Morgunblaðið - 23.03.1989, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.03.1989, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1989 C 13 A fermingarborðið Nú eftir harðan og snjóþungan vetur, sem enn er ekkert lát á, fínnst okkur undarlegt að komið sé að páskum. Skyldum við eiga páskahretið eftir? Páskar eru óvenjusnemma í ár, en fermingar eru yfírleitt þeim samfara. Við höf- um séð sólina hækka á lofti og fylgst með því að daginn lengir, enda voru voijafndæg- ur sl. mánudag. Og nú á að fara að ferma bömin. Fyrstu fermingar voru sl. sunnudag, á pálmasunnudag. Margir hugsa svo: „Tíminn líður aldeilis, bamið mitt sem mér fínnst svo stutt síðan var skírt, á að fara að staðfesta skímarheitið." Vonandi gera sem flest fermingarbörn sér grein fyrir, hvað þau em að gera, þótt böm á þessum aldri séu mörg óþroskuð, enda finnst mörgum og jafnvel þeim sjálfum að draga mætti ferminguna örlí- tið, þau séu ekki tilbúin. Bemskan er liðin, unglingsárin að hefjast og alvara lífsins í sjónmáli. Fjölskyldur koma saman, halda hátíð og boðið er til veislu, og veisluföng þurfa að vera vegleg, hvort sem boðið er til köku- eða matarveislu. í þessum þætti er boðið upp á vatnsdeigsbollutuma með tvenns kona fyllingu, sætri og ósætri. Þessir tumar taka sig mjög vel út á veisluborðinu. I kökuveislu er hægt að hafa þá báða, t.d. á hvorum borðsenda, en á hlaðborði hentar sá ósæti vel. Gleðilega páska. Bollur úr vatnsdeigi Þetta magn er hæfilegt í einn turn. 130 g smjörlíki 5 dl vatn 4 dl hveiti */2 tsk. sykur V4 tsk. salt 6 egg 1. Setjið smjörlíkið í pott og bræðið, setjið síðan vatn út í og látið sjóða upp. 2. Setjið allt hvei- tið út í í einu og hrærið þar til þetta sleppir botninum. 3. Setjið deigið í skál, blandið saman sykri og salti og stráið yfir. 4. Látið deigið kólna að mestu, setjið síðan í hrærivélarskál. 5. Hrærið eitt egg í senn út í og hrærið á milli í 3 mínútur. Hrærið síðan í 5 mínút- ur eftir að þið hafíð sett síðasta eggið út í. 6. Setjið deigið í sprautupoka með víðum stút, sprautið doppur á bökunarpappír, þær eiga að vera á stærð við litla plómu. 7. Hitið bakaraofn í 200oC, blásturofn í 180°C, setjið 258 _______ Styrki þig 6uð að velja veginn rétta, viskan og náðin sveig úrrósum flétta, undan þérfer hann, friðarmerkið ber hann frelsari er hann. Sb. 1945 Fr. Fr. plötuna í miðjan ofninn og bakið í 15—20 mínútur. Opnið ofninn ekki fyrstu 10 mínútumar. 8. Kælið bollurnar en setjið síðan í box eða plastpoka og geymið i kæliskáp. Kremí bollurnar, sætt. 1 peli kaffíijómi 1 peli fullfeitur ijómi 1 msk vanillusykur 4 eggjarauður Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKRLSSON 1 msk. sykur 1 */2 msk. maizenamjöl 2 msk. romm, líkjör eða 1 tsk. vanilludropar 1. Setjið kaffiijóma í pott og látið sjóða. 2. Hrærið eggjarauður með sykri, vanillusykri og maiz- enamjöli. 3. Setjið kalt vatn í eld- húsvaskinn. 4. Hrærið eggjahrær- una út í sjóðandi kaffíijómann, bregðið á helluna þar til sýður, hrærið stöðugt í á meðan. 5. Kipp- ið pottinum af hellunni um leið og þetta þykknar og setjið í kalda vatnið í eldhúsvaskinum. Hrærið í þar til mesti hitinn er rokinn út. Kælið síðan alveg. Með því að snöggkæla þetta í vatninu, komið þið í veg fyrir að eggin skilji sig. 6. Þeytið síðan ijómann og setjið saman við kremið. 7. Setjið romm, líkjör eða vanilludropa út í. Kremí bollurnar, ósætt. 10 meðalstórar sneiðar beikon 2 meðalstórar lárperur (avokado) 1 dós sýrður ijómi 2 msk. olíusósa (mayonna- ise) 1 msk. sítrónusafí 1 skvetta tabaskósósa salt milli fíngurgómanna nýmalaður pipar 3 msk. saxaður graslaukur (fæst lifandi í litlum pottum) 1. Saxið beikonið mjög fínt. 2. Hitið pönnu og harðsteikið beiko- nið á henni. Kælið. 3. Kljúfið lár- perumar, takið steininn úr, flettið síðan húðinni af. Ef lárperan er vel þroskuð, er hægt að gera það með því að stinga fíngrinum niður með húðinni og fletta henni af. 4. Setjið lárperuna í kvöm eða merjið mjög fínt með gaffli. 5. Setjið sýrðan ijóma, olíusósu, sítrónusafa, tabaskósósu, salt og pipar saman við. 6. Setjið beiko- nið og graslaukinn út í. Turnarnir Setjið kremið í sprautupoka, sverara gat fyrir ósæta kremið. Stingið síðan gat á hlið vatns- deigsbollanna og sprautið krem- inu í þær. Raðið bollunum þétt á kringlótt fat, síðan upp eftir, færri bollur eftir því sem ofar dregur og loks eina bollu í toppinn. Athugið: Hægt er að setja bráð- ið súkkulaði í sprautu með örmjó- um stút og sprauta á tuminn með sæta kreminu. btother tilboð Brother M-2518 er mjög hraðvirkur 18 nála tölvuprentari. Mesti prenthraði er 360 stafir á sekúndu, mögulegt er að prenta á karton og í lit. Hægt er að prenta á laus blöð án þess að taka samhangandi form úr. (t.d. reikninga tollskýrslur og fl) Bjóðum nú þennan fullkomna gœöaleturs og lit prentara á einstöku tilboðsverði aðeins Kr. 39.000. ATH takmarkað magn. Digital-Vörur hf, Skipholti 21, sími 24255 og 622455 . MEIRI 0RKA . MINNI MENGUN . ÖRUGGUSTU ORKUKAUPIN í DAG Fæst hjó FOKUS í Lækjargötu 6b, TÝLI í Austurstræti 6 og TÝLI í Kringlunni 4 og BECO í Barónsstíg 18. Útsölustaðir óskast um allt land. Einkaumboð ó íslandi: lyli H Sími 10966 í Austurstræti og 680899 í Kringlunni 4.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.