Morgunblaðið - 19.05.1989, Síða 23
22
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1989
+
23
Útgefandi iinMnMI* Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri HaraldurSveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Askriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 80 kr. eintakið.
Svíar, Islendingar
og viðræður EFTA
við EB
Ingvar Carlsson, forsætisráð-
herra Svíþjóðar, hefur nú
lokið opinberri heimsókn sinni
hingað til lands. Aðdragandi
komu hans var sérkennilegur
að því leyti, að frétt sænskrar
fréttastofu um forystu íslend-
inga í EFTA á síðari hluta árs-
ins var túlkuð á þann veg, að
Svíar ætluðu að grípa fram fyr-
ir hendurnar á Islendingum
vegna þess að þeir treystu því
ekki, að við hefðum getu til að
gegna hinu mikilvæga forystu-
hlutverki með viðunandi hætti.
Ingvar Carlsson tók af öll
tvímæli um að eitthvað slíkt
vekti fyrir Svíum. Þvert á móti
bæru þeir fullt traust til íslend-
inga í þessu efni. Hefði einhver
sænskur embættismaður dregið
forystuhæfni íslendinga í efa
myndi hann ekki kemba hær-
urnar í sænska stjómarráðinu.
Fyrir fáeinum áram hefðu
hvorki Svíar né íslendingar ver-
ið að velta EFTA sérstaklega
fyrir sér vegna opinberrar
heimsóknar sænsks forsætis-
ráðherra hiiigað og hvað þá
heldur því, hvemig Islendingum
tækist að koma fram fyrir hönd
EFTA gagnvart Evrópubanda-
laginu (EB). Þá hefði athyglin
beinst að norrænu samstarfi og
ræður forystumanna þjóðanna
snúist um frændsemi norrænna
þjóða, sameiginlegan menning-
ararf þeirra og samstarfið á
vettvangi Norðurlandaráðs.
Vissulega ber þetta allt enn á
góma, þegar góða norræna
gesti ber að garði. Megináhersl-
an og áhuginn hvílir hins vegar
á öðra og einkum því, hvernig
samstarfi Norðurlandanna fjög-
urra sem era í EFTA og utan
EB skuli háttað og hvaða leiðir
skuli farnar til að laga sig að
þeim breytingum sem era að
verða innan Evrópubandalags-
ins%
Á blaðamannafundi hér sagði
Ingvar Carlsson, að Svíar von-
uðust til að EFTA yrði með
ýmsum ráðum gert kröftugra
og hæfara til að semja við EB,
til dæmis kæmi til greina að
styrkja skrifstofu ráðherra-
nefndar EFTA, fundir forsætis-
ráðherra samtakanna yrðu
tíðari og sérstakir sendiherrar
skipaðir til að fást eingöngu við
samskipti EFTA og Evrópu-
bandalagsins. Komi þessar til-
lögur til framkvæmda myndi
sig að þeim hugmyndum sem
Jacques Delors, forseti fram-
kvæmdastjórnar EB, setti fram
í frægri ræðu um miðjan janúar
síðastliðinn, þar sem hann velti
fyrir sér með hvaða hætti væri
unnt að styrkja samband EFTA
og EB. Ingvar Carlsson tók það
fram, að markmið Svía væri
ekki að EFTA-löndin gengju í
EB. Og í gær sagði Gro Harlem
Brandtland, forsætisráðherra
annars norræns EFTA-lands,
Noregs, í Brassel, að samband
EFTA og EB hlyti að taka mið
af því, að annað hvort væru
ríki aðilar að EB eða ekki.
