Morgunblaðið - 18.05.1989, Side 20

Morgunblaðið - 18.05.1989, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1989 Jón Baldvin Hannibalsson: Eðlilegt að ríkið eignist meiríhluta í Aðalverktökum Viðtal Agnes Bragadóttir JÓN Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra segist fyrir hönd ríkisins ekki hafa nokkum áhuga á að stofna ríkisfyrirtæki um verktöku vegna framkvæmda fyrir vamarliðið á Keflavíkurflugvelli. Það sé ekki ástæð- an fyrir þvi að ríkið vilji auka eignarhlut sinn í íslenskum aðalverktök- um, heldur sé núverandi ástand óverjandi raeð öllu. Ráðherra segir einnig að ríkið eigi að eignast meirihluta í íslenskum aðalverktökum og meðal þess sem verið sé að ræða sé hugmynd um að skipta félag- inu upp í tvð félög: hið eiginlega verktakafélag og eignarhaldsfélag. Utanríkisráðherra ræddi í gær við blaðamann Morgunblaðsins um af- stöðu sína til íslenskra aðalverktaka í framhaldi af viðtali blaðsins við Thor Ó. Thors, forstjóra félagsins í gær. — Hver er þá tilgangurinn með vemdar og nánast úthlutunar á for- því að auka eignarhlut ríkisins? „Málið snýst um það, hvemig verður best fyrirkomið verktaka- starfsemi í þágu hins erlenda vamar- liðs sem hér er samkvæmt milliríkja- samningi íslands og Bandaríkjanna. Núverandi ástand er óveijandi með öllu. Það má öllum ljóst vera sem það þekkja," segir Jón Baldvin. — Af hveiju er það óveijandi? „íslenska ríkið úthlutar einu fyrir- tæki einokunarrétt frá ári til árs, til að annast þessa verktakastarfsemi. Á liðnum áratugum hefur þetta fyrir- tæki vaxið upp í að vera eitt hið •öflugasta í landinu. Eignir þess, umfram og óviðkomandi hinni eigin- legu verktakastarfsemi, nema mill- jörðum. Þær samanstanda annars vegar af fasteignum og hins vegar af lausafjármunum, sem nema svo háum upphæðum í nokkrum lykil- bönkum, að þeir menn sem þeim fjár- munum stýra, geta vissulega kallast „áhrifamestu einstaklingar þessa þjóðfélags“. Sumir halda því fram að þeir gætu með einu símtali bund- ið enda á tilveru nokkurra banka. Slíkri peningaeign fylgja mikil völd. En hvaðan eru þessir peningar fengnir og hver er hin félagslega ábyrgð sem þeim fylgir?" spyr ut- anríkisráðherra og svarar sjálfun „Peningamir eru fengnir fyrir áhættulausar framkvæmdir, sam- kvæmt einkaleyfi, úthlutuðu af ríkis- valdinu, þ.e.a.s. pólitískum flokkum, í skjóli milliríkjasamnings milli tveggja sjálfstæðra rílqa. Með öðrum orðum, þetta er fjársjóður sem á rætur sínar að rekja til pólitískrar réttindum. Það gengur ekki." — Hvaða fyrirkomulag vill ut- anríkisráðherra þá hafa? „Hér liggja fýrir í utanríkisráðu- neytinu ýmsar úttektir á Aðalverk- tökum. Sú viðamesta var reyndar gerð að frumkvæði Alþýðuflokksins í stjómarandstöðu á tímabilinu 1981—1983. Einnig eru hér nokkrar innanhússskýrslur. Flestum þeim sem reynt hafa að kanna málið, ber saman um að núverandi ástand gangi ekki lengur. Hins vegar eru ýmsar leiðirtil um hvaða grundvallarsjónar- mið verður að hafa í huga, þegar þær leiðir em valdar. í fyrsta lagi tillaga sem Þorsteinn Pálsson hefur nú gerst talsmaður fyrin opið útboð. Þessi tillaga er vanhugsuð, því hún tekur ekki tillit til staðreynda um reglur Mannvirkja- sjóðs Atlantshafsbandalagsins. Ef hún yrði fyrir valinu, þýddi það að þessar