Morgunblaðið - 23.03.1989, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.03.1989, Blaðsíða 36
36 C MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1989 Að nenna og ætla Ljósmynd/BS Hljómsveitin Strax hélt tón- leika f Bretlandi fyrir skemmstu og eftir skamma dvöl hór á landi hélt sveitin til Bandaríkjanna í tíu daga tónleikaferð. Önnur utanför er svo fyrirhuguð til Bretlands í aprfl til tónleikahalds og samn- ingaviðraaðna varðandi útgáfu- mél. Strax hélt miðnæturtónlelka f Tunglinu til að kynna nýjan gítar- leikara og f tilefni af væntanleg- um vesturvíking laugardags- kvöldið 4. mars sl. Rokksíðuútsendari náði tali af Jakob Magnússyni, sem leiðir Þar sem engin æð er undir... Þeir voru margir sem töldu að Pink Floyd heyrði sögunni til eftir að Roger Waters sagði skilið við sveitina eftir plötuna The Final Cut. Waters, sem var einn stofnanda sveitarinn- ar árið 1965, varð leiðtogi sveitarinnar eftir að Syd Barret fór endaniega yfir- um fyrir tuttugu árum. Það var Waters sem gaf hljómsveitinni stefnu og tónlist- inni innihald með myrkum text- um sínum sem voru á meðal þess besta og persónulegasta sem heyrst hefur i bresku poppi og rokki. Ekki má þó vanmeta framlag annarra sveitarmeð- lima og segja má að það hafi allir átt sinn þátt í að gera Pink Floyd að einni helstu öndvegis- sveit bresks gáfumanna- popp/rokks. Það sagði því sitt um tónlistarlegan metnað David Gilmores, þegar hann ákvað að halda sveitinni úti undir sama nafni eftir að Wat- ers hætti. Fyrsta platan eftir að Waters hætti hét því lýsandi nafni A Momentary Lapse of Reason (Stundarbrjálæði) og í kjöifar hennar hélt sveitin i heimsreisu með miklum glamúr og tækniundrum. Afrakstur þeirrar ferðar var (auk mikils fjár) tvær tónleikaplötur sem gefnar voru út seint á síðasta ári undir nafninu Delicate So- und of Thunder. Á þeim plötum er að finna margan fagran tón- inn og hljómburður er allur með ólíkindum, sé tekið mið af því að um tónleikaplötu er að ræða. Lögin á plötunni eru að uppistöðu lög eftir Gilmore, en einnig eru lög frá mektardögum sveitarinnar. Þessar plötur eru plötur Gil- more fyrst og fremst og þaö ber mikið á honum sem gítar- leikara, sem er vonlegt því hljómsveitin er hans hugarfóst- ur síðan Waters hætti. Ekki bæta þeir sveitarmeðlimir neinu við gömlu lögin í flutningi sínum, það er frekar að þeir dragi úr, og hvapð nýju lögin varöar þá er þreytandi að hlusta samfleytt á útpælda samhengislausa gitarfrasa, þó þeir séu leiknir af töluveröri íþrótt. Um Pink Floyd Davids Gilmore má segja að þar sem engin æð er undir, er ekki von að blæði og aulalegir textar bjarga engu sem vonlegt er. Kannski myndi maöur ekki dæma sveitina jafn hart ef hún héti bara David Gilmore og fé- ■ !agar, en Pink Floyd undir hans stjórn er sálarlaus vél, sem ýkir allt neikvætt í þeirri tónlist sem sveitin leikur og bætir engu við. Umslagiö er eitt besta dæmið um algeran skort á smekkvísi sem um getur. Sjáið það og sannfærist. sveitina, stuttu fyrir tónleikana í Tunglinu. Jakob var í fyrstu ekki á því að ástæða væri að segja sér- staklega frá Bretlandsförinni eða væntanlegri Bandaríkjaför en fóllst á viðtal að lokum. Hvernig var að spila f Bret- landi? Það kom upp með þriggja sólar- hringa fyrirvara að við þurftum að finna okkur nýjan gítarleikara og það setti okkur nokkuð út af lag- inu. (fyrstu reyndum við að fresta ferðinni, en það gekk ekki, því búið var að auglýsa og fastsetja alla tónleika. Það sannaðist svo hið fornkveðna að maður kemur í manns stað því við fengum tii liðs við okkur Kristján Edelstein, sem kunni skil á einhverjum af þeim lögum sem við vorum með á dag- skrá og var undra fljótur á ná tök- um á þeim lögum sem hann þekkti ekki. Það fór samt svo að fyrstu þrennir tónleikar sveitarinnar ein- kenndust af miklum