Morgunblaðið - 18.05.1989, Page 30

Morgunblaðið - 18.05.1989, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1989 Gatnagerðaráætlun samþykkt: Snekkjan opnuðíHrísey Morgunblaðið/Rúnar Þór „Við ætlum að hafa allt fyrsta flokks,“ sagði Páll Björgvinsson framkvæmdastjóri Snekkjunnar, en' það er nýr veitingastaður í Hrísey. Snekkjan leggur áherslu á skyndibita svokallaða, samlokur, hamborgara, gufusoðnar pylsur og einnig verður hægt að fá smurbrauð jafnt sem kaffibrauð á staðnum, sem alls tekur 32 i sæti. Páll segir að stefht sé að því í framtíðinni að bjóða upp á tvær til þrjár gerðir fiskrétta. A myndinni eru eigendur Snekkjunnar, frá vinstri: Ásta Sigurðardóttir, Sigurhanna Björgvinsdóttir, Páll Björgvinsson, Friðbjörn Björnsson og Björgvin Pálsson. Rúmar 60 milljón- ir til gatnagerðar Fyrsta hringtorgið gert í sumar GATNAGERÐARÁÆTLUN fyrir árið 1989 var samþykkt á fundi bæjar- stjórnar Akureyrar á þriðjudag. Samtals er áætlað að verja 42 milljón- um króna til ný- og endurbyggingar gatna, malbikunar, gangstéttagerð- ar og ýmissa annarra verka. Til viðhalds verður varið 19,5 milljónum króna. Guðmundur Guðlaugsson yfir- verkfræðingur hjá Akureyrarbæ sagði að í sumar yrði stærsta verkef- nið varðandi endurbyggingu gerð bílastæða austan Skipagötu og gerð- ur yrði stígur með hitalögnum frá göngugötu og að Skipagötu. Ný- byggingar gatna verða í Búðarfjöru, á Norðurtanga, sem er á hafnar- svæðinu, og verða ýmsar götur í Síðuhverfi teknar fyrir. í malbikun gatna er gert ráð fyrir 12 milljónum króna, en m.a. verður malbikað á Vestursíðu, það sem eftir er af Múlasíðu og Þórunnarstræti frá Mímisbraut og suður að kirkjugarði. Lokið verður við gerð gangstétta í Hlíðarhverfí, einnig verður unnið við gangstéttir í Gerðahverfi II og göngustíg eftir Hlíðarbrautinni. Til gangstéttagerðar verður varið 10,6 milljónum króna og til ýmissa verka 5,5 milljónum, en þar er stærsti liður- inn gerð göngubrúar yfir Glerá í framhaldi af göngustíg við Hlíðar- braut. Brúin verður 16 metra löng og þriggja metra breið. Fyrsta hringtorgið á Akureyri verður gert í sumar og sagði Guð- Gerðahverfi II tengt hitaveitunni á þessu ári: Meiri líkur á að fyrirtækið skili arði efitir því sem fleiri standa að baki því - segir Sigurður J. Sigurðsson, formaður veitusljórnar HITAVEITA verður lögð í Gerðahverfi II á þessu ári. Þeir notendur sem tengja hús sín hitaveitunni fá afslátt af orkugjöldum, húseigendur sem eru með rafinagnsvatnsofhahitun og rafhitað neysluvatn fá afslátt af orkugjaldi um leið og þeir tengja hitakerfi húsa sinna hitaveitu. Um er að ræða 35% afslátt sem gildir til 1. janúar árið 1992. Húseigendur sem eru með rafinagnsþilofiiahitun og rafhitað neysluvatn fá afslátt af orkugjaldi þegar þeir breyta hitakerfum sínum og tengja þau hita- veitu. Afslátturinn verður 35% og gildir til 1. janúar 1995. Á fundi bæjarstjómar Akureyrar sl. þriðjudag gerði Sigurður J. Sig- urðsson formaður veitustjómar grein fyrir forsögu málsins, en allt frá þeim tíma að ákveðið var að leggja hitaveitu á Akureyri var gert ráð fyrir að öll hús tengdust veitunni. Framkvæmdum við lagningu hita- veitu í Gerðahverfí II var hins vegar frestað vegna óvissu varðandi vatn- söflun. Sigurður sagði að sjónarmið hita- og rafveitu hefðu togast á, en reynt hefði verið að samræma sjónar- mið þessara tveggja fyrirtækja; til lengri tíma litið væri ákvörðunin hagkvæmari fyrir hitaveituna en raf- veituna. í hverfínu eru um 180 hús, en það er svipaður fyöldi húsa og tengist hitaveitunni á einu ári. Áætlaður kostnaður vegna lagningarinnar er um 20 