Morgunblaðið - 13.05.1989, Síða 44

Morgunblaðið - 13.05.1989, Síða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1989 ULTRA GLOSS Ekkert venjulegt bílabón, heldur lakk- brynja sem endist langt umfram hefö- bundnar bóntegundir. Útsölustaðir: ESSO stöövarnar. ÐRADAGURM HELGINA UM ER Blomaframleiðendnr Ath Blómaverslanir lokaéar hvítasunnudag Þessir hringdu . . Slæm umgengni Göngnhrólfur hringdi: „Eg geng oft um í Elliðaár- hólmanum og varð var við það fyr- ir nokkrum dögum að það er illa gengið um. Þarna hafa verið unnin skemmdarverk á ttjágróðri. Ein- hver hefur haft mikið fyrir að sarga niður háa ösp og notað til þess eitt- hvað veigalítið verkfæri. Sama er að segja um slatta af grenitijám sem einnig hafa verið eyðilögð. Sömuleiðis er ég óhress með hesta- mennina, þeir eru að ríða þarna um og skemma göngustíga." Alúðleg afgreiðslukona Húsmóðir í Safamýri hringdi: „Mig langar að koma þakklæti á framfæri. Þriðjudaginn 9. maí sendi ég 12 ára son minn út í versl- unina Starmýri við samnefnda götu. Hann átti að kaupa fjögur stór box af hvítu skyri. Hann var afgreiddur og látinn háfa plastpoka af allra þynstu gerð, sem ekkert kosta, án þess að spyija hann hvort hann vildi sterkari poka. Drengur- inn tók við varningnum, komst út á stétt utan við búðina en þar lét pokinn undan þunganum. Skyrið fékk hann framan á sig í fötin sín. Fötin hans varð að setja í hreinsun og skyrinu sem eftir var í dósunum varð að sjálfsögðu að henda í rusla- tunnurnar. Ég, móðirin, var sár. Ekki vegna þess að ég sé svo blönk að sex manna fjölskylda mín þurfi að svelta en mér finnst að ungling- um sé oft sýnd lítilsvirðing og þeim sé ekki sinnt sem fullorðnu fólki þó þau séu kurteis. Daginn eftir fór ég í verslunina Starmýri að versla. Kurteis kona afgreiddi mig fljótt og vel og bauð mér innkaupapoka til kaups. Ég sagði þá frá óförum sonar míns frá deginum áður. Hun brást vel við, baðst afsökunar og bauð mér að taka ný skyrbox í stað þeirra sem illa fóru og var mjög skilningsrík og þýð í viðmóti. Ég vil þakka þessi kurteisu afgreiðslukonu fyrir við- mótið. Svona hlýja er ekki til stað- ar í öllum verslunum borgarinnar, því miður. Ég sendi afgreiðslukon- unni kærar þakkir óg býst við að versla framvegis í þessari verslun." Hlaupabraut Lesandi hringdi: „Ég var á gangi með börnunum mínum um daginn við heita lækinn við Nauthólsvík. Eins og flestum mun kunnugt er ekki hægt að ganga þaðan yfir í Skeijaijörð vegna flugbrautarinnar. Væri ekki hægt að gera þama hlaupabraut svo fólk gæti skokkað með strönd- inni út í Skeijafjörð? Hafa íbúar í Skeijafirði ekki áhuga á þessu? Nú er ekið og gengið við flug- brautarendann hinu megin og ætti hættan ekki að vera meiri við Skeijaijörð.“ Stundina okkar á myndbönd Jóhanna Gísladóttir hringdi: „Ég er búsett í Bandaríkjunum og vil auðvitað að börnin mín læri íslensku. Vinafólk okkar sendir stundum Stundina okkar á mynd- böndum og það kunnar bömin vel að meta enda er gott efni í þessum þætti. Það vill hins vegar gleymast að taka þetta upp og fáum við þessi myndbönd ekki oft. Gæti sjónvarpið ekki haft myndbönd með Stundinni okkar til sölu svo við getum fengið hana reglulega? Ég þykist vita að fleiri hafi áhuga á þessu.“ Sein póstþjónusta Guðrún hringdi: „ Sonur minn fékk boðskort í pósti og var umslagið stimplað 21. apríl í Reykjavík. Við fengum þetta bréf inn um bréfalúguna hér í Mosfellsbæ 27. apríl. Þetta væri v'arla í frásögu færandi nema af því að boðsdagurinn var 25. apríl. Nú er þetta ekki í fyrsta skipti sem bréf berast seint hérna, bréf hafa verið viku á leiðinni innanbæjar hér í Mosfellsbæ. Getur póstþjónustan ekki gert betur?“ Saumakona Kona hringdi: „Ég þarf að láta sauma fyrir mig og er að leita að saumakonu sem takur að sér saumaskap á samgjömu verði. Ef einhver hefur áhuga er hægt að ná í mig í síma 84758. ' Óréttlæti í síðasta mánuði heimsóttu okkur í Fossvogsskóla starfsmenn frá Þroskahjálp og Öryrkjabandalaginu og fræddu okkur krakkana um fatl- aða og aðstæður þeirra. Núna nýlega heyrði ég frétt í út- varpinu um að nú ætti að stefna að því að talsetja allar teiknimyndir. Þetta finnst mér mjög óréttlátt gagn- vart heyrnarlausum börnum. Er ekki hægt að talsetja teiknimyndir og hafa samt texta neðst á skjánum? Það sama á við um allt íslenskt efni, þeir heymarlausu hafa alveg jafn- mikinn rétt og við að horfa á sjón- varpsefni og fylgjast með. Aðstæðu fatlaðra hér á landi em mjög slæmar og því erfítt fyrir þá að lifa, án þess að lenda í erfiðleikum vegna tillits- leysis okkar. K.B.G. Týnd kisa Til Velvakanda. Þessi kisa týndist frá Lindargötu 56 föstudaginn 5. maí. Hún er grá, háfætt og grannvaxin með hvítan blett framan á hálsi. Hún var með rauða hálsól með bjöllu. Hún er mjög stygg og ekki víst að hún Ieyfi ókunnugum að komast að merking- unni á ólinni. Ef einhver hefur orð- ið var við kisu vinsamlegast hafið samband í síma 19363. (2 < að sjálfsögðu!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.