Morgunblaðið - 18.05.1989, Side 41

Morgunblaðið - 18.05.1989, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1989 41 hans í Neskirkju, klukkan sex á föstudögum, hafa flestir lengi notið samvista við hann, leiðsagnar hans og vináttu. Þeir sakna nú vinar í stað. Ég hef verið beðinn um að bera frá þeim, í þessum línum, hinstu kveðjur, alúðarþakkir og dýpstu virðingu látnum vini og að- standendum hans hlýjar samúðar- kveðjur og blessunaróskir. Þau frækom, sem sáð er í fijó- sama mold, eru forsendur gróandi akra. Ég stend í mikilli þakkar- skuld við vin minn Guðmund Jó- hannsson vegna þeirrar leiðsagnar er hann veitti mér ungum og lítt reyndum manni, í erfiðu og vanda- sömu hlutverki á byijunarámm mínum í starfí að meðferð áfengis- sjúklinga á Flókadeild. Þrátt fyrir kynslóðabil þróuðust kynni okkar Guðmundar þar og samstarf í vin- áttu, sem aldrei bar á skugga. Þau hollu, þroskandi áhrif, er hann hafði á mig, eins og svo marga aðra, á sinn háttvísa, hógværa máta verða aldrei full þökkuð. Guðmundur hlaut í lifanda lífi ýmsa viðurkenningu fyrir störf sín svo sem Riddarakross Fálkaorðunn- ar og Gullmerki Félags blikksmiða, en engjn viðurkenning var honum verðmætari en sú, að sjá fræ trúar, vonar og kærleika sáð í akur blæð- andi hjarta spíra og verða að græn- um sprotum gróandi sjálfsvirðingar. Guðmundur kvæntist árið 1931 eftirlifandi eiginkonu sinni Gíslínu Þórðardóttur og varð hún honum tryggur fömnautur á lífsbraut sem ekki var ávalt bein eða greiðfær og studdi hann þegar mest á reyndi. Þeim varð fjögurra barna auðið, en þau em: Sigríður, ritari hjá bæjar- fógetanum í Vestmannaeyjum; Borgþór, vélstjóri, er lést árið 1976; Jóhann, læknir, búsettur og starf- andi í Svíþjóð; Svava sálfræðingur við fræðsluskrifstofu Reykjavíkur- borgar, þau hafa öll gifst og eign- ast mannvænleg böm og barna- böm. Ég flyt þeim, og öllum öðmm aðstandendum og vinum Guðmund- ar, innilegar samúðarkveðjur. Megi sú vitneskja verða þeim huggun í harmi, að nú, þegar þreskingu er lokið og hið jarðneska hismi skilið frá kjamanum, trúi ég því, að á borði hins alvalda guðs muni standa mælir, skekinn og fullur, uppskera þess sáðkokms, er hvorki féll í grýttan jarðveg né meðal þistla og hafa þó hinir vegvilltu fuglar feng- ið sinn skerf. Jóhannes Bergsveinsson, læknir Nú er Guðmundur Jóhannsson horfinn af sjónarsviði okkar. Guð- mundur er fæddur Reykvíkingur. Foreldrar hans vom Jóhann Þórðar- son og Sigríður Guðmundsdóttir. Þau hófu búskap í Reykjavík 1903. Guðmundur missti móður sína 11 ára gamall. Árið 1928 hóf hann nám í blikk- smíði og lauk prófí 1931. Meistara- réttindi hlaut hann í þeirri grein 1944. Hann starfaði hjá Nýju blikk- smiðjunni 1928-1947. Þar var hann verkstjóri sex ár. Hann var formað- ur í félagi blikksmiða 1937-1944. Hann fór að starfa árið 1947 sem verkstjóri hjá vélsmiðjunni Héðni og vann þar til 1954. Hann skipaði sæti í fulltrúaráði verkalýðsfélaga í Reykjavík 1935-1944. Það var ekkert launungarmál, að Guðmundur háði harða baráttu við Bakkus um nokkurt skeið. Hann gekk ungur að ámm í stúkuna Víking og hann þakkar félögum sínum fyrir góðan stuðning, er hann hafði brotið af sér. Og Guðmundi tókst að lokum að verða gallharður blindindismaður. Það má með sanni segja, að Guðmundur stæði á krossgötum,. er hann átti þátt í stofnun AA- samtakanna 1954 og Bláa bandsins 1955 ásamt fleiri góðum mönnum. Aðalstarfið í samtökunum hvíldi á herðum hans og Jónasar Guð- mundssonar fýrrv. alþingismanns og skrifstofustjóra í félagsmála- ráðuneyti. Tilgangur samtakanna var að hjálpa drykkjusjúku fólki til heilbrigðs lífs. Guðmundur var framkvæmdastjóri og komið var á fót hjálparstöð, sem starfaði undir þeirri merkjum fram til 1963. Þá