Morgunblaðið - 16.04.1989, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.04.1989, Blaðsíða 13
í! ÍÍbÆfoÚŒÚB WfflM(Æt£Wffl! 1989 13 Dr. Wagner ræðir við Tinnu Gunnlaugsdóttur leikkonu, um Niflungahringinn, en hún las upp íslenskan texta við mynd hans. Wagners, og ég var ekki nema fjög- urra ára gamall þegar ég fann það og vissi með sjálfum mér að ég mundi einnig starfa á sviði lista og menningar í framtíðinni. Sú stað- reynd að ég var afkomandi Wagn- ers og Liszts hafði vitaskuld einnig áhrif á starfsval mitt. Hins vegar vildi ég fara mínar eígin leiðir, lifa mínu eigin lífi, ekki vera viðurkenndur bara fyrir það að heita Wagner, heldur fyrir þau störf sem ég sjálfur hafði unnið. Á þessu varð ég að sigrast. Ég er af annarri kynslóð en for- feður mínir, hugsa öðruvísi, og það gildir einnig um viðhorf mín til Wagners og verka hans. En þegar menn heita Wagner og eru að hefja lífsstarf sitt þá verða þeir að berj- ast gegn ýmsum fordómum, bæði í jákvæðum og neikvæðum skiln- ingi, því ávallt verða þeir bornir saman við forfeður sína í Bayreuth. Þessu nafni fylgir mikil ábyrgð og maður verður að vinna á við þrjá til að uppfylla þær kröfur sem fólk gerir til manna, sem bera þetta nafn." Afkomandinn Gottfried Wagner varði doktors- ritgerð sína um þýska tónskáldið og gyðinginn Kurt Weill og leik- skáldið Bertholt Brecht árið 1977, en jafnframt námi sínu hafði hann sviðsett margar óperur, samið fyrir útvarp og sjónvarp, gert myndbönd og skrifað greinar fyrir blöð og tímarit. „Ég er f æddur eftir seinni heims- styrjöldina og hef því ekkert með nasista að gera, en á mínum upp- vaxtarárum vildi helst enginn vita af Wagner, því eins og menn vita þá var hann misnotaður af Hitler. Þetta var þung raun, en leiddi til þess að ég fór að fá áhuga fyrir fjölskyldu minni af Liszt-ættinni sem hafði ekki farið varhluta af ofsóknum nasista vegna þátttöku sinnar í andspyrnuhreyfingunni. „Aðskilnaður Wagners og Nietzsches var lausn, en um leið mannlegur harmleikur," segir Gottfried Wagner (fyrir miðju), sem hefur rannsakað samskipti langafa síns Richard Wagners (til vinstri) og Nietzsches (til hægri). Einn ættingi minn var drepinn af SS-foringjanum Barbie í Lyon, verk frænda míns sem var listmál- ari voru bönnuð, og ein frænka mín varð að flýja til Bandaríkjanna. Á þessum árum fór ég að vinna að doktorsritgerð minni um Weill og Brecht. Það var beinlínis ætlast til þess að ég snéri mér að tónlist Wagners að námi loknu, það þótti bara sjálfsagt, en ég fór til New York og starfaði þar í tvö ár sem stjórnandi Kurt Weill-óperunnar ásamt Lotte Lenya, ekkju Weills. — En nú ert þú alltaf kynntur sem afkomandi Wagners þegar þú heldur fyrirlestra heima og erlend- is, skýtur það ekki skökku við? „Nei, mér þykir rétt að fólk fái upplýsingar um fyrirlesarann. Ég tala um hluti sem ég sjálfur hef upplifað, jákvæða reynslu, og það má gjarnan koma fram. Mér finnst ég hafa listrænar og menningarleg- ar skyldur gagnvart fortíð fjöl- skyldu minnar. Þær eru minn arf- ur." Róttækur — Hvaða þýðingu hafa þeir Wagn- er og Liszt í dag? Þetta er spurning sem dr. Wagn- er finnst ákaflega þýðingarmikil. „Hvað augum lítur okkar kynslóð á tónlist þeirra? Þeir sem starfa á hinu listræna sviði verða alltaf að vera skrefi á undan. Fyrir mig hef- ur listin alltaf hina sömu þýðingu: Hvað gæti orðið? Við lifum hér og nú, en listin gefur svör um framtíð- ina. Ég er ekkert fyrir söfn og þess vegna er ég ekki í Bayreuth, því sá sem býr sem Wagner í Bayreuth á það á hættu að verða að safnhlut." — Andrúmsloftið hlýtur að hafa verið einstakt í villunni Wahnfried, á heimili langafa þíns. Var ekki eingöngu hlustað á Wagner? „Alltaf Wagner, alltaf Wagner!" — Lítið hlustað á Bítlana? „Nei, bíddu nú við, Bítlarnir koma ekki við sögu fyrr en ég, orð- inn átján ára gamall eða svo, og það er önnur saga. En á heimili mínu var tónlist Wagners að sjálf- sögðu ríkjandi og ég er ekki nema