Morgunblaðið - 23.04.1989, Síða 36

Morgunblaðið - 23.04.1989, Síða 36
MORGVNBLAÐIÐ, AÐALSTRÆTI 6. 101 REYKJAVÍK TELEX 2127, PÓSTFAX 681811, POSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 SUNNUDAGUR 23. APRIL 1989 VERÐ I LAUSASOLU 80 KR. MESTA REYNIR Aukin þægindi ofar skýjum ^ FLUGLEIDIR Prófíim í HÍ frestað 4il hausts? ' KOMI til verkfalls Félags háskóla- kennara er sennilegt að próftíma- bilinu í Háskóla íslands verði frestað sem nemur verkfalli á próftímanum. Ef hins vegar verk- fall dregst fram yfir byrjun júní verður prófiim sennilega frestað til hausts. Næsta fimmtudag verða lagðar fyrir háskólaráð tillögur um það hvernig eigi að mæta hugsanlegu verkfalli. Þær eru á þá leið, að próftímabilið færist aftur í heild sinni í takt við töfina, sem yrði ef til verk- falls kæmi. Á ákveðnum tímapunkti — -yrði síðan að taka ákvörðun um að fresta öllum prófum til hausts, en það yrði væntanlega um mánaðamót maí og júní,“ að sögn Sigmundar Guðbjamason háskólarektors. Boðað verkfall háskólakennara hefst á föstudag ef af verður. Kenn- arar funda hins vegar á mánudag og síðan aftur í vikunni. „Við vonum að það komi ekki til verkfalls, en línumar skýrast þegar líður á vik- una,“ sagði Sigmundur. ^Sigló til sölu en leigusamn- ingur stendur „Forsvarsmenn þessa nýja fyr- irtækis hafa ekki haft samband við mig vegna hugsanlegra kaupa á þrotabúi Sigló. Þrotabúið er til sölu en hins vegar stendur leigu- samningurinn til sjö mánaða," sagði Erlingur Óskarsson, bæjar- fógeti á Siglufírði. Nýtt fyrir- tæki, Sunna hf., hefúr verið stofii- að þar í bæ til að kaupa þrotabú Sigló, sem var lýst gjaldþrota fyrr mánuðinum. Eftir gjaldþrot Sigló var þrota- búið leigt Siglunesi hf. til sjö mánaða, en eigendur Sigluness eru fyrrum eigendur Sigló. Tíu aðilar á Siglufirði hafa stofnað fyrirtækið Sunnu og í samtali við Morgun- blaðið í gær sagði Sigurður Fann- dal, stjórnarformaður Sunnu, að fyr- irtækið ætlaði að fara fram á að fá leigusamningi Sigluness rift, þannig að Sunna geti keypt þrotabúið. Erl- ingur Óskarsson sagði, að ekki væri hægt að rifta leigusamningi nema upp kæmu tilvik sem réttlættu það, til dæmis ef leigutakar stæðu ekki við samninginn. Þrotabúið væri til sölu, en nýir eigendur gætu ekki fengið það til umráða fyrr en leigu- samningur væri útrunninn. Selfossi. Vorlaukar skjóta upp kollinum VORIÐ er komið undir Eyjafjöllunum. Þar er snjó- laust með öllu og vorboðarnir hafa þegar skotið upp kollinum. Á myndinni virða systurnar á Þorvalds- eyri, Inga Júlía Ólafsdóttir fjögurra ára og Þuríður Vala Ólafsdóttir 8 ára, fyrir sér vorlaukana sem skotið hafa upp kollinum undir húsveggnum hjá ömmu þeirra og afa. — Sig. Jóns. Kaupir hár af fólki og selur til útlanda Á næstunni mun Torfí Geirmundsson hársnyrtimeist- ari hcQa út- flutning á hári sem hann hyggst kaupa af fólki. Segir hann að mark- aður fyrir hár til hárkollu- og hártoppagerð- ar fari sífellt vaxandi, og í Ijós hafi komið að islenskt hár sé eggjahvíturíkara og sterkara en hár til dæmis frá hinum Norðurlöndunum, auk þess sem Ijóst hár sé um 20% dýrara en dökkt. Torfi hefur umboð fyrir fyrir- tæki í Bandaríkjunum og Bret- landi sein kaupa hár og nota það bæði til hárkollu- og hártoppagerð- ar og eins til lengingar á því hári sem fyrir er á höfði fólks, en sjálf- ur mun hann einnig nota eitthvað af hárinu sem hann hyggst kaupa til