Ef marka má yfirlýsingar
Steingríms Hermannssonar for-
sætisráðherra á leiðtogafundi
EFTA-landanna í Ósló nú í
mars og þá fyrirvara, sem hann
kynnti þar fyrir íslands hönd,
er hann sammála forsætisráð-
herram Noregs og Svíþjóðar
um að stjórnir EFTA-landanna
ræði við fulltrúa EB, án þess
að aðild sé á dagskrá. Á hinn
bóginn má ætla, að ágreiningur
kunni að vera milli íslenska og
sænska forsætisráðherrans um
það, hvort styrkja beri innviði
EFTA og móta samtökin með
einum eða öðram hætti eftir
yfirríkjastofnun eins og Evr-
ópubandalaginu. Ástæða þess
að settur er fyrirvari þegar af-
staða íslensku ríkisstjórnarinn-
ar er skilgreind er sú, að þeir
Jón Baldvin Hannibalsson og
Steingrímur Hermannsson vora
ekki sammála um hvernig túlka
bæri íslen'sku viðhorfin í Ósló.
Þróunin í samskiptum EFTA
og Evrópubandalagsins er
ákaflega ör um þessar mundir.
Það reynir því veralega á full-
trúa íslands í forystuhlutverk-
inu innan EFTA frá 1. júlí til
ársloka. Störf þeirra era ekki
auðvelduð ef fulltrúar annarra
EFTA-ríkja efast um stefnu
íslenskra stjórnvalda og vilja.
Ingvar Carlsson hefur nú haft
tækifæri til að kynnast við-
horfum íslenskra ráðherra til
þessara mikilvægu mála. Von-
andi hefur hann kvatt Island
enn sannfærðari en áður um
að fulltrúar landins geti axlað
mikla ábyrgð innan EFTA, þótt
hitt sé auðvitað rétt sem Ingvar
Carlsson sagði, að öll EFTA-
ríkin hjálpist að í hinum flóknu
viðræðum við Evrópubandalag-
ið.
EFTA Þr-eyta um -svip~Gg íaga—
Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra, og Páll Halldórsson, formaður BHMR, takast í hendur að
lokinni undirskrift kjarasamninganna. Ásamt þeim eru á myndinni Indriði H. Þorláksson, formaður samn-
inganefhdar rikisins og Wincie Jóhannsdóttir, formaður HIK.
Sjóðurinn greiði m.a. styrki til
rannsókna- og þróunarverkefna,
námskeiðsgjöld, ferða- og dvalar-
styrki, styrki vegna námskeiða, sem
félögin standa fyrir, aukaþóknun
fyrir óvenju umfangsmikil verkefni
og laun á námsleyfistíma. Ríkissjóð-
ur greiði mánaðarlega frá gildi-
stöku samningsins framlag í sjóð-
inn, sem nemi 1,5% af föstum dag-
vinnulaunum. Starfsmaður, sem fer
í námsleyfi skv. reglum sjóðsins,
haldi ráðningu og ráðningartengd-
um réttindum. Stéttarfélög geta
samið um aðra ráðstöfun þess fjár-
magns, sem hér um ræðir, enda
leiði það ekki af sér aukinn kostnað
fyrir ríkissjóð.
9. grein
Rísi ágreiningur milli aðila um
framkvæmd kjarasamanburðar eða
túlkun á niðurstöðum skv. 2. gr.
eða fyrirkomulag breytinga skv. 5.
gr., getur hvor aðili um sig óskað
eftir, að ágreiningnum verði vísað
til úrskurðar þriggja manna nefnd-
ar. Skal einn skipaður af fjármála-
ráðherra, annar af BHMR, en yfir-
borgardómarinn í Reykjavík skipi
oddamann.
Kjarasamningiir BHMR og ríkisins:
Stefiit að sambærilegum kjör-
um og á almennum markaði
Hér fer á eftir kjarasamningur stjórnvalda og tólf aðildarfélaga Banda-
lags háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna í heild sinni, auk bókana og
yfirlýsinga sem honum fylgja.
Gildandi kjarasamningar neðan-
greindra aðildarfélaga framlengjast
með þeim breytingum og viðaukum,
sem í samningi þessum felast.
1. kafli
Um endurskoðun á launakerfi
háskólamenntaðra ríkisstarfs-
manna.
1. grein
Endurskoða skal Iaunakerfi há-
skólamenntaðra starfsmanna ríkis-
ins með tilliti til ábyrgðar, sérhæfni
og menntunar, sem nýtist í starfi.