fjögurra ára gamall þegar ég kynn- ist Parsifal og Meistarasöngvurun- um, sem er að sjálfsögðu mjög þung tónlist fyrir barn, og því hlustaði ég í laumi á Mozart! Spilaði „Eine kleine Nachtmusik" áður en ég fór að sofa. Fyrir barn var andrúmsloft- ið í Wahnfried kannski ekki hið létt- asta og því varð maður sjálfur að opna dyrnar til að fá frískt loft. Á unglingsárunum hlustaði ég svo á Elvis Presley, Louis Árm- strong og svo auðvitað Bítlana sem voru í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég var vinstrisinnaður stúdent, mót- mælti stríðinu í Víetnam og fannst Hátíðarleikhúsið í Bayreuth vera yfirborðslegt og lítið spennandi, lét því aldrei sjá mig þar. Ég var auð- vitað með axlarsítt hár, og klæðn- aðurinn, hjálpi mér, það var allt gert til að vera ekki borgaralegur! Já, það var miklu merkilegra á þess- um árum að taka þátt í mótmælum í Munchen heldur en að vera við- staddur frumsýningu í Bayreuth!" Og Wagner hlær- innilega þegar hann rifjar upp þessi ágætu ár. „En svo tók auðvitað alvara lífsins við þegar ég fór að vinna að ritgerð minni um Weill og öðrum verkefnum. Ég var róttækur og hafði minn eigin stíl sem féll alls ekki öllum vel í geð. En það hefur breyst. Ég er hinn fyrsti Wagner sem geri myndband um Wagner. Með þessu nýja formi reyni ég að færa óperuna nær fólki sem ef til vill finnst Wagner leiðinlegur og fer aldrei í óperur. Viðfangsefni Wagn- ers um ástina og valdafíknina, það að lögmálið um ástina og lögmálið um valdið geti aldrei farið saman, hefur alltaf heillað mig. Wagner tók það alltaf skýrt fram, að sá sem sæktist eftir völdum mundi deyja. Þetta er mjög róttæk heimspeki. í Niflungahringnum er það valda- græðgin sem tortímir bæði mönn- unum og umhverfinu. Þetta er því verk allra tíma. Við verðum öll að veh'a í lífinu, viljum við ást eða völd og frama? Allir sem komast í snertingu við völd deyja. Menn eru kannski ekki skotnir eða hengdir, en þeir deyja innra með sér. Lifa áfram en eru samt dauðir. í mínum augum er sá dauður sem ekki getur elskað." Ofurmennið — Þú hélst fyrirlestur í Háskóla íslands um samband Nietzsches og Wagners, geturðu sagt frá efni hans í stuttu máli? „í fyrsta lagi þá voru Nietzsche og Wagner tveir sterkir persónu- leikar óháðir hvor öðrum, og því er það mikilvægt að ævi og verkum Wagners annars vegar, og ævi og verkum Nietzsches hins vegar, verði haldið aðskildum. I öðru lagi þá verður að greina vel á milli þess sem aðdáendur Wagners segja um Nietzsche og það sem aðdáendur Nietzsches segja um Wagner. Rannsókn mína hef ég eingöngu byggt á þvi sem þeir sjálfir hafa sagt hvor um annan í hinum upp- runalegu skjölum og heimildum, þ.e. bréfum, ritum og skyssum. Ég hef verið algjörlega hlutlaus í garð þeirra beggja. Wagner vildi að Nietzsche yrði sinn hugmyndafræðingur, og Nietzsche hélt að Wagner myndi skapa nýja manngerð sem gæti sigrast á siðfræði hinnar vestrænu kristnu menningar. En hvorugum varð að ósk sinni. Wagner gerði óperuna um Parsifal, þar sem aðal- persónan er hin dæmigerða kristna manngerð og algjör andstæða Sieg- frieds, og Nietzsche varð enn rót- tækari í skrifum sínum gegn hinni kristnu menningu. Nietzsche gagnrýndi siðfræði kirkjunnar, talaði um stöðugar sam- félagslegar og siðfræðilegar lygar! Þessi hræðsla við kirkjuna, þessi hótun um að fara til helvítis, fannst honum gjörsamlega óviðunandi. Hann vildi að maðurinn sneri til baka til síns upprunalega eðlis. Færi eftir eðlishvöt sinni, því hvern- ig hugsar maðurinn í raun og veru? Og ofurmennið var sá sem hafði jafnvægi ríkjandi milli eðlis sins og hins andlega frelsis, gat tekið ákvörðun án tillits til skoðana sam- félagsins. Enginn hefur talað jafn mikið um hið andlega frelsi og Nietzsche. Aðskilnaður Wagners og Nietzsches var lausn, en um leið mannlegur harmleikur. Þeim þótti mjög vænt hvorum um annan og áttu stórkostlegar stundir saman í Sviss á árunum 1869 til 1872. Þá voru þeir báðir í einangrun