Morgunblaðið - 23.04.1989, Page 15
MORGUNBLADID SUNNUDAGUR 23. AI’RÍU AðW---
—£ís
fjokksins ákveðið eftir samráð við
forystumenn í Sjálfstæðisfélögum
um land allt að leita eftir auknum
fjárstuðningi almennra flokks-
manna. Þeir geta gerst styrktar-
menn Sjálfstæðisflokksins, greitt
reglulega ákveðnar fjárhæðir til
hans eftir efnum og ástæðum. Til-
raun þessi verður nokkur prófsteinn
á það, hvort hægt er að starfrækja
stjómmálaflokk með öflugu fé-
lagslífl án þess að opinberir styrkir
komi til sögunnar. Sem betur fer
hafa undirtektir verið mjög góðar.
Því virðist vera skilningur á því,
a.m.k. í Sjálfstæðisflokknum, að
stjómmálaflokkar eigi áfram eins
og hingað til að vera fjöldahreyfing-
ar byggðar á þátttöku og framlög-
um fólks, sem hefur áhugaóg skiin-
ing á málefnalegri baráttu í lýðræð-
isþjóðfélagi en ekki stofnanir, rekn-
ar af ríkinu í því skyni að uppfylla
formlegar kröfur um flokkakerfí og
leikreglur lýðræðisins.
Afinæli
Atlantshafsbandalagsins
Nýlega var þess minnst að liðin
eru 40 ár frá stofnun Atlantshafs-
bandalagsins, en frá stofnun þess
hefur haldist friður í þessum heims-
hluta. Um svipað leyti urðu miklar
umræður á Alþingi um heræfingar
hér á landi í sumar. Andstæðingum
bandalagsins þótti þjóðernisstolti
sínu misboðið og töldu að koma
ætti í veg fyrir æfmgamar. Sumir
nefndu .jafnvel tímaskekkju í þessu
sambandi. Umræðurnar snemst
reyndar áður en yfir lauk meira um
minnisbrest forsætisráðherrans en
málefnið sjálft, en það er önnur
saga.
Við, sem gemm okkur grein fyr-
ir nauðsyn vamarsamstarfs vest-
rænna lýðræðisríkja og styðjum
aðild að Atlantshafsbandalaginu,
göngum stundum út frá því að öll-
um sé augljóst samhengið milli frið-
arins og þess frelsis sem við njót-
um. Við gleymum því of oft sjálf,
að bandalagið varð til fyrir frum-
kvæði stríðshijáðra Evrópubúa,
sem báðu um baktryggingu Bandar
ríkjamanna vegna útþenslu Sov-
étríkjanna eftir síðari heimsstyij-
öldina. Við trúum því stundum, að
við séum leiksoppar stórveldanna
og gleymum því oft að Atlantshafs-
bandalagið varð til okkar vegna til
að veija hagsmuni okkar og hug-
sjónir. ísland liggur ekki á milli
austurs og vesturs eins og lús milli
nagla. ísland er hluti af vestrinu,
nýtur þess og verður að axla byrð-
ar í samræmi við það. Við tókum
afstöðu með frelsinu í stað þess að
bíða þess, sem verða vildi. Reynslan
hafði kennt okkur, að einhliða af-
vopnun þýddi uppgjöf og frelsis-
sviptingu.
Við, sem erum svo heppin að
njóta ávaxta langvarandi baráttu
fyrir frelsi og mannréttindum,
gleymum því stundum, að væri
andrúmsloftið skammtað með sama
hætti og frelsi og mannréttindi
myndi mikill meirihluti mannkyns
kafna á örfáum mínútum. Frelsið
eins og við þekkjum það er því
hvorki útbreitt né sjálfsagður hlut-
ur, heldur eftirsóknarverð verðmæti
sem fáir njóta og okkur ber að
varðveita og beijast fyrir.
