Morgunblaðið - 23.03.1989, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.03.1989, Blaðsíða 6
6 C MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1989 Tómas Zoega framkvæmdasljóri LR með Hkan af aðalsviðinu. Smiðir að störfum i hliðarsalnum inn af hringsviðinu. Heimsókn í Borgarleikhúsið: Framkvæmdum miðar vel áfram Æfingar hefjast í ágúst FRAMKVÆMDUM við innivinnuna í Borgarleikhúsinu miðar vel áfram og mun öllum stærstu verkunum verða lokið um mitt sum- ar. Æfingar á fyrsta verkinu eiga að heQast þann 12. ágúst og segir Tómas Zoega framkvæmdastjóri LR að allt útlit sé fyrir að það standist. Fyrsta leiksýningin í húsinu er áformuð þann 21. október. Morgunblaðsmenn brugðu sér í heimsókn í Borgarleikhúsið í vik- unni til að fylgjast með fram- kvæmdum og skoða húsið undir leiðsögn Tómasar Zoega. Iðnaðar- menn úr öllum atvinnugreinum voru við vinnu, smiðir með svunt- ur, logsuðumenn í brúnum vinnug- öllum, rafvirkjar í bláum vinnug- öllum, iðnverkamenn í rauðum vinnugöllum, ljósamenn, hljóð- menn og svo mætti lengi telja. Tómas byrjar á því að fara með okkur upp undir rjáfur hússins en þaðan má horfa fjórar hæðir niður á hringsviðið sem verður aðalsvið hússins. Á þessum stað er loft- ræsting hússins en hún samanst- endur af 14 loftræstikerfum og er vart þverfótað fyrir blikkstokk- um af öllum stærðum og gerðum. í rjáfrinu eru logsuðumenn að störfum við að setja upp hið svo- kallaða flugkerfi hússins. Flug- kerfið stjórnar leikmynda-og ljósa- búnaðinum sem notaður verður við hverja sýningu og samanstendur af 50 rám sem þessi búnaður hangir í. Kerfið er vökvadrifið og vélknúið og getur einn maður stjómað því frá þar til gerðu stjómborði en áður fyrr þurfti helst einn mann á hverja rá. Ef vélbúnaðurinn bilar er hægt að handstýra kerfinu. Tómas segir að vart séu til í heiminum full- komnari kerfi en þetta. Á hringsviðið sjálft, fjórum hæðum neðar, er verið að setja gólfplöturnar. Sviðið er hannað með það fyrir augum að nálægð þess við áhorfendur sé sem mest. Því skilur aðeins lítið steypuhaft það frá fremstu áhorfendabekkj- unum. Fullkomnar eldvarnir Tómas leggur mikla áherslu á öryggisþáttinn í hönnun og bygg- ingu hússins. Þannig er mjög fUll- komið eldvamarkerfi til staðar í húsinu. Vatnskælt bárujárnstjald hangir milli aðalsviðsins og áhorf- endasalarins. Fullkomið vatnsúða- kerfi er í öllu húsinu og allar hurð- ir úr eldtrausum efnum, svo og aðrar innréttingar í húsinu. Húsaskipan eftir hæðum er þannig að í kjallara hússins er vélbúnaðurinn undir hringsviðinu en fjórar vélar munu knýja það. Þama er einnig að fínna m.a. geymslur, aðstöðu hljóðfæraleik- ara en 56 slíkir rúmast fyrir í hljóðfæragryfjunni undir sviðinu, leikmunagerð og aðrar vinnustof- ur. " Á fyrstu hæðinni er sjálft hring- Morgunblaðið/Júlíus Horft niður á hringsviðið af fimmtu hæð. Til hægri er tjaldið sem skilur sviðið frá áhorfendabekkjunum. Unnið við uppsetningu á flugkerfi hússins. sviðið og aðaláhorfendasalurinn sem rúmar 570 manns. Loftið yfir sviðinu nær sem fyrr segir alveg upp á fimmtu hæð húsins. Á fyrstu hæðinni er einnig að finna skrif- stofur LR og búningsherbergi leik- ara. Til hliðar við hringsviðið inn af anddyrinu er „Litla sviðið" sem þegar hefur komist í fréttimar þar sem beinar útsendingar á Heims- bikarmótinu í skák voru sendar þaðan. Áhorfendabekkir „Litla sviðsins" rúma 200-270 manns. Kringum hringsviðið eru svo við- amiklir salir sem rúma hliðarsvið, baksvið, málarasal og trésmíða- verkstæði. Á fyrstu hæðinni er einnig veitingasala. Aðaláahorfendasalurinn nær upp á aðra hæðina en þar er einn- ig að finna fleiri búningsherbergi Ieikara, fundaherbergi og bóka- safn auk skrifstofu leikhússtjóra. Á þriðju hæðinni er m.a. mötu- neyti starfsfólks og þar er „þakið“ yfir Litla sviðinu til staðar með ljósabrú og vinnubrú. Á íjórðu hæðinni er æfingasalur leikara og segir Tómas að í raun sé ekkert því til fyrirstöðu að setja upp leikrit þar til sýninga ef ástæða þykir til. Á þessari hæð eru einnig leikmunageymslur. Tæknimenn komnir inn Þótt framkvæmdum sé hvergi nærri lokið við innivinnuna í hús- inu er hluti af starfsfólki LR þeg- ar byrjaður að koma sér fyrir þar. Hljóðmenn og ljósamenn LR hafa hafið störf, í fyrstu við að fylgjast með og taka þátt í uppsetningu á tæknibúnaðinum. Tómas segir að alls séu við vinnu í húsinu núna á milli 40 og 50 starfsmenn. Tæknibúnaðurinn í öll kerfin í húsinu er kominn til landsins, eða á leiðinni með skipi. Eitthvað mun vera um að erlendir starfskraftar komi til að annast uppsetningu tækjabúnaðarins en að öðru leyti er allt í húsinu íslensk hönnun eða íslensk framleiðsla. „Miðað við stöðuna í dag og hvemig verkinu miðar áfram er ég bjartsýnn á að við munum standast áætlun hvað varðar fyrstu sýninguna í húsinu," segir Tómas Zoega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.