Morgunblaðið - 18.05.1989, Side 1

Morgunblaðið - 18.05.1989, Side 1
64 SIÐUR B 109. tbl. 77. árg. FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Kröfiim andófsmanna vex ásmegin í Kína: Milljón manns á götum Peking krefst lýðræðis Gorbatsjov hvetur fóik til að sýna þolinmæði og rasa ekki um ráð fram Hundruð þúsunda mótmælenda á Torgi hins himneska friðar í Peking. Verkamenn hafa nú sameinast stúdentum er kreQást lýðræðisumbóta í landinu og fúnda með leiðtogum landsins. Talið er að valdaskeið Deng Xiaopings, sem verið hefúr helsti valdamaður landsins í áratug, sé nú senn á enda. Peking. Reuter. Daily Telegraph. MILLJÓNIR manna í 20 af 27 héruðum Kína tóku í gær undir kröfúr stúdenta um tafarlausar lýðræðisumbætur og afsögn æðstu ráða- manna, þ.á m. Deng Ziaopings, valdamesta manns landsins. Um hann var sagt á kröfúspjaldi „Það er kominn tími til að þú hittir Marx“, og á öðru stóð „Kfnverska þjóðin hefúr risið upp“. Lögreglumenn sjást varla á götum Peking og miðborgin er í reynd í höndum andófs- manna. Fréttastofan Nýja Kína segir að þrýstingur aukist stöðugt á æðstu ráðamenn um að ræða við stúdenta. Enn sem komið er bendir ekkert til að gripið verði til valdbeitingar og stúdentar segja að stjórn- endur setuliðs í nánd við Peking hafí heitið því að beita sér ekki gegn andófsmönnum. Míkliail Gorbatsjov Sovétleiðtogi hrósaði í gær stúdent- um fyrir vinarþel í garð Sovétríkjanna en gaf jafnframt óbeint í skyn að þeir yrðu að gæta þess að stilla kröfum sfnum í hóf. Atvinnulíf lá að mestu niðri í höf- uðborginni Peking þar sem saman- lagt milljón manns var á götum úti í gær. 3.000 stúdentar eru enn í hungurverkfalli á Torgi hins himn- eska friðar. Þeir segjast ekki munu gefast upp fyrr en samþykktur verði viðræðufundur stúdenta og æðstu valdamanna um lýðræðiskröfurnar og honum sjónvarpað um allt landið. Sumir stúdentanna hafa fastað í nokkra daga og nokkrir hafa jafnvel ekki drukkið vatn í sólarhring. Lækn- ar sáust stúmra grátandi yfir þeim en einn þeirra sagði þó fréttamönn- um að stúdentamir væru ekki í lífshættu. Um er að ræða alvarlegustu mót- mæli frá því að kommúnistar tóku völdin í Kína fyrir 40 árum en að- gerðimar í Peking einkennast samt af fögnuði og bjartsýni. Foreldrar taka böm sín með á torgið og lög- reglumenn reyna ekki lengur að dreifa fjöldanum. Fólk af öllum stétt- um tekur undir kröfur stúdentanna um lýðræðisumbætur og upprætingu Noriega hvikar ekki Washington, París. Reuter. Stjórnareríndrekar frá Róm- önsku-Ameríku sögðust f gær ætla að beita sér fyrir því að Manuel Noriega, æðsti valdamaður Pan- ama, yrði harðlega fordæmdur á skyndifundi Samtaka Ameríku- ríkja (OAS), sem hófst f Washing- ton í gær. Noriega hafnaði í gær- kvöldi kröfúm Bandaríkjamanna um að hann segði af sér. Julio Londono, utanríkisráðherra Kólumbíu, sagði að fulltrúum Ekvad- or, Perú, Costa Rica og Jamaíka hefði verið falið að leggja drög að yfirlýsingu ríkja Rómönsku-Ameríku áður en fundurinn hófst. „Þetta verð- ur harðorð fordæming á stjórninni í Panama og Noriega einræðisherra," sagði Londono. Noriega, sem enga yfirlýsingu hefur gefið frá sér síðan í kosninga- baráttunni, rauf þögnina í gær og lýsti því yfir að hann myndi ekki verða við kröfum Bandaríkjamanna um að hann segði af sér. „Við getum ekki fallist á kröfu heimsvalda- sinnanna, sem fara þess á leit við Panamamenn að þeir geri uppreisn rétt eins og þeir væru þrælar," sagði Noriega í viðtali, sem sjónvarpað var í Frakklandi. spillingar af ýmsu tagi. í því sam- bandi er einkum sagt að ráðamenn hygli eigin börnum og ættingjum og aki um í glæsibifreiðum á meðan alþýða manna lepji dauðann