Morgunblaðið - 18.05.1989, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 18.05.1989, Qupperneq 46
46 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1989 WMhm „HvojcJ d'eg abgerzx, við þ\g /Gármundjuir ?" TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved • 1989 Los Angeles Times Syndicate * Ast er... ... a<5 fá símsenda mynd af henni. Er það ekki öruggt að skápurinn er 191? Húsbréfakerfið: Lottó- vél ríkis- valdsins Til Velvakanda. í fyrstu Ieist mér ágætlega á hugmyndina um húsbréfakerfið, sem allt er að gera vitlaust í fjöl- miðlum og á þingi. Hugmyndin er borin á borð á mjög fegruðu silfur- fati af hálfu Alþýðuflokksins, en það er alltaf að koma befur og bet- ur í ljós að ekki er alveg lóst hvaða aukaefni er að finna í þessum heill- andi rétti. Þar á ég ekki við hvaða áhrif þetta hefur á peningamarkað- inn, fasteignaverð og þess háttar. Eg hef fyrst og fremst áhyggjur af því unga fólki, sem nú á dögum ætlar að koma sér þaki yfir höfuð- ið, nú þegar öll lán eru verðtryggð og verða að greiðast að fullu og gott betur. Hvað þýðir þetta kerfí fyrir lán- Tapað Kæri Velvakandi. Þú hefur margan vanda leyst, þess vegna geri ég tilraun með að fá úrlausn mála. Þessar línur eiga að höfða til þeirra sem hafa týnt, fundið eða tekið hluti í misgripum. Maður heldur oft í vonina að hlut- irnir skili sér eða finnist og því vill dragast að gera eitthvað afgerandi í málunum, s.s. að skrifa í blöðin. Það sem knúði mig til að skrifa þetta var að nágrannar mínir eru með drengjahjól í óskilum. Hjólið var skilið eftir í garðinum hjá þeim og er búið að'vera þar í meira en hálfan mánuð. Þau vildu gjarnan koma því til rétts eiganda. Núna þegar snjórinn hverfur er margt sem kemur í leitimar s.s. húslyklar. Við á þessu heimili höf- um fundið þijá húslykla að undanf- ömu. Þeir sem hafa týnt lyklum á Laugalæk eða þar um kring ættu að koma við í Kjötmiðstöðinni, þangað hef ég farið með þá. Svo em það gleraugu sem mér finnst mjög leiðinlegt að hafa ekki getað komið til rétts eiganda. Þau takendur? Því miður er það ekki Ijóst þegar fram í sækir þó taka, megi dæmi í dag og reikna út frá því. Nú eiga lántakendur að greiða þá bijálæðislegu markaðsvexti, sem tíðkast og allir em sammála um að séu allt of háir. Svo verða þeir að treysta á skattaafslátt til að lækka greiðslubyrðina. Þessar svo- fundust fyrir tæpu ári. Ég auglýsti þau strax í Velvakanda, en enginn gaf sig fram. Það var meiningin að auglýsa fljótt aftur, en það fórst einhvern veginn fyrir. Nú rakst ég aftur á gleraugun. Ef einhver kann- ast við að hafa týnt gleraugum á gönguferð á auða svæðinu milli Umferðarmiðstöðvarinnar og Loft- leiðahótelsins sl. vor, hafðu sam- band í síma 33113. Ef þetta ber ekki árangur fer ég með óskilamuni til lögreglunnar. Nú er komið að handklæðunum, sem hafa verið tekin í misgripum í sundlauginni í Laugardal. Sl. haust hvarf nýtt blátt baðhandklæði, það var merkt með tússi. Annað bað- handklæði hefur líka horfið, það er komið til ára sinna og varla margir sem eiga svona handklæði. Það er gult með spilamunstri og hand- saumuðum stöfum A.G. Þeir sem hafa tekið þessi handklæði í mis- gripum eru vinsamlegast beðnir um að koma þeim til baðvarða sund- laugarinnar í Laugadal. Með þökk G.S. kölluðu vaxtabætur eiga að miðast við tekjur og eignir. En hvað þessar vaxtabætur verða háar og við hve háar tekjur og eignir skal miða á hveijum tíma er á huldu. í þeim sjó verða lántakendur að treysta á réttsýni ríkisstjóma hveiju sinni. Allir geta verið sammála að illt er að eiga allt sitt undir réttsýni þeirr- ar stofnunar. Ætli þessar vaxta- bætur verði ekki ofarlega á blaði þegar ríkisstjóm dettur