Skal þessi endurskoðun hafa það
að markmiði, að háskólamenntaðir
ríkisstarfsmenn njóti sambærilegra
kjara og menn, sem gegna hliðstæð-
um störfum eða hafa sömu eða
svipaða menntun, sérhæfni og
ábyrgð og ekki taka laun skv.
launakerfi ríkisstarfsmanna, enda
sé þá tekið tillit til hlunninda og
annarra atriða, sem hafa áhrif á
starfskjör. Standa skal að umrædd-
um breytingum með þeim hætti,
að ekki valdi röskun á hinu al-
menna launakerfi í landinu. Tíma-
bundnar sveiflur og sérstakar að-
stæður á vinnumarkaði skulu ekki
hafa áhrif á þessa endurskoðun.
2. grein
Bera skal saman kjör háskóla-
menntaðra manna hjá ríkinu og
annars staðar. Skulu þá metin laun
fyrir dagvinnu, heildarlaun og
hlunnindi fyrir þá, sem taka laun
skv. launakerfí ríkisins annars veg-
ar, og hins vegar hliðstæð kjör
annarra háskólamenntaðra launa-
manna.
Þrír sérfróðir menn, sem ríkis-
sáttasemjari skipar að höfðu sam-
ráði við aðila, skulu setja reglur um
vinnubrögð, viðmiðanir og aðferðir
við mat á starfskjörum. Samnings-
aðilar hafa komið sér saman um
verkefnalýsingu í fylgiskjali 1. Lok-
ið skal við að semja þessar reglur
fyrir 1. júlí 1989. "
- Sérstakri nefnd, skipaðri þremur
mönnum af BHMR og jafnmörgum
af ijármálaráðherra, skal falinn sá
kjarasamanburður, sem um er rætt
í 1. mgr. skv. ofangreindum starfs-
reglum og skal meta tilefni til leið-
' réttingar á kjörum. Nefndin skal
skila fyrstu áfangaskýrslu eigi síðar
en 1. mars 1990, og skal taka mið
af niðurstöðum hennar þegar við
- L áfanga í endurröðun í launa-
flokka skv. 5. gr. Nefndin skal skila
lokaáliti eigi síðar en 1. júlí 1990.
3. grein
Setja skal á fót nefnd til að end-
urskoða námsmat í þeim tilgangi
viðteknum reglum háskóla um mat
á námi, og setja nýjar reglur um
mat á öðru námi í samræmi við
framangreint. Nefndin skal skipuð
1 fulltrúa frá fjármálaráðuneyti, 1
fulltrúa frá menntamálaráðuneyti
og 2 fulltrúum frá BHMR. Nefnd-
inni verði tryggð starfsaðstaða og
starfsmaður.
Miðað skal við, að endurskoðun-
inni ljúki á tímabilinu frá 1. desem-
ber 1989 til 28. febrúar 1990.
4. grein
Mat á faglegri, fjármálalegri og
stjómunarlegri ábyrgð skal fara
fram með kerfisbundinni skilgrein-
ingu á helstu störfum er háskóla-
menn gegna í þjónustu ríkisins og
þeim raðað samkvæmt matskerfij
sem aðilar koma sér saman um. I
því mati skal m.a. tekið mið af
umfangi og eðli verkefna, fjárfor-
ræði og stjómunarlegum umsvifum.
Verk þetta skal unnið af fjórum
mönnum. Skal fjármálaráðherra
tilnefna 2 menn og BHMR 2. Verk-
inu verði lokið fyrir 1. apríl 1990.
5. grein
Endurraða skal starfsheitum í
launaflokka í samræmi við endur-
skoðun launakerfisins skv. 1. og
2. gr. Að því skal stefnt, að endur-
röðuninni verði lokið á ekki lengri
tíma en þremur árum.
Tilfærsla milli launaflokka skal
gerast í sem jöfnustum árlegum
áföngum er taki gildi 1. júlí ár
hvert, sá fyrsti árið 1990.
