Morgunblaðið - 23.03.1989, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 23.03.1989, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1989 C 45 V VELVAKANDI £ SVARAR í SÍMA 3 691282 KL. 10-12 - FRÁ MÁNUDEGI rn, TIL FÖSTUDAGS . /ur i/WMi u.*~i áivtv 'U lf Þessir hringdu . . Gingseng Alda hringdi: Það hefur verið mikið skrifað um gingseng í dagblöð að undanf- ömu og langar mig til að bæta þar við. Það er ekki sama hvaða gingseng er keypt og það fyrsta sem fólk ætti að athuga er gæð- astimpillinn. Gingseng kemur frá Kóreu og er stimplað af ríki- seinkasalanum þar í landi svo og frá lyfjaeftirliti ríkisins. Eina gingsengið sem fæst hér á landi og stimplað er frá báðum þessum aðilum er rauður gingseng úr hreinum náttúruafurðum frá Kóreu. Ég hef prófað aðrar teg- undir en þetta er best. Ég hef ráðlagt þetta fólki sem æfir líkamsrækt og það hafa allir verið á sama máli. Kennarar ættu að bíða með verkföll Lára hringdi: Mér finnst að kennarar sem eru að íhuga að fara í verkfall ættu að geyma það fram til haustsins, en reyna þess í stað að koma nemendum sínum í gegnum prófín á vorin. Þegar ég var bam höfðum við Áma heitinn Þórðarson fyrir kennara og hann tók bekkinn okkar alltaf fyrir á vorin og sat með okkur allan eftirmiðdaginn og fór yfír þau fög sem honum fannst við ekki nógu góð í. Þetta gerðu kennaramir þá þó launin væra lág. Metnaður kennaranna var að koma nemendum sínum upp. Ég legg ekki dóm á ágæti kennara í dag, en mér fyndist þó að þeir ættu frekar að fara í verk- föll á haustin en vorin. Páfagaukur fannst Gulur og grænn páfagaukur fannst á flugi á Smiðjuveginum sl. laugardag. Nánari upplýsingar fást í síma 74837. Veitum Salman Rustíe hæli Til Velvakanda. „Skyggir skuld fyrir sjón“, kvað þjóðskáldið Matthías Jochumsson, en „óvíst er að vita“, segir í Háva- málum. Framtíðin hefur löngum verið óvís, en_ þó hefur jafnan framtíð orðið — einhvemveginn. Það sem nú veldur áhyggjum eða umhugsun eða eftirvæntingu er einkum þrennt: 1. Hvalamálið (26. mars), sem ég vona að verði ekki til þess að ritfrelsi verði skert á íslandi. Þama era áhyggjur manna miklar, og menn virðast jafnvel vera að tapa áttum. Benda má á dæmi Norið- manna, sem leystu skylt mál bara með því að hætta við það, og töp- uðu engu, síst álitinu. En á Islandi hafa menn enn mesta trú á því sem þeir kalla „stefnufestu". Að halda beint fram af þverhníptum björgum má kalla stefnufestu. En er hún farsæl? 2. Heimsókn páfa um 1. júní. Hann vill fá að messa á Þingvöllum, og þó að þar sé helgistaður, er rétt að leyfa honum þetta. Því að þar . gæti hann heillast af hinum fijálsa anda Norðursins, sem fomfrægur er. Er jafnvel ekki örgrannt um að þessa sé þegar farið að gæta. Skrif- að hefur verið einhvers staðar, að seiður Þingvalla hafí þegar hrifið Karel Voytila — það hefur komið fram, að aldrei fyrr hafí nokkur páfi messað á óbyggðum stað. Saga Þingvalla er líflína þess, sem menn nefna vestrænt lýðræði. Aiþingi á sér miklu samfelldari sögu en t.d. enska parlíamentið. Þetta er páfa ljóst, en enginn hefur enn upplýst af hvaða rótum áhugi hans á sögu Þingvalla er runninn. 3. Vegna lýðræðisarfleifðar ís- lendinga — sem byggist meðal ann- ars á hinni 1060 ára sögu Alþingis — gæti svo farið, að ábyrgðin á málfrelsi og ritunarrétti ætti eftir að færast frá Englendingum til ís- lendinga. Saiman Rustie er maður nefndur. Nú er ég enginn talsmaður þess, að opna allar gáttir fyrir flóði utánevrópumanna, eins og sum- -L staðar hefur verið gert. Súmstaðar rífa þeir nú hár sitt og óska að þeir hefðu aldrei orðið til sem áður þóttust vera mestir mannréttinda- sinnar þar í löndum. Meira en nóg er komið af slíku og mættu nú ýmsir minnast þess hér á landi, hvemig þeir létu þegar félagið Norrænt mannkyn var stofnað. En það