Morgunblaðið - 23.03.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.03.1989, Blaðsíða 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1989 Stykkishóimur; Fjárhagsáætlun bæjarins afgreidd Stykkishólmi. Fjárhagsáætlun Stykkishólmsbæjar fyrir þetta ár var samþykkt við aðra umræðu á bæjarstjórnarfimdi fyrir skömmu. A þessum bæjarstjómarfundi voru fjölmörg mál til umræðu og afgreiðslu. Bæjarráð hafði áður þingað um málin og lagt tíl hvemig rétt væri að standa að þeim og meðal annars breytt Qárhagsáætlun frá fyrstu umræðu. Vom málin samþykkt einróma og eins Qárhagsáætlunin eftir nokkrar umræður. Sturla Böðvarsson, bæjarstjóri, gerði grein fyrir afkomu bæjarins á sl. ári, í stórum dráttum. Kom meðal annars fram að tekjuliðir voru heldur lægri en áætlun og setti vetrarvertíðin í fyrra og grá- sleppuvertíðin stórt strik í reikning- inn. Framkvæmdir voru miklar á vegum bæjarins á sl. ári og með tilliti til atvinnu verður reynt að halda uppi eðlilegri atvinnu og framkvæmdum á vegum bæjarins þetta ár. Helstu niðurstöður áætl- unarinnar eru: Bæjarsjóður, heild- artekjur 101 millj., þar stærstu lið- ir útsvör 55 millj. og aðstöðugjöld 13 millj. Af útgjöldum eru helst fræðslumál 17 millj., Almannatr. 13 millj., leikskóli 6,5 millj., Amt- bókasafn 4,4 millj., Dvalarheimili 7 millj. Aætlað er að vinna að nýju íþróttamiðstöðinni fyrir 20 millj., Hafnarsjóður: Tekjur 11 millj., gjöld Jasshljóm- leikar á Húsavík Húsavík. LÉTTSVEIT Húsavíkur og söng- flokkurinn Norðaustan 12 skemmtu í Félagsheimilinu á Húsavík, laugardagskvöldið 11. mars sl. með gölbreyttri skemmtidagskrá, sem stóð í tæpa 3 tíma. Léttsveitin var stofnuð fyrir rúmu ári og skipa hana 16 hljóð- færaleikarar sem starfað hafa af miklum áhuga undir stjóm Sandy Miles, tónlistarkennara. Söngsveitin NA-12 er skipuð 12 söngvurum, hefur starfað undan- farin 2 ár undir stjóm Line Wemer og syngur hún fyrst og fremst jass- tónlist. Undanfamar vikur hefur verið hér norskur tónlistarmaður, Philip Kmse, og haldið námskeið fyrir þetta hljómlistarfólk. Tónleikamir tókust vel og sýndu Húsvíkingar vaxandi áhuga fyrir jasstónlist. — Fréttaritari. 10 millj. Ákveðið er að vinna að hafnarbótum fyrir 40 millj. Velta vatnsveitu, Dvalarheimilis og ann- arra stofnana em áætlaðar 35 millj. Vinna við tjaldstæði, breyting stækkun, 1 millj. Morgunblaðið/Ámi Helgason Frá bæjarsljórnarfundi í Stykkishólmi, frá vinstri: Guðmundur Lárusson, Einar Karlsson, Pétur Ágústs- son, Sturla Böðvarsson bæjarstjóri, Ellert Kristinsson forseti bæjarsljórnar, Jóhannes Finnur Halldórs- son bæjarritari, Gunnar Svanlaugsson, Magndís Alexandersdóttir, Kristín Björnsdóttir. Færeyskir tónlistarmenn í heimsókn: Tónleikar í Lang- holtskirkju á morgun Reykjavíkurborg efnir til tónleikahalds í Langholtskirkju á skírdag, fímmtudaginn 23. marz, kl. 20.30, í tengslum við opinbera heimsókn borgarstjórnar Þórshafriar í Færeyjum til Reykjavíkur. Á tónleikunum flytja um 70 færeyskir tónlistarmenn söngverkið „Jesús og maðurinn frá Makedóníu" eftir Pauli í Sandagerði og Sigmund Paulsen. Öllum er heimill ókeypis aðgangur að tónleikunum meðan húsrúm leyfir. Morgunblaðið/Ámi