í hveijum áfanga skal þá miða
við að hækkun nemi einum launa-
flokki hið minnsta að meðaltali, en
einstök starfsheiti og einstakir
starfsmenn hækki þó ekki meira
en nemur 3 launaflokkum. Er hér
miðað við launaflokka skv. 10. gr.
eðajafngildi þeirra, verði launatöflu
breytt.
Sé tilefni til endurröðunar tak-
markað, er heimilt að ljúka til-
færslu á skemmri tíma en þremur
árum. Reynist á hinn bóginn ekki
unnt að ná endurröðuninni í 3 árleg-
um áföngum, er heimilt að fjölga
áföngum um 2 og falla þá niður
ákvæði 3. mgr. varðandi þá áfanga.
Röðun í launaflokka skal taka
mið af menntun svo og faglegri,
fjármálalegri og stjórnunarlegri
ábyrgð, sbr. ákvæði 1., 3. og 4. gr.
Hafi nefnd skv. 3. mgr. 2. gr.
ekki skilað lokaáliti hinn 1. júlí
1990, skal greitt upp í væntanlega
hækkun þannig að tilfærslur milli
launaflokka verði að jafnaði launa-
flokki meiri en lágmark skv. 3.
mgr. hefði verið frá 1. júlí 1990.
að-taka upp kerfi, sem byggir ú— Við endanlega ákvörðcm ‘ áfaligans '
skal þó enginn lækka í launaflokki.
í stað tilfærslu milli launaflokka
skv. þessari grein er aðilum heimilt
að semja um önnur kjaraatriði, er
jafngildi þeirri launaflokkatilfærslu,
sem tilefni gefst til eða hluta henn-
ar.
6. grein
Samhliða endurskoðun launa-
kerfisins- verði kannaðar leiðir til
aukinnar hagræðingar í rekstri
ríkisstofnana, m.a. í því skyni að
Skal fella úrskurð innan tveggja
mánaða.
2. kafli
Um breytingar á kjarasamning-
um aðila sem taka skulu gildi á
timabilinu frá 1. maí 1989 til 30.
september 1990.
10. grein
Frá 1. maí 1989 gildi eftirfar-
andi launatafla sbr. grein 1.1.1 í
kjarasamningum aðila:
Lfl. 1.þr. 2. þr. 3. þr. 4. þr. 5. þr. 6. þr. 7. þr. 8. þr.
137 47.199 49.559 52.037 54.639 56.824 59.097 61.461 63.919
138 48.615 51.046 53.598 56.278 58.529 60.870 63.305 65.837
139 50.073 52.577 55.206 57.966 60.285 62.696 65.204 67.812
140 51.576 54.154 56.862 59.705 62.093 64.577 67.160 69.847
141 53.123 55.779 58.568 61.496 63.956 66.514 69.175 71.942
142 54.716 57.452 60.325 63.341 65.875 68.510 71.250 74.100
143 56.358 59.176 62.135 65.241 67.851 70.565 73.388 76.323
144 58.049 60.951 63.999 67.199 69.887 72.682 75.589 78.613
145 59.790 62.780 65.919 69.215 71.983 74.863 77.857 80.971
146 61.584 64.663 67.896 71.291 74.143 77.108 80.193 83.400
147 63.431 66.603 69.933 73.430 76.367 79.422 82.598 85.902
148 65.334 68.601 72.031 75.633 78.658 81.804 85.076 88.480
149 67.294 70.659 74.192 77.902 81.018 84.258 87.629 91.134
150 69.313 72.779 76.418 80.239 83.448 86.786 90.258 93.868
151 71.393 74.962 78.710 82.646 85.952 89.390 92.965 96.684
152 73.534 77.211 81.072 85.125 88.530 92.071 95.754 99.584
153 75.740 79.527 83.504 87.679 91.186 94.834 98.627 102.572
154 78.013 81.913 86.009 90.309 93.922 97.679 101.586 105.649
155 80.353 84.371 88.589 93.019 96.739 100.609 104.633 108.819
156 82.764 86.902 91.247 95.809 99.642 103.627 107.772 112.083
157 85.246 89.509 93.984 98.683 102.631 106.736 111.005 115.446
158 87.804 92.194 96.804 101.644 105.710 109.938 114.336 118.909
159 90.438 94.960 99.708 104.693 108.881 113.236 117.766 122.476
160 93.151 97.809 102.699 107.834 112.147 116.633 121.299 126.151
bæta kjör starfsmanna, stuðla að
bættu rekstrarskipulagi, betri nýt'-
ingu rekstrarfjármagns og virkari
þátttöku starfsmanna í stefnumót-
un og stjórnun. Sérstaklega verði
unnið að því að auka hlut kvenna
í ábyrgðarstöðum til samræmis við
jafnréttisáætlanir. Leitað verði
samráðs við starfsfólk um fram-
kvæmd þessarar greinar.
