Morgunblaðið - 23.03.1989, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.03.1989, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1989 C 19 Sunnuhlíðarsamtökin 10 ára: Stefiit að innréttingu þj ónustumiðstöð var Lúðrasveit spilaði létt lög á afinælisdegi Sunnuhlíðar. Sem dæmi um tilvalið verkefni sýndi hann mér fagurlega prentað- an lista yfir þá sem vinna við tölvu- grafík í heiminum. Fyrírtækið sem gefur hann út hefur sérhæft sig á þessu sviði, leitað upplýsinga um alla sem bjóða fram þessa þjónustu og gefíð þær út í prentuðum lista. „Svipað væri hægt að vinna í fjarvinnustofu. Þá yrðu allar upp- lýsingarnar færðar inn í tölvu og gagnasafnið selt á disklingi og þar með sparaður gífurlegur prentunar- kostnaður. Síðan væri hægt að markaðssetja þetta með því að senda dreifibréf til allra sem hugs- anlega þurfa á þessari þjónustu að halda, bæði hér innan lands og annars staðar í heiminum og ekki þyrfti að selja mörg eintök til þess að standa undir kostnaði. Gagnasöfnun er í sjálfu sér ein- föld. Hún byggist á mikilli upplýs- ingaöflun en spumingin er hvemig á að standa að henni og hvernig á að tilreiða upplýsingarnar." Upplýsingaþjónusta Háskólans vinnur nú einmitt að uppbyggingu nokkurra sérhæfðra gagnasafna með það fyrir augum að selja þau á erlendum markaði ef vel gengur. Gert er ráð fyrir að tengja þessa uppbyggingu eftir föngum vinnu háskólanema að námsverkefnum, t.d. prófverkefnum. UH vinnur einnig að því að skrá hugmyndir að raunhæfum námsverkefnum fýr- ir háskólanema. Hugmyndimar koma víða að m.a. frá aðilum í at- vinnulífi. Sérstök áhersla er lögð á allar hugmyndir er varða sköpun nýrra atvinnutækifæra, en til þessa verkefnis hefur nýverið fengist styrkur frá Atvinnumálanefnd Reykjavíkur sem miklu skiptir. Enginn nær árangri án þess að reyna Jón benti á að hugmyndir um fjarvinnustofur hafí fyrst komið fram í bókum Bandaríkjamannanna Tofflers (The Future Shock og The- Third Wave) og John Naisbitts (Megatrends), en þeir hafa fjallað mikið um upplýsingatæknina. Sá sem hefur verið helsti hvatamaður að stofnun fjarvinnustofa á Norð- urlöndum heitir Henning Albrech- tsen. Hann hefur tekið þátt í stofn- un milli fjörtíu og fimmtíu slíkra vinnustofa víðs vegar um Norður- lönd, en þær eru að mestu leyti háðar fyrstu skrefunum í tölvuvæð- ingunni. Fólki er kennt á tölvur og þar er unnin hefðbundin ritvinnsla, bókhald og annað þess háttar. Jón heldur því fram að ekki sé hægt að byggja framtíðina á þessari vinnu vegna þess að þegar tölvueign er orðin almennari hverfi þessi verk- efni. „Þess vegna þarf að leggja megináhersluna á sérhæfð verkefni fyrir aðila utan heimabyggðarinnar til að treysta vöxt þess til frambúð- ar. Enginn vafi er á að unnt er að skapa vinnu af þessu tagi hér á landi. Vandinn er bara sá, eins og fyrr greinir, að fínna raunhæf verk- efni og það getur reynst erfitt. Enginn nær á hinn bóginn árangri án þess að reyna“ sagði Jón. Um síðustu áramót var stofnuð fjarvinnustofa í Vík í Mýrdal sem ber heitið Víst s.f og er í .eigu þeirra