í hug að spara. Lántakendur em auðveld bráð fyrir niðurskurðarhnífinn og lymskulega má beita honum í þessu tilefni. Ég var farinn að þakka fýrir að vera kominn með lán í gamla kerf- inu, þar sem ég veit að þeir vextir sem ég greiði af milljónum em 3,5%. En nú heyri ég að það á líka að fara að fíkta við þessa vexti og setja mig og aðra þá er fengið hafa húsnæðisstjómarlán í jiessa nýju lottóvél ríkisvaldsins. Ég segi nei takk. Það er óréttlátt að annar aðil- inn breyti forsendum lánsins ein- hliða sér í hag. Ég treysti ríkisvald- inu og trúði á komandi festu í þess- um málum. En einmitt það að fé- lagsmálaráðherra vill nú umtuma gerðum samningum, sýnir kannski best hvað • það er varasamt að treysta nokkm, sem frá ríkinu kem- ur og gott má heita. Nú er það helst Kvennalistinn, sem krefst þess að ekki verði fíktað við þessi áður umsömdu lán. Sjá ekki aðrir flokkar óréttlætið og óöryggið, sem felst í breytingum á vaxtabyrði þessara lántakenda, sem héldu sig vera með sitt á þurm? Reynir Harðarson HÖGNI HREKKVlSI ,, Fyæsr i+amm le&suc d^nuna sIma undu^ hefur hamm reNGlp UPPLÝSIHGAie." Víkverji skrifar Ung stúlka, sem tók þátt í feg- urðarsamkeppninni um síðustu helgi og varð númer 2 í keppninni var að því spurð, hvað hún vildi gera, ef hún fengi alræðis- vald í einn dag. Hún kvaðst myndu gefa út tilskipun um að banna fólki að sletta erlendum orðum, ekkert væri brýnna en vemda íslenzkt tungutak. Víkveiji er svo hjartan- lega sammála stúlkunni, en honum fannst það tímanna tákn, þegar viðmælandi hennar, annar kynn- anna í fegurðarsamkeppninni, svar- aði með einu orði: „akkúrat". xxx Athygli vekur sá lýðræðisáhugi, sem nú virðist blása í Kína. Breytingarnar í Sovétríkjunum og fréttir þar af auknu lýðræði virðast ætla að smita út frá sér í hinni kommúnísku veröld. Spurningin er hvort aftur verður snúið í þeim efn- um, a.m.k. virðast kínversk stjórn- vðld ekki ráða við mótmælin, sem sífellt breiðast út, og hófust meðal námsmanna, en æ fleiri bætast í hópinn. Á sama tíma er gerð valda- ránstilraun í marxistaríkinu Eþíópíu, þar sem reynt var að steypa alræðisstjórn Mengistus, sem drottnað hefur yfir sveltandi Eþíópíubúum undanfarna áratugi. Vonandi fær lýðræðishugsjónin sem víðast byr undir báða vængi. XXX Nú nálgast sá tími að laxveiðar hefjist, en hinn 1. apríl síðast- Iiðinn hófst silungsveiðitíminn. Fátt hefur heyrzt af því hvemig veiðst hefur, en vorið hefur verið býsna kalt eins og allir vita. Vonandi verð- ur sumarið gjöfult og laxveiðin í hámarki. Eitt af elstu stangaveiðifélögum landsins, Stangaveiðifélag Reykjavíkur, er 50 ára um þessar mundir. Það var stofnað 1939 af nokkrum áhugamönnum um stang- veiði, einkum þeim er veitt höfðu um árabil í Elliðaánum. Aðeins tveir stofnfélaganna eru enn á lífí, Valur Gíslason leikari og Gísli Friðrik Pedersen læknir. Þessir stofnfélag- ar höfðu áhyggjur af framtíð Elliða- ánna, sem er einstök perla innan borgarlandsins. Sambýli ánna við borgina hefur oft valdið því að hætt hefur verið við að þær biðu skaða af og nú segja stangveiði- menn að enn ein atlagan sé gerð að ánum, stórfellt fískeldi á Sund- unum við Reykjavík, skammt undan ósum ánna. Telja þeir að lax, sem sleppi úr eldiskvíum, geti stórskað- að eða útrýmt náttúrulegum laxa- stofni Elliðaánna. Yfirmenn Rafmagnsveitu Reykjavíkur og SFVR hafa alltaf haft mikinn skilning á varðveizlu ánna. Það er því von allra laxveiði- manna og raunar allra umhverfís- verndarsinna, að afstýrt verði nátt- úruslysi í Elliðaánum. Hingað til hefur tekizt að varðveita þessa perlu borgarlandsins, en áfram þurfa menn að vera á verði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.