Morgunblaðið - 23.03.1989, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.03.1989, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1989 C 29 greifafrúarinnar og biðja afsökunar á framferði sínu knékrjúpandi í lokin. I löngum formála sem Beaumar- chais lætur fylgja leikriti sínu eftir að banni á því hafði verið aflétt vill hann hins vegar gera sem allra minnst úr tilvísun þess til samtíma síns og nefnir það máli sínu til stuðnings að það eigi að gerast á allt öðrum tímum, er allt annar mórall ríkti og þar fram eftir götun- um. Hann getur og bent á það með réttu að hann fer mildum höndum um persónu greifans og dregur ekkert úr höfðingsskap hans og ljúflyndi, en höfuðlöstur hans, ef löst skyldi kalla, verður hins vegar kvensemin, ásamt vissri lettúð og blindu sem forréttindi hans og iðju- leysi eiga sinn stóra þátt í. Úrsmiður á uppleið Raunar telst Pierre Augustin Caron de Beaumarchais (1732 — 1799) vart til þeirra eldlegu hug- sjónamanna sem settu svip sinn á 18. öldina í Frakklandi og beittu penna sínum í þágu baráttu fyrir framförum og réttlæti undir merki upplýsingar, enda eru ritstörfín aðeins lítill hluti af því sem þessi ótrúlega fjölhæfi maður fékkst við um ævina. Hið skrautlega og tigin- mannlega de Beaumarchais-nafn tók hann sér reyndar sjálfur tutt- ugu og fímm ára gamall en varð fram að því að láta sér nægja að heita Pierre Augustin Caron. Hann nam í æsku úrsmíði af föður sínum sem var vel metinn í þeirri grein og lenti þegar tvítugur að aldri í málarekstri út af uppfínningu er hann gerði í iðninni en aðrir vildu eigna sér. Þar beygðist snemma krókurinn, því þau málaferli voru ekki þau síðustu á afar litskrúðug- um æviferli hans, sem allur ber vitni um óvenjulega hugkvæmni og framtakssemi og hæfileika jafnt til þess að lenda í klandri sem að koma sér úr því aftur, jafnt til þess að koma sér í mjúkinn hjá fólki sem til að afia sér óvildar- manna, jafnt til að vekja um sig styrr sem á sér athygli. Einn fyrsti áfanginn á framabraut hans- var að komast að sem úrsmiður við hirðina og verða þar eftirlæti eigin- konu háttsetts embættismanns sem hann síðan kvæntist að manni hennar látnum, eftir að hafa tekið við starfi hans, og áður en varði var hann einnig orðinn kennari kóngsdætranna í hörpuleik, því auðvitað kunni Pierre Augustin á öll möguleg hljóðfæri. Vopn til Vesturheims Honum óx enn fískur um hrygg er hann gat notað sér aðstöðu sína við hirðina til að komast í bandalag við auðmann nokkum að nafni Paris-Duverney og hafið með hon- um mikil fjármálaumsvif eða brask sem of langt mál yrði að lýsa hér. En eftir lát Duverneys lenti hann í argvítugum og langvinnum mála- ferlum við erfíngjana og þau urðu honum uppspretta langra bálka deilupistla sem lesa má í svonefnd- um Minningum hans eða Mémoir- es ásamt öðru af svipuðu tagi. Með skrifum sínum tókst honum að fá uppreisn æru og vel það, þótt hann hafí tapað málinu fyrir dómstóli og orðið að þola margvíslegan miska. Hann átti eftir að reynast jafnmikill málafylgjumaður hvort sem hann var að beita sér fyrir eigin hagsmunum eða annarra og álíka kappsamur sem