Morgunblaðið - 23.03.1989, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.03.1989, Blaðsíða 8
« 8 C MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1989 Náttúruvemdarfélag Suðvesturlands — NVSV: Tímamót í náttúruverndar - og umhverfísvemdarmálum? Vetrarsólstöður marka þátta- skil í náttúrunni. Eftir þær tekur sól að hækka á lofti, inngeislun til jarðarinnar eykst og þar með sú orka sem framganga lífsins byggist á. Með réttu ættu vetrar- sólstöður að vera sérstakur hátíð- isdagur í nafni náttúru- og um- hverfísvemdar til að fagna mikil- vægum tímamótum í náttúrunni og minna á að náttúruvemdar- starf verður að byggja á þekkingu og skilningi á náttúmnni. Þetta yrði menningarhátíð því náttúm- og umhverfísvemdarmál em mik- ilvægur þáttur í menningu hverrar þjóðar. Margt bendir til að um- hverfísmál og samskipti íslend- inga við umhverfi sitt séu einn veikasti hlekkur íslenskrar menn- ingar sem við höfum ekki sinnt sem skyldi. Margir em kallaðir til að vinna verk í þágu náttúm- og umhverf- isvemdar, almennir borgarar, skáld og rithöfundar, heimspek- ingar, siðfræðingar, stjómmála og trúarhreyfíngar og kunnáttu- fólk á mörgum sviðum. Margvís- leg þekking er til og reynsla af tilraunum til að bæta samskiptin við náttúmna og víða um heim vex áhugi almennings á þessum sviðum. Sú spuming brennur á vömm, hvort ekki séu skilyrði til þátta- skila í náttúm- og umhverfís- vemdarmálum á íslandi á næstu missemm? Náttúmvemdarfélagið telur að svo sé sýni menn skilning á aðstæðum og vilja til verka. í meira en áratug hafa íslend- ingar að mestu staðið í stað á þessum sviðum. Margir virðast nú meðvitaðir um að svo hafí ver- ið og vilja markvissari vinnu að náttúmvemdar- og umhverfis- málum í samfélaginu. Sundrung hefur ríkt á sviði stjómmálanna þegar á hefur reynt við lagasetningar og breytingar á stjórnkerfinu. Staðan er veik á sviði rann- sókna og eftirlits og af þeim sökum er of lítið vitað um hvað er að gerast í umhverfi okkar. Illa hefiir verið staðið að al- menningsfræðslu um umhverf- ismál. Ahugafólk hefur ekki náð að samstilla sig í starfi og vekja þá almennu umræðu sem rutt gæti nýjar leiðir í um- hverfismálum. Tímamót í náttúm- og um- hverfisvemdarmálum verða ekki án breytinga á öllum þeim þáttum sem taldir vom upp hér að fram- an. Og ekki án margháttaðs menningarstarfs er mótar viðhorf okkar til náttúmnnar og þeirra lífsgæða sem jákvæð samskipti við hana skapa. Megi sem flest af þessu verða að vemleika með hækkandi sól. Innnes, eyjar og sund Myndin er tekin yfír Ásíjalli við Hafnrafjörð og sýnir á skemmti- legan hátt hina fjöibreyttu og fögm umgjörð sem náttúran býr byggð á höfuðborgarsvæðinu. Myndin minnir á fjölmargt, t.d. Skeijafjörð með vogum, víkum, skeijum, hraunum, klettafjömm, leimm, sjávarfitjum, fuglalífi ör- nefnum, sögu, sögnum og fagurri flallasýn. Hún sýnir einnig hve sigling um sundin milli eyjanna hlýtur að vera ævintýraleg í fögra veðri. Myndin sýnir einnig hvemig Tj'ömin, Vatnsmýrin, Öskjuhlíðin, Fossvogsdalur og Elliðaárdalur- inn tengjast og gera kleift að fara um óbyggð svæði úr miðbæ Reykjavíkur til flalla. Á höfuðborgarsvæðinu er margt hægt að gera til að komast Loftmynd: Landmœlingar Islands í snertingu við náttúmna bæði innan byggðar og utan. Náttúran er gefandi og við eigum að kynn- ast henni. Náttúmvemdarfélagið hvetur unga sem aldna til að skoða sig um, leita á nýjar slóðir eða reyna að skoða daglegt um- hverfí á nýjan hátt. Gleðiiega páska. Brot af Hamsun Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Knut Hamsun: Livsfragmenter, noveller. Lars Frode Larsen valdi og rit- stýrði. Útg. Norsk Gyldendal 1988. Það em milli þrjátíu og fjömtíu ár frá því norski skáldjöfurinn Knut Hamsun lést í hárri elli. Ritsafn hans hefur verið gefið út nokkmm sinnum, þar á meðai smásögur, ljóð og leikrit sem hann reit. Þó er vit- að, að Hamsun var ekki sérlega ánægður með leikrit síri og raunar leit hann á sig sem sagnaskáld fyrst og fremst. Auk ritverka Hamsuns hafa svo verið skrifaðar um hann fjölda- margar bækur, ijolskyldan hefur skrifað minningabækur og fræði- menn gert úttekt á framiagi hans til bókmenntanna fyrr og síðar. Vitanlega er sjálfsagt og nauð- synlegt að gefa út öðm hverju heild- arútgáfu verka Hamsuns, en full- langt er gengið þegar tínd em sam- an í bók sem ekki kemur neinu rit- safni við, smásagnabrot sem Hams- un skrifaði á unga aldri og hefur sennilega aldrei hugsað sér að yrðu gefín út. Hefði hann kært sig um það hefðu þessar sögur hér, Livs- fragmenter, fyrir löngu verið komn- ar inn í ritsafn hans. Útgáfur á verkum og sögum sem „finnast" eða aldrei hafa verið birtar fyrr og höfundar löngu látnir, em að mínu viti mjög vafasamar og í fæst skipti sem á þessum verkum er neitt að græða né heldur auka þau hróður höfundar. Ef ætlunin hefur verið að þessar sögur væm einhver partur af þroskasögu Hamsuns hefði þá líka verið viðkunnanlegra að með þeim Kápumyndin er af málverki Al- freds Andersens af Hamsun á yngri árum. Andersen tók mál- verkið með sér til Brasilíu, þegar hann fluttist þangað, en það var svo fyrir nokkrum árum keypt heim til Noregs. væm skrifaðar ítarlegar skýringar og sagt frá því hvenær þær vom skrifaðar og um fram allt hvað fyr- ir forlaginu vakir með því að gefa þær út nú. Segja má að eftirmálinn í bókinni eigi kannski að svara þessu að nokkm, þar kemur fram að sumar þeirra em skrifaðar undir dulnefni á sínum tíma. Hafi maður lesið Hamsun vel og vandlega býst ég við að segja megi að allar þess- ar sögur beri að sumu leyti hans einkenni, þótt þau séu daufleg og sumar sagnanna varla / meira en stílæfíngar og ekki mikið í þær lagt. Ég leyfi mér að ætla að Hamsun hafí aldrei hugsað sér að þessar sögur kæmu út á bók og get verið honum sammála. Aftur á móti er ljósmyndin af málverki Alfreds Emils Andersens alveg prýðileg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.