er tillaga mín, að rithöf- undinum Salman Rustie verði boðin landvist á íslandi ef í öll skjól fykur fyrir honum, gegn því, að öllum utanevrópumönnum (að ætterni), öðram en Rustie, verði komið úr landi'héðan. Rustie er svo stór biti, Til Velvakanda. Það hefur ekki farið fram hjá neinum sá gifurlegi áróður, sem verið hefur í kringum tilkomu bjórsins bæði í fjölmiðlum sem annars staðar. Menn tóku á móti bjórdeginum 1. marz með mikilli viðhöfn, já, eins og þjóðhátíðar- degi. Það var meira að segja sýnt í Ríkissjónvarpinu, þegar forseti borgarstjómar höfuðborgarinnar opnaði bjórkrá með því að klippa á borða í íslensku fánalitunum. Hvað skyldi fólk almennt hafa fundist um þetta tiltæki. Átti þetta kannski að vera fínt og skapa for- dæmi hjá forseta borgarstjómar. Taldi hann sig kannski með þessu hafa holl og leiðandi áhrif á æsku- fólk borgar sinnar? Mér fannst þetta tiltæki í senn vera óvirðing við íslenska fánann og ekki til fyr- irmyndar góðs fordæmis hjá for- ystumanni. Allt þetta tal og allur þessi áróð- ur um bjórinn hefur orðið til að rugla skyn manna og ekki síst hinna ungu. Því var jafnvel kómið inn hjá börnum að hlakka til i.! að þetta er vel hægt að rökstyðja. Það er ekki veijandi, að vestrænt lýðræði gefist upp að óreyndu fyrir hinum lituðu þjóðum sem aldrei hafa kunnað að meta málfrelsi og einstaklingsréttindi. Ef Bandaríkin og Bretland treysta sér ekki, veltur allt á íslandi. Væri þetta hvort tveggja gert með skörangsskap og einbeitni, mundi þjóðin endurvinna sér það álit, sem hún hefur nú þegar misst með hinni svonefndu stefnufestu sinni í vísindahvalamálinu. Þorsteinn Guðjónsson marz og taka á móti honum sem hátíðar- og fagnaðardegi, svo sem forseti borgarstjórnar lét sér sæma að gera á bjórkránni og Sjónvarp- inu þótti með fréttnæmustu við- burðum þann daginn. — óttast menn ekkert afleiðingamar? Sr. Jón Einarsson. Athuga- semd Vegna athugasemda sem okkur hafa borist í tilefni af bréfí frá Sigríði Þorsteinsdóttur sem birtist í Velvakanda sl. þriðjudag skal tek- ið fram að Velvakandi gengur út frá því að greinarhöfundar gefí upp rétt nöfn og símanúmer. Svo virðist sem greinarhöfundur hafí ekki gef- ið upp rétt nafn og símanúmer og er hann því beðinn um að hafa sam- band við Velvakanda hið fyrsta. Það er forsenda fyrir því að fá efni birt í Velvakanda að honum séu veittar réttar upplýsingar. Forseti borgarstj órnar blessar bjórinn og van- virðir íslenska fánann Söngnámskeið ítalska söngkonan EUGENIA RATTI mun halda söngnámskeið í Reykjavík dagana I .-16. júlí nk. Um einkatíma er að ræða. Innritun fer fram í síma 11097 til 15. apríl. RUTH SLENCZYNSKA hinn heimsfrægi bandaríski píanósnillingur heldur tónleika í íslensku óperunni mánudaginn 3. apríl nk. kl. 20.30. Hún leikur verk eftir Beethoven, Lutoslawski, Chopin, Ravel og Schumann. Aðgöngumidar i Istóni v/Óðinstorg og í íslensku óperunni. Stjóra EPTA. VERULEG VERÐLÆKKUN Á VANDAÐRI ÞVOTTAVÉL Cylinda býður bæði framhlaðnar og topphlaðnar vélar, og nú á stórlækkuðu verði. Cylinda hefur alla kostina: frjálst kerfisval, frjálst hitaval, ullar- og væg- þvottakerfi, hrað þvotta- kerfi, sparnaðarrofa, E-hagkvæmnisrofa, áfangavindingu, mesta vindhraða 1200 sn./min rafmagnslúguopnun. Cylinda 1100 Framhlaðin VERÐ NÚ: 63.150 (stgr. 59.993) einnig: 1200 - 68.830 (slgr. 65.389) 9500 - 59.990 (stgr. 56.991) Cylinda nafnið er trygging fyrir fyrsta flokks vöru og sann- kallaðri maraþonend- ingu. Cylinda, þegar aðeins það bestaer * Góö afborgunarkjör nÓgU gOtt. 1 Visa - raðgreiðslur ’ Euro - kredit (engin útborgun) ’ 3ja ára ábyrgö ’ Traust þjónusta /FOnix HÁTÚNI 6A ,SÍMI (91) 24420 Cyunda iöooTopphiaðin VERÐ NÚ 62.850 (stgr. 59.708) einnig: 1300-59.990 (stgr. 56.525)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.