stjórnarer- indreki, útgefandi, fjármálamaður eða þá málsvari rithöfunda sem þá áttu mjög undir högg að sækja, jafnt gagnvart ritskoðun sem lei- kurum er vildu fara frjálst með verk þeirra og svíkja þá um ritlaun í ofanálag, en hitt er svo annað mál að vissara er að taka mörgu með fyrirvara sem stendur í téðum Minningum, einkum þar sem Be- aumarchais tíundar afrek sín í þágu krúnunnar. Eitt eftirminnilegasta uppátæki hans er það þeg'ar hann stóð fyrir stórfelldum vopnasendingum til nýlendna Breta í Vesturheimi, er þá áttu í frelsisstríð og stuðlaði þar með að stofnun Bandaríkja Norð- ur-Ameríku, sem kann að hafa verið gustukaverk. Gallinn var hins vegar sá að þiggjendum var greini- lega meira umhugað um að nota vopnin á Jón Bola en gjalda send- endum greiðann, og fékk því Beau- marchais þar enn eift tilefni til málarekstrar, sem erfingjar hans áttu eftir að halda áfram eftir hans dag. A byltingar- og ógnartímun- um eftir 1789 var Beaumarchais lengst af í útlegð og sneri ekki heim fyrr en eftir fall Robespierres árið 1794 og dó því ekki undir fall- öxinni heldur hægu andláti í rekkju sinni án þess að hafa kennt sér nokkurs meins. Deilurit og skopleikir Þrátt fyrir öll þessi margvíslegu umsvif vannst Beaumarchais tími til að skrifa fímm leikrit og einn óperutexta auk hinna umfangs- miklu deilurita, og fyrir þau hefur t i’ limi -i i v.iul l ivin i' Almavíva greifi aflijúpar Cherúbín í stólnum i herbergi Súsönnu. hann verið talinn fremsti skop- leikjahöfundur Frakka á átjándu öld eða að minnsta kosti síðari hluta hennar. Þau bera þess samt merki að blómaskeið hins klassíska, stílhreina skopleiks, þar sem ein- stakir mannlegir brestir eru útmál- aðir og gerðir að skotspæni, er á enda og menn eru teknir að leita nýrra leiða á þessum upplausn- artímum aðalsþjóðfélagsins. Bar þar mest á tilhneigingu til að blanda saman hinum ólíku stílteg- undum harmleiks og skopleiks svo sem í hinum svonefnda táraskop- leik, comédie larmoyante, eða þræða bilið milli beggja í átt til borgaralegs raunsæis, svo sem í leikritum Diderots. Beaumarchais byggir hins vegar einkum á gam alli spænskri hefð svonefndrar comédie d’intrígues, þar sem hug- vitsamlegar flækjur og óvæntar lausnir þeirra eru í fyrirrúmi með tilheyrandi dulargervum, misskiln- ingi og leynimakki. Beaumarchais kryddar þetta allt með ýmsu sem flokkast má undir skop og ádeilu, en það er einkum með sköpun Fíga- rós sem hann veitir nýju blóði inn í þessa hefð. Fígaró kemur við sögu í þrem leikritum hans sem eru eins og í framhaldi hvert af öðru og sýna okkur hann á ýmsum skeiðum ævinnar. Hið fyrsta er Rakarinn frá Sevilla, þar sem Fígaró er dygg- ur liðsmaður hins unga Almaviva greifa við að ná ástum ungmeyjar- innar Rósínu og hrifsa hana úr klóm Dons Bartolos, fjárhalds- manns hennar, en í Brúðkaupi Fígarós hafa hlutirnir heldur en ekki snúist við, þar sem greifínn leitar' tilbreytingar eftir nokkurra ára hjónaband og er orðinn eljari þjóns síns Fígarós og um leið ótrúr sinni Rósínu greifafrú. í síðasta leikritinu, seka móðirin, sem ritað er eftir byltinguna og í alvarlegri stíl, eru þeir Almaviva og Fígaró orðnir