Morgunblaðið - 19.05.1989, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 19.05.1989, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1989 21 Walesa íBelgíu Reuter Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu, óháðu verkalýðsfélaganna í Pól- landi, kom á miðvikudag til Belgíu, þar sem hann mun dvelja í tvo daga í boði Alþjóðasamtaka frjálsra verkalýðsfélaga, sem eru með aðsetur í Brussel. Walesa ræddi við Wilfred Martens, forsæt- isráðherra Belgíu, sem er til hægri á myndinni. „Við vitum að þið tilheyrið þeim hluta Evrópu, sem er ef til vill lengra á veg kominn, og þess vegna leitum við til ykkar til að læra af reynslu ykkar,“ sagði Walesa meðal annars við komuna. Thatcher andvíg fé- lagslegum sáttmála EB London. Reuter. MARGARET Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær í við- tali við breska dagblaðið Daily Mail að það yrði mikið reiðarslag fyrir evrópskan iðnað ef tillögur framkvæmdastjórnar Evrópubandalagsins um félagslegan sáttmála bandalagsins næðu fram að ganga. Hún sagð- ist myndu beita öllum tiltækum ráðum, þar með talið neitunarvaldi, til að hindra að tillögurnar yrðu að Iögum. Vasso Papandreou, sem fer með félagsmál í framkvæmdastjórn EB, sagði að tillögumar miðuðu að því að vemda 320 milljónir íbúa EB- landanna gegn neikvæðum áhrifum þess að allar viðskiptahömlur falla niður milli aðildarlandanna 1992. Með sáttmálanum, sem fram- kvæmdastjóm EB kynnti í Brussel á miðvikudag, yrði ferða- og búsetu- frelsi verkamanna aðildarríkjanna tryggt og í honum er jafnframt kveð- ið á um þátttöku launþega í stjóm fyrirtækja, viðunandi laun, réttindi aldraðra, jafnrétti kynjanna, rétt til félagslegrar' þjónustu og til að vera í verkalýðsfélagi. „Afleiðingarnar yrðu þær að rekstrarkostnaður fyrirtækja ykist gríðarlega og evrópskur iðnaður hætti að vera samkeppnisfær viðjap-1 anskan, bandarískan eða suður- kóreskan iðnað,“ sagði Thatcher. „Þá yrði ekki hjá því komist að reisa hina hæstu tollmúra og þar með yrði ' martröð mín að veruleika," bætti hún við. Hún líkti þeim hluta tillagnanna sem kveða á um að launþegar sitji í stjómum fyrirtækja við marxisma og sagði að sín hugmynd um þátt- töku launþega í stjómun fyrirtækja væri að gera þá að meðeigendum. Fyrsta umræða hinna 12 ráðherra aðildarríkjanna um sáttmálann fer fram 12. júní næstkomandi. Recruit-hneykslið: Vilja fórna þingmennsku í þágu flokksforystunnar Tókíó. Reuter. Stjórnarandstöðuþingmenn í Japan féllust á það í gær að Yasu- hiro Nakasone, fyrrverandi for- sætisráðherra Japans, þyrfti að- eins að bera vitni fyrir neðri deild japanska þingsins um hlut- deild sína í Recruit-málinu, mesta sljómmálahneyksli í Jap- an eftir síðari heimsstyijöld. Reuter Takao Fujinami, fyrrum ráð- herra í ríkisstjóm Yasuhiros Nakasone, á leið til skrifstofu ríkissaksóknara í Tókió í gær. Þá var yfirheyrslum yfír honum haldið ádram annan daginn í röð vegna meintrar aðildar hans að Recruit-hneykslismálinu. Áður hafði stjórnarandstaðan krafist þess að Nakasone bæri vitni fyrir báðum deildum þings- ins og hefur sú deila tafið þing- störf og hindrað framgang Qár- lagafrumvarps ríkisstjómarinn- ar. Þá lýstu Noboru Takeshita, sitj- andi forsætisráðherra, og Nakasone þvi jrfir að þeir væru reiðubúnir að segja af sér þingmennsku ef það mætti verða