7. grein
Fyrir lok samningstímans skal
nefnd, skv. 3. mgr. 2. gr., meta
reynsluna af kerfisbreytingunni,
sbr. 1. gr., og þann árangur, sem
hún hefur skilað með tilliti til allra
framangreindra þátta. Undirbún-
ingur að árangursmati á hinu nýja
kerfi verði hafinn ári áður en samn-
ingstíminn rennur út og niðurstaða
skal liggja fyrir 9 mánuðum síðar.
Skulu samningsaðilar móta vinnu-
brögð og aðferðir við matsgerðina
og kynna niðurstöður hennar sam-
eiginlega.
8. grein
Stofnaður verði nú þegar sér-
stakur sjóður til þess að stuðla að
auknum rannsóknum, þróunarstarfi
og endurmenntun háskólamanna.
Úr sjóðnum verði úthlutað til fé-
lagsmanna, cinstaklinga eða hópa,
skv. reglum, sem aðilar setja í sam-
eiTitngQ.----------
11. grein
Prófaldurmörkum skv. grein
1.2.2 verði breytt þannig frá 1. júlí
1989, að tilfærsla milli þrepa verði
við 1, 2, 4, 6, 10, 15 og 20 ár og
við bætist ákvæði um lágmarks-
launaþrep eftir lífaldri, þannig:
1. þrep byijunarlaun
2. þrep eftir 1 árs prófaldur
3. þrep eftir 2 ára prófaldur
4. þrep eftir 4 ára prófaldur
5. þrep eftir 6 ára prófaldur eða
30 ára aldur
6. þrep eftir 10 ára prófaldur eða
40 ára aldur
7. þrep eftir 15 ára prófaldur eða
50 ára aldur
8. þrep eftir 20 ára prófaldur
Aldur reiknast frá upphafi næsta
mánaðar eftir afmælisdag.
12. grein
Laun samkvæmt 10. gr. hækki
um 1,5% hvert sinn þann 1. septem-
ber 1989, 1. nóvember 1989, 1.
janúar 1990 og 1. maí 1990.
13. grein
Hinn 1. júní 1989 skal starfsmað-
ur fá greidda sérstaka orlofsuppbót
að fjárhæð 6.500 kr., er miðist við
fullt starf næstliðið orlofsár. Greitt
skal hlutfallslega fyrir hluta úr
starfi á því orlofsári.
14. gp*ein
Grein 1.7.1 orðist svo:
Starfsmaður í fullu starfi skal fá
greidda persónuuppbót 1. desember
'ár hvert, sem nemi 30% af desem-
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1989
Forseti íslands ásamt fulltrúum Rotaryhreyfingarinnar á Bessa-
stöðum.
Forseti íslands feer
Paul Harris orðuna
Rotaryhreyfingin _ á íslandi
hefiir afhent forseta íslands, frú
Vigdísi Finnbogadóttur, Paul
Harris orðuna ásamt heiðurs-
skjali undirrituðu af forsetum
Rotarysjóðsins og hinnar al-
þjóðlegu Rotaryhreyfingar.
Þar er forsetanum þakkað starf
til eflingar bætts skilnings og
vináttu þjóða heimsins.
