Morgunblaðið - 23.03.1989, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.03.1989, Blaðsíða 24
24 C MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1989 íslenskar bókmenntír í eign Richards Wagners Richard Wagner. eftir Jóhann J. Olafsson Enda þótt ég telji mig ekki í þeim stóra hópi sérstakra aðdáenda tónskáldsins Richards Wagners er líf hans svo stórbrotið og aðdráttar- afl hans það mikið, að áhugi og hrifning knýr mann til að kynna sér sögu hans og verk. Sá sem hefur unun af tónlist kemst heldur ekkert framhjá þessu stórmenni og meistara tónlistarinnar. Saga þessa manns ein útaf fyrir sig er stór- áhugaverð og skemmtileg aflestrar, því hún tengist stórum hluta sögu og lista í Evrópu á síðustu öld. Afköst lífsstarfs hans eru með ólíkindum. Auk þess að semja tíu stórar óperur orti hann alla texta við þær sjálfur. Aðrar tónsmíðar hans og bókmenntaverk eru mikil að vöxtum. Þá sá hann um smíði tónlistarhallarinnar í Bayeruth og „Villa Wahnfried“, þar sem hann kom nýstárlegum hugmyndum sínum um húsagerð til veruleika. Eftir hann liggja 5.000 sendibréf. Hann stjómaði flölmörgum hljóm- leikum, ferðaðist víða og lífði stór- brotnu lífi. Hátindi ætlunarverks síns náði Wagner er hann reisti tónlistarhöll í Bayreuth. A sama tíma reisti hann sér í Bayreuth mikilfenglegt ein- býlishús, „Villa Wahnfried". I þessu stórkostíega húsi bjó tónskáldið frá 1874 til 1883, er hann lést. Ekkja hans, Cosima, bjó þar til dauðadags árið 1930, þá 92 ára. Tengdadóttir Wagners, Winifred Wagner, bjó áfram í húsinu og stjómaði lengi Wagners-hátíðunum. Hún lést há- öldmð 1980. Sonarsynir Wagners, Wieland og Wolfgang, bjuggu og á eigninni. í seinni heimsstyijöldinni féll sprengja á húsið og stórskemmdi það. Fyrir nokkmm ámm keypti hið opinbera húsið af Wagner-fjöl- skyldunni og endurbyggði það í uppmnalegri mynd. Nú hýsir það eitt besta Wagners-safnið. En safnið í Bayreuth er annað og meira. Það er stofnun þar sem bókasafn Wagners, bréf og handrit em geymd í traustum hirslum. Þar fara fram rannsóknir á lífí hans og störfum. Stofnunin hefur margar nálægar byggingar til umráða fyrir starfsemi síná og fjölda starfs- manna. Húsið „Villa Wahnfried" er geysistórt. Húsið er 360 fermetrar að gmnnfleti á fjórum hæðum. Mestu vistarvemr hússins em skál- inn (Die Halle) og dagstofan (Der Saal). Þessi herbergi em gríðarstór- ir og áhrifaríkir salir og allt húsið nánast byggt utan um þá. Þegar komið er inn úr fábrotinni forstofu kemur maður inn í skálann sem er u.þ.b. 7X9 m og með 9,70 metra lofthæð. Dymar andspænis ganga inn í dagstofuna. Stærð dagstof- unnar er yfírþyrmandi, u.þ.b. 8X15 metrar eða 120 fermetrar. Hæðin til lofts er 6,20 metrar svo rúmmál dagstofu Wagners er 744 rúmmetr- ar. Dagstofan ein gæti rúmað dá- gott einbýlishús í Reykjavík. í dag- stofunni er Wahnfríed-bókasafn Wagners í vönduðum bókaskápum á þremur veggjum raðað í hillur á sama hátt og hann skildi við þær árið 1883, alls 2.500 bindi í góðu skinnbandi. Þama hitti ég Giinther Fischer, bókasafnsfræðing stoftiun- arinnar, sem aðstoðaði mig við að leita að íslenskum bókmenntum í næstu þrjár klukkustundiman En bókasöfn Wagners eru tvö. Aður en hann eignaðist þetta veglega bókasafn á sínum yngri ámm í Dresden var hanfi búinn að koma sér upp litlu 200 binda safni. Þetta eldra bókasafn er nefnt Dresden- bókasafnið, en hið síðara og stærra Wahnfried-bókasafnið. Það er Dresden-bókasafnið, sem hefur haft frumáhrifín á listsköpun hans. Hann notaði það á aldrinum 29-36 ára eða frá 1842 til 1849. Þetta bókasafn er í sérskápum uppi á annarri hæð og göngum við Fisher fyrst þangað. Giinther Fischer opnar með lykli lítinn bókaskáp með glerhurðum, en fyrst eftir að ég hef undirritað yfírlýsingu um til hvers ég ætla að nota bókasafnið. Fyrst tökum við út litla bók, 10X8 cm. 168 blað- síður. Þetta er Vaulu-spá. Das álteste Denkmal germanisch-nordischer Sprache, nebst einigen Gedanken iiber Nordens Wissen und Glauben und nordisch Dichtkunst von Ludwig EttmiiIIer Leipzig, 1830 Weidmannsche Buchhandlung Maður fær á tilfinninguna að þetta kver hafi verið marglesið og oft í því blaðað. í þessa litlu bók er miklu efni þjappað saman. Fyrst ei* formáli upp á 55 bls. og ýtarleg skýring á Völuspá og einstök vers á íslensku tekin sem dæmi ásamt þýskri þýðingu. Norræn goðafræði skýrð og borin saman við grísk- rómverska goðafræði. Þá er gerð grein fyrir bragfræði kvæðisins, en Wagner var mikið ljóðskáld og orti sjálfur texta fyrir ópemr sínar, eins og áður er getið. A eftir formálan- um er Völuspá prentuð á íslensku, 63 vers að viðbættum hinum tveim- ur kristilegu. Mjög ýtarlegar skýr- ingar em neðanmáls, einstök ís- lensk orð skýrð og stuðst við sam- anburðarmálfræði. Næst er Völuspá prentuð í þýskri þýðingu „Die Wala Weissagung" einnig með miklum skýringum neð- anmáls. Næst er hver vísa skýrð sérstaklega. Svo er sérkafli í bók- inni um persónur Völuspár og þær skýrðar með miklum tilvitnunum, m.a. í Egilssögu. Sérstakur kafli er um ragnarök og Völuspá borin saman við heimsbókmenntimar með tilvísun á latínu og grísku. Á bls. 97-108 em ættartöiur ása og jötna. Bls. 109-168 er íslensk- þýsk orðabók. Mér hefur orðið mjög tíðrætt um þessa bók því með henni hefur Wagner öðlast aðgang að fmmmáli Eddu-kvæða og íslensk-þýskri oröabók. Höfundurinn, Ludwig Ett- miiller, hefur verið stórmenntaður fræðimaður. Hann fluttist til Ziirich þar sem Wagnar hitti hann í útlegð sinni í Sviss og gekk margsinnis í smiðju hans. Wagner nefndi þennan fræðimann jafnan Eddamúller. Bók þessi er nr. DB í Dresden-bókasafn- inu en nr. 819.1 völ í Landsbóka- safni íslands (LB). Næst verður fyrir okkur bók sem heitir á titilblaði: Lieder der alten oder Sæmundischen Edda, gefín út af Friedrich Heinrich von der Hagen í Berlín 1812. Sæmundar-Edda er prentuð aft- ast í bókina á íslensku eingöngu, engin þýsk þýðing. En á undan er formáli á þýsku upp á 118 bls. þar sem efni Sæmundar-Eddu er út- skýrt og heimilda ríkulega getið neðanmáls. Formálinn skýrir hina norrænu goðafræði, getur heimilda og íslenskra handrita. Nr. DB 27 og LB 819.1 Edd H. Þá skoðum við bók, sem ber titilinn: „Mytholog- isch Dichtungen und Lieder der Skandinaver aus dem Islándichen der jungeren und álteren Edda ubersetzt und mit einigem An- merkungen begleitet von J'riedrich Majer“, prentuð í Leipzig 1818, DB 28 LB 819. 1 Sno. Þessi bók er í söfnum kölluð Snorra-Edda og hefst með Gylfaginningu og skáld- skaparmálum. Ein Edda er hér í viðbót með skýringum Grimms bræðra: „Lieder der alten Edda aus der handschrift herausgegeben und erklárt durch die Briider Grimm Berlin 1815“, 2. bindi. LB 819.1 Edd. í þessari útgáfu af fyrra bind- inu er íslenskur texti í bundnu og óbundnu máli ásamt þýskri þýðingu prentaður hlið við hlið á hverri opnu með skýringum neðanmáls. í seinna bindinu eru eingöngu skýringar á þýsku. Þá er að geta tveggja eintaka af Heimskringlu, sem fínnast í Dresden-bókasafni Wagners. „Snorri Sturluson’s Weltkreis (Heimskringla) ubersetst und erlá- utert von Dr. Ferdinand Wachter”, tvö bindi, Leipzig 1835 og 1836, DB 132 LB 819.3 Sno. Formáli fyrra bindis er 280 bls. og þar er ævisaga Snorra Sturlu- sonar rakin og fjallað um verk hans. í formála seinna bindisins eru kvæði Heimskringlu skýrð á 32 bls. Hitt éintak Heimskringlu er gefið út í Stralsund 1837. Að lokum skal getið einnar bókar í Dresden-bókasafni Wagners. Það er: „Die Saga von Fridthjof dem Starken" aus dem Islándischen von Dagstofa Wagners.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.