Morgunblaðið - 23.03.1989, Blaðsíða 31
hemum á árum síðari heimsstytj-
aldarinnar.
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1989
C 31
Herkampur og
hög'gmyndalist
Að styijöldinni lokinni stóð á
tanganum þyrping auðra og ónot-
aðra hermannaskála, eða bragga,
sem hermenn úr hinum konunglega
breska her höfðu reist handa sér.
Braggamir vom fengnir efnalitlu
og húsnæðislausu verkafólki til af-
nota á erfiðum tímum; þar var nefnt
Laugameskampur. I einum bragg-
anna í kampnum tók ungur mynd-
listarmaður sér bólstað, bjó sér og
fjölskyldu sinni þar heimili og reisti
vinnustofu. Það var fyrmefndur
Siguijón Ólafsson. Þarna vann
hann hörðum höndum að list sinni
næstu áratugina, stækkaði híbýli
sín með árunum, breytti þeim og
bætti. Nú er bragginn hans Sigur-
jóns Ólafssonar myndhöggvara
horfinn eins og aðrir braggar í
Laugameskampi. I hans stað
standa þama frammi á sjávarkamb-
inum, þar sem fyrir neðan eru
síðustu leyfar ósnortinnar fjöm í
borgarlandinu, lítið og snoturt íbúð-
arhús, gamla vinnustofa lista-
mannsins og myndarleg ný við-
bygging. Þar stendur Birgitta Spur,
ekkja listamannsins, fyrir lista-
safni, Siguijónssafni.
Úr bithögnm í borg
Laugamestanginn, eða hluti
hans, er það eina af gamla höfuð-
bólinu Laugamesi, sem enn hefur
ekki verið lagt undir steinsteypu
og malbik. Þessi víðlenda jörð, sem
var næsti bær við Reykjavíkurkaup-
stað fram á síðasta áratug síðustu
aldar, er að öðru leyti horfin undir
stórborgina, og fátt minnir nú á
foma frægð höfuðbólsins. Bæjar-
stjóm Reykjavíkur keypti jörðina
árið 1884, og Alþingi samþykkti
árið 1893, eftir nokkurra ára deil-
ur, innan þings og utan þess, að
jörðin skyldi færð undan Seltjamar-
nesi til lögsagnarumdæmis
Reykjavíkur. Það varð til þess að
höfuðstaðurinn gat farið að byggj-
ast austur fyrir Rauðará og teygja
sig í áttina að Langholti og Laugar-
ási. Þegar líða tók á tuttugustu
öldina urðu bithagar gömlu Laugar-
nesbændanna svo smám saman að
úthverfum í vaxandi bæ: Blesugróf,
Sogamýri, Kringlumýri, Fossvogi.
Önnur hverfi risu á melum og holt-
um: Teigamir og Lækimir; stund-
um sameiginlega nefnd Laugames-
hverfi; Laugarásinn, Múlahverfíð,
Grensásinn.
Síðasti ábúandi Laugamess var
Þorgrímur Jónsson, sem löngum
var kenndur við bæinn. Hann flutti
þangað ásamt eiginkonu sinni, Ingi-
björgu Kristjánsdóttur, og fjöl-
skyldu þeirra árið 1915. Þeim hjón-
um varð sjö barna auðið, og flest
þeirra komu meira eða minna við
sögu í uppbyggingu Reykjavíkur
fyrstu áratugi aldarinnar. Hin elstu
systkinanna voru brautryðjendur í
verslunarrekstri þama í „þorpinu"
niður við Kirkjusand, sem var fyrsti
vísir að Laugarneshverfínu, og tveir
bræðranna stofnuðu Strætisvagna
Reykjavíkur og Austurbæjarbíó,
svo fátt eitt sé nefnt. En sú saga
verður ekki rakin að sinni.
Ætlunin með þessu greinarkorni
er að minna á, að við eigum enn
lítinn blett í höfuðborginni, sem
minnir á sögu hennar, og sögu okk-
ar allra. Stæði þar miðaldakastali
dytti víst fáum annað í hug en sýna
slíkum fomminjum fullan sóma.
Færri koma auga á það, að yfírlæt-
islaus bæjarhóll og fom kirkjugarð-
ur, eða bara lítil beðaslétta eða
ósnortin fjara hafa líka menningar-
legt gildi. Þetta ber okkur að vemda
ekki síður en þama stæði kastali.
Og okkur ber að gera meira. Okkur
ber að rækta þennan sögustað,
gera hann aðgengilegan fyrir fólkið
sem býr hérna nú, og þá sem eiga
eftir að koma, og okkur ber að
grafa eftir þeim minjum um foma
tfð, sem þar kunna að vera fólgnar
í jörðu. Ökkur ber skylda til þess
vegna okkar sjálfra, forfeðra okkar
og eftirkomenda.
(Gjört á jólaföstu 1988.)
Höfundur er fréttamaður hjá
Ríkisútvarpinu.
Hræringar í Austur-Evrópu: AF ERLENDUM VETTVANGI
Hvernig- ber Vesturlönd-
unum að bregðast við?
í breska vikuritinu Economist birtist nýlega forystugrein um
þróun mála i Austur-Evrópu og viðbrögð á Vesturlöndum við
henni. Fer þessi grein hér á eftir.
Miklar hræringar eiga
sér stað í Austur-
Evrópu. Ymislegt bendir til þess
að Samstaða, hin óháðu verka-
lýðsfélög, verði leyfð í Póllandi,
að komið verði á valddreifingu í
Ungveijalandi ogjafnvel fái fólkið
eitthvað að segja í Tékkóslóvakíu.
Fátt er hins vegar um svör frá
Vesturlöndum. Vesturlandabúar
vanmeta þær breytingar sem eiga
sér stað austan Saxelfar. Á sama
tíma og þeir tala um „að styrkja
Evrópu" í tengslum við innri
markað Evrópubandalagsins, sem
áformað er að koma á árið 1992,
skortir þá raunhæfa stefnu um
gagnvart þjóðunum í hjarta Evr-
ópu. Nú er ekki seinna vænna að
íhuga vel þessa framvarðarlínu
frelsisins.
Vesturlandabúar hafa i árarað-
ir hvatt valdhafana í Austur-
Evrópu til þess að leyfa þegnunum
að ferðast að vild. Nú hafa stjóm-
völd í Póllandi og Ungveijalandi
slakað stórlega á reglum varðandi
ferðalög landsmanna. Og hvað
gerist? Nú bíða menn ekki lengur
í auðmýkjandi biðröðum eftir leyfí
til að fara úr landi heldur hafa
biðraðimar færst til ræðismanns-
skrifstofa vestrænna ríkja, sem
óttast það að Austur-Evrópubúar
streymi til Vesturlanda. Ungveij-
ar fóru flórum milljón sinnum til
Vesturlanda í fyrra, sambáerileg
tala var ein milljón árið 1987.
Pólveijar reyna að notfæra sér
það að hægt er að fá sjö sinnum
meira fyrir erlenda gjaldmiðla á
svörtum markaði en í bönkunum
(með því að vinna í mánuð í vest-
rænu ríki geta þeir sparað sem
svarar að minnsta kosti árslaun-
um í pólskum gjaldmiðli). Þegar
fáir Austur-Evrópubúar heim-
sóttu Vesturlönd og hættan á of-
sóknum heima fyrir var mikil var
auðvelt fyrir þá að fá hæli sem
flóttamenn vestra. Vestræn
stjómvöld taka ekki sömu afstöðu
til þess mikla fjölda Austur-
Evrópubúa sem kemur aðeins til
þess að afla meiri tekna. Því hef-
ur sú skrýtna staða komið upp
að því meira ferðafrelsi sem Aust-
ur-Evrópubúar fá því kaldari
verða viðtökumar á Vesturlönd-
um.
Ungfverjar streyma
til Austurríkis
Vestræn stjómvöld benda rétti-
lega á að Berlínarmúrinn er
svívirða en þau reiða sig hins veg-
ar á að þurfa ekki að hafa áhyggj-
ur af því að hann verði rifinn nið-
ur í náinni framtíð. Horfur eru á
því að Austur-Evrópubúar hafi
fundið aðra leið yfír jámtjaldið
áður en það verður gert. Sam-
skipti Austurríkismanna og Ung-
veija hafa aldrei verið jafn náin
siðan Habsborgaraveldið leið und-
ir lok. 100.000 Ungveijar (eða
1% allra Ungveija) fóru á einum
degi síðia í nóvember til Aust-
urríkis til að kaupa inn fyrir jólin.
Stjómvöld þessara ríkja, sem fyr-
irhuga að halda Heimssýninguna
sameiginlega árið 1995, vildu
gjaman að landamæri þeirra væru
jafn opin og til að mynda landa-
mæri Austurríkis og Vestur-
Þýskalands. Þessi hugmynd veld-
ur valdhöfum í þeim ríkjum Aust-
ur-Evrópu, þar sem kúgunin er
meiri, miklum áhyggjum vegna
þess að þannig gæti Ungveijaland
orðið flóttaleið til Vesturlanda.
Verða vestrænir stjómmálamenn,
að vel athuguðu máli, jafn ugg-
andi um hugsanlega samkeppni
um störf á Vesturlöndum?
Vestræn stjómvöld hafa haft
ástæðu til þess að fylgja vemdar-
stefnu gagnvart Austur-Evrópu
því kommúnistamir hafa sjálfír
verið miklir vemdarstefnusinnar
og hafa vemdað og styrkt eigin
framleiðslu. Pólveijar og Ungveij-
ar hafa nú hins vegar meiri áhuga
á Margaret Thatcher en Marx.
Ungveijar bjóða nú vestrænum
fjármálamönnum að kaupa ung-
versk fyrirtæki; Pólveijar vilja
efla einkafyrirtæki sín. Báðar
þessar þjóðir eiga langt í land
með að bæta fyrir þau stórslys
sem miðstýringin hefur valdið.
Vestræn rflci eiga hins vegar æ
erfiðara með að afsaka vemdar-
stefnu sína.
Nýjar hreyfingar
skjóta upp kollínum
Þær breytingar á stjómmálum
Austur-Evrópu sem mesta athygli
hafa vakið em þær að upp hefur
risið fjöldi óháðra hreyfinga - sem
margar hveijar gætu í fyllingu
tímans myndað stjómarandstöðu
- og í Póllandi og Ungveijalandi
eru líkur á að þær verði viður-
kenndar. Að vísu er ekkert komm-
únistaríkjanna tilbúið að stíga
skrefíð til fulls, að hverfa frá eins-
flokkskerfí og taka upp fijálsar
kosningar. Talið hefur verið að
tilraun til slíks myndi valda nýrri
sprengingu í Austur-Evrópu, að
það gæti til að mynda orðið til
þess að Sovétmenn gripu í tau-
mana. Og það er ekki heldur svo
ólíklegt. Þar sem Míkhafl Gorb-
atsjov Sovétleiðtogi er sjálfur að
reyna að gera byltingu í Sovétrílcj-
unum er þetta þó ekki jafn ör-
uggt. Víðtækar en hættulitlar
breytingar virðast nú mögulegar
í Austur-Evrópu. Umbótasinnaðir
kommúnistar em að uppgötva á
ný þá list að starfa með öðmm
(eins og viðræður pólskra stjóm-
valda og Samstöðu benda til) og
það gæti orðið til þess að komm-
únistar teldu sig ekki hafa jafn
miklu „forystuhlutverki" að
gegna.
Þetta veldur mikilli óvissu á
Vesturlöndum. Vesturlandabúar
hafa í fióra áratugi talið næsta
víst að Sovétmenn myndu reyna
að stemma stigu við breytingum
í kommúnistaríkjum Evrópu. Þar
sem Vesturlandabúar myndu ekki
hætta á kjamorkustríð með því
að senda hermenn til stuðnings
frelsisbaráttu Austur-Evrópubúa,
yrðu þeir lítið annað en velviljaðir
áhorfendur, sem reyndu að friða
samviskuna með svipuðum hætti
og hinir ríku rétta þeim fátæku
hjálparhönd; með því að hug-
hreysta þá og kasta til þeirra
smápeningum. Lærdómurinn sem
draga má af breytingum á tímum
Gorbatsjovs er þessi: friðsæl bylt-
ing í Austur-Evrópu er ekki síður
ögrun við Vesturlönd en ógnun
við Gorbatsjov.
Kommúnistaríkin eru ekki
öll eins
Hvemig ættu Vesturlandabúar
að bregðast við? Þeir þyrftu fyrst
og fremst að gera greinarmun á
Austur-Evrópuríkjunum. Þau
hafa alltaf verið ólík en eftir ráð-
stefnu Roosevelts, Churchills og
Stalíns í Jöltu árið 1945 hafa
Vesturlandabúar ekki fylgst
nægilega vel með til að taka eftir
því. Ef vel er að gáð heyja þessi
ríki óbróðurlegt tollastríð; efria-
hagsbandalag þeirra, Comecon,
er ekki hægt að taka alvarlega;
og spennan við landamæri Rúm-
eníu og Ungveijalands er meiri
en við nokkur önnur landamæri í
Evrópu. Það sem Austur-Evr-
ópuríkin eiga sameiginlegt eru
pólitísk og efnahagsleg mistök og
viðbrögðin við þeim eru jafnvel
margvísleg.
Ungveijar og Pólveijar eru í
fylkingarbijósti hvað umbætumar
varðar vegna mikils þrýstings frá
almenningi og tilslakana sem
stjómvöld hafa mátt sætta sig
við. Þar á eftir koma Austur-
Þjóðveijar og Tékkar. Leiðtogar
þeirra vilja varfæmislegar og tak-
markaðar breytingar en almenn-
ingur (einkum í Tékkóslóvakíu)
vill fylgja fordæmi Pólveija og
Ungveija. í Búlgaríu er hins veg-
ar mikið umstang þótt lítill árang-
ur hafí náðst og Rúmenar eru sér
í flokki með sína einræðisstefnu.
Hvernig- geta
Vesturlanda-
búar stutt umbótasinnana?
Vesturlandabúar ættu að
stefna að því að styðja Pólveija
og Ungveija. Sá stuðningur ætti
að vera háður þeim skilyrðum að
staðið yrði við mannréttindalo-
forðin sem stjómvöld í Austan-
tjaldsríkjunum gáfu nýverið f Vín,
að kosningar færðust sífellt í lýð-
ræðisátt, og að einkageirinn öðl-
aðist meira frjálsræði. Gamlar
hugmyndir Vesturlandabúa um
slíkan stuðning (s.s. ódýr lán) og
nýjar („Marshall-áætlun" fyrir
Austur-Evrópu) eru ekki vænleg-
ar til árangurs því að öllum líkind-
um myhdi eftiahagsaðstoð við
þessi ríki verða til þess að tefja
fyrir erfíðum umbótum frekar en
að stuðla að þeim. Það sem um-
bótasinnamir þurfa frá Vestur-
landabúum er annað og meira en
fjármagn. Þeir hafa meiri þörf
fyrir frjálsari viðskipti og flutn-
inga og að þessum gömlu Evrópu-
þjóðum verði veittur greiður að-
gangur að hinni nýju Evrópu.
Þetta hefði fómir í för með sér
fyrir Vesturlandabúa. Evrópu-
bandalagið hefur fallist á að af-
nema kvóta á viðskipti við Ung-
veija fyrir árið 1995 en bandalag-
ið hyggst hins vegar viðhalda
vemdartollastefnu gagnvart þeim
vörum frá Ungveijalandi sem
kæmu vestrænum neytendum
helst til góða: landbúnaðarvörum.
Vestur-þýsk stjómvöld hafa, þrátt
fyrir mikinn kostnað og nokkra
óánægju heima fyrir, verið tilbúin
til þess að taka við sæg Austur-
Evrópubúa af þýsku ættemi (rúm
200.000 þeirra komu til Vestur-
Þýskalands í fyrra). Önnur rfki
ættu einnig að vera tilbúin til að
veita Austur-Evrópubúum, sem
vilja starfa eða setjast að á Vest-
urlöndum, sérstaka meðferð. Evr-
ópubandalagið, sem fhugar nú að
veita Tyrkjum aðild, ætti að ge£a
álíka mikinn gaum að því að veita
Ungveijum og Pólveijum aðild nái
lýðræði að festa rætur í þessum
löndum. Á meðan Austur-Evró-
puríkin eru að losa sig við fjötrana
hafa þau þörf fyrir það að Vestur-
landabúar sýni hugrekki ekki
síður en velvilja.
iter
Líkur eru á því að Samstaða, hin óháðu verkalýðsfélög í Póllandi, verði viðurkennd í kjölfar við-
ræðna hennar við pólsk stjórnvöld um framtíð Póllands. Nokkrar óháðar hreyfingar hafa skotið
upp kollinum i Austur-Evrópu og segir m.a. í þessari grein að kominn sé timi til að huga að þvi
hvernig styðja megi við bakið á umbótasinnum i Austantjaldsríkjunum. Myndin er frá mótmæla-
fimdi Samstöðumanna, sem krefiast þess að horfið verði frá kommúnismanum i Póllandi.