til þess að flokksfélagi þeirra í Frjálslynda demókrata- flokknum, Mayaoshi Ito, tæki við af Takeshita sem forsætisráðherra landsins. Takeshita lýsti því yfír 25. apríl s.l. að hann myndi segja af sér embættinu vegna tengsla sinna við Recruit-málið. Ito hefur sagt að hann taki ekki við af Takeshita nema gerðar verði gagngerar breyt- ingar innan flokksins og að allir þingmenn hans sem viðriðnir eru Recruit-málið segi af sér þing- mennsku. Junya Yano, formaður næst- stærsta stjórnarandstöðuflokksins, Khomeito, og Takao Fujinami, fyrr- um ráðherra Fijálslynda demó- krataflokksins, sögðu sig báðir úr flokkum sínum á miðvikudag. Yano varð uppvís að því að þiggja hluta- bréf frá raftækjaverksmiðju og Fujinami ákvað að segja sig úr flokknum vegna tengsla við Rec- ruit-málið. 27 ára gamall hægri-öfgamaður var handtekinn á heimili sínu í Tókíó í gær með skammbyssu og skotfæri undir höndum. Honum var gefið að sök að hafa ætlað að ráða Nakasone af dögum fyrir þátt hans í hneykslinu. V estur-Þýskaland: Einkavæða flugumferð- arstjórnina Bonn. Reuter. FRIEDRICH Zimmermann, sam- göngumálaráðherra Vestur- Þýskalands, skýrði frá því í gær að ríkisstjóra landsins hefði sam- þykkt að stefha beri að því að einkavæða vestur-þýsku flugum- ferðarþjónustuna á næstu þremur til fimm árum. Auking flugumferðar er orðið að- kallandi vandamál við vestur-þýska flugvelli, sem eru þeir fjölförnustu í Evrópu, samkvæmt opinberum upp- lýsingum. „Sveigjanleiki í starfsmannahaldi og á fjárfestingarsviði flugumferðar- stjómarinnar er ekki nægur til að mæta síaukinni flugumferð," sagði Zimmermann á blaðamannafundi. EINSTOK UPPSKRIFT AÐ GÓLFEFNI Bretland: BBC í flárkröggum London. Reuter. TALSMAÐUR BBC World Service, . Heimsþjónustu BBC, sagði í gær að hætta væri á því að útvarpútsendingar fyrirtækis- ins á 37 tungumálum legðust niður vegna síhækkandi kostnaðar nema gripið yrði í taumana með hærri fjárframlögum. Hann sagði að erfiðleikar blöstu við Heimsþjónustunni vegna fyrir- séðra launahækkana á þessu ári og gripið hefði verið til þess ráðs að fækka útsendingum frá Samveldis- leikunum á Nýja Sjálandi á næsta ári og hætta við áform um að breyta formi þáttarins Newshour. Fjárskorturinn hefur einnig áhrif á fyrirhugaða fjölgun útsendinga á rússnesku og kínversku. Heimsþjónustan, sem nær til 120 milljón hlustenda hvarvetna í heimin- um, er fjármögnuð af breska utanrík- isráðuneytinu. Þriggja ára fjárhagsá- ætlun, sem lögð var fram 1987, var byggð verðbólguspá þar sem gert var ráð fyrir að árleg verðbólga yrði í kringum 5% en í dag er verðbólga á Bretlandi um 8%. Takið línolíu og blandið með trésagi. Bætið leir og krít til mýkingar og korkberki til að auka hlýleikann og fjaður- magnið. Litið með náttúrulegum litarkornum og þurrkið í allt að einn mánuð. Útkoman verður óviðjafnanlegt nátt- úrulegt gólfefni, LINOLEUM. Efni á heimili, skrifstofur og stofnanir. Endingargott og auðvelt í þrifum. Litirnir hafa aldrei verið jafn margir og fallegir. SENDUM BÆKLINGA OG SÝNISHORNABÆKUR Dúkaland Grensásvegi 13,105 Rvík, simar 83577 og 83430 GLEYMDI ÉG AÐ BORGA RAFMAGNIÐ? RAFMAGNS- REIKNINGINN HAFA FORGANG! RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR SUÐURLANDSBRAUT 34 SlMI 68 62 22 ARGUS/SlA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.