frá umheiminum, hittust oft og ræddu um Siegfried, nýja manninn. En svo fer Wagner til Bayreuth, á miklum vinsældum að fagna, og í augum Nietzsches breytist hann úr hinum byltingarsinnaða Wagner í hinn spillta mann samfélagsins, þess sem Nietzsche hataði." — Aðdáendur Wagners voru ekki ánægðir þegar þu hélst þennan fyrirlestur í Bayreuth í fyrra, voru með mótmæli og reyndu að trufla þig- „Það er rétt," segir hann og hlær við. „En sjáðu til, hinir gömlu Wagner-aðdáendur líta á tónskáldið sem nokkurs konar trúarbrögð og fyrir þá er Parsifal guðsþjónusta. Og Nietzsche, eins róttækur og hann var, hafði gagnrýnt þetta, talað um þessa bjána sem litu á Parsifal sem hinn endurborna Krist. En það sem mér finnst mjög þýðing- armikið er sú staðreynd, að Nietzsche sá fyrir hina neikvæðu þróun sem Wagner-áhangendur mundu hafa á verk Wagners. Og það voru ekki allir sem þoldu að heyra þetta, enn lifa menn sem voru uppi á tímum nasista." Kröfuharður — Finnst þér þú hafa erft ein- hverja eiginleika frá forfeðrum þínum, Wagner og Liszt? „Sennilega hefur maður nú eitt- hvað erft frá þeim báðum. Ástríð- una fyrir leikhúsinu hef ég frá Wagner. Ég geri myndbönd og vinn fyrir útvarp og sjónvarp, þessa miðla hafði Wagner ekki á sínum tíma, en ég er viss um það að ef hann hefði verið uppi núna, þá væri hann í Hollywood að gera kvikmyndir. Og reyndar hefur mig alltaf dreymt um að gera kvikmynd um Niflungahringinn. Frá Liszt hef ég þetta friáls- lynda, evrópska og menningarlega sjónarmið. Ég segi að Liszt hafi verið fyrsti Evrópumaðurinn á sviði lista. Hann leitaðist við að koma öðrum listamönnum á framfæri, gagnstætt Wagner sem lifði ein- ungis fyrir sitt eigið starf. En sjálf- sagt varð Wagner að vera pessi róttæki egoisti til að geta samið verk sín. Annars er ég alltaf svo önnum kafínn að ég man oftast ekki hverra manna ég er. Mér fmnst ég bara vera hann Gottfried!" Dr. Wagner starfar sjálfstætt og segir að verðlaunin sem hann hafi fengið fyrir myndband sitt um Nifl- ungahringinn hafi opnað honum nýjar leiðir. „Ég hef fengið mörg atvinnutilboð og get nú frekar valið úr verkefnum. En gæðin hafa alltaf verið í fyrirrúmi hjá mér. Ég'hef oft hafnað tilboðum sem ég hef fengið og menn hafa álitið mig eitt- hvað skrýtinn. En frekar ek ég vörubíl til að sjá fyrir mér, heldur en að setja upp Parsifal á tíu dög- um. Og það hef ég gert, bæði ekið vörubíl og unnið í stóru mötuneyti. Hann er svo kröfuharður hann Wagner, segja menn, og það er ég. Ég er ofstækismaður hvað varðar vinnuskilyrði. Frekar vil ég setja upp verk hjá litlu áhugamannaleik- húsi þar sem hópurinn er samstillt- ur og fullur af áhuga, heldur en í stórum óperum þar sem hroki og snobb ríkir og stjörnurnar \áta ekki sjá sig fyrr en á aðalæfingu." — Tekur þú við af föður þínum, Wolfgang Wagner, sem næsti stjórnandi Hátíðarleikhússins í Bay- reuth? „Faðir minn stjórnar leikhúsinu núna og gerir það með slnum hætti, hann er af annarri kynslóð en ég og hefur sinn stíl. Eg hef allt önnur viðhorf en hann hvað snertir Wagner, menningu, Evrópu, og mér finnst það bara eðlilegt. Okkur semur mjög vel og ég fer oft til Bayreuth, en mér dytti aldrei í hug að vinna sem aðstoðarmaður hans. Það verða allir að geta farið sínar eigin leiðir. Auk þess er Bay- reuth ekki efst á baugi hjá mér nú. Faðir minn er mjög sterkur per- sónuleiki, hann er sjötugur núna, mjög heilsuhraustur og gæti þess vegna stjórnað leikhúsinu áfram næstu tuttugu árin. Það er því ósmekklegt að ræða um eftirmann meðan hann enn lifir. Og sem sonur finnst mér ógeðfellt að hugsa um hvað verður að honum látnum. En auðvitað er ég heillaður af Hátíðarleikhúsinu í Bayreuth og það væri gaman að fá einhvern tíma að starfa þar. Ef ég tæki að mér stjórnina yrði öllu umbylt eins pg Wieland Wagner gerði 1951. Ég mundi gjörbreyta öllu, en tími minnar kynslóðar er ekki enn kom- inn í Bayreuth."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.