Morgunblaðið - 23.03.1989, Blaðsíða 26
26 C
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1989
Salurmn í Haus Wahnfried þar sem bókasafn Wagners er geymt,
hafi kynnt sér viðhorf til laga og
réttar á íslandi til forna með því
að fræðast um Grágás þegar hann
samdi óperurnar fjórar um Nifl-
ungahringinn.
Að lokum skal getið tveggja
bóka, sem einnig eru í Dresden-
bókasafninu, en Wagner hefur
keypt aftur. En hér eru þær í góðu
skinnbandi. Önnur bókin er Frið-
þjófssaga hins frækna en hin er
Heimskringla í tveimur bindum frá
Leipzig 1835-6. Bókin hefur verið
gefin út undir þýskri þýðingu nafns-
ins „Weltkreis". Þannig er bókar-
heitið á titilblaði bókarinnar en
undir stendur (Heimskringla) í
sviga. Wagner þarf enga slíka þýð-
ingu og lætur einungis gylla nafnið
Heimskringla á kjöl bókarinnar.
Mér kemur á óvart hve miklar
íslenskar bókmenntir í eigu Rich-
ards Wagners eru og hversu snert-
ing hans við íslenska tungu hefur
verið náin.
Við þessar athuganir mínar eykst
áhuginn fyrir fornbókmenntum
okkar og ég geri mér betur ljóst
að við Islendingar eigum heims-
bókmenntir, sem aðrir listamenn
hafa sótt í innblástur. Og þrátt fyr-
ir alla snilld tónskáldsins kemst
hann ekki framm úr bókmenntum
okkar, einungis upp að hlið þeirra.
Ég þakka nú velgjörðarmanni
mínum, Giinther Fisher, fyrir að-
stoð hans og samveru í þessu marka
menningarsetri og geng út í garðinn
á bak við húsið. Þar er gröf meistar-
ans í litlum trjálundi. Lítillæti graf-
arinnar, bústaður eilífðarinnar,
stingur mjög í stúf við hátimbraðar
hérvistarverur listamannsins.
Ómerkt gröf lögð marmaraplötu á
eins metra upphækkun, vaxin berg-
fléttu. Þar er aska konu hans einn-
ig. En andi þess sem hér hvílir hef-
ur reist sér óbrotgjamari minnis-
varða og býr annars staðar.
P.S. Tengdafaðir Wagners var píanó-
snillingurinn og tónskáldið Franz
Liszt. Hann andaðist í Bayreuth 1886
og er jarðsettur þar. Gunther Fisher
sagði mér að seinna á þessu ári yrði
safn Franz Liszt opnað í nálægu húsi.
Tónlistarunnendur fá því fleiri ástæð-
ur til þess að gera för sína til Bayreuth.
Höfundur er stórkaupmaður.
Dýralæknar á námskeiði:
Ný svæfingatækni reynd á
hrossum í fyrsta sinn hérlendis
Hestar
Valdimar Kristinsson
NÝLEGA var í fyrsta sinn
reynd svæfíng á hrossum með
sérstökum svæfingatækjum
sem gefur möguleika á tíma-
frekum aðgerðum. Var svæf-
ingin framkvæmd á námskeiði
sem Dýralæknafélag fslands
hélt í deyfíngum og svæfíng-
um.
Var hér um að ræða tveggja
daga námskeið og var leiðbein-
andi sænskur dýralæknir Göran
Sandh en hann er prófessor í
svæfíngum við Dýralæknaháskól-
ann í Uppsölum. Námskeiðsstjóri
var Biynjólfur Sandholt héraðs-
dýralæknir í Reyig'avík. Á föstu-
dag var haldin fyrirlestur og
myndasýning en á laugardag var
hestur staðdeyfður á ýmsum
líkamshlutum og framkvæmd
holskurðsaðgerð á hryssu þar sem
fjarlægður var annar eggjastokk-
urinn. Hafði þar myndast æxli
eða ofvöxtur sem gerði það að
verkum að hormónaframleiðsla
varð óeðlilega mikil. Var hryssan
stöðugt í hestalátum og hagaði
sér eins og stóðhestur. Við að-
gerðina var notuð áðumefnd
svæfíngaaðferð og gekk þetta
allt vel og sjúklingnum heilsaðist
vel að lokinni aðgerð og nú er
að sjá hvort kynhegðun hryssunar
breytist ekki til hins betra.