ráðsettir og spakir heimilis- feður, en greifafrúin hins vegar sakbitin og vansæl, eftir að upp hefur komist að Cherubin hirð- sveinn er barnsfaðir hennar. Formáli að byltingunni Þótt Fígaró eigi sér fyrirrennara í „slungna þjóninum" sem hafði verið miðpunktur skopleikja allt frá fomöld og oftar en einu sinni gert húsbónda sinn að gjalti, leggur Beamarchais talsvert meira í þessa persónu en dæmi voru til um áður. Fígaró þessum er raunar býsna margt til lista lagt, hann er sann- kallaður þúsund þjala smiður, ekki einungis rakari og herbergisþjónn heldur hefur hann og reynt fyrir sér sem skáld og skriffinnur, leik- ari og lyfjasali og er gæddur óbil- andi sjálfsbjargarviðleitni og óþijótandi hugkvæmni og snar- ræði. Öðrum þræði er hann þó hrak- fallabálkur, sem öðlast ekki þá þjóðfélagsstöðu sem honum hæfír, en tekur því með ódrepandi kímni, og það er ekki síst hin smitandi lífsgleði hans sem hefur gert hann að svo tilvalinni og velheppnaðri aðalpersónu í ópemm þeirra Moz- arts og Rossinis sem raun ber vitni. Fígaró ber á margan hátt merki höfundar síns, og um leið má sjá í honum fulltrúa framsækinnar borgarastéttar sem þá var í þann veginn að varpa af sér oki aðalsins í Frakklandi, enda hefur leikritið Brúðkaup Fígarós verið nefnt formáli að byltingunni miklu. í söngleiknum fer að sjálfsögðu minna fyrir öllu sem gefið gæti til- efni til slíkrar nafngiftar, þar sem allar orðræður hljóta að vera stytt- ar og einfaldaðar, þótt sjálf at- burðarásin sé nær óbreytt. En það kann að vera að bættur sé skað- inn, því ef til vill er það meiri feng- ur fyrir eftirtímann að varðveita eitthvað af anda þessa heims sem þá beið síns dómsdags en ádeilu á hann, og í söngleiknum er það auðvitað tónlist Mozarts sem fyllir allt lífi, tilfínningu og spennu og er gædd því hlýlega og hýra gleði- bragð sem við hæfí er, þegar boðið er til brúðkaups. Höfundur er menntaskólakennari. ER T í >U / / IBUÐAF LEI Gi \NDI ÍGRJ EIE )Sl LU- ERFIÐl LEl [K UM? Ef svo er, þá átt þú sennilega aðeins um þrjá kosti að velja, til að leysa þá. 1. Létta greiðslubyrði lána þinna. 2. Auka greiðslugetuna. 3. Selja íbúðina. GREIÐSLUBYRÐIN MINNKUÐ Greiðslubyrði lána léttist ef lánstími er lengdur. Ef langtímalán fæst svo hægt sé að greiða upp skamm- tímalán, þá dreifast afborganir yfir lengri tíma, og þar með léttist greiðslubyrðin. Heildarskuldir eru þær sömu, en auðveldara getur verið að standa í skilum. GREIÐSLUGETAN AUKIN Greiðslugetu er unnt að auka meö því að auka tekjur eða minnka framfærslukostnað. Sennilega geta fæstir aukið tekjur sínar í einni svipan en aðra sögu getur verið að segja af framfærslukostnaði. Sumir geta án efa dregið úr ýmsu sem kallaö er nauðsynjar, aðrir geta það líklega ekki. HHBHHHHHHHHHI Að selja íbúð vegna greiðsluerfiðleika getur verið eina úrræöi íbúðareigenda. Betra er að taka þá ákvörðun fyrr en seinna. Ef þú ert íbúðareigandi í greiðsluerfiðleikum, leitaðu þá aðstoðar fagmanna við að meta hvaða leiðir þér eru færar. STARFSFOLK RAÐGJAFASTOÐVARINNAR ER REIÐUBÚIÐ AÐ AÐSTOÐA ÞIG RÁÐGIAFASTÖÐ HÚSNÆÐISSTOFNUNAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.