Páls Péturssonar og Guðmundar Péturs Guðgeirssonar. Það var Reynir Ragnarsson formaður at- vinnumálanefndarinnar á staðnum sem benti þeim félögum á þennan möguleika. Nú er verið að kynna starfsemi Víst s.f á Suðurlandi og á Reykjavíkursvæðinu, en ennþá hef- ur ekki verið gengið frá samningum um verkefni. Víst s.f. mun taka að sér ritvinnslu, gagnavinnslu, bók- hald fyrir smærri fyrirtæki og fé- lög, útlitsteikningu fyrir blöð, bækl- inga og bækur, auglýsingagerð og framtalsaðstoð fyrir einstaklinga og bændur. Viðtal: Asdís Haraldsdóttir Sunnuhlíðarsamtökin héldu upp á 10 ára afínæli sitt á laugardaginn 18. mars. Félagasamtökin í Kópa- vogi sem bundust samtökum um byggingu hjúkrunarheimilis fyrir aldraða hafa á þessum tima unnið mikið starf, byggt m. a. fyrir um 400 milljónir króna án þess að stofha til mikilla skulda. Hafa ris- ið hjúkrunarheimili og Qörtíu þjónustuíbúðir og er áformað að bygja enn fleiri slikar íbúðir. Einnig er nú verið að safha pen- ingum til þess að innrétta þjón- ustumiðstöð þar sem m. a. yrði boðið upp á dagvistun aldraðra. Dagurinn var haldinn hátíðlegur og milli klukan 15.00 og 17.00 var drukkið kaffi með veitingum og fjöl- margir bæjarbúar lögðu leið sína í Sunnuhlíð. Það eru JC í Kópavogi, Kirkjufélag Digranessafnaðar, Kiw- anisklúbburinn Eldey, Kvenfélag Kópavogs, Lionsklúbbur Kópavogs, Lionsklúbburinn Muninn, Rauða- krossdeild Kópavogs, Rotaryklúbbur Kópavogs, Soroptimistaklúbbur Kópavogs og Lionessuklúbburinn Yr sem standa saman að Sunnuhlíðar- samtökunum. . AUGLYSING UM ABURÐARVERÐ 1989 Efnaínnihald Verð ( Verð í Verð f Verð f Verð i Verð f Verð f Tegund N-P205-K20-Ca-S mars apríl maf júnf júir ágúst sept. Kjarni 33-0-0-2-0 16780 17020 17280 17540 17800 18060 18320 Magni 1 26-0-0-9-0 13960 14160 14380 14600 14820 15020 15240 Magni 2 20-0-0-15-0 11560 11720 11900 12080 12260 12440 12620 Móði 1 26-14-0-2-0 19100 19380 19680 19980 20280 20560 20860 Móði 2 23-23-0-1-0 20460 20760 21080 21400 21720 22020 22340 Græðir 1 13-18-18-0-6 21500 21820 22140 22480 22800 23140 23460 Græðir 1A 12-19-19-0-6 21080 21400 21720 22040 22380 22700 23020 Græðir 3 20-14-14-0-0 19040 19340 19620 19920 20200 20500 20800 Græðir 5 15-15-15-1-2 18340 18620 18900 19180 19460 19760 20040 Græðir 6 20-10-10-4-2 17860 18120 18400 18680 18960 19220 19500 Græðir 7 20-12-8-4-2 18080 18340 18620 18900 19180 19460 19740 Græðir 8 18-9-14-4-2 17440 17700 17960 18220 18500 18760 19040 Græðir 9 24-9-8-1,5-2 18860 19140 19420 19720 20000 20300 20580 Blákorn 12-12-17-2,6-7,7 24280 24640 25000 25380 25760 26120 26500 Þrífosfat 0-45-0-0-0 14760 14980 15200 15420 15660 15880 16120 Kalíklóríð 0-0-60-0-0 12980 13160 13360 13560 13760 13960 14160 Kalísúlfat 0-0-50-0-0 20200 20500 20800 21120 21420 21740 22040 Áburðarkalk 5-0-0-30-0 5520 5600 5680 5760 5860 5940 6020 Áburðarverksmiðja ríkisins selur þann áburð, sem hún framleiðir eða flytur til landsins, einungis búnaðarfélög- um, samvinnufélögum, verslunarfélögum, kaupmönnum, hrepps- og bæjarfélögum eða öðrum opinberum