var sú breyting gerð á áfengislög- unum, að starfsemi Bláa bandsins var flutt í hendur ríkisvaldsins og sett undir stjórn Kleppsspítala. Guðmundur var ráðinn félagsmála- fulltrúi og vann þar gott starf. Undir forustu Jónasar og Guð- munds stofnuðu AA-félagar dvalar- heimili fyrir drykkjusjúka að Víði- nesi á Kjalarnesi. Er að sjálfseign- arstofnun, sem Guðmundur helgaði alla krafta sína meðan heilsan leyfði. Það standa margir í þakkar- skuld við Guðmund fyrir hið óeigin- gjarna starf sem hann innti af hönd- um í sambandi við vistfólk á Víði- nesi og einnig austur í Gunnars- holti. Guðmundur var sæmdur fálka- orðunni árið 1979 fyrir störf sín. Vandfyllt er skarð hans, en hann átti gott með að setja sig í spor þeirra, sem urðu liðsmenn Bakkus- ar. Það var ógæfusamur þáttur al- þingismanna að samþykkja sölu á áfengum bjór. Óhjákvæmilega hlýt- ur dryklq'uskapur ungra og aldinna að fara vaxandi. Það er ömurlegt að líta á fólk á besta aldri, sem orðið hefur örkumla af völdum öl- óðra unglinga, sem virðast líta á bifreið sem leikfang og hlýða eng- um umferðarreglum. Við þurfum að eignast marga jafningja Guð- munds til að hjálpa þeim sem ánetj- ast áfenginu. Guðmundi var tónlistin í blóð borin. Hann hafði píanó á heimili sínu og síðar orgel. Hann var einn af stofnendum Karlakórs iðnaðar- manna og stjórnaði kómum um skeið. Hann samdi nokkur lög. Dægurlagið „Minning" nýtur enn mikilla vinsælda. Guðmundur var oft kvaddur til að leika við helgiat- hafnir látinna félaga sinna. Eftirlifandi eiginkona Guðmunds er Gíslína Þórðardóttir. Það segir sig sjálft, að oft var ónæðissamt hjá henni sökum starfs eiginmanns- ins. Samt lagði hún stundum á sig vökur á hæli Bláa bandsins. Nú síðustu ár hefur hún átt við veik- indi að stríða. Kynni okkar Guðmunds hófust snemma á 6. tug aldarinnar. Varð ég spilafélagi hans ásamt Einingar- og Víkingsfélögum. Það hafa orðið mikil mannaskipti í spilasveitinni á þessum langa tíma og hefur dauð- inn höggvið skörð. Venjan var að spila brids vikulega vetrarmánuð- ina. Lengst hafa orðið mér sam- ferða að síðustu þrír Víkingsfélag- ar, Kristján Guðmundsson, Sigurð- ur Kári Jóhannsson og Jón Erlends- son. Við spilafélagarnir leyfðum okkur að kalla eiginkonu Guðmunds Lóu, en það nafn heyrðist alltaf á heimilinu. Það var alltaf eins og að koma í veislu. að setjast við kaffí- borð hjá Lóu. Henni er rausnar- skapur í blóð borinn og stöndum við í þakkarskuld. Börn Guðmunds og Lóu eru íjög- ur. Þau eru hér talin upp í aldurs- röð. Sigríður, húsfreyja í Vest- mannaeyjum og starfar hjá skrif- stofum bæjarfógeta. Borgþór, vél- virki að mennt. Hann dó í desem- ber 1976 og lætur eftir sig eigin- konu og fjóra syni. Jóhann, öldruna- rlæknir í Umeá, Svíþjóð. Svava, sálfræðingur og vinnur hjá Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur- borgar. Alls eru barnabörnin 11 að tölu. Við spilafélagarnir viljum þakka fyrir vináttu Lóu um margra árabil og vottum henni, börnum, barna- börnum og öðrum aðstandendum samúð okkar, er Guðmundur er til moldar borinn. Að lokum vitnar greinarhöfundur í kvæði eftir Ðavíð Stefánsson, sem nefnist „Við leitum“. Við leitum, leitum, en finnum fátt, sem fógnuð veitir, bðlinu breytir og boðar sátt. En hvar, sem göfugum gáfum beitir til góðs fyrir stórt og smátt, treystir annarra mátt og megin og mest sinn eiginn, örvar og hugsar hátt, gengur á undan, varðar veginn og vísar, í rétta átt. Ólafúr F. Hjartar. Áætlað er að það hafi tekið fimm ár að móta AA-stefnuna og ryðja henni braut eftir að frumkvöðlarnir Bob og Bill tókust í hendur vestur í Ameríku árið 1935. Báðir eru þessir menn dánir, en sé annars minnst kemur hinn í hugann. Árið 1954 flutti Guðni Þór stefn- una til íslands, og