Morgunblaðið - 23.03.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.03.1989, Blaðsíða 20
20 C _________MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1989_ Yerður lánamarkaðinum sljómað með „handafli“? eftir Ólaf Björnsson í stjómmálaumræðum síðustu vikna og mánuða hafa lána- og vaxtamál verið mjög ofarlega á baugi eins og kunnugt er. Ekki þó vegna þess, að djúpstæður ágrein- ingur sé um þau markmið sem að beri að keppa í þessu efni. Allir stjómmálamenn virðast sammála um það, að æskilegt sé að vextir séu lágir, þannig að ágreiningur er aðeins um það, hvemig því mark- miði megi ná. Hér skal á þá skoðun fallist, að æskilegt sé að halda vöxt- um í hófi, því að ódýrt fjármagn er eitt af grundvallarskilyrðum vel- megunar og framfara. En um leiðimar að takmarkinu er ágreiningur. Annarsvegar er sú skoðun, að því verði bezt náð með sem mestri miðstýringu lánamark- aðarins af hálfu hins opinbera, sem ákveði þá með „handafli" vexti og önnur lánskjör. Hinsvegar er svo það sjónarmið, sem í umræðum þeim, sem hér hafa farið fram hef- ur verið kennt við ftjálshyggju, en það er, að reynt skuli að koma á fijálsum lánamarkaði þar sem framboð og eftirspum ákveði láns- kjörin. Eg vil þó vekja athygli á því, að slík merking orðsins fijáls- hyggja er talsvert önnur en sú, sem ég lagði í það orð í bók minni „Fijálshyggja og alræðahyggja" er út kom fyrir rúmum 10 árum, þó að ekki sé tóm til þess að gera því máli nánari skil hér. Miðstýring eða markaður Báðar hinar andstæðu skoðanir á því, hver sé hin bezta skipan efna- hagsmála, sem hér hafa verið nefndar, annarsvegar sú, að hægt sé að stjóma öllu frá einni miðstöð, en hinsvegar sú, að fijáls markaður geti leyst allan efnahagslegan vanda, em að mínum dómi öfgar. Gallar hins miðstýrða efnahags- kerfis em fyrst og fremst í því fólgnir, að óhugsandi er, að þeir tiltölulega fáu menn, sem falin er öll hin mikilvægari ákvörðunartaka um það hvað framleiða skuli og á hvem hátt, geta aldrei haft þá þekk- ingu til að bera, sem nauðsynleg er til þess að framleiðsluna megi samræma þörfum okkar 5 iðnvæddu nútíma þjóðfélagi. Afleiðingin verð- ur svo æpandi misvægi milli fram- leiðslu og þarfa neytenda, sem m.a. lýsir sér í hinum bága hag neytend- anna í þeim löndum, sem búa við hið miðstýrða efnahagskerfí svo sem í Sovétríkjunum og flestum öðrum löndum á áhrifasvæði þeirra, þar sem vömskortur og langar bið- raðir einkenna daglegt líf fólksins. Þó að markaðskerfíð hafi sína galla, þá er það eina hagkerfið sem er þess umkomið að samræma þarfír og framleiðslu í iðnvæddu þjóð- félagi, sem byggir á víðtækri verka- skiptingu. Þetta sjónarmið er nú jafnvel viðurkennt af núverandi valdhöfum Sovétríkjanna. En þó að yfírburðir markaðarins yfír hið miðstýrða efnahagskerfi séu þannig ótvíræðir, þá er ekki þar með sagt, að hægt sé að leysa öll efnahagsvandamál með því að fylgja lögmálum hins fijálsa mark- aðar, þannig að beiting „handafls- ins“ með beinni íhlutun ríkisvaldsins um verðlag og önnur atriði efna- hagsmála getur átt rétt á sér og jafnvel verið óhjákvæmileg. Verður hér á eftir reynt að gera nánari