nokkum tíma á íslandi á stríðsár-
unum. HMS Scott var rannsóknar-
skip sem stundaði sjómælingar hér
við strendur landsins. Meðal annars
dvaldi skipið í Eyjafírði sumarið
1943 til að kanna staðinn sem
hugsanlegt lægi fyrir skipalestir á
leið til Murmansk. Tony lýsir því
sem stórkostlegu sumri.
Hætti i flotanum 1949
Morgunblaðið hitti Tony að máli
á skrifstofu Flugmálastjómar er
hann var staddur hérlendis fyrir
nokkm, en forseti íslands hafði þá
veitt honum riddarakrossinn fyrir
störf að flugmálum. Með honum í
för, eins og oft áður, var kona
hans Bobby Welch. Hann var fyrst
spurður úm feril sinn í grófum
dráttum.
„Ég lét af þjónustu í flotanum
í lok ársins 1949. Þá hafði ég um
skeið verið ratsjárleiðbeinandi um
borð f HMS Collingwood sem er
skólaskip breska flotans," segir
Tony. „Ég hóf síðan störf við
bresku siglingarmálastofnunina
sem aðstoðarmaður yfirmannsins á
fjarskiptadeild. Ritari hans situr
nú við hlið mér.“ Þau hjónin brosa
bæði að þessari síðustu setningu.
Afskipti hans af íslenskum flug-
málum hófust sem fyrr segir á
árinu 1954. „Ég vann þá hjá Decca
Radar LTD. íslendingar keyptu af
okkur ratsjár, þar á meðal þá sem
nú er á Reylq'avíkurflugvelli og
aðra sem sett var upp á Akureyri.
Hætt var að nota ratsjána á Akur-
eyri fyrir einum 16 ámm, en við
emm nýbúnir að taka hana í gang-
ið aftur eftir endurbætur.
í máli Tony kemur fram að hann
stofnaði sitt eigið fyrirtæki árið
1965. Fimm ámm síðar, eða 1970,
var honum boðið að koma til ís-
lands til skrafs og ráðagerða.
„Ég man að ég kom hingað
fyrst, í atvinnuskyni, þann 1. sept-
ember 1970. Starf mitt var að að-
stoða Flugmálastjóm við uppsetn-
ingu á ratsjárkerfum fyrir íslenska
flugsfjómarsvæðið." segir Tony.
„Ég gerði úttekt á þeim vandamál-
um sem flugumferðarstjóramir
áttu í við sfjómun á flugumferð-
inni. Ég komst að því að ef íslend-
ingar gætu spannað allt ratsjár-
svæðið með einni ratsjá staðsettri
á Reykjavíkursvæðinu væri hægt
að leysa megnið af vandamálunum.
Vandamálin vom einkum fólgin í
þvf að halda réttum fjarlægðum á
milli flugvélanna sem flugu um
svæðið. Það kom fljótlega í ljós að
íslendingar höfðu ekki efni á stórri
ratsjá til að annast þetta verk. Ég
lagði því til að leitað skyldi til Atl-
antshafsbandalagsins eftir aðstoð,
enda var það með slíka ratsjá hér-
lendis. Þessi tillaga olli bæði
pólitfskum erfíðleikum og öryggis-
vandamálum en að lokum fékkst
leyfí til að tengja íslensku flugum-
ferðarstjómina við þessa ratsjá.“
Tony segir að 1972 hafi svo
verið settur upp búnaður á
Keflavíkurvelli sem gerði kleift að
breyta og senda ratsjármerkin eftir
símalínum til sfjómstöðvarinnar í
Reykjavík þar sem tölva breytti
þeim aftur og sýndi þau á fyrstu
langdrægu ratsjárskjánum sem ís-
lendingar eignuðust.
„Er þessu starfí mínu var lokið
átti ég ekki von á að starfa meir
fyrir Islendinga, enda fannst mér
að næg sérfræðiþekking væri fyrir
hendi hér til að halda áfram að
þróa þetta svið frekar," segir Tony.
„Það var því bæði óvænt og
ánægjulegt er ég var beðinn um
að halda þessu starfí áfram. Aðal-
vandamálið hefur ávallt verið að
ísland er of lítil þjóð til að geta
staðið undir stómm ratsjárkerfum.
Þegar farið var að huga að upp-
setningu á hinum nýju ratsjár-
stöðvum Atlantshafsbandalagsins
hérlendis fyrir 6 ámm báðu fslensk
stjómvöld Tony að kanna hvaða
not íslendingar gætu haft af þeim.
„Ég kom strax auga á þá gífurlegu
möguleika sem íslensk flugmála-
yfírvöld gætu notfært sér með
þessum nýju ratsjárstöðvum. Nú
er það komið í samning að íslend-
ingar munu fá upplýsingar frá
þessum stöðvum til notkunar við
flugumferðarstjóm," segir hann.
Hnupluðu loftneti í
Heimaeyjargosinu
í máli Tony kemur fram að hann
var staddur hérlendis er Heimaeyj-
argosið varð. Hann minnist þess
að gosið hafi leitt skýrt f ljós hve
íslendingar em glúmir við að
bjarga sér þegar eitthvað bjátar á.
