Morgunblaðið - 13.05.1989, Síða 10
0861 IAM .fií JlUDAQÍÍA!)LfA.I tlIQAItMUOHOM
MOEGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1989
Kór Flensborgarskóla.
Vivaldi tónleikar kórs
Flensborgarskóla
KÓR Flensborgarskóla efnir til vortónleika nú um hvítasunnuna.
Tónleikarnir eru helgaðir italska tónskáldinu Antonio Vivaldi
(1678—1741) og verða þeir haldnir í Víðistaðakirkju mánudaginn
annan í hvítasunnu kl. 17.00 og í Háteigskirkju þriðjudaginn 16.
maí kl. 20.30.
Auk kórsins koma fram ein-
söngvaramir Esther Helga Guð-
mundsdóttir, sópran, Sigrún
Hjálmtýsdóttir, sópran, Jóhanna
Þórhallsdóttir, kontralt, og Aðal-
steinn Einarsson, bassi. Strengja-
sveit skipuð ungum hljóðfæralei-
kumm leikur undir ásamt sembal-
leikaranum Elínu Guðmundsdóttur
og organistanum Úlrik Ólasyni.
A efnisskránni verða m.a. verkin
Beatus vir og Gloría í D-dúr. Að
sögn Margrétar Pálmadóttur,
stjómanda kórsins, urðu verk Viv-
aldis fyrir valinu þar sem þau
hæfa sérstaklega vel ungum létt-
um röddum, sem syngja án „víbrat-
ós“. „Vivaldi skrifar afar vel fyrir
söngröddina og verk hans stuðla
að réttri uppbyggingu hennar.
Hann vann mikið með ungum tón-
listarmönnum og skrifaði ótal verk
fyrir nemendur sína í Ospidale
della Pieta, sem var eitt af fjórum
heimilum fyrir munaðarleysingja í
Feneyjum. Vistmenn, sem vom
eingöngu stúlkur, fengu mikla tón-
listarkennslu fremstu tónlistar-
manna borgarinnar: allar fengu
þjálfun í kórsöng og þær, sem
voru sérstökum hæfileikum gædd-
ar, fengu að auki kennslu í hljóð-
færaleik eða einsöng. Tónlist
þeirra var ekki eingöngu flutt við
guðsþjónustur heldur einnig á sér-
stökum tónleikum til styrktar
heimilinu," sagði Margrét Pálma-
dóttir.
Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju:
Mozart- og vortón-
leikar Mótettukórsins
Umsjónarmaður Gísli Jónsson 486. þáttur
„Það er ljóst“ er spari-hortitt-
ur nú á dögum. Ýmsir voldugir
menn nota þetta óspart, og
„hvað höfðingjarnir hafast
að/hinir meina sér leyfist það“,
kvað sr. Hallgrímur (Ps. 22,10)
Hortittur er merkingarsnauð
málalenging, kunnust úr bundnu
máli, einkum rímum og stökum,
þegar fylla þurfti út í formið.
Eldri merking orðsins hortitt-
ur er „smáfleygur eða flís til
fyllingar á samskeytum" (OM).
Það er því líkingamál frá
smíðum, þegar talað er um hor-
titt í máli.
Rímnaskáldin og hagyrðing-
arnir lágu undir ámæli fyrir að
láta sér sæma að önnur braglína
í ferskeytlu væri þrásinnis merk-
ingarlítil og stundum einn sam-
an hortittur, t.d. „ýtar megá
það sanna“ eða „ekki er því að
leyna“. Til þess að víkja frá
þessu og sýna spari-hortitt í
síðustu braglínu orti Rósberg
G(uðnason) Snædal:
Fram ég strekki og fjallið klýf
fyrir blekking eina.
Það er brekka þetta líf,
því er ekki að leyna.
Vinnufélagar tveir börðu hins
vegar saman með erfiðismunum
þessa efnisríku helgarvísu:
Ein er vika á enda nú,
ýtar mega það reyna.
Aftur kemur önnur sú,
ekki er því að leyna.