Áðgerðin var framkvæmd í
Hestaspítala Brynjólfs Sandholt í
Víðidal en hann hefur fjárfest í
þessum tækjum. Sagði Brynjólfur
að með tilkomu þessara tækja
væri langþráður draumur að ræt-
ast. Nú væri hægt að framkvæma
ýmsar aðgerðir með góðu móti
sem áður var illmögulegt eða
ekki hægt hérlendis. Nefndi hann
meðal annars aðgerðir á svoköll-
uðum ropurum, allar meiriháttar
aðgerðir á höfði og kviðarholi og
taldi hann m.a.s. hugsanlega
mögulegt að bjarga hrossum með
gamaflækju ef skjótt væri brugð-
ist við en fram að þessu hefur
garnaflækja verið ólæknandi.
Þijátíu dýralæknar víðsvegar
af landinu tóku þátt í.námskeið-
inu og voru menn sammála um
að þetta hafi verið bæði fróðlegt
og skemmtilegt námskeið.
Morgunblaðið/V aldimar Kristinason
Að lokinni aðgerð stilltu dýralæknarnir sér upp aftan við sjúklinginn og fremst til vinstri má sjá
svæfingatækin sem reynd voru í fyrsta sinnn hérlendis. Dýralæknamir eru frá vinstri talið; Jón
Guðbrandsson Selfossi, Rúnar Gíslason Stykkishólmi, Gunnar Guðmundsson Hvanneyri, Helgi Sigurðs-
son Keldum, Páll Leifsson V-Barðastrandasýslu, Rögnvaldur Ingólfsson Búðardal, Áiimann Gunnars-
son Dalvík, Göran Sandholt leiðbeinandi, Gísli Sv. Halldórsson Hofeósi, Magnús Guðjónsson Keflavík,
Brynjólfur Sandholt Reykjavík, Eggert Gunnarsson Keldum, Sigurborg Daðadóttir Hrísey, Þorvaldur
Hlíðar Reykjavík, Bjöm Steinbjörnsson Reykjavík, Einar Öm Björasson og Grétar Harðarson Hellu.
Á innfelldu myndinni er Brynjólfur Sandholt með æxlið sem Qarlægt var úr hryssunni.
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
Stóðhesturinn Piltur frá Sperðli vakti verðskuldaða athygli, en hann er aðeins þriggja vetra og
þykir efhilegur. Bragi Andrésson situr hestinn.
Sölusýning sunnlendinga í reiðhöllinni;
Lítið selt en marg-
ar fyrirspurnir
Sunnlenskir hestamenn
bmgðu sér í bæinn um helgina
11.-12. mars, til að selja og sýna
hesta. Það var Suðurlandsdeild
Félags hrossabænda sem stóð
fyrir þessari sölusýningu sem
að sjálfeögðu var haldin í Reið-
höllinni.
Til að lífga upp á sýninguna
voru sýndir kunnir gæðingar og
kynbótahross og féll það fjölmörg-
um áhorfendum vel í geð. Þá voru
sýnd þijú afkvæmi Perlu 4889 frá
Kaðalsstöðum sem stóð efst af
hryssum sex vetra og eldri á
Landsmótinu 1982. Vakti einn
óvanaður sonur hennar mikla at-
hygli en sá er undan Stíg frá
Kjartansstöðum. Er þessi hestur
á fjórða vetur og lítið taminn en
greinilega miklir hæfileikar fyrir
hendi og ekki þótti útlitið spilla
fyrir.
Aðspurður kvaðst Kristinn
Guðnason ánægður með sýning-
una þótt ekki hefðu mörg hross
selst á staðnum. Sagði hann að
vafalaust myndi einhver sala eiga
sér stað á næstu dögum í kjölfar
sýningarinnar því inargar fyrir-
spumir hefðu borist að lokinni
sýningu og menn almennt sam-
máia um að þetta hafí verið góð
kynning á því sem er á boðstólum
hjá sunnlenskum hestamönnum.
Taldi Kristinn að mest eftirspum
væri eftir hrossum sem kostuðu
á bilinu 90 til 150 þúsund krónur.