grein fyrir því, hvaða skilyrðum þarf að vera fullnægt, til þess að slík íhlutun sé líkleg til þess að ná tilteknum æskilegum markmiðum betur en ef treyst er á fijálsan markað. Verður þetta mál fyrst rætt almennt, en síðar tekið til meðferðar, hvort íslenzkum lána- markaði, miðað við þau skilyrði, sem fyrir hendi eru í dag verði bezt stýrt með „handafli". Hvenær geta „handafls“aðgerðir af hálfu sfjórnvalda náð tilgang^i sínum? Gagnrýni þeirra, sem vantrúaðir eru á það að hægt sé að ná árangri með beinni opinberri íhlutun í verð- lagsmál beinist sjaldan að þeim markmiðum, sem fyrir stjómvöld- um vaka með þessari íhlutun, held- ur að hinu, að áhrif hennar á mark- aðinn verði slík, að hún nái ekki tilgangi sínum. Venjulega er til- gangur stjómvalda með slíkri íhlut- un sá, að halda verðlagi vöru og þjónustu í skefjum en slíkt á jafnan almennu fylgi að fagna. Höfuð- gagnrýni markaðshyggjumanna er hinsvegar fólgin í því að benda á hættuna á því, að bannið við því, að framleiðendur vöm og þjónustu hækki verðið, leiði til þess að fram- boð þeirra gæða, sem um er að ræða, dragist vemlega saman eða hverfí jafnvel með öllu, þannig að neytandinn verði annnaðhvort að verða án vömnnar eða kaupa hana á svörtum markaði, sem hvort tveggja er verri kostur en sá, að sætta sig við einhveija verðhækkun á almennum markaði. Hér er vissulega um mikilvæg sannindi að ræða, eins og reynslan hefir staðfest bæði hér á landi og annarsstaðar, þegar ströngum verðlagsákvæðum hefir verið beitt um lengri tíma. Að mínum dómi er þó ekki rétt, að byggja á þessum gmndvelli alhæfíngu þess efnis, að opinber íhlutun um verð vöm og þjónustu geti aldrei náð tilgangi sínum og eigi aldrei rétt á sér. Hvort svo er eða ekki er einkum háð tveim atriðum. í fyrsta lagi því, hve lengi þessar opinbem verðákvarðanir em í gildi og í öðm lagi því, hvers eðlis sá markaður er, sem íhlutunin nær til. Hvað fyrra atriðið varðar, þá tekur það alltaf tíma, að framboðið lagi sig að verð- lagsbreytingum, þannig að óhag- stæð áhrif banns við því að hækka vömverð á framboð vömnnar þótt tilkostnaður hækki, koma að jafn- aði ekki fram fyrr en eftir nokkurn tíma. Verðstöðvun eða önnur opin- ber íhlutun um verðlagsmál getur því verið virk og náð tilgangi sínum sem tímabundin ráðstöfun, en verð- ur því óvirkari, sem lengri tími líður. Sem dæmi mætti nefna hin ströngu ákvæði um hámark húsaleigu sem sett vöm hér á landi í byijun seinni heimsstyijaldar til þess að fyrir- byggja óhæfilegan hagnað þeirra, sem leigðu út húsnæði en vegna þeirra aðstæðna, sem styijöldin skapaði, var vissulega mikil hætta á slíku, Fyrstu árin, sem þessi laga- fyrirmæli vom í gildi hafa þau tvímælalaust veitt leigjendum vemd gegn óhæfílega hárri húsaleigu en þegar frá leið og þeir leigusamning- ar, sem í gildi vom þegar lögin vom sett, mnnu út, varð annað uppi á teningnum. Ekki eingöngu húseigendumir heldur jafnvel líka leigjendumir töldu sér hag í því að fara í kringum ákvæði húsaleigu- laganna. A þeirri afstöðu hinna síðamefndu var sú einfalda skýring, að þeir töldu það skárri kost fyrir sig, að greiða hærri húsaleigu en þá sem lögleyfð var en að vera á götunni. Aðferðin til þess að fara í kringum lögin án þess að leigu- sali ætti á hættu að verða kærður fyrir lögbrot var sú, að gerður var húsaleigusamningur, þár sem leig- an var að vísu í samræmi við lög, en til þess að fá slíkan samning þurfti leigutaki að greiða stærri eða minni fúlgu undir borðið, en slík greiðsla var hvergi skjalfest. Smám saman komst nær því allt leiguhús- næði þannig á svartan markað. Annað það atriði, sem miklu Ólafur Björnsson „Vaxtalækkun, án sér- stakra ráðstafana til þess að skapa jafnvægi á lánamarkaði, ef ein- hverjar slíkar eru til- tækar, kallar því óhjá- kvæmilega á enn strangari skömmtun lánsQár en nú á sér stað. Lánamarkaðurinn verður því líkur gjald- eyrismarkaðinum á haftaárunum 1930-60 þar sem stjórnskipuð- um nefiidum var falið að skera úr um það, hverjir fengju að kaupa gjaldeyri á hinu skráða gengi og- hverjir væru dæmdir til þess að vera annaðhvort án gjald- eyrisins eða kaupa hann á svörtum mark- aði. LánsQárskömmt- unin er hinsvegar hvað ríkisbankana snertir, en þeir ráða samkvæmt fyrr sögðu meirihluta lánamarkaðarins, framkvæmd af pólitískt skipuðum bankastjór- um og bankaráðum.“ máli skiptir um það, hvort opinber verðlagsákvæði geti orðið raunhæf er það hversu fjölmennur sá hópur er, sem lætur í té þá vöru eða þjón- ustu, sem ákvæðin ná til. Því fá- mennari sem hópurinn er, því auð- veldara verður að tryggja það að ákvæðin séu virt. Það er auðveldara að framfylgja verðlagsákvæðum um farmgjöld eða fargjöld landa á milli þegar aðilar þeir, sem þá þjón- ustu veita eru örfáir eða jafnvel aðeins einn eins og orkusala eða hafnargjöld eru dæmi um, en þegar þeir aðilar, sem þjónustu þá láta í té, sem hámarksverð er sett á, skipta þúsundum eins og á húsa- leigumarkaði eða lánamarkaði, ef um hámarksvexti er að ræða. Allt eftirlit með því, að verðlagsákvæði séu í heiðri höfð verður þeim mun erfiðara, sem þau ná til fleiri aðila. íslenzki lánamarkaðurinn — Hverskonar markaður? Eftir að reynt hefir verið að gera hér í stuttu máli grein fyrir hinum almennu skilyrðum fyrir því, að bein opinber íhlutun um verðlag geti náð tilgangi sínum, skal nú nánar vikið að því, í hvaða mæli má gera ráð fyrir, að þær aðstæður séu fyrir hendi á íslenzkum lána- markaði, að opinberar ákvarðanir um vaxtahámark séu líklegar til þess að ná þeim tilgangi að tryggja sem hóflegasta raunvexti en það er markmið, sem ekki virðist telj- andi ágreiningur um. I þeim miklu umræðum sem átt hafa sér stað síðustu vikur og mán- uði um vaxtamál og íslenzkan fjár- magnsmarkað er það mjög algengt að setja dæmið upp á þann hátt að annarsvegar séu hinar svonefndu fijálshyggjukenningar, sem vilja láta vexti og önnur lánskjör ákvarð- ast af framboði og eftirspurn á fijálsum lánamarkaði en hinsvegar sú skoðun, að hóflegir vextir verði aðeins tryggðir með opinberri mið- stýringu fjármagnsmarkaðarins þannig að hið opinbera ákveði í stór- um dráttum vexti og önnur láns- kjör. Nú er það í þessu sambandi mál út af fyrir sig, að ég er mjög ósátt- ur við þá merkingu, sem í þessari umræðu hefir verið lögð