í mæltu máli nú á dögum er
aula-júið einn hvimleiðasti hor-
titturinn, sjáþætti 312 og 321.
★
í Gylfaginningu Snorra, 6.
kafla, segir:
„Máni stýrir göngu tungls og
ræður nýjum og niðum [ný og
nið = vaxandi og minnkandi
tungl]. Hann tók tvö börn af
jörðunni, er svo heita, Bil og
Hjúki, er þau gengu frá brunni
þeim, er Byrgir heitir, og báru
á öxlum sér sá, er heitir Sægur,
en stöngin Sirnul."
Bil og Hjúki báru sá á öxlum
sér, en sár er ílát (stórt) undir
vökva. Orðið er karlkyns og
beygist sár, um sá, frá sá, til
sás. Fleirtala er oftast sáir, en
myndinni sáar bregður aðeins
fyrir í fornum bókum.
Þetta orð var enn svo lifandi
í mínu ungdæmi að oft var talað
um að sækja eitthvað í sáinn
(= sýrukerið, súrtunnuna) eða
að ýmislegt gott gæti verið í
sánum. Sár kemur alloft fyrir
í gömlum textum og þá jafnan
í merkingunni stórt ílát, kerald.
í Stjórn (trúarlegu riti) skyldu
menn á einum stað taka fjóra
sái, fulla vatns. í Króka-Refs
sögu segir berum orðum:
„Sáir kallast stór keröld."
Enn annarstaðar er talað um
20 aska sái. Svipuð orð með
sömu merkingu koma fyrir í
mörgum skyldum málum, en í
upprunafræðum er þama fátt
spennandi. Próf. Alexander Jó-
hannesson tilgreinir sáld skyld-
ast orða í íslensku.
Nokkra sérmerkingu fékk
sárinn í sambandi við bamskím-
ir, en er þá oftast haft samsett:
skírnarsár. Á einum dýrgripa
Hóladómkirkju er m.a. þetta let-
ur:
„Þennan skímarsá hefur út-
höggvið Guðmundur Guðmunds-
son eftir forlagi og fyrirsögn
virðulegs herra Gísla Þorláks-
sonar biskups á Hólum 1674.“
Það er því heldur lummulegt
tal sem stöku sinnum má heyra,
þegar sagt er að þama sé stórt
og mikið skímarsár, eða þvTlíkt.
Það er nokkur munur á því hvort
við segjum skírnarsárinn eða
„skírnarsárið".
★
Hlymrekur handan kvað:
Hér inni á búlunni Brokkhólmi
sat bítillinn Tobías rokkólmi
að piskra við Björgu
um próblemin mörgu
sem bárust í búntum frá Stokkhólmi.
Kvenmannsnafnið Jóhanna
er ættað úr hebresku og merkir
einna helst „sú sem nýtur náðar
guðs“. Það samsvarar auðvitað
karlmannsnafninu Jóhann og
barst hingað frá Danmörku á
17. öld. Arið 1703 vom 33 Jó-
hönnur á íslandi. Síðan varð
uppgangur þess skjótur, einkum
í Eyjafjarðar- og ísafjarðarsýsl-
um, og sigurganga nafnsins í
heild sinni orðin mikil. Jóhönn-
um fjölgaði t.d. úr 152 í 635 á
44 ámm á fyrri hluta 19. aldar.
Árið 1910 vom þær orðnar 1292
(8. sæti, tæp 3%). í þjóðskrá
1982 em þær 2411, eða í 10.
sæti. Það ár vora skírðar Jó-
hanna 30 meyjar og árið 1985
aftur 27. Jóhanna er því enn
meðal vinsælustu nafna.
★
„En þegar nú hin ytri hátt-
semi stendur á sama, þá er
manni vísað til hins innra, og
þar er einmitt undir komið allt
það, sem mest ríður á og dæma
má af, hvort þjóðunum fer fram
eða aftur. Þetta innra er allt
það, sem er þjóðinni einkennilegt
og gerir hana að þeirri þjóð, sem
hún er. Það er fyrst málið, sem
lýsir hugsunum þjóðarinnar og
allri hinni andlegu framkvæmd,
sem er undirstaða og undirbún-
ingur hinnar líkamlegu. Því bet-
ur sem málið er vandað, því
betur sem það heldur þeim ein-
kennum, sem því em lagin, og
því fullkomnara og fjölhæfara
sem það er, því meiri andi lýsir
sér í allri athöfn þjóðarinnar.