framkvæmdir yrðu þá opnað- ar fyrir verktaka í öllum öðmm NATO-löndum. Það myndi skaða íslenska hagsmuni, íslenskan verk- takaiðnað, hagsmuni ríkisins og hagsmuni starfsmanna þeirra sem þama vinna. Gmndvallarreglan er því sú að ríkið á að sjá til þess að það verði einn samningsaðili. Fyrir því em ýmis rök, bæði þau sem ég nefndi áðan og eins þau að sveiflur í þessum framkvæmdum hafi sem minnst ra- skandi áhríf á íslensku hagsveifluna, nóg er hún samt. Tillögur um breyt- ingar verða að taka tillit til þeirra gríðarlegu Qármuna sem upp hafa safnast, samkvæmt þessari einokun- arúthlutun ríkisvaldsins og úthlutun forréttinda í þágu þessara tiltölulega fáu aðila. Breytingamar verða, með öðmm orðum, að gerast á gmnd- velli samninga um það, með hvaða hætti þessi flármunaeign verði út- borguð til eigenda, á hve löngum tíma og undir hvaða skilmálum. Ella gætu slíkar breytingar haft stórlega raskandi áhrif á íslenska peninga- starfsemi og efnahagslíf. Þess vegna er ein þeirra leiða sem sérstaklega hefur verið rædd, að skipta^ núverandi sameignarfýrir- tæki, íslenskum aðalverktökum, upp í tvö félög: hið eiginlega aðalverk- takafyrirtæki, sem byggði þá á þeim eignum sem notaðar em við verkta- kastarfsemina og einhveiju rekstr- arfé, en það er lítill hluti af núver- andi Aðalverktökum. í annan stað einskonar eignarhaldsfélag, („Hold- ing Company“), sem er raunar ekk- ert annað en samkomulag um það hvemig uppsöfnuðum auði verði skil- að til eigenda. Þá gæti ríkisvaldið til dæmis notað það fé, sem það fengi I sinn hlut, til þess að kaupa stærri hlut í verktakafyrirtækinu sem slíku, til þess að ná þar fullum yfirráðum . Það er hin rökrétta niðurstaða, vegna þess að það er ríkið sem út- hlutar einokunarleyfinu. Ríkið ákveður að aðrir aðilar komist ekki að þessum framkvæmdum á verk- takagmndvelli og á þess vegna að vera ráðandi aðili." — Hvað áttu við, þegar þú segir að eðlilegt sé að ríkið verði ráðandi aðili? „Hvað ríkið síðan gerir, sem meiri- hlutaaðili, er álitamál. Þar koma margar hugmyndir til greina. Ein er sú að þetta verði ósköp einfaldlega ríkisfyrirtæki og það verði teknar pólitískar ákvarðanir um það hvemig hagnaður þess verði notaður. Sumir segja að hann eigi að hluta til að mynda einhvem framkvæmdasjóð Suðumesja, en aðrir segja að þetta eigi að vera rekstrarfé hins eina byggðasjóðs landsins. Hagnaðurinn af þessum framkvæmdum eigi að Aldarafmæli Gunnars Gunnarssonar: Amagarður sýnir hand- rit að verkum skáldsins í Ámagarði hefúr verið opnuð sýning í tilefiii aldarafinælis Gunnars Gunnarssonar skálds, en í dag em liðin 100 ár frá fæðingu hans. Á sýningunni em handrit að verkum Gunnars frá ýmsum tímum ævi hans og útgáf- ur verkanna á fjölmörgum tungumálum. Sýningin á þannig að varpa ljósi á vinnubrögð skáldsins og bera vitni um vinsældir hans víðs vegar um heim. Þá hafa ættingjar Gunn- ars lánað til sýningarinnar myndir af honum og fjölskyldu hans og sitthvað fleira sem tengist ævi hans og störfum. Sérstaklega má nefna úrval myndskreytinga sem sonur hans og alnafni gerði við Aðventu og Fjallkirkjuna, en Gunnar yngri hefði orðið 75 ára í þessum mán- uði, ef hann hefði lifað. Einnig er á sýningunni hin nýja ljósprentun, sem bókaforlagið Vaka-Helgafell hefur gert á „sonnettukransi" sem