í orðið fijálshyggja. Hún er til muna þrengri og raunar allt önnur en sú, sem ég nota í bók minni er nefnd var hér að framan og bið ég lesend- ur þessa greinarstúfs að hafa þetta í huga þegar þeir hlusta á fullyrð- ingar úr ýmsum áttum um gjald- þrot fijálshyggjunnar, eins og það er nefnt, en þá er verið að tala um viðleitni stjórnvalda til þess á allra síðustu árum að koma á aukinni samkeppni á fjármagnsmarkaðin- um. íslenzkur lánamarkaður er í grundvallaratriðum mjög frábrugð- inn því sem gerist í þeim nágranna- löndum okkar, sem við jafnan ber- um okkur saman við. Vissulega er því sannleikskjarni í því, að öfl hins fijálsa markaðar eru til muna óvirk- ari á íslenzkum láhamarkaði en t.d. á hinum Norðurlöndunum, í Bret- landi eða Norður-Ameríku. Þessi sérstaða íslenzka lána- markaðarins er öðru fremur fólgin í því, að bankakerfið er að mestu ríkisrekið, þannig að ekki einungis Seðlabankinn heldur líka allir stærstu viðskiptabankamir em í eigu ríkisins. Mun hlutdeild ríkis- bankanna í heildarinnlánum við við- skiptabankana nema um 70% og er Útvegsbankinn þá talinn ríkis- banki, eins og réttmætt er, þótt eignaraðild ríkisins að þeim banka sé nú í þeirri mynd, að ríkið á mik- inn meirihluta hlutafjárbankans og ræður þannig meirihluta stjómar hans. Yfirstjórn bankanna er í höndum bankaráða, sem kosin eru af Alþingi, en þau ráða svo banka- stjóra, sem annast daglega af- greiðslu lána. Þar sem stjórnendur ríkisbankanna eru þannig tilnefndir af stjórnmálaflokkunum og verða þannig ávallt öðru hvoru fyrir þrýst- ingi frá stjómmálamönnum um það að taka hæfilegt tillit til hagsmuna þess flokks, sem kosið hefir þá til stjómunarstarfa í bankanum, fer ekki hjá því, að fleira en viðskipta- sjónarmið ráði þeim ákvörðunum, sem teknar em í lánamálum. Hér við bætist það, að hluthafabönkun- um fjórum, sem allir em að vísu litlir, er öllum meira eða minna stjómað af hagsmunasamtökum, þannig að fleira en viðskiptasjónar- mið ráða einnig þeim ákvörðunum, sem þar em teknar. Síðan 1983 hefir að vísu verið unnið að því af hálfu stjórnvalda að koma á meiri einkavæðingu í bankakerfinu og má þar nefna viðleitnina til þess að breyta Útvegsbankanum í hluta- félagsbanka. Lítill árangur hefír þó enn sem komið er orðið af þeirri viðleitni. Jafnframt hafa á um- ræddu tímabili verið gerðar tilraun- ir til þess að auka samkeppni á lánamarkaðinum með því að leyfa viðskiptabönkunum og öðmm aðil- um er lánsviðskipti hafa með hönd- um að ákveða vexti og önnur láns- kjör í stað þess að láta Seðlaban- kann gera það, þó hann hafi áfram heimild til þess að ákveða hámarks- vexti. Því fer þó víðs fjarri, að tekizt hafi að koma hér á fijálsum pen- ingamarkaði líkum því sem gerist í nágrannalöndum okkar. Enn er mikilvægasti þáttur lánamarkaðar- ins, viðskiptabankamir, að mestu ríkisreknir þannig að pólitísk sjón- armið fremur en viðskiptaleg ráða miklu um þær ákvarðanir, sem teknar em. Róttækar breytingar í kerfinu hljóta alltaf að taka sinn tíma óháð því hvaða stefnu stjóm- völd fylgja í þessu efni. Það hafa líka vissulega átt sér stað mistök við framkvæmd þeirra tilrauna, sem gerðar hafa verið til þess að koma hér á fót fijálsum lánamarkaði. Mestu mistökin hygg ég hafa verið þau, að heimiluð hafa verið aukin umsvif einkaaðila á lánamarkaðinum, án þess að sett væri löggjöf, sem skyldaði þá sem tækju á móti fé frá almenningi til ávöxtunar til þess að setja viðun- andi tryggingu fyrir því, að staðið yrði við skuldbindingar gagnvart þeim sem trúa þeim, sem lánastarf- semina reka fyrir sparifé sínu. En þrátt fyrir þessi mistök og þrátt fyrir það, að það eigi sjálfsagt langt í land að íslenzkur lánamark- aður verði sambærilegur við fijáls- an fj árm agns m ark að nágranna- landanna, þá er að mínum dómi fráleitt að draga af því þá ályktun, að íslenzkum peningamálum verði ekki stjómað öðruvísi en með „handafli" þannig að Seðlabankinn eða annar opinber aðili ákveði með valdboði vexti og önnur lánskjör. Við skulum nú líta nánar á það, hverskonar samband má ætla að sé milli vaxta og framboðs og eftir- spumar eftir lánsfé, því að gera má ráð fyrir því að þetta sé lykilat- riði við mat á því, hvort opinberar vaxtaákvarðanir séu líklegar til að ná tilgangi sínum. Áhrif vaxta á framboð og eftirspurn lánsfiár Hér að framan var í stuttu máli gerð grein fyrir því hvaða skilyrðum þyrfti að vera fullnægt til þess að opinberar verðákvarðanir væru líklegar til þess að ná tilgangi sínum, en hann er að jafnaði sá að stöðva verðhækkanir eða a.m.k. halda þeim í skefjum. Það sem mestu máli skiptir í því sambandi er spumingin um það, hvaða áhrif breytingar á verði vöru og þjónustu hafí á framboðið. Þetta á auðvitað líka við um lánamarkaðinn. Ef framboð lánsfjár er næmt fyrir vaxtabreytingum, geta áhrif þess að vöxtum er haldið niðri með „handafli“ orðið þau, að lántakend- ur verði verr settir en áður ef á heildina er litið, þar sem minna lánsfé er nú fyrir hendi til þess að fullnægja eftirspurn. Hve mikil áhrif vaxtalækkun hafí í þá átt að draga úr framboðinu, verður ekki sagt um með neinni nákvæmni en gera má alltaf ráð fyrir því, að þau verði einhver. Jafnframt má gera ráð fyrir því að vaxtalækkun auki eftirspumina eftir lánsfé, þannig að meira eða minna misvægi verður milli framboðs og eftirspurnar á lánamarkaðinum. Það er furðulegt hve lítið þessi einföldu sannindi hefir borið á góma í umræðum um vaxta- og lánamálin. Þvert á móti virðist sem flestir er til sín láta heyra um þe^si mál gangi út frá því sem sjálfsögðum hlut, að vaxta- lækkun, knúin fram með „handafli" hafí engin áhrif á framboð lánsflár og auki það jafnvel, þannig að allir þeir, sem fullnægja skilyrðum þeim sem lánastofnanir setja fyrir lán- veitingum njóti góðs af vaxtalækk- unum. Ef aldrei þyrfti að óttast það, að verðlækkun, eða bann við verðhækkunum hefði óhagstæð áhrif á framboð vöru og þjónustu, þá væri sjaldnast ágreiningur um það, að beita bæri í ríkum mæli „handaflinu", þ.e. beinni íhlutun hins opinbera um verðlag til þess að borgararnir geti fengið þörfum sínum fullnægt á sem ódýrastan hátt. En það er þar, sem skuturinn hefír legið eftir, þegar stjómvöld hafa gripið til þess úrræðis, að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.