var svo lánsamur að fela hana í umsjá þeirra Jónasar og Guðmundar, sem svo ruddu henni braut og fóstruðu hana yfír bernskuskeiðið héma í Reykjavík. Með samstarfí þeirra félaga kvikn- aði eldur sem í þennan aldarþriðj- ung, sem síðan er liðinn, hefur orn- að mörgum íslendingnum. Og trú • m ín er sú, að AA-eldurinn sem þeir félagarnir Guðmundur og Jón- as og óþekktir sporgenglar þeirra hlúðu að í kyrrþey, geti ekki slokkn- að á meðan maðurinn ekki týnir sjálfum sér endanlega. Nú má segja það sama um þessa brautryðjendur og sagt er um Bob og Bill, að sé annars minnst kemur hinn í hug- ann. Méð þssum línum kveð ég vin minn Guðmund Jóhannsson, sem í mínum huga er Guðmundur á Bláa, og getur aldrei orðið annað en Guð- mundur á Bláa. En hvaða blámi er þetta? Er það blámi heiðríkjunnar sem kvöldroð- inn hangir í héma úti á flóanum, eða er það blámi sakleysisins í aug- um drengsins sem heldur að allt sé gott á meðan ekki er sparkað í hann oftar en góðvild hans þolir? Nei, og þó, því ótrúlegt þykir mér að Guðmundur hafi nokkun tímann gripið í tómt þegar hann óafiritandi beitti góðvild sinni, hrekkleysi eða hreinskilni. Með nafngiftinni er átt við Guðmund á Bláa bandinu, kær- leiksheimilinu sem ruddi heilbrigð- um ofdrykkjuvörnum braut á Is- landi. Á öðru ári AA-samtakanna hér á landi gengust þeir Jónas og Guðmundur fyrir stofnun þessa menningarfyrirbæris í hópi 25 áhugamanna, en Guðmundur sá um reksturinn á meðan stætt var. Síðan flutti hann sig um set og bjó um Bláa bandið uppi í Víðinesi og fóstr- aði það þar uns hann féll frá. Minning mín um vin minn Guð- mund á Bláa getur ekki dofnað á meðan verk hans tala allt í kring um mig. Hvort Bob og Bill voru innblásnir af guði, hvort Jónas og Guðmundur voru verkfæri guðs í þeirri viðleitni að ryðja bróðurkær- leik Frelsarans braut meðal okkar drykkjumannanna skiptir ekki eins miklu og hitt, að um farveginn sem þessi óskabörn hamingjunnar ruddu, hefur lífshamingjan streymt til hundraða íslenskra heimila og þúsunda íslendinga sem af mis- skilningi og tepruskap eða tíma- bundinni geðtruflun, hafa reynt að fela sig fyrir sjálfum sér og sam- ferðamönnum sínum. Guðmundur meir en taldi það . sjálfgefið að honum bæri að flytja boðskap AA-samtakanna til þeirra sem enn þjást, hann var svo sam- gróinn þessari köllun sinni að hon- um fannst ekki taka því að orða það, og ef honum hefði verið bent á að blómin spryttu í sporum hans þá hefði hann bara snýtt sér og tekið í nefið. Megi ég minnast Guðmundar jafn lengi og ég greini blámann hérna yfír flóanum og ef ég ber gæfu til að skynja vonina sem kvöldroðinn kveikir, jafnvel vissuna um betri dag að morgni, þá hefí ég ekki til einskis orðið skjólstæð- ingur Guðmundar. Steinar Guðmundsson Hann hafði verið kallaður á vett- vang til þess að bjarga, koma vitinu fyrir tvo lagsbræður — sem voru komnir í vítahring og lentir inni í myrkrinu. Svo virtist sem þeim fé- lögum væri orðið um megn að stjórna eigin lífí. Þetta gerðist í húsi í Reykjavík fyrir langa löngu. Hann birtist þarna á köldu vetr- arkvöldi, og um leið og hann kom inn úr dyrunum, fylltist stofan af góðleik, sem lýsti upp umhverfið. Þessi mynd af Guðmundi Jóhanns- syni hefur aldrei horfíð úr hugan- um. Hann gaf sér tíma. Hann virt- ist gjörsamlega æðrulaus — smbr. bænina um rósemi hugans, sem enginn getur náð nema með þrot- lausri andlegri þjálfun og egghvöss- um vilja. Ef til vill var þetta í fyrsta skipti, sem náðist örlítil snerting við töfrasprota og líflinu AA-hug- sjónarinnar — og það orkaði eins og ekkert væri eðlilegra. En síðan hafa mörg vötn fallið til sjávar og sum gruggug. Á þessari stundu með Guðmundi varð til neisti, sem alltaf leyndist og var fyrir hendi, þegar gangan