taugaóstyrk og menn létu þau orð falla að hræðslan hefði skinið úr hverju andliti á sviðinu. Það var afar óþægilegt að stíga upp á svið við þessar aöstæður sem vonlegt er. Okkur óx þó ásmegin eftir því sem á leið og síðustu þrennir tónleik- arnir voru afbragð, því þá var sveit- in búin að spila sig saman og við gátum farið að slaka á á sviðinu og njóta þess að vera að spila. Tónlistin sem þið leikið er ekki dæmigerð bresk eða bandarisk popp- eða rokktónlist. Verða gerðar einhverjar breytingar á tónlistinni til að ganga betur á alþjóðamarkaði? Það er rétt að við erum ekki dæmigerð bresk eða bandarísk hljómsveit, en það skiptir ekki svo miklu máli og forgangsröðinni í tónlistinni verður ekki breytt. Það sem skiptir mestu máli er lagið, svo kemur söngurinn og á eftir Bubbi Morthens hefur undan- farið unnið að tuttugustu plötu sinni með Christian Falck, sem gerði með honum plötuna Frelsi til sölu. Þeim til aðstoðar hefur verið Hilmar Örn Hilmarsson, sem sinnt hefur hljóðgerflum og „samplerum", auk þess sem hann hefur lagt til hugmyndir og inn- blástur varðandi útsetningarnar. Einnig hefur sænski ásláttarleik- arinn Johann lagt sitt af mörkum. Plötuvinnunni lauk 5. mars sl. og Rokksíðan greip það tækifæri að fá að heyra lokaafurðina og ná tali af Bubba og Christian áður en hinn síðarnefndi hverfur aftur til Svíþjóð- ar. Hvenær ákváðuð þið að gera þessa plötu? Bubbi: Við fórum að velta því fyrir okkur að gera saman plötu þegar ég var úti í Sviþjóð siðasta haust og lokaákvörðunin var tekin í nóvember. Christian: Okkur langaði að gera saman plötu án nokkurra skuld- bindinga; án þess að það væri ein- hver vokandi yfir okkur. Okkur lang- aði einnig að gera plötu sem væri ekki eins útsett og Frelsi til sölu, en hún var unnin það mikið að sitt- hvað á henni dó. Bubbi: Við vinnum þessa plötu á óvenjulegan hótt fyrir mig, því ég kem með lög og texta sem Christ- ian gerir nánast það sem hann vill við. Ég sá hvað hann gat gert þeg- ar við geröum saman Frelsið og vissi því að ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur af neinu. Það má segja að þetta hafi veriö líkt því og hljóm- sveit væri að gera plötu, frekar en að unnin hafi verið sólóplata. Christian: Þegar við unnum Frelsið langaði mig líka til þess að \ Strax i Tunglinu. kemur allt hitt. Við höfum ekki fundið okkur ein- hvern tískustraum til að berast við gerðum saman plötu sem væri villtari og um leið áhugaverðari, en ég hlustaði of mikið á það sem aðrir sögðu um það hvernig Frelsið ætti að vera og fór of mikið eftir því. Núna kemur allt af sjálfu sér og það er svo miklu meira líf í tón- listinni og hún er svo miklu skemmtilegri. Hvaö með frekara samstarf eft- ir aö platan er búin? Bubbi: Það er svo margt eftir að ræða varðandi framtíðina. Christian: Við gætum eins tekið upp á því að gera eitthvað allt ann- að. Þessi plata er bara það sem okkur langaði að gera í augnablik- inu. Bubbi: Það er eins líklegt aö við eigum aldrei eftir aö gera aðra plötu saman. Sennilega eigum við eftir að vinna þessa plötu fyrir enskan markað og þá veröur að meta fram- haldið af því. Það verður þó ekki fyrr en í fyrsta lagi eftir fimm til sex mánuði. Christian: Kannski er það besta við þessa plötu að við höfum ekki verið bundnir af því að þurfa að geta spilað lögin á tónleikum; við höfum ekki þurft að gera neitt; við höfum ekki þurft að taka tillit til neinna markaðssjónarmiða eða þarfa útgáfuaðila. Það hefur gert andrúmsloftið léttara á plötunni og tónlistina betri. Hvernig er svo platan? Bubbi: Mér finnst þetta vera besta plata sem ég hef komiö ná- lægt um dagana. Chistian: Mér finnst þetta líka vera það besta sem ég hef gert, en það má ekki gleyma framlagi Hilmars og Johanns, sem hafa báð- ir átt þátt í því að gera þessa plötu að því sem hún er. með