Morgunblaðið - 23.03.1989, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 23.03.1989, Blaðsíða 38
38 C MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1989 félk í fréttum Flosi Eiríksson, sonur Eiríks J. Gíslasonar brúarsmiðs og Þor- gerðar Þorleifsdóttur, sem búsett eru í Kópavogi, vakti einna mesta athygli í spumingakeppni fram- haldsskólanna, en eins og kunnugt er lyktaði keppninni með sigri liðs- ins sem Flosi skipaði ásamt þeim Gunnari Freysteinssjmi og Ólafí Ólafssyni, liðs Menntaskólans í Kópavogi, MK-liðsins. Er Flosi mik- ill grúskari? SPURNINGAKEPPNI FRAMHALDSSKOLANNA „Mesta furða hvað maður vissi“ „Nei, ég get ekki sagt það. En ég las mjög mikið sem krakki. Okk- ar sérsvið var landafræðin og það hjálpaði eflaust að ég hef þvælst víða,“ segir Flosi sem hefur starfað sex undanfarin sumur við brú- arsmíði hér og þar um landið. „Það er svolítil heppni hvort manni tekst að svara á svo skömmum tíma, þetta er mjög stressandi. Annars er nú mikið af þessu gagnslaus vitn- eskja___svoleiðis." En hvemig var undirbúningurinn fyrir keppnina? „Við skiptum okkur niður eftir efnisflokkum. Ég var til dæmis með innlenda landafræði, Gunnar var með erlenda og Ólafur var með íþróttir. Við vomm búnir að æfa okkur saman og kannski má segja eftir það að við séum svolitlir grúsk- arar hver á sínu sviði, þó að við höfum ekki legið í skruddum. Jú, maður kom sjálfum sér á óvart, það Ljósmynd/Daníel Guðjónsson Sigfurlið MK i spumingakeppni framhaldsskólanna. Frá vinstri á myndinni Gunnar Freysteinsson, Flosi Eiríksson og Ólafur Ólafsson. var mesta furða hvað maður vissi. En það er líka taktík að vera frek- astur.“ Fiosi lýkur stúdentsprófi í vor af félagsfræðibraut og hefur hann mestan áhuga á „kjaftafögum“, öðm nafni hinum húmanísku fræð- um. Hann hefur ekki ákveðið hvað tekur við á námsbrautinni en þó getur hann einna helst hugsað sér að fara í háskólann, í sögu, hag- fræði eða félagsfræði. — Halló mamma, pabbi er að kenna Önnu „Hott, hott á hesti“. PASKAR Páskægg fyrst þekkt hérlendis um 1920 Páskaegg vom óþekkt hér þar til um 1920 og eldra fólk hér- lendis sá ekki páskaegg fyrr en á fullorðinsárum. Nú á dögum fá öll böm sælgætisegg og sum hver fleiri en eitt. „Það vom engin páskaegg í minni bemsku, þau sá ég ekki fyrr en á fullorðinsárum. Það var veislumatur á borðum, steikur og kannski hangikjöt og það var far- ið í kirkju," segir Laufey Blöndal, 82ja ára að aldri. Hún bætir við að sér fínnist óþarflega mikið af páskaeggjum núna og að þau séu of dýr. Sumir foreldrar hafa haft það fyrir sið að fela eggin fyrir bömun- um á góðum stað og hefur oft skapast af því spenna þegar fleiri en eitt og fleiri en tvö böm em í eggjaleit, rekast á egg merkt öðm systkini og mega vitaskuld ekkert láta uppi. Þessi siður gerist þó fátíðari nú, er sum böm fá jafnvel fimm súkkulaðiegg, frá pabba, mömmu, stjúppabba, afa, ömmu og jafnvel stjúpömmu. Sá siður að mála og mynd- skreyta egg hefur haldist hjá yngstu kynslóðinni. Á dagheimil- um og í skólum hafa þau gert ýmislegt skraut, pappírsegg og unga sem farið er með heim skömmu fyrir páska. Ekki er hægt að segja annað en að þau beri sig vel að við fondrið bömin litlu sem hér sjást á meðfylgjandi myndum. Litlar kúlur límdar á súkkulaðilitan pappír. COSPER Nokkrir gerðu grimur úr eggjunum sínum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.