hárlengingar. Hann sagði að verð á hári hafi hækkað um helm- ing fyrir fimm árum og síðan farið sífellt hækkandi, en nokkrar sveifl- ur væru á markaðinum og þá sér- staklega í Bandaríkjunum. Hárið sem keypt er þarf að vera að minnsta kosti 10 sm. að lengd, en sem dæmi um verð nefndi hann að indverskt hár, sem ekki þykir mjög sterkt, væri selt á um 60 dollara (3.100 kr.) hver 100 grömm. Tölvuvinnsla á 20 ára jarðfræðigögnum: Brotalína Suðurlands- jarðskjálfta leidd í ljós GREINILEG misgengislína hefúr komið í ljós þvert yfir Suðurland, við tölvuvinnslu á jarðfræðigögn- um, sem safhað hefúr verið á Sparnaður hjá Iðnaðarbanka: Yfirvinnustundir úr 3000 í 130 á mánuði „MARKMIÐ okkar var að spara 100 milljónir í rekstrinum á þessu ári og ég er bjartsýnn á að það standist," sagði Sveinn Skúlason forstöðumaður rekstrarsviðs Iðn- aðarbankans um aðhaidsaðgerðir, sem ákveðnar voru í desember síðastliðnum. Sveinn segir að nær öll yfirvinna hafi verið felld niður, í samráði við starfsfólk. Til dæmis hafi verið greiddir um 130 yfírvinnutímar í mars samanborið við um 3.000 tíma sama mánuð í fyrra. Aðrar aðgerðir eru meðal annars að nú er farið strangt eftir öllum verðskrám um þjónustu, fimmtu- dagsvaktir voru afnumdar, ferðalög og þátttaka í ráðstefnum hafa verið skorin niður, svo og auglýsingar, við- hald, pappírsnotkun, veisluhöld og gjafir. í áætlunum var gert ráð fyrir ákveðnum vaxtamun til að endar næðu saman í rekstri bankans. Sveinn segir að fjarri sé að vaxta- munurinn hafi verið nægilegur það sem af er árinu, einkum í janúar, þannig að þótt spamaðarmarkmiðinu verði náð, þá sé ljóst að það dugi ekki til að vega upp á móti tapinu af of litlum vaxtamun. undanfornum 20 árum. Freyr Þór- arinsson jarðeðlisfræðingur, sem þróað hefúr aðferðir við að tölvu- vinna mæligögnin, segir að túlka megi þessa línu sem brotalínu Suðurlandsjarðslqálftanna. Á henni megi vænta þess að upptök stóru sjálftanna verði, sem talið er að komi á Suðurlandi i náinni framtíð. Af tölvumyndum virðist einnig mega ráða, að misgengið fari frá vinstri til hægri, öfúgt við það sem hingað til hefúr verið talið. F: 1 reyr Þórarinsson sagði við Morg- unblaðið, að þessar niðurstöður ættu að geta verið drjúgt framlag til rann- sókna á upp tökum stóru_ Suðurlandsskjálftanna. Veðurstofa íslands er nú að koma fyrir fullkomnum jarðskjálftamæli- tækjum á átta stöðum á Suðurlandi, milli Bjarnastaða í Ölfusi og Eyja- fjalla. Ragnar Stefánsson jarð- skjálftafræðingur sagði, að mark- miðið væri að vinna upp gögn, sem gætu orðið undirstaða þess, að hægt verði að spá fyrir um hvar og hvenær jarðskjálftar verða á þessu svæði. Ragnar sagði að skemmdarsvæði fyrri stórskjálfta væru þekkt og út frá því væri nokkurn veginn vitað um stærð þeirra og hvar þeir áttu upptök sín, en misgengissvæðið, sem skjálftarnir verði á, fylgi nokkurn veginn 64 breiddarbaugnum frá Heklu að Hengli, og sé 10-20 kíló- metrar á breidd. Mælingar á segulsviði og þyngdar- sviði íslands hófust fyrir 20 árum, en Raunvísindastofnun Háskóla ís- lands, Orkustofnun og Tölvuháskóli Verslunarskólans sameinuðust um úrvinnslu þessara gagna fyrir um ári síðan undir stjórn Freys Þórarins- sonar. Unnið hefur verið úr gögnum frá Suð- Vesturlandi. Sjá grein um tölvuvinnslu jarð- fræðigagna bls. 1-3C, og tölvu- myndir bls. 16-17C

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.