Morgunblaðið - 13.05.1989, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.05.1989, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1989 Háteigskirkja: Hátíðar- messa og vortónleikar UM hvítasunnuhclg-ina verða vor- tónleikar kammersveitar Háteigs- kirkju haldnir. Þá verður einnig hátiðarmessa, þar sem flutt verður kirkjutónlist. Hátíðarmessan er á hvítasunnu- dag kl. 11. í messunni verður flutt kirkjutónverkið „Non sine Quare“ eftir Johann Caspar Kerll. Kór og kammersveit Háteigskirkju flytja verkið, einsöngvarar eru Sigríður Gröndal, Jóhanna V. Þórhallsdóttir, Sigursveinn Magnússon og Halldór Vilhelmsson. Violetta Smodova leik- ur á sembal og orgelleikari og stjórn- andi er Orthulf Prunner. Vortónleikar kammersveitarinnar eru annan hvítasunnudag kl. 17 í kirkjunni. Flutt verða verk eftir J.S. Bach, F. Carculi og W.A. Mozart. Konsertmeistari er Sean Bradley, einleikari á gítar Símon ívarsson og semballleikari og stjómandi er Ort- hulf Prunner. Kammersveit Háteigskirkju var stofnuð 1987 í þeim tilgangi að efla kirlqutónlist við kirkjuna. , I LIFOGRJÓRI í KOLAPORTINU Á LAUGARDÖGUM KOL/VPORTIÐ M<m KaÐStOZ:' ... undir seðlabunkanum. Hluthafar óskast unt Nú er tækifærið. Við söfnum hluthöfum um góðar ferðaskútur. BENCO Lágmúla 7, Sími: 91-84077 11 GÓÐAN DAGINN HREINSUM BÆINN! í DAG BYRJAR SÉRSTÖK HREINSUNARVIKA LÁTTU EKKI ÞITT EFTIR LIGGJA! Nú stendur yfir allsherjar hreinsunarátak í Reykjavfk. Til að auðvelda starfið hefur borginni verið skipt í fjóra hluta. Megin þungi hreinsunarþjónustu á vegum borgar- innar verður í dag og næstu viku í Vesturbæ og Miðbæ. ÖFLUGT SAMSTARF ÍBÚA OG BORGAR Gripið verður til margvíslegra ráða til aðná settu marki m.a. í samvinnu við einstaklinga, íbúasamtök og félög sem hafa forystu um hreinsunarstarf í sínu hverfi. STUTT f NÆSTA RUSLAGÁM. Fólk getur gengið að ruslagámum vísum á 17 stöðum í borginni næstu vikur. Á fjórum þessara staða verða einnig gámar fyrir rafgeyma og rafhlöður eins og sést á kortinu. RUSL HIRT DAGLEGA AF GANGSTÉTTUM Ruslapoka er hægt að fá í hverfabækistöðum gatnamála- stjóra. Þeir verða hirtir daglega í þeim hluta borgarinnar þar sem hreinsunarvika stendur yfir. HVERFABÆKISTÖÐVAR ÞJÓNA BORGARBÚUM Hafið samband við hverfabækistöðvarnar ef ykkur vantar upplýsingar eða aðstoð vegna hreinsunarátaksins. Til þeirra er einnig hægt að koma ábendingum er varða um- hverfið í borginni: Skemmdir á yfirborði gatna og gang- stétta, ónýt umferðarmerki eða vöntun á götumerking- um, holræsastíflur, brottflutning bílgarma og hreinsun gatna og lóða. STAÐSETNING OG SÍMANÚMER HVERFABÆKI- STÖÐVA Vesturbær: Njarðargata, Skerjafirði, sími 29921. Miðbær: Miklatún við Flókagötu, sími 20572. Austurbær: Á horni Sigtúns og Nóatúns, sími 623742. Breiðholt: Við Jafnasel, simi 74482 & 73578. Árbær, Selás og Grafarvogur: Við Stórhöfða, sími 685049. Vikan 13. - 19. mal Sigtún Austurbæjarskóli Meistaravellir Hamrahlíö Njarðargata, Skerjafirði' Vikan 20. - 26. mal Sléttuvegur Sundlaugavegur Vatnagarðar Bústaðavegur við Fák Vikan 3. júní - 9. júnl Fjallkonuvegur við Foldaskóla Stórhöfði * Rofabær við Ársel Selásbraut ,við Suðurás Vikan 27. maf - 2. júnl Austurberg við Hólabrekkuskóla Arnarbakki Breiðholtsskóla Öldusel við skólann -Jafnasel * Kortið sýnir borgarhlutana, dagsetningar sérstakra hreinsunarvikna og staðsetningu rusla- gáma meðan á hreinsunarvikunum stendur. Laugardagur er upphafsdagur og aðal hreins- unardagursérstakrarhreinsunarviku í hverjum borgarhluta. * Gámar fyrir rafgeyma og rafhlöður HREIN BORG, BETRI BORG! ARGUS/SIA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.