Morgunblaðið - 23.03.1989, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.03.1989, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1989 C 5 Morgunblaðið/Róbert Schmidt Ekki stingandi strá að fínna fyrir rjúpurnar, því verða þær að leita á náðir þorpsbúa hvað fæðuöflun snertir. Suðureyri: Rjúpur í byggð Suðureyri. NÚ ERU heiðar og hlíðar á kafí undir þykkum hvitum snjófeldi og þvi ekki stingandi strá að finna fyrir blessuðu rjúpurnar. Þær verða því að leita á náðir þorps- búa hvað fæðuöflun snertir. Rjúpur er ekki daglegir gestir hér í þorpinu, fyrir utan jólamánuðinn, þegar þær sjást hangandi á snúru- staurunum nýskotnar. Fáeinar ijúp- ur hafa sést hér á undanfömum vik- um. Ein ijúpan gerði sér lítið fyrir og tyllti sér óhrædd á svalabrún hjá reyndri rjúpnaskyttu um daginn. Honum varð nokkuð brugðið, en brást hinn besti við og kallaði á ljós- myndara til að mynda þennan góða gest. Vonandi fyrirgefa þær okkur mönnunum það, að ættingar þeirra hafi mett margan Súgfirðinginn eft- ir jólahátíðamar. — R. Schmidt Morgunblaðið/Guðrún L. Ásgeirsdóttir. Málverk eftir Þóru Sigurðar- dóttur í Gallerí Kongo. Kaupmannahöfn: Verk Þóru Sigurðardóttur í Gallerí Kongo Jónshúsi. í GALLERÍ Kongo í Store Kong- ensgade stendur nú yfir sýning Þóru ^ Sigurðardóttur, sem búsett er í Árósum. Ungir danskir myndlistarmenn reka galleríið saman og er það nú ramminn um 14 málverk og 17 teikningar Þóru. Hún stundar nám í Jósku listaaka- demíunni í Árósum, sem er ungur skóli, og eru þar um 40 nemendur. Þóra er fædd á Akureyri árið 1954 og var nemandi við Myndlista- og handíðaskóla íslands. Maður hennar, Sumarliði ísleifsson cand. mag., stundar framhaldsnám í sögu hér í landi. Listakonan hefur haldið sýningar heima og myndskreytt bækur og tímarit. — G.L. Ásg. FíRDASKRIFSTOFAN IIRVAL - fólk sem kann sitt fag! Pósthússtrœti 13 - Sími 26900. UTSÝN Ferðaskrifstofan Utspi hf Stmi: 603060 Gömul veröld — nýr heimur Til Kípur (Kýpur) á vit ástar og ævintýra A Kípur (Kýpur) skín sólin 340 daga ársins og á sumrin er sjórinn um 25 stiga heitur. Ástargyðjan Afródíta reis þar úr sjávarlöðrinu og helgaði sér eyjuna. En Kípur (Kýpur) er meira en hreiður ástarinnar. í meira en 8000 ár hafa menn búið á Kípur (Kýpur), enda land- kostir miklir, og um eyjuna leikur andrúmsloft goðsagna og löngu liðinna tíma. Kípur (Kýpur) liggur fyrir botni Miðjarðarhafs, á mörkum þriggja heimsálfa; Evrópu, Asíu og Afríku. Þaðan er því auðvelt að heimsækja fleiri framandi staói. Tveggja til fjög- urra daga ferðir til ísraels og Egiptalands (Egyptalands) hafa notið mestra vinsælda. I Kípurferð (Kýpurferð) nýtur þú hvíldar, sólar og skemmt- unar við bestu aðstæður og getur einnig látið drauminn um að sjá sögustaði Biblíunnar og píramída Egiptalands (Egyptalands) rætast. Flpgid er vikulega til Kipur (Kýpur).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.