milljónir króna, en tekjur hita- veitunnar af tengigjöldum em um 10 milljónir. Áætlað er að kostnaður fyrir hvem húseiganda vegna teng- ingar við hitaveituna sé um 300 þús- und krónur og býðst þeim er skipta yfír 200 þúsund króna lán frá Hús- næðisstofnun. Lánið er til átta ára og er afborgunarlaust fyrstu tvö árin. Sigurður sagði í samtali við Morg- unblaðið að breytingar á sölufyrir- komulagi Landsvirkjunar sem tekur gildi 1991 muni gera raforkusölu til húshitunar óhagkvæmari en hún er nú. Rafveita Akureyrar þyrfti að hækka gjaldskrá hitataxta til að ná sömu tekjum eftir breytingu og hún hefur í dag. „Þetta er þáttur í markaðsátaki hitaveitunnar og það er augljóst að þeim mun fleiri sem standa að baki rekstrinum þeim mun meiri líkur em á að fyrirtækið geti skilað bæjarbú- um arði þegar til lengri tíma er lit- mundur að hafíst yrði handa við gerð þess um leið og sumarfólkið yrði komið til starfa og vetur sleppti tökunum. Hringtorgið verður á mót- um Hörgárbrautar og Undirhlíðar. Kostnaður við gerð hringtorgsins er áætlaður 5,4 milljónir króna. Guð- mundur sagði í athugun hvort annað hringtorg yrði gert í bænum, en það yrði þá á mótum Súluvegar og Hlíðarbrautar. ið,“ sagði Sigurður. Markaðsátak veitunnar hefur staðið undanfarin tvö ár og sagði Sigurður árangurinn góðan, Ijölmargir hefðu breytt hita- kerfum húsa sinna til að geta tengst hitaveitunni og væri það vísbending um að slíkt gæti einnig átt sér stað f Gerðahverfi II. Á bæjarstjómarfundinum bar Sig- urður Jóhannesson (B) fram tillögu um að málinu yrði vísað til stjómar veitustofnana að nýju, en hún náði ekki fram að ganga. Meirihlutinn samþykkti að hitaveita yrði lögð í hverfið, en tveir sátu hjá, Sigurður og Guðfinna Thorlacius (D), en í máli þeirra kom meðal annars fram að rafveitan hefði lagt í mikinn kostnað til að geta þjónað hverfinu sem best. Einnig var lengri aðlögun- artími nefndur í þessu sambandi og að gerð yrði skoðanakönnun meðal íbúanna um hvort þeir vildu tengjast hitaveitunni. Samherji hf.: Nýsmíða- málið loks í höfii FISKVEIÐISJÓÐUR sam- þykkti á fúndi sínum í fyrra- dag lánveitingu til handa Samheija hf. á Akureyri vegna smiði á nýjum togara fyrir fyrirtækið. Skipið verð- ur smíðað í Vigo á Spáni, það verður um 60 metra langt eða svipað að stærð og Akur- eyrin. Samheijamenn hafa lengi beðið samþykkis Fiskveiðasjóðs vegna nýsmíðinnar, en málið er nú loks í höfn. Að samþykki sjóðsins fengnu eru önnur mál er þessu tengjast einnig komin á hreint, eins og úthlutun veiði- leyfis fyrir togarann. Þorsteinn Már Baldvinsson framkvæmda- stjóri Samheija sagði að skipið yrði byggt sem frystiskip og reiknað væri með að smíðin taki um eitt og hálft ár. Skipið ætti að koma fúllbúið til Akur- eyrar í byijun árs 1991. Tvö skipa Samheija hf. Þor- steinn EA og Már EA, áður Þorlákur Helgi, verða sett í úreldingu frá þeim tíma er nýja skipið verður komið í rekstur. Þorsteinn Már sagði að kostnaður vegna nýsmíðinnar væri í kringum 400 milljónir og á næstunni yrði farið að huga að fjármögnun vegna kaupanna. Samheijj hf. keypti fyrir skömmu Álftafellið SU, sem nú heitir Hjalteyrin og er von á því úr slipp fljótlega. Árni Benediktsson: Athugasemd við grein Geirs Magnússonar MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi athugasemd Árna Bene- diktssonar, framkvæmdastjóra Félags Sambandsfiskframleiðenda, vegna viðtals við Geir Magnússon, fyrrum aðstoðarframkvæmdastjóra Iceland Seafood Corporation, sem birtist í blaðinu i gær: Ég get ekki látið hjá líða að gera athugasemd við „viðtal“ Geirs Magn- ússonar fyrrv. aðstoðarfram- kvæmdastjóra Iceland Seafood Corp- oration í Morgunblaðinu í dag, mið- vikudaginn 17. maí. Ég geri ekki athugasemd við skoðanir hans. Þær eru hans mál. Hins vegar er þannig sagt frá atburðum að ekki verður hjá því komist að gera athugasemd. 1. „Ástæða brottrekstrar okkar er eins konar erfðastríð. Guðjón vildi að sonur sinn tæki við fyrirtækinu," segir Geir. Þetta er að sjálfsögðu alrangt. Það kom aldrei til tals að sonur Guðjóns B. Ólafssonar tæki við Iceland Seafood Corporation. Geir gerir í grein sinni mikið úr ein- ræðistilhneigingum Guðjóns og hvemig hann hafi leikið með menn. Væri eitthvað hæft í því hefði honum væntanlega ekki orðið skotaskuld úr því að láta son sinn taka við fyrirtæk- inu. Þannig rekst nú margt hvað á annars hom. 2. „Það fóru mikil verðmæti í súg- inn vegna tilraunar til smásölu, sem sonur Guðjóns, Guðjón Jens Olafs- son, fékk að gera. Sú tilraun varð mér einnig að falli, því að ég gagn- lýndi hana,“ segir Geir. Hann segir ennfremur: „Þessi tilraun til fram- leiðslu í smásölupakkningar hefði vafalaust aldrei verið gerð, hefði hún ekki verið hugarfóstur sonar Guð- jóns.“ Markaðsstarf er þannig að jafnan þarf að huga að nýjum leiðum til þess að daga ekki uppi á síbreytileg- um markaði. Miklu fé hefur jafnan verið varið til þess að fylgjast með markaðnum og til þess að vera við- búinn breytingum á honum. Þetta er nauðsynlegt að gera. Sumar mark- aðstilraunir skila árangri, aðrar ekki. Þannig hefur það verið og þannig verður það vafalaust. í einu tilliti greinist bandarískur fiskmarkaður í tvennt, annars vegar í stofnana- markað, hins vegar smásölumarkað. Fram að þessu hefur stofnanamark- aðurinn yfírleitt verið okkur íslend- ingum hagstæðari, enda höfum við kosið að vinna á þeim vettvangi. Það breytir ekki því að nauðsynlegt hefur verið að fylgjast með smásölumark- aðnum, því að svo kann að fara að hann verði hagstæðari. Umræður og athuganir á smásölumarkaðnum hafa því staðið yfir með hléum að minnsta kosti í aldarfjórðung. Það er því ekki nýtt að fylgst sé með smásölumarkaðnum. Um þetta hefur verið full samstaða framleiðenda hér heima og sölufyrirtækjanna erlendis og raunar stöðug hvatning héðan að heiman. Slíkar athuganir hafa nú leitt til hagstæðrar sölu smásölu- pakkninga til Marks & Spencer í Englandi og virðist geta orðið góð framtíð í þeim viðskiptum, bæði hjá því fyrirtæki og öðrum. Það verður því að harma þá töf sem orðið hefur á samsvarandi athugunum í Banda- ríkjunum. 3. „ ... hafi menn leyft sér að gagnrýna eitthvað, hefur Guðjón rutt þeim úr stjóminni. Það sýnir fall þeirra Þorsteins Sveinssonar og Gísla Jónatanssonar," segir Geir. A þeim vettvangi þar sem ofannefndir menn voru kosnir í stjórn Iceland Seafood hefur Guðjón B. Ólafsson ekki kosningarétt og hefur aldrei haft. Það eru framkvæmdastjórar frystihúsanna sem kjósa leynilegri kosningu og þeir láta örugglega eng- an segja sér fyrir verkum, enda mik- ið í húfi að valið takist þannig að hagsmunir fyrirtækisins, og þar með frystihúsanna, séu jafnan í fyrirr- úmi. Þorsteinn Sveinsson hætti þannig í stjóminni að hann gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnar- setu og var Gísli Jónatansson kosinn í hans stað. í fyrra var það hins vegar mat margra að ekki yrði næg samstaða í stjóminni óbreyttri. Ábyrgum félagsmönnum hlaut að verða það nokkurt áhyggjuefni og voru gerðar breytingar á stjórninni með tilliti til þess. Það var algerlega óviðkomandi því mikla áliti sem menn höfðu á þeim ágætismanni, sem varð að víkja úr stjóminni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.