I skjóli þess öryggis, sem vest-
rænt varnarsamstarf tryggir, höf-
um við íslendingar og aðrir Vestur-
Evrópubúar áratugum saman lifað
við frið. í skjóli þessa öryggis höfum
við verið í hópi mikils minnihluta
jarðarbúa sem býr við frelsi og
mannréttindi. Én einmitt í skjóli
öryggisins getur skeytingarleysið
skotið rótum og skilningurinn á
þessu samhengi þorrið. Þess vegna
er afar nauðsynlegt fyrir okkur öll
að láta ekki umræðuna um öryggis-
málin falla niður í trausti þess að
allir skilji þetta samhengi. Þvert á
móti þurfum við sífellt að minna
okkur á rökin, orsakir og afleiðing-
ar.
Meistarar gleði og-
grimmdar
í sl. viku var minnst aldaraf-
mælis tveggja manna, sem hvor
með sínum hætti setti óafmáanleg-'
an svip á samtíð sína. Þessir menn
áttu lítið annað sameiginlegt en að
vera jafnaldrar. Annar var tákn-
gervingur alls hins versta, sem þrif-
ist gat í hinum svokallaða siðmennt-
aða heimi. Sú niðurlæging, sem
mannkynið varð fyrir af völdum
Adólfs Hitlers og pótentáta hans,
verður vonandi varanleg aðvörun
fyrir alla þá, sem unna frelsi og
mannréttindum.
Hinn var ókrýndur konungur
kvikmyndanna, einkum á tímum
þöglu myndanna. Fáar persónur í
kvikmyndum munu lifa eins lengi
og umrenningurinn með stafinn.
Um ókomna framtíð mun Charlie
Chaplin fá áhorfendur sína til að
veltast um af hlátri með trúðleik
sínum ívöfðum hárbeittu háði.
Þessir jafnaldrar munu ekki
gleymist. Annar var 'meistari gleð-
innar, hinn meistari grimmdarinn-
ar.
„Það er engin þörf að
kvarta...“
Sama dag og heimurinn rifjaði
upp blóði drifna sögu Adólfs Hitlers
fögnuðum við Islendingar fyrsta
sumardegi. Eftir snjóþungan vetur,
sem enn um sinn neitar að víkja
fyrir sumri, finnum við að vor er í
lofti.
Þótt bjargræðishlutverk sumars-
ins hafi breyst í þjóðarbúskap okkar
vegna nýrra atvinnuhátta, er vor-
koman öllum tilhlökkunarefni. Vor-
fiðringinn finnum við öll í bijóstum
okkar og bjartsýnin vex, þegar tími
gróandinnar og endurnýjunarinnar
gengur enn einu sinni í garð. Sá,
sem hér hefur hugað upphátt, óskar
landsmönnum gleðilegs sumars.
Mér finnst við hæfi að Ijúka þessum
pistli með erindi úr ljóði skáldsins
frá Hvítadal, en síðasta hendingin
er að mínum dómi einn fegursti
óður til sumarsins í íslenskri ljóðlist:
„Nú finn ég vorsins heiði í hjarta.
Horfin, dáin nóttin svarta.
Ótal drauma blíða, bjarta
barstu vorsól, inn til mín.
Það er engin þðrf að kvarta
þegar blessuð sólin skín.“
BMberar
oskast
Símar 35408 og 83033
NORÐURBÆR
Njörvasund
AUSTURBÆR
Skeifano.fi.
„Opinberir styrkir til
stjórnmálaflokka, umfram
sérfræðiaðstoð tii þingflokka, gera
þá háða ríkisvaldinu og veita þeim
forgang fram yfir nýjar
stjórnmálahreyfingar. Að mínu viti
eiga stjórnmálaflokkar að vera
fjöldahreyf ingar fólks með svipuð
viðhorf til þjóðmála, fólks, sem er
tilbúið að leggja fram vinnu og
fjármagn fyrir málstaðinn, en ekki
steingeldar stofnanir, sem nærast á
opinberu fé.“
Fagmaður
eða fúskari?
i
Lögreglumenn fá fagmenntun í Lögregluskólanum.
Árlega eru tugir manna klæddir í lögreglubúning án
þeiss að fá hana.
Þeir ganga í störf fagmenntaðra lögreglumanna
árið um kring og þurfa oft að taka ákvarðanir á
hættustundum.
Er þetta það öryggi sem þú kýst?
Viltu fagmann
eða fúskara?
^andóóamband löcjreglumanna