Og það er sannreynt í allri
veraldarsögunni, að með
hnignun málsins hefúr þjóð-
unum hnignað, og viðrétting
þess eða endursköpun hefúr
fylgt eða öllu heldur gengið
á undan viðréttingu eða end-
ursköpun þjóðanna." (Leturbr.
hér.) (Jón Sigurðsson forseti, sjá
Andvara, 73. ár).
Á DAGSKRÁ Kirkjulistahátíðar í Hallgrímskirkju í dag, laugardag,
eru Mozart-tónleikar. Þeir hefjast klukkan 15. Tónleikarnir eru haldn-
ir í samvinnu við Kammersveit Reykjavíkur. Vortónleikar Mótettu-
kórs Hallgrimskirkju verða á annan í hvitasunnu og hefjast klukkan
17. Þeir verða síðasta dagskráratriði kirkjulistahátiðar í Hall-
grímskirkju að þessu sinni, segir í fréttatilkynningu.
Kennararnir og markaðurinn
Dagskrá Kirkjulistahátíðar í dag
samanstendur af þremur tegundum
tónsmíða Mozarts, kirkjusónötum,
sópran-aríum og klarinettukvintett-
inum. Flytjendur tónlistarinnar em
Margrét Bóasdóttir sópran, Sigurður
I. Snorrason klarinett, Rut Ingólfs-
dóttir fíðla, Lilja Hjaltadóttir fíðla,
Sarah Buckley lágfiðla, Gary
McBretney selló, Richard Korn
kontrabassi og Björn Steinar Sól-
bergsson orgel.
Efnisskrá vortónleika Mótettu-
kórsins mótast að þessu sinni nokk-
uð af því að kórinn fer til Frakk-
lands um miðjan júní, þar sem hon-
um hefur verið boðið að taka þátt í
tveimur kirkjutónlistarmótum. Stór
hluti efnisskrárinnar á vortónleikun-
um em Davíðssálmar. Þar er um að
ræða þijár mótettur frá endurreisn-
artímabilinu eftir Orlando di Lasso,
Hans Leo Hassler og Alessandro
Scarlátti. Tvö verk em eftir frönsku-
mælandi 20. aldar tónskáld, Maurice
Dumflé og Frank Martin. Einnig
flytur kórinn nokkur ný íslensk kór-
verk, meðal annars eftir stjórnand-
ann, Hörð Áskelsson.
eftir Guðmund
Magnússon
Vinnustöðvun framhaldsskóla-
kennara og fleiri háskólamenntaðra
ríkisstarfsmanna hlýtur að vekja
fólk til umhugsunar um það, hvort
þau störf sem verkfallsmenn inna
af hendi (þegar þeir em ekki í verk-
falli) eigi áfram að vera á vegum
ríkisvaldsins. Færa má rök að því
að mörg, jafnvel flest, þessara
starfa eigi fremur heima á fijálsum
markaði en í ríkisstofnunum. Veð-
urstofan er ágætt dæmi um stofnun
sem að meginhluta gæti þrifist vel
á markaðnum. Skólarnir em svo
annað dæmi um hið sama.
Bjarni Sigtryggsson bendir á það
í pistli hér í blaðinu sl. þriðjudag
að vandi kennara sé markaðsvandi.
„Það er of lítil eftirspurn eftir þjón-
ustu þeirra og þeir hafa ekki skap-
að starfi sínu ásýnd sem því ber,“
skrifar hann.
Bjarni bendir á að það séu fulltrú-
ar ríkisins sem ákveði hvaða þarfir
kennarar uppfylli og semji við stétt-
arfélög þeirra. Neytandinn (nem-
endur og foreldrar þeirra) sé hafður
út undan og þar af leiðandi þróist
ekki eðlilegur markaður. „Kennarar
em verndaðir frá markaðnum (og
markaðurinn frá þeim) líkt og þeir
væm í sóttkví," skrifar hann.
Sá skilningur á menntun að hún
„Sá skilningnr á mennt-
un að hún sé lærdómur
o g þroski er vissulega
réttur. En nám og
kennsla eru líka við-
skipti og þjónusta. Þau
ættu því að lúta mikil-
vægustu leikreglum
sem þar gilda en svo
er ekki í reynd eins og
alkunna er.“
sé lœrdómur og þroski er vissulega
réttur. En nám og kennsla em líka
viöskipti og þjónusta. Þau ættu því
að lúta mikilvægustu leikreglum
sem þar gilda en svo er ekki í reynd
eins og alkunna er. Ályktun Bjarna
Sigtryggssonar er hárrétt: „Fyrir
bragðið sitja forráðamenn næstu
kynslóðar uppi með menntunar-
markað án virkrar þátttöku neyt-
enda. Það minnir á hinn sérkenni-
lega markað með landbúnaðaraf-
urðir hér á landi sem lengi hefur
valdið neytendum ómældu tjóni og
er á góðri leið með að grafa undan
hagsmunum þeirra sem vilja byggja
allt landið.“
Krafa háskólamenntaðra verk-
fallsmanna er markadslaun. Hví
ekki stíga skrefið til fulls og krefy-
ast þess að rutt verði úr vegi öllum
tálmum fyrir því að lögmál frjáls
markaðar fái að njóta sín, þar sem
nú ríkir einokun, einkaleyfi og lög-
bundin forréttindi til starfa í skjóli
ríkisins?
KIRKJUHATIÐ
HALLGRÍMSKIRKJU
________Tónlist___________
Ragnar Björnsson
Hér var um óvenjulega tón-
leika að ræða, hvað efnisskrá
varðar. Tónleikamir hófust á
Improvisation, þeirri fyrstu af
þrem á tónleikunum eftir organ-
leikarann sjálfan. Sú fyrsta bar
heitið „Concerto a qusto italiano
(adagio — allegro)". Önnur
Improvisationen bar fyrirsögnina
„Andante fúr eine Flötenuhr" og
sú þriðja tilbrigði um sálmalagið
„Veni Creator Spiritus“. Þannig
vom þessar þijár Improvisationir
kynntar í efnisskrá og maður
hlaut að spyija sjálfan sig hvort
um undirbúin verkefni hafi verið
að ræða, e.t.v., móti því mælti
að vísu síðasta Improvisationin,
sem var að mati undirritaðs afar
ódýr smíð. Það sem var sérlega
áhugavert að kynnast vora verk-
efnin frá 16., 17. og 18. öld,
verkefni sem maður hefur aldrei
heyrt, eftir höfunda spænska,
ítalska, franska, svo og nafn-
lausa höfunda, óþekkta að
mestu. Á þessum öldum urðu
margar perlur orgelbókmenn-
Hans Dieter Möller
tanna til, oftast skrifuð með
ákveðin orgel í huga með sér-
kennum sem stuðluðu að því að
orgeltónlist varð ítölsk, frönsk,
spænsk, suður-þýsk eða norður-
þýsk o.s.frv. Spænsk orgeltónlist
er okkur e.t.v. minnst kunn af
þessari upptalningu, en þar er
um auðugan garð að gresja frá
þessum árhundmðum og mér er
sagt að mikið ævintýr sé fyrir
áhugafólk um orgel að ferðast
um norður-Spán og þræða staði
þar sem sérstök og merkileg org-
el er að finna. Litla og annars
ágæta Frobeniusarorgelið í
Hallgrímskirkju hafði ekki
möguleika á að skila sérkennum
þessa gömlu hljóðfæra. Eigi að
síður á Hallgrímskirkja heiður
og þakkir skildar fyrir þessa
ánægjulegu orgelkvöldvöku þar
sem eitthvað minna en einn af
þeim stóm nægði til þess að
gera kvöldið eftirminnilegt.
Höfundur er sagnfræðingvr.