Paul Harris er faðir Rotary-
hreyfingarinnar. Hann stofnaði
fyrsta Rotaryklúbbinn í Chicago
þann 27. febrúar 1905 ásamt
þremur vinum sínum. Nú starfar
Rotary í 164 löndum og landsvæð-
um í nær 24 þúsund klúbbum
með yfir eina milljón félaga. Til
heiðurs Paul Harris var stofnað
til Paul Harris orðunnar, en sú
fjáröflun sem henni tengist, hefur
orðið drýgsti bakhjarlinn í mann-
úðarátaki hreyfingarinnar. Þetta
kom fram í máli Jóns Amþórsson-
ar, umdæmisstjóra Rotary á ís-
landi við afhendingu orðunnar á
Bessastöðum fyrir skömmu.
Islenska Rotaryhreyfingin
heldur umdæmisþing á Akureyri
í næsta mánuði og ber það yfir-
skriftina „Gætum að gróðri jarð-
ar“. Á landinu starfa 24 klúbbar
með tæplega 1.000 félagsmenn.
Sammngurmn er upp-
fullur af þverstæðum
- segir Davíð Oddsson, borgarstjóri
berlaunum í 143. launaflokki 6.
þrepi skv. launatöflu í 10. grein.
Með fullu starfi er átt við 100%
starf tímabilið 1. janúar til 30. nóv-
ember sama ár. Hafi starfsmaður-
inn gegnt hlutastarfi eða unnið
hluta úr ári, skal hann fá greitt
miðað við starfshlutfall á framan-
greindu tímabili, enda hafi hann
starfað a.m.k. frá 1. september það
ár.
Starfsmaður, sem fór á eftirlaun
á árinu, en hefði ella fengið greidda
persónuuppbót í desember, skal fá
hana greidda eigi að síður, enda
hafi hann skilað starfi, er svari til
a.m.k. hálfs starfsárs það ár.
3. kafli
Um endurskoðun og gildistíma
samnings þessa.
15. grein
Verði almennar breytingar á
launakjörum annarra launþega eftir
30. nóvember 1989, þannig að þau
hækki umfram launabreytingar
skv. 12. gr., geta aðilar krafist
breytingar á launaliðnum sem því
nemur. Náist ekki samkomulag um
slíka breytingu innan eins mánaðar
frá því að krafa kemur fram, getur
hvor aðili um sig óskað eftir, að
ágreiningurinn verði úrskurðaður
af nefnd, skv. 9. gr., og skal hún
þá skila niðurstöðu innan þriggja
vikna.
16. grein
Breytingar á kjarasamningi HÍK:
Frá upphafi skólaársins 1989—
1990 lækki kennsluskylda byijenda
1. árið í starfi um 1 kennslustund
á viku.
Frá 1. mars 1989 raðist fram-
haldsskólakennari, sem jafnframt
er meistari iðnnema, 1 launaflokki
hærra en ella.
Frá 1. mars 1989 hækki kenn-
ari, sem bætir við sig eða hefur
bætt við sig stigum með viðbótar-
námi kennara eða námskeiðum fyr-
ir þá, sem hér segir:
5 — 24 stig um 1 launaflokk
25 — 49 stig um 2 launaflokka
50 stig og fleiri um 3 launaflokka
Frá gildistöku samningsins bæt-
ist við nýr launaflokkur fyrir grunn-
skóla- og framhaldsskólakennara
og leiðbeinendur með 260 náms-
matsstig og þar yfir.
17. grein
Samningur þessi gildir til 31.
desember 1994, en skal vera upp-
segjanlegur eftir 30. september
1990 með eins mánaðar fyrirvara.
Bókanir með samningi
fiármálaráðherra f.h.
ríkissjóðs og aðildarfélaga
BHMR
Bókun 1
Samningsaðilar eru sammála um
að reglugerð nr. 633/1987 um
barnsburðarleyfi verði endurskoðuð
að því er eftirtalin efnisatriði varð-
ar:
Viðmiðunartímabil vegna yfir-
vinnu og vