Morgunblaðið - 23.03.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.03.1989, Blaðsíða 18
18 C MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1989 Hestarnir á glugganum og hundurinn fylgist með. Myndin er tekin í Qarvinnu- stofu vestur á Mýrum. Morgunblaðið/Asdís Fi arvinnu GÆTUÞÆR BREYTT BYGGÐAÞROUNINNI? TÖLVUTÆKNINNI hefiur fleygt gifiirlega fram á undanfömum árum og hefur þessi þróun haft áhrif á nánast alla þætti mannlegs lífs. Möguleikarn- ir sem tölvan gefur okkur era meiri en flestir hefðu geta ímyndað sér fyrir örfáum áratugum. Samhliða örri þróun í tölvutækninni hefiir §ar- skiptatækninni einnig fleygt firam sem gerir það að verkum að auðvelt er að nota tölvuna sem Qarskiptatæki. Sú staðreynd á vafalaust eftir að breyta miklu fyrir atvinnuþróun og byggðaþróun í landinu því nú geta margir sem hafá yfir einkatölvu að ráða alveg eins unnið heima hjá sér eins og hjá fyrirtæki eða stofhun sem hefúr aðsetur sitt í bæ eða borg. Og þá skiptir heldur ekki máli hvar á landinu þeir búa. Jón Erlendsson forstöðu- maður Upplýsingaþjón- ustu Háskólans er mik- ill áhugamaður um fjar- vinnustofur. Ég ræddi við hann um möguleik- ana sem þær hafa upp á að bjóða og hvar þessi mál eru á vegi stödd hér á landi. Samtök þeirra sem starfrækja fjarvinnustofur á Norðurlöndum héldu fund hér á landi í nóvember síðastliðnum. Samtökin nefnast FILIN (Föreningen av Informat- ionsteknojogiska Lokaicentra i Nordenj. í tengslum við fundinn var haldin ráðstefna um fjarvinnustofur og þær kynntar fyrir íslenskum aðiium. í framhaldi af þessu var stofnaður hópur íslenskra áhuga- manna sem vilja vinna að því að kynna þennan nýstárlega mögu- leika til að skapa atvinnutækifæri. í þeim hópi eru meðal annarra Póst- ur og sími, Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi og Upplýsingaþjónusta Háskólans, sem sér um samskiptin við FILIN og miðlun á upplýsingum til þeirra sem vilja kynna sér þenn- an möguleika. Gert er ráð fyrir að önnur ráðstefna af þessu tagi verði haldin hér á landi fljótlega. Upplýsingastörf unnin á landsbyggðinni En hvað er fjarvinnustofa? Ég bað Jón að lýsa því áður en lengra er haldið. „Fjarvinnustofa, sem á ensku nefnist „Telecottage" og „Tele- stuga“ á sænsku, er lítill vinnustað- ur, oftast í dreifbýli, þar sem vinna allt niður í einn mann. Þar eru unnin ýmis störf og þar getur einn- ig farið fram nám og kennsla á tölvur. Með fjarvinnustofum opnast möguleiki á að flytja hvers kyns upplýsingastörf út á landsbyggðina. Menntað fólk getur fengið vinnu við sitt hæfi í sinni heimabyggð í stað þess að sækja hana í þéttbýlið eins og hingað til. Það sem til þarf er framtak, hugmyndaflug, góður tæknibúnaður og tölvukunnátta sem í byijun þarf ekki að vera svo ýkja mikil." Jón segir að hafa beri í huga að ekki henti öllum að vinna í einangr- un. Þetta vandamál er auðvelt að leysa í fjarvinnustofum með því að deila vinnuaðstöðu með öðrum. Þá væri hægt að gera ráð fyrir að ti) dæmis símavörður og ritari væru Jón Erlendsson forstöðu- maður Upp- lýsinga- þjónustu Háskólans. til staðar á degi hveijum en aðrir gætu ýmist unnið heima hjá sér eða komið á vinnustofuna nokkra klukkutíma á dag eða einn til tvo daga í viku eftir því sem best hent- aði, -Hvernig verkefni er hægt að vinna á fjarvinnustofum? „Mestu erfíðleikamir í sambandi við að setja á stofn fjarvinnustofu eru einmitt að finna hentugt verk- efni,“ sagði Jón. „Ýmiss konar gagnasöfnun, skráning, bókhald og fleira henta vel. Sum störf beinlínis krefjast þess að viðkomandi geti einbeitt sér í ró og næði og eru einnig tilvalin. Auk þess má hugsa sér að vinna ríkisstofnana færi að einhveiju leyti fram á fjarvinnustofum úti á lands- Morgunblaðið/Einar Falur byggðinni. Gögn væru þá send á milli í pósti eða með fjarskiptum og eftir að unnið hefur verið úr þeim eru þau send aftur á véltæku formi. Ef þetta er einföld gagna- skráning skiptir engu máli hvar hún er unnin. Framtakaf skornum skammti Möguleikamir á að nýta fjar- vinnustofur til sköpunar nýrra at- vinnutækifæra eru fjölmargir. Það sem einkum þarf til eru raunhæf verkefni. Sköpun slíkra verkefna er mjög háð fmmkvæði manna, framtaki og hugmyndaflugi. Menntun skiptir miklu þar eð hún opnar möguleika á hvers kyns upp- lýsingastörfum sem reyna meira á þekkingu og fæmi en almenn gagnaskráning sem víða er eitt það fyrsta sem tekið er fyrir í fjarvinnu- stofum." Jón telur að með auknu framtaki megi ömgglega ná töluverðum árangri. Því miður sé framtak menntamanna af undarlega skom- um skammti og þeir menntamenn sem starfa að nýsköpun í atvinnulíf- inu því allt of fáir. Svo sé að sjá m.a. að tveggja áratuga seta á skólabekk þar sem flest allar at- hafnir nemenda lúta nákvæmri stýringu frá degi til dags slævi svo fmmkvæði flestra að þeir eigi sér enga viðreisn til sjálfstæðra athafna sem máli skipta. Honum flnnst fólk sýna ótrúlegt fyrirhyggjuleysi í sambandi við at- vinnumöguleika sína. Nú þegar margir em að missa atvinnuna, ekki síst úti á landsbyggðinni, treysti fólk á sína vinnu og leiði aldrei hugann að því hvað gerist ef það missir hana. „Fólk ætti upp til hópa að vera sífellt að velta fyrir sér nýjum tæki- fæmm atvinnulífinu," segir hann. „Bæði hvað varðar möguleika á nýju starfí og einnig hvemig það getur eflt og bætt það starf sem það sinnir. En flestir hjakka í sama farinu og fyrirrennarar þeirra og reyna aldrei að breyta eða hagræða hlutunum. Ef til vill stafar þetta af því að þeir sem em hugmyndarík- astir em oft litnir hornauga í þessu samfélagi. Hér em of fáir jákvæðir og opnir fyrir nýjungum. Við þurf- um að snúa þessu við.“ Jón segir að þeir sem hafa áhuga á að setja á stofn fjarvinnustofu, hvort sem þeir em einir eða með öðmm, þurfí einmitt að hafa fram- tak og vera hugmyndaríkir. Tekju- möguleikar byggist að mestu leyti á því að fínna verkefni sem em mjög sérhæfð frekar en einfalda gagnaskráningu. Uppbygging sér- hæfðra gagnasafna um ýmsa hluti væri gott dæmi um það.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.