og erum ekki að leita okkur að slíku, en við ætlum okkur að fara inn á alla hugsanlega markaði Önnur plata Los Lobs, Will the Wolf Survive, vakti á hljómsveit- inni töluverða athygli og næsta plata, By the Light of the Moon, var til aö auka enn hróður hljóm- sveitarinnar. Sveitin náöi svo loks þeirri athygli sem hún átti skilda með mexíkanska þjóðlaginu La Bamba f útsetningu Richie Va- lens. Það heföi því sennilega ekki komiö nokkrum á óvart þó sveitin heföi haldið áfram á þeirri braut sem þar var mörkuö f átt aö enn frekari frægð. Það kom aftur á móti skemmti- lega á óvart þegar sveitin sendi frá sér síðustu plötu sína, La psitola y le corazón, að hljómsveitin hafði ieitað aftur tii rótanna; til mexí- kanskrar þjóðlagatónlistar með spæsnkum textum og sent frá sér sína bestu plötu frá upphafi og eina af bestu plötum síðasta árs. Lögin á plötunni eru flest gömul mexíkósk þjóðlög eða lög eftir aðra; tónlist sem hefur alla tíð á okkar eigin forsendum. Það er til áheyrendahópur fyrir okkur ekki síður en aðrar hljómsveitir og það er bara að hitta á þann hóp. Mark- aðurinn er þarna og þetta er því spurning um hvort við ætlum og nennum að eltast við hann. Nennið þið og ætlið þið? Það er ekkert sem bendir til annars en að það fylgi fullur hugur máli hjá okkur öllum og það er vissulega skemmtilegt að glíma við það að komast áfram ef það er á brattan að sækja. Hvað varðar síðan fjöldavin- sældirnar, þá er það betra þegar til lengri tíma er litið að ná til minni hóps áheyrenda með þá tónlist sem okkur finnst gaman að spila; að ná til áheyrenda sem halda tryggð við hljómsveitina og sem gefa okkur svigrúm til aö gera það sem okkur langar að gera. Undan- farið hefur.hljómsveitin færst fjær miðjunni í tónlistinni sem hefur haft góð áhrif á .okkar eigin and- legu vellíðan; okkur líður betur að spila þessa tónlist en þá tónlist sem við spiluðum áður. Þetta þýð- ir auðvitað að væntanlegur áheyr- endahópur verður eitthvað minni, en um leið traustari og gefur okkur meira svigrúm upp á framtíðina. Suma dreymir um að komast áfram til að öðlast peninga og völd, en aðrlr hafa allt annað í huga. Það sem er á bak við okkar sókn eftir frægð er fyrst og fremst það að hafa eitthvað apparat til að geta gert það sem okkur langar til að gera, en ekki endilega að afla mikils fjár. Það er ekkert laun- ungarmál að við seljum ekki marg- ar plötur á Islandi og þegar við fórum að færa tónlistina í þá átt sem við vildum helst þá minnkaði um leið markaður okkar hér á landi. íslandsmarkaður getur verið mjög gjöfull og góður ef þú ert reiðubúinn að einbeita þér að hon- um. Þú getur farið í hverja ferðina á fætur annarri um landið og aflað fjár ef þú ert reiðubúinn að taka upp tólf gömul íslensk bítlalög á hverju vori eða um hver jól, eða semja skátasöngva á hverju ári og gantast með þá. verið snar þáttur í tónlist hljóm- sveitarinnar og gefið henni nauð- synlega breidd. Textarnir fjalla um ástina og þá helst um óendur- goldna ást eða missi og til marks um það hvað hljómsveitin stendur föstum fótum í þjóðlegri hefð er eitt af frumsömdu lögunum á plöt- unni, Estoy sentado aquí, þar sem tónlistin gæti eins verið þjóðlag og textinn gæti verið hvaða þjóð- kvæði sem er um einmanaleika og ástina. Hljóðfærasláttur er óraf- magnaður og einkar skemmtilegur og lög eins og El Canelo og El gusto eru tónlistarlegar og texta- legar perlur; El Canelo reyndar eitt besta lag sem kom út á síðasta ári. Ekki eru miklar líkur á að La pistola y el corazón eigi eftir að ná viðlíka sölu og platan La Bamba, en félagarnir í Los Lobos hafa sýnt að þeir hreykja sér af uppruna sínum og eru meiri menn fyrir vikið og merkari tónlistar- menn. Höfum ekki þurft að gera neitt S I Ð A N Afturtilupprunans

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.