Helgason. Lionessuklúbburinn Harpa, færði sjúkrahúsinu í Stykkishólmi að gjöf, sjónvarpstæki og var það aflient af formanni klúbbsins Auði Bárðardóttur. Lionessur í Stykkishólmi; Sjúkrahúsinu færð gjöf Tónverk þetta var fmmflutt í Þórshöfn á páskum 1984 í tilefni af afmæli Norræna hússins þar. Hugmyndina að verkinu átti borg- arstjórinn í Þórshöfn, Poul Mich- elsen. Þar eð verkið átti að flytjast á páskum var ákveðið að byggja það á píslarsögu Jesú eins og frá henni er greint í guðspjöllunum fjór- Stykkishólmi. Lionessuklúbburinn Harpa í Stykkishólmi hefir starfað hér í Stykkishólmi af miklum dugnaði. Hann telur nú 38 félaga. í þessum mánuði færði klúbburinn sjúkrahúsinu í Stykkishólmi að gjöf stórt og vandað sjónvarpstæki og var það afhent af formanni klúbbs- ins, Auði Bárðardóttur, við veglega athöfn á sjúkrahúsinu í vikunni fyr- ir pálmasunnudag, þar sem viðstadd- ir vom læknar sjúkrahússins og for- stöðufólk. Með þessari kveðju til sjúkrahúss- ins vill Lionessuklúbburinn sýna þakklæti fyrir þá miklu aðstoð og hjálp sem sjúkrahúsið hefir verið og sýnt bæjarbúum og aldrei verður metið til fulls. Príorinna og læknar færðu gef- endum sérstakar þakkir um leið og þau báðu Lionsamtökunum allrar blessunar, en starf Lions hér í bæ hefir mótast af því að viðurkenna og þakka það líknarstarf sem syst- urnar vinna hérí bæ, ekki einungis við sjúkrahúsið heldur bæjarbúum almennt. Það líður nú senn að því að við- bygging sjúkrahússins verði tilbúin til afnota ef ekki kemur neitt óvænt fyrir. í — Ami. 0 INNLENT um. Hlutverk hins ókunna físki- manns frá Makedóníu, sem titill verksins vísar til, er að brúa milið á milli nútíma fiskveiðiþjóðar í Norðurhöfum og samtímamanna Krists. Maðurinn frá Makedóníu umgengst nánustu vini frelsarans og lærisveina hans og veitir okkur persónulega innsýn í píslargöngu hans. Stílbrigði verksins em marg- breytileg, allt frá köflum í ætt við rokktónlist til þátta, sem byggja á hefðbundnari tónsmíðaaðferðum. Hljómsveitin er skipuð strengleikur- um, blásumm og „rokkhljómsveit", ásamt einsöngvumm og á fjórða tug kórsöngvara. (Úr firéttatilkynmngu frá Reykjavikur- borg) Þolreiðarnámskeið í Mosfellsbæ Námskeið í þolreið verður haldið í dag skírdag á vegum Flugleiða, Stöðvar 2 og Hesta- Ieigunnar í Laxnesi en þessir aðilar stóðu fyrir fyrstu þolreið- arkeppninni, sem haldin er hér- lendis, síðastliðið sumar. Leiðbeinendur á námskeiðinu verða Helgi Sigurðsson dýralæknir og þýstíur þolreiðargarpur, Gerd Mildenberger. Hefur hann tekið þátt í þolreiðarkeppni víða um Evr- ópu og oftast keppt á íslenskum hestum. Mildenberger hefur komið tvisvar til íslands og í bæði skiptin ferðast á hestum og telur hann ís- land ákjósanlegan stað fyrir þolreið- arkeppni og nefnir í því sambandi skemmtilegar reiðleiðir og mikla náttúmfegurð. Sauðárkrókur; Kiwanisskákmót Sauðárkróki. KIWANISMENN á Sauðárkróki gengust nú I marsbyijun fyrir opnu skákmóti meðal grunnskólanemenda í Skagafirði og var mótið haldið i Gagnfræðaskólanum á Sauðárkróki. Er þetta i nnnað ginn sem mót þetta er haldið, en stefiit er að því að um árlegan viðburð verði að ræða. Keppt var í tveim aldursflokk- um, 10 ára og yngri og 11 ára og eldri. Keppt var um vegiega bikara, farandgripi, en auk þess fengu þrír efstu í hvomm flokki verðlaunapeninga. Skákstjóri var Pálmi Sighvatsson. Þátttakendur vora alls fímmtíu og tveir, frá flestum skólum í héraðinu, og er það nokkur flölg- un frá því í fyrra. í yngri flokkum sigraði Bjöm Margeirsson úr Steinsstaðaskóla með fímm vinn- inga, í öðm sæti var Davíð Þór Rúnarsson, en hann sigraði Gunn- ar Guðmundsson í bráðabana um sætið, en báðir vom þeir með §óra vinninga. Davíð og Gunnar era frá_ Sauðárkróki. í eldri flokki þurfti einnig bráðabana til þess að útkljá stöðu efstu manna, en þar sigraði Hall- dór Stefánsson úr Steinsstaða- skóla Berg Reynisson úr Varma- hlíðarskóla, en báðir voru þeir með sex og hálfan vinning. í þriðja sæti var svo Sveinn B. Friðriksson úr Steinsstaðaskóla með fímm vinninga. Kiwanismenn á Sauðárkróki sitja ekki auðum höndum fremur en fyrri daginn en starf klúbbsins hefur verið þróttmikið á undanf- ömum ámm. Aðalfjáröflunarleið Kiwanismanna er físksala í sveit- um Skagafjarðar, sem er mjög Morgunblaðið/Bjöm Bjömsson. Steinn Sigurðsson formður Kiwanisklúbbsins Drangeyjar ásamt sigurvegurum í yngri flokki. F.v. Björn Margeirsson, Davið Þór Rúnarsson og Gunnar Guðmundsson. vinsæl hjá þeim sem þessarar þjónustu njóta. Nýlega færðu Kiwanismenn sambýli fatlaðra á Sauðárkróki gjafír og í haust stóðu þeir fyrir endurskinsmerkjaherferð í skól- um héraðsins. Þá halda þeir ár- legt bikarmót f sundi ásamt Ung- mennafélaginu Tindastól að sumr- inu og í maí er reiðhjóladagur í samvinnu við lögregluna. Formað- ur Kiwanisklúbbsins Drangeyjar er Steinn Sigurðsson. - BB Fulltrúi Flugleiða í þessu sam- starfi er Halldór Bjamason og sagði hann ástæður fyrir þátttöku Flug- leiða væm þær að áhugi útlendinga á íslenska hestinum færi vaxandi ár frá ári og Flugleiðir hefðu á undanfömum ámm selt mikið af hestaferðum og átt samstarf við hestaleigur víðsvegar um landið. „Við teljum að kynning á íslenská hestinum erlendis hafí áhrif á þessa sölu. Þolreið er snar þáttur í hesta- mennskunni erléndis og líklegt er að ef boðið er upp á þolreiðar- keppni hérlendis megi stækka aðdá- endahóp íslenska hestsins vemlega. Til þess að mögulegt sé að halda þolreiðarkeppni hérlendis svo vel fari og áður en farið verður að auglýsa slík mót erlendis þurfum við að kunna til verka. Þessvegna tökum við þátt í þessu námskeiðs- haldi ásamt Stöð 2 og Hestaleig- unni í Laxnesi. Nú er farin sú leið að hestamannafélagið Hörður í Kjósarsýslu sér um framkvæmd og undirbúning námskeiðsins og vænt- anlega munu félagið sjá um fram- kvæmd á þolreiðarkeppni sem hald- in verður í sumar. Segja má að megintilgangurinn með námskeið- inu nú sé að fá fleiri og betur undir- búna keppendur — bæði hesta og menn — næsta sumar," sagði Hall- dór að lokum. Námskeiðið hefst klukkan 13 eftir hádegi en það verður haldið í Gagnfræðaskólanum í Mosfellsbæ. Byggist námskeiðið á fyrirlestmm og myndbandssýningum en einnig verður þátttakendum kennt að taka púls á hestum og fer sá þáttur fram í hesthúsahverfínu við Varmár- bakka í Mosfellsbæ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.