úr skel í 30% verðbólgu. A kröfuspjaldi, sem borið var af starfsmönnum á skrif- stofum borgaryfirvalda í Peking, stóð: „Niður með skrifkeraveldið!" Gorbatsjov Sovétleiðtogi var vænt- anlegur til Shanghai í gærkvöldi en þar voru einnig fjölmennar mót- mælaaðgerðir. Opinberri heimsókn hans lýkur í dag, fimmtudag, en hún hefur að verulegu leyti fallið í skugg- ann af mótmælunum. í ræðu sem hann hélt í gær lagði hann til að allt herlið yrði dregið frá sameigin- legum landamærum ríkjanna. Sov- éska sjónvarpið hefur sýnt myndir frá heimsókn leiðtogans en engar af andófsmönnunum og ekkert minnst á ókyrrðina í Kína. Gorbatsjov forðaðist að nefna beinlínis mótmælaaðgerðirnar í Kína en sagðist skilja vel óskir margra Sovétmanna sem vildu sjá áþreifan- legan árangur af umbótastefnunni, perestrojku. „Við reynum eins og okkur framast er unnt að hraða umbótum í stjórnkerfi og í málefnum almennings. En við við verðum að horfast í augu við þá staðreynd að þjóðfélagsbreytingar, rétt eins og þróun í náttúrunni, taka sinn tíma.“ Sjá ennfremur frétt á bls. 22: „Þögn Dengs ..." Reuter Eþíópía: Stj ómarhermenn í Erítreu styðja uppreisnarmennina Khartoum, Nairobi. Reuter. Daily Telegraph. ERÍTRESKIR aðskilnaðarsinnar , sögðu í gær að stjórnarhermenn í héraðinu Eritreu, í norðurhluta Reuter Alþjóðafundurá Norðurheimskautinu Leiðangursmenn frá sjö ríkjum; Bretlandi, Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu, Vestur-Þýskalandi, Sovétríkjunum og Japan, breiða út fána landa sinna 14. maí síðastliðinn á Norðurheimskaut- inu. Ferðin hófst um 1.000 km frá pólnum, á Ellesmere-eyju í norðurhluta Kanada, og tók 56 daga. Leiðangursstjóri var Bret- inn Robert Swan sem gekk á Suðurheimskautið 1986. Eþíópíu, hefðu stutt uppreisnar- tilraunina á þriðjudag. Þeir hefðu óskað eftir vopnahléi og friðarviðræðum við skæruliða aðskilnaðarsinna í héraðinu. Að sögn stjórnarerindreka í ná- grannaríkinu Súdan virðist Asmara, höfúðborg Erítreu, vera algjörlega á valdi stuðnings- manna uppreisnarmannanna. Varnarmálaráðherra Eþíópíu féll fyrir uppreisnarmönnum á þriðju- dag og erlendir stjórnarerindrekar í höfuðborginni Addis Ababa heyrðu aftur skothríð um hádegis- bilið í gær. Talsmenn Þjóðfrelsisfyíkingar Eritreu, EPFL, í Súdan sögðu að hermenn, sem styddu uppreisnar- mennina, hefðu náð útvarpsstöðinni í Asmara á sitt vald stuttu eftir að Mengistu Haile Mariam, forseti Eþíópíu, fór í heimsókn til Austur- Þýskalands á þriðjudag. Uppreisn- armönnum hefði hins vegar ekki tekist að ná undirtökunum í Addis Ababa. Talsmenn EPFL höfðu eftir útvarpinu í Asmara að allar sveitir stjómarhersins í Eritreu, samtals um 150.000 manns, hefðu stutt uppreisnartilraunina. Þeir sögðu að leiðtogar uppreisnarmanna hefðu hvatt til þess að samið yrði þega í stað um vopnahlé í stríðinu mil stjórnarhersins og sveita aðskilnað arsinna í Erítreu og Tigray-hérað: mynduð yrði bráðabirgðastjóm oj komið á lýðræði í landinu. Mengistu Eþíópíuforseti kom gær til Addis Ababa frá Austur Þýskalandi, þar sem hann var opinberri heimsókn er varð stytti en vænst hafði verið. Bandaríkja- dalur styrkist London. Reuter. GENGI dollarans styrktist enn í gær og hefúr ekki verið hærra í liálft þriðja ár. Stafaði það meðal annars af því, að í mars var við- skiptahallinn í Bandaríkjunum verulega minni en búist hafði ver- ið við. Viðskiptahallinn í mars var 8,86 milljarðar dollara en var 9,82 millj- arðar í febrúar. Er viðskiptabatinn miklu meiri en hagfræðingar áttu von á. Fréttirnar urðu til, að dollara- gengið hækkaði enn og fengust í gær fyrir hann 1,98 vestur-þýsk mörk.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.