„Strax morguninn eftir að gosið
hófst höfðu menn miklar áhyggjur
af því að hraunstraumurinn myndi
skera í sundur símalínumar við
meginlandið og að Vestmannaeyjar
yrðu þar með sambandslausar,"
segir Tony. „Um tíma leit út fyrir
að eina sambandið við eyjamar
yrði milli flugtumsins hér í
Reykjavík og flugtumsins í Heima-
ey. Flugtumunum er ekki ætlað
að hafa samband við hvom annan
heldur flugvélar. Á þessum tfma
var í gangi hér tilraun.i samvinnu
við bandarísku flugstjómina og
Pan Am. Tilraunin kom mínu verki
hér ekkert við, ég bara vissi af
henni. Hluti af tilrauninni fólst í
uppsetningu á mjög fullkomnu loft-
neti á þaki flugtumsins í Reykjavík.
Um leið og áhyggjumar af sam-
bandsleysinu komu upp ákváðum
við að hnupla þessu loftneti og
beina því til Vestmannaeyja. Brátt
var komið á mjög gott samband
við eyjamar í gegnum það. En það
varð aldrei veruleg þörf á þessu
loftneti því símalínumar sluppu við
hraunstrauminn.
Þetta var mjög spennandi tími
fyrir mig og ég dáðist að sjálfs-
bjargarviðleitni íslendinga. í stað
þess að fóma höndum og gefast
upp fóm þeir strax að kanna hvað
þeir gætu gert til að bæta ástand-
ið.“
Aðspurður um hvort þetta hafí
verið minnisstæðasta heimsókn
hans hingað segir Tony að þær séu
svo margar minnisstæðar að erfítt
sé að taka eina út. Hann nefnir sem
dæmi að þau hjónin hafí verið hér
á 200 ára afmæli Reykjavíkur.
„Við vorum í hópi þessara áttatíu
þúsund manna sem reyndu að fá
bita af afmæliskökunni. Það var
vissulega minnisstætt. Núna er það
engin spuming að heimsókn okkar
hjónanna til forseta íslands er
minnisstæðasta reynsla okkar hér.
Hún er mjög indæl kona.“
Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, sést hér næla riddara-
krossinn i barm Trevor William Welch.
Egilsstaðir:
íþróttafélagið
Höttur 15 ára
_ EgilsatMum.
Á FIMMTÁN ára afinæli íþrótta-
félagsins Hattar fékk félagið ný-
byggt vallar- og félagsheimili til
umráða. Húsið er 75 fermetrar
að stærð og með því rætist lang-
þráður draumur Hattarmanna,
um bætta aðstöðu við íþróttavöll-
inn. Egilsstaðabær lagði fram
fjármagn til efniskaupa en félag-
ar og velunnarar Hattar lögðu
fram alla vinnu f sjálfboðavinnu.
Telja þeir að samstarf af þessu
tagi geti verið fyrirmynd að sam-
starfi íþróttafélaga og bæjarfé-
laga um framkvæmdir að þessu
tagi-
Hafíst var handa við bygginguna
2. nóvember þegar grunnur var graf-
inn og verkinu að fullu lokið, utan
og innan, 17. febrúar. Á þessu tíma-
bili hafa á annað hundrað manns
lagt fram ríflega þúsund vinnustund-
ir í sjálfboðavinnu. Egilsstaðabær
lagði fram 800 hundruð þúsund
krónur á árinu 1988 og 400 þúsund
krónur 1989. í húsinu er 40 fer-
metra vistlegur salur, snyrtingar og
geymslur.
Fjölmenni var við vígslu hússins
og bárust félaginu margar veglegar
gjafír. Má þar nefna að Vilhjálmur
Einarsson skólameistari færði félag-
inu málverk sem hann málaði af fjall-
inu Hetti, sem. íþróttafélagið heitir
eftir. Kvenfélagið Bláklukka gaf
borðbúnað og gluggatjöld. Einnig
færðu Rotarymenn og Rauða kross-
deildin gjafir. Samvinnubankinn til-
kynnti einnig um gjöf sem valinn
yrði í samráði við byggingamefnd
Morgunblaðið/Bjöm Svcinsson
Byggingarnefiid Hattar, f.v. Emil Björnsson, Hjálmar Jóelsson og Björn Kristleifsson.
en hana skipuðu, Emil Bjömsson
formaður, Bjöm Kristleifsson form.
Hattar og Hjálmar Jóelsson vara-
forni.
í tilefni afmælisins og vígslu nýja
hússins var hinn árlegi Hattardagur
haldinn í fþróttahúsinu. Þar var boð-
ið upp á fímleika- og íþróttasýning-
ar. Auk þess voru íþróttamenn Hatt-
ar heiðraðir. íþróttamður ársins var
kjörinn, Unnar Vilhjálmsson. Einnig
var tilnefnt íþróttafólk í hinum ýmsu
greinum. Þau voru, í knattspyrnu,
Eysteinn Hauksson, í handbolta
Björgvin Bjarnason, í körfubolta
Þórarinn Stefánsson, í fijálsum
íþróttum, Atli Gunnlaugsson, í fim-
leikum Amrún Halia Ámþórsdóttir
og í skíðaíþrótt Adda Bima Hjálm-
arsdóttir.
- Björn