aðilum. Áburðarverksmiðja ríkisins afhendir áburð, sem hún selur til ofangreindra aðila á sama verði miðað við áburð- inn afhentan úr vörugeymslu Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi eða vörugeymslu áburðarflytjanda á eftir- greindum höfnum: Ólafsvík Grundarfjörður Stykkishólmur Patreksfjörður Bíldudalur Þingeyri Flateyri Suðureyri Bolungarvík ísafjörður Akureyri Grenivík Svalbarðseyri Húsavík Kópasker Þórshöfn Vopnafjörður Neskaupsstaður Seyðisfjörður Mjóifjörður Norðurfjörður Hólmavík Hvammstangi Blönduós Sauðárkrókur Hofsós Ólafsfjörður Siglufjörður Dalvík Borgarfjörður eystri Eskifjörður Reyðarfjörður Fáskrúðsfjörður Breiðdalsvík Djúpivogur Hornafjörður Vestmannaeyjar Óski kaupandi áburðar, sem búsettur er utan svæðis sem takmarkast af Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, Kjósar- sýslu, Gullbringusýslu, Árnessýslu og Rangárvallarsýslu, að fá áburð afhentan í Gufunesi og annast flutning áburðarins sjálfur, skal hann fá endurgreitt sem nemur flutningskostnaði Áburðarverksmiðjunnar á næsta hafnarstað ásamt uppskipunar-, vöru- og sjótryggingargjaldi. Áburðarverksmiðjan mun ekki annast flutninga til Dalasýslu, Austur-Barðastrandasýslu og Vestur-Skaftafells- sýslu. Hinsvegar mun Áburðarverksmiðjan greiða flutningsstyrk til áburðarkaupenda í framangreindum sýslum og ákvarðast flutningsstyrkurinn hverju sinni með hliðsjón af flutningskostnaði til næstu hafnar. Greiðslukjör Árið 1989 eru greiðslukjör vegna áburðarkaupa sem hér segir: a) Staðgreiðsla á verði viðkomandi mánaðar. b) Kaupandi greiðir áburðinn með átta (8) jöfnum greiðslum, sem hefjast í mars en lýkur í október. c) Kaupandi greiðir áburðinn með sex (6) jöfnum greiðslum, sem hefjast í apríl en lýkur í september. d) Kaupandi greiðir áburðinn með fjórum (4) jöfnum greiðslum, sem hefjast f maí en lýkur í ágúst. Afhending áburðarins til kaupanda samkvæmt liðum b, c og d miðast við að a.m.k. 25% af andvirði áburðar- ins hafi verið greitt. Gjalddagi er 25. hvers mánaðar Sá hluti áburðar, sem afhentur er á lánskjörum, skuldfærist á staðgreiðsluverði sem í gildi er í afhendingar- mánuðinum, en frá og með fyrsta degi næsta mánaðar eftir afhendingarmánuð reiknast vextir á höfðustól skuldarinnar. Gerður skal viðskiptasamningur um lánsviðskipti Vextir skulu á hverjum tíma vera þeir sömu og afurðarlánavextir sem auglýstir eru hjá Landsbanka íslands. Vextir greiðast á sömu gjalddögum og afborganir. Sá hluti áburðar, sem afhentur er á lánskjörum, skuldfærist á staðgreiðsluverði sem í gildi er í afhendingar- mánuðinum, en frá og með fyrsta degi næsta mánaðar eftir afhendingarmánuð reiknast vextir á höfðustól skuldarinnar. Gerður skal viðskiptasamningur um lánsviðskipti Vextir skulu á hverjum tíma vera þeir sömu og afurðarlánavextir sem auglýstir eru hjá Landsbanka íslands. Vextir greiðast á sömu gjalddögum og afborganir. Kaupandi skal leggja fram tryggingu fyrir þeim hluta viðskiptanna sem eru lánsviðskipti. Gufunesi, 17. mars 1989.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.