Morgunblaðið - 13.05.1989, Page 35

Morgunblaðið - 13.05.1989, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1989 35 um að hnýta töskur. Það gerði hann í mörg ár og seldi víða um land og sumar fóru til útlanda. En svo komu „helvítis plastpokarnir“ og töskurn- ar hættu að seljast. Eins og hann sagði sjálfur í blaðaviðtali, sem tek- ið var við hann á hundrað ára af- mælinu hans í vetur. Það var hald- ið í Sóknarsalnum og var þar sam- an komið mikið fjölmenni eða um 160 manns og flest af því afkom- endur hans sem eru um 130 talsins. Pabbi var mikill spilamaður og spilaði mikið bæði heima og heiman og man ég eftir að hann spilaði við okkur krakkana vist, þegar tími gafst til á veturnar og þá stundum langt fram á nótt. Seinna kom Lomberinn og þá voru það eldri bræður mínir sem fengu það hnoss að spila við hann. Eftir að hann fluttist til Reykjavíkur og hætti að vinna, fór hann að spila brids og stundaði lengi spilamennsku með eldri borg- urum eða alveg meðan hann gat séð á spilin. Ég naut þeirra forétt- inda 'nokkur ár að hafa tækifæri til að aka pabba í og úr spila- mennsku og sá ég alltaf á svipnum á honum hvernig hafði gengið hvetju sinni; ef hann hafði tapað var brúnin aðeins þyngri. Það skildi ég vel því ég er spilasár. Þessar stundir sem ég átti með pabba, þegar ég ók honum, eru mér mjög dýrmætar núna. Þá var margt rifjað upp bæði gamalt og nýtt og spjallað um alla heima og geima því pabbi fylgdist vel með og var stálminning- ur fram á síðustu daga. Hann fylgd- ist með öllum fréttum og því sem var að gerast hér heima og erlendis. Hér áður fyrr var hann eldheitur sjálfstæðismaður, en var búinn að missa alla trú á þeim. Hans skoðun var að þeir hefðu brugðist hugsjón þeirri sem flokkurinn var stofnaður á, en það var sú hugsjón sem Jón Sigurðsson forseti barðist fyrir. Eða frelsi og lýðræði öllum til handa á þessu hjartkæra landi okkar, ís- landi. Afi minn, Ólafur, var á heimili hjá pabba í Króki og lést sama sumarið og mamma, þá orðinn aldr- aður. Þó börnin væru mörg og hús- rúm lítið, var samt pláss fyrir afa. Þar sem hjartarúm er, þar er hús- rúm. Á seinni árum búskapar hans, voru bamabömin komin til sögunn- ar og dvöldu þar yfir sumarið og sum allt árið. Tvö em fædd í gömlu baðstofunni og annað þeirra er eldri dóttir mín, Guðrún Marta. Þá vant- aði mig skjól og var það fúslega veitt. Það er svo margt að þakka að það yrði efni í margar blaðsíður. En á þessari kveðjustund er hugur minn svo fullur af þakklæti til föð- ur míns, sem svo oft á lífsleiðinni hefur aðstoðað mig, þegar illa hefur staðið á, að mig skortir orð til að tjá allar þær þakkir, sem ég vildi fram færa. Ég er viss um að pabbi á góða heimkomu, því hann safnaði því sem hvorki mölur né ryð fá eytt. Ég sakna hans sárt. Fari hann í friði og friður Guðs blessi hann. Fagra dýra móðir mín minnar vöggu griðastaður. Þegar lífsins dagur dvín dýra kæra fóstra mín. Búðu um mig við bijóstin þín. Bý ég þar um eilíft glaður. Fagra dýra móðir mín minnar vöggu griðastaður. (S.J.) Ragnheiður