Gunnar orti til Franzisku konu sinnar og skrautritaði sjálfur, en Gunnar yngri myndskreytti. Eftir lát Gunnars Gunnarssonar 1975 ákvað fjöiskylda hans að ráð- stafa til Ámastofnunar handritum hans og þorra prentaðra bóka. „Þessi ákvörðun var tekin vegna þeirrar virðingar og kærleika, sem Morgunblaðifl/Ámi Sœberg Jónas Kristjánsson, forstöðumaður Stofiiunar Árna Magnússonar, opnaði sýninguna í gær. Gunnar bar til stofnunarinnar og þess sem þar er geymt. Ámastofn- un vill með sýningunni votta hinu mikla skáldi virðingu sína og þakk- Iæti,“ segir í frétt frá stofnuninni. Jónas Kristjánsson, forstöðu- maður Ámagarðs, sagði m.a. við opnun sýningarinnar að skipta mætti ávöxtinum af elju skáldsins í tvo meginþætti. Annars vegar hefði hann með verkum sínum og þýðingum stuðlað að merkilegri kynningu á íslandi erlendis svo og íslenskri menningu, þjóð og sögu. Hins vegar væri listagildi verka Gunnars Gunnarssonar, sem íslensk þjóð ætti eftir að njóta um ókomin ár og sækja til þeirra fróð- leik og yndi. Vegna fyrirhugaðrar handrita- sýningar í Ámagarði f sumar er aðeins unnt að hafa Gunnarssýn- inguna opna í fáeina daga. Hún verður opin daglega frá kl. 13.00 til 20.00 fram til næsta sunnu- dags, 21. maí. renna til uppbyggingar atvinnustarf- semi á öllu landinu. Hann á a.m.k. að renna til einhverra þjóðfélagslegra verkefna, en ekki í að hlaða upp einkaauð nokkurra pólitískra forrétt- indafjölskyldna. Önnur leið er sú að segja að það sé þrátt fyrir allt óeðlilegt að rfkið sé með slíkan rekstur, það sé nóg að ríkið sé samningsaðilinn, sem tryggi það svo að verktakafýrirtækið sem slíkt, verði almenningshlutafé- lag. Rökin fyrir því em þau, að þá er verið að draga úr því, að þama sé um að ræða lokað félag einhverra íjölskyldna sem hafi verið valdar af forystusauðum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks til þess vera að móttakendur þessara forréttinda, heldur verði félagið opnað almenn- ingi. Sú leið kemur fyllilega til álita, Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra enda ætti þetta fyrirtæki í raun og vem að vera eign allrar þjóðarinnar og gæti orðið þáttur í því að byggja hér upp raunvemlegan hlutafjár- markað, en á því er reyndar af öðmm orsökum brýn nauðsyn. Það verður verkefni nýrrar stjómar Aðalverk- taka að taka þessi mál öll fyrir og vinna að því að koma á þeim nauð- synlegu breytingum sem á fyrirtæk- inu hljóta að verða,“ sagði ráðherra að lokum." Þorsteinn Pálsson: Utboð nær steftiu NATO en einokun ÞORSTEINN Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist te(ja það vera mikinn misskilning að halda þvf fram að valkostirnir varðandi framkvæmdir á vegum varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli séu aðeins á milli útboða í öllum NATO-löndunum annars vegar og einokunar á íslandi hins vegar. „Ætli útboð á íslandi sé ekki eðlilegur meðalvegur og nær meginstefiiu Mannvirkjasjóðs NATO, en einokun á íslandi," sagði Þorsteinn f samtali við Morgunblaðið í gær, er hann var spurður hvort hann teldi að að annað hvort yrðu framkvæmdir á vegum Mann- virkjasjóðsins boðnar út f öllum NÁTO-löndunum, eða að þær væru f höndum eins verktaka á íslandi. Um þetta atriði var m.a. fjallað f við- tali blaðsins við Thor Ó. Thors, forsfjóra íslenskra aðalverktaka, í gær. „Mér finnst afar hyggileg og skyn- armála. Sá hinn sami ætti að koma og kynna sér stefnu Sjálfstæðis- flokksins í vamar- og öryggismálum í fjóra áratugi. Hún grundvallast á öryggis- og vamarhagsmunum ís- lendinga og skyldum okkar við aðrar lýðræðisþjóðir, og sjálfstæðismönn- um hefur aldrei, hvorki fyrr né síðar, komið til hugar að gera vamarmálin að útvegi. Þá værum við ekki að tala um vamir íslands," sagði Þor- steinn. „Ég get ekki skilið að það sé erfið- ara að fá undanþágu hjá Mannvirkja- sjóði NATO, frá meginreglunni um útboð í öllum NATO-löndunum, til þess að hafa útboð á íslenskum verktakamarkaði, en að viðhalda þeirri einokun sem nú er við lýði. Ég er nq'ög jákvæður fyrir hugmynd Thors Ó. Thors um að breyta íslensk- um aðalverktökum f almennings- hlutafélag. Hún er skynsamlegt inn- legg í þessa umræðu," sagði Þor- steinn. samleg afstaða sem fram kemur í þessu viðtali við forstjóra íslenskra aðalverktaka, þar sem hann segir að hann líti ekki á það sem hlutverk sitt að gera athugasemdir við það sem forystumenn í þjóðmálum hafa fram að færa í þessum efnum," sagði Þorsteinn. „Ég hef margsinnis lýst því að mín skoðun er sú, að þessar fram- kvæmdir eigi að fara fram eins og aðrar framkvæmdir, sem að mestum hluta til fara fram á grundvelli út- boða,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði að það væru hvorki viðskiptalegar né siðferðilegar forsendur fyrir því að starfsemi verktaka fýrir vamarlið- ið gæfí meira af sér en vel rekin fyrirtæki hér á landi fengju út úr útboðum. „Fyrirtæki eiga að skila hagnaði, en ef einhver heldur að vamarliðið á Keflavíkurflugvelli sé auðlind, þá hefur viðkomandi ekki mikinn skilning á grundvallarvið- horfum Sjálfstæðisflokksins til vam- Þorsteinn Ingólfsson: „Torsóttara að semja um sérstakt fyrirkomulag“ ÞAÐ er mat Þorsteins Ingólfssonar, skrifstofustjóra varnarmálaskrif- stofú utanríkisráðuneytisins, að það yrði torsóttara og þyngra í vöfúm að semja við Bandaríkjamenn um sérstakt fyrírkomulag fyrir fram- kvæmdir á vegum varnarliðsins hér á landi nú, en hafi verið þegar upphaflegir samningar voru gerðir. Þetta sagði Þorsteinn þegar Morg- unblaðið spurði hann hvort það væri ótvírætt, að framkvæmdir á veg- um varnarliðsins yrðu boðnar út á opnum markaði í öllum NATO- löndunum ef einkaleyfi íslenskra aðalverktaka yrði afnumið. „Það er alveg ljóst að það fyrir- yrða. Mitt mat er það, að það væri komulag sem hér er á framkvæmd- um fyrir vamarliðið er afbrigðilegt og undantekning frá almennum regl- um sem gilda um framkvæmdir sem kostaðar eru af Mannvirkjasjóði NATO,“ sagði Þorsteinn í samtali við Morgunblaðið I gær. Þorsteinn sagði að stærstu fram- kvæmdir fyrir varnarliðið væru kost- aðar af Mannvirkjasjóðnum. „Hvort hægt er að semja um eitthvað annað fyrirkomulag, það vil ég ekki full- torsótt og þyngra í vöfum að semja um sérstakt fyrirkomulag fyrir fram- kvæmdir á íslandi í dag, heldur en var þegar upphaflega var samið um þessa hluti," sagði Þorsteinn. Þorsteinn sagði að vegna þess hversu miklar framkvæmdir hefðu verið hér á landi undanfarin ár væru þær og yrðu alltaf undir smásjá af hagsmunaaðilum í öðrum ríkjum Atlantshafsbandalagsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.