um „betri leið“ hófst og fyrstu „sporin" stigin inn í birtuna örfáum árum seinna og svo aftur löngu löngu seinna. Hjálparleiðir Guð- mundar fólust alltaf í einhvers kon- ar fy'arstýringu og óbeinni andlegri leiðsögn. Hann hvorki setti sig í stellingar né prédikaði. Hann gaf hins vegar mikið og það, sem hann gaf, var trú og kærleikur. Hann beitti engum þrýstingi. Þó hefur hann örugglega verið skapmaður — ella hefði jákvæðra áhrifa hans ekki gætt í hjálparstörfum hans öll þessi ár eða frá því að AA var stofn- að á íslandi 1954. Störfum hans hefði mátt líkja við óð til lífsins. Það var ekki hægt annað en að láta sér þykja vænt um hann frá fyrstu tíð, og þeirri væntumþykju fylgdi virðing. Það hefði verið erfítt upp frá því að láta hann sjá sig í annarlegu ástandi af völdum Dion- ysosar. Árin liðu. Og alltaf var Guð- mundur hittur á lífsleiðinni annað veifið — svo er guði fyrir að þakka. Hann var á vissan hátt einhver óvenjulegasti, en jafnframt yfírlæt- islausasti brautryðjandi — spor- göngumaður AA-lífsstefnunnar hér á íslandi. Um hann mætti segja það, sem stendur í ljóði Davíðs: „Leggur loga bjarta — frá hjarta til hjarta / um himinhvelin víð“. Að Hæðardragi, Steingrímur St. Th. Sigurðsson Ef ég væri spurður hvað væri það versta sem ég hefði reynt um dagana, væri svarið einfalt: Eftir- köst áfengisdrykkju. Þetta sá og þekkti vel Guðmundur Jóhannsson sem nú er fallinn frá. Hann var einn af stofnendum AA-samtak- anna og einn af stjómarformönnum vistheimilisins í Víðinesi. Hin síðustu lífsár lagði hann sig mjög fram við að aðstoða þá ógæfusömu einstaklinga sem áfengið hefur náð yfírtökum á. Oftlega er þessi aðstoð vanmetin af ýmsu fólki. Eins vill mönnum oft gleymast, er lífa við góð skilyrði, að þeir hafí á sínum tíma notið hjálpar. Verður mér þá hugsað til Guðmundar. Hann var mannkostamaður og einstaklega jákvæður, hreinn og beinn í öllum samskiptum. Yfírborðsmennska var ekki til í hans fari. Öll hans fram- koma einkenndist af hógvært, án þess að hann væri hátíðlegur, held- ur var hann jafnaðarlega léttur í viðmóti. Ástvinum hans öllum votta ég einlæga hluttekningu. Guð blessi minningu Guðmundar Jóhannsson- ar. Þorgeir Kr. Magnússon t SIGRÍÐUR BRYNJÓLFSDÓTTIR, frá Starmýri, Álftafirði, síðasttil heimilis á hjúkrunarheimilinu Skjóli, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 19. maíkl. 10.30. Sigríður Eyþórsdóttir, Jón Arnalds og frœndsystkini hinnar látnu. t KRISTJÁN PÁLL KRISTJÁNSSON frá Vallaborg, ísafirðl, Bergþórugötu 61, Reykjavík, verður jarðsunginn fimmtudaginn 18. maí kl. 10.30 frá Fossvogs- kirkju. Sigurrós Anna Kristjánsdóttir, Magnús Guðmundsson, Gíslfna Lára Kristjánsdóttir, Markús Kristjánsson. t Utför föður okkar og tengdaföður, JÓNS INGA GUÐMUNDSSONAR sundkennara, fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn 19. maí kl. 13.30. Þröstur Jónsson, Kristján Örn Jónsson, Guðmundur Haukur Jónsson, Guðrún Jónsdóttir, Hafdfs Jónsdóttir Bridde, Lúther Jónsson, Ellý Kratsch, Þórunn Júlíusdóttir, Jóhanna Benediktsdóttir, Anna Atladóttir. t Bróðir minn og fósturbróðir, GUNNLAUGUR STEFÁNSSON frá Akurseli, Lönguhlfð 1d, Akureyri, verður jarðsunginn frá Skinnastaðakirkju í Öxarfirði laugardaginn 20. maí kl. 14.00. Fyrir hönd ættingja, Sigþrúður R. Stefánsdóttir, Hulda J. Vilhjálmsdóttir. t Innilegar þakkir til þeirra, sem sýndu okkur samúð við fráfall og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTlNAR SNÆBJÖRNSDÓTTUR, Hjallavegi 54. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks á Hrafnistu, deild 3. Guð blessi ykkur öll. Baldvin V. Jóhannsson, Halldór Ágústsson, Þurfður Axelsdóttir, Sigurjón, Kristfn, Linda, Diljá.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.