Guðmundsdóttir í minningarorðum Rúnars Guð- jónssonar um Jóhannes Árnason sýslumann í blaðinu á miðvikudag hafa fallið niður nokkrar línur í einni málsgrein og hún brenglast. Þannig átti hún að hljóða: „Að námi loknu varð Jóhannes sveitarstjóri á Patreksfirði til ársins 1968 og jafi)- framt fulltrúi sýslumannsins í Barðastrandarsýslu, fyrst um sinn, en stundaði síðan málflutningsstörf og útgerð samhliða sveitarstjóra- starfinu. Jóhannes var skipaður sýslumaður Barðastrandarsýslu á árinu 1968 og gegndi því embætti til ársins 1982 er hann var skipaður sýslumaður Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu, en því embætti gegndi hann til æviloka. UPPSELT ! BIÐLISTI ! NOKKUR SÆTI LAUS ! UPPSELT flQ Leiðrétting IRETTU FIRDINA Eftir fremur tregar bókanir í byrjun hefur eftirspurnin tekið mikinn kipp og bókanir streyma inn. Lausum sœtum fœkkar því óðfluga. Við ráðleggjum ykkur að tryggja ykkur réttu Úrvalsferðina í tíma. Hafið samband við sölufólk okkar. MAJORKA, brottför: 27.maí, 23dagar: Örfásœti 3.júlí, laus v/forfalla. 17. júlí, I9.júní, 2vikur: Laussœti. 7.dgúst, 2 vikur: Laus sœti. 3vikur: Nokkur sæti laus. 2.okt., 3 vikur: Uppselt. 2. okt., 28. ágúst, 2 vikur: Laus sœti. ll.sept., 3vikur: Laussœti. 4 vikur: Laus sæti, almenn ferð. 4 vikur: Laus sœti, ferð eldri borgara. SUMARHUS Júní Júlí Ágúst Júní Júlí Ágúst Þýskaland: Daun Eifel Laust Laust Sumar vikur Zell am See Laust Laust Laust fullbókaðar Frakkland: Biersdorf Laust Laust Sumar vikur Antibes Laust Laust Laust fullbókaðar Cap Coudalére Laust Laust Laust Lahnstein Laust Laust Laust Cap d’Agde Laust Laust Laust Austurríki: París Laust Laust Laust Walchsee Laust Laust Sumar vikur Danmörk: fuUbókaðar ÖerFerieby Laust Laust Laust KIPUR/ brottför: 14. sept.: Laus sœti. l.júní: Nokkursœti laus. 6.júlí: Laus sœti. 10. ágúst: Nokkursæti laus. 21. sept.: Laus sæti. 8.júní: Biðlisti. 13.júlí: Laus sæti. 17. ágúst: Biðlisti. 28. sept.: Örfá sœti laus. 15. júní: Nokkur sœti laus. 20. júlí: Laus sœti. 24. ágúst: Nokkursœti laus. 5. okt.: Laus sœti. 22. júní: Nokkursœti laus. 27. júlí: Laus sœti. 31. ágúst: Laus sœti. 12. okt.: Laus sæti. 29.júní: r Laus sœti. * 3. ágúst: Nokkur sœti laus. 7. sept.: Biðlisti. 19. okt.: Laus sœti. - SERFERÐIR URVAIS: 0 CQ h < UJ * vn fiL CL Golfí Skotlandi, 20. maí: Biðlisti. Frakkland/Sviss 25. júní: Laus sœti. Sovétríkin/Rússland, 14JÚIÍ: Laus sœti. Austurríki/Þýskaland, 23.júlí: Laus sæti. Mið-Evrópa, 8. ágúst: Sex sœti laus. Róm/Sorrento, 16. ágúst: Laus sœti. Sovétríkin/Úkraína, 18. ágúst: Laus sœti. Tyrkland, Róm/Sorrento, Mið-Evrópa, eldri borgarar, Majorka, eldri borgarar, Vínhátíð, Mósel og Rín, Egiptaland, Thailand, FERÐASKRIFSTOFAN - fólk sem kann sitt fag! Pósthússtrœti 13 - Sími 26900. 1. sept.: Laus sœti. 1. sept.: Laus sœti. 5. sept.: Örfá sœti laus. 2. okt.: Laus sœti. 2. okt.: Örfá sœti laus. 7. okt.: Laus sœti. 28. okt.: Laus sæti. BBBB vrsA w 5 3 UPPSELT ! BIÐLISTI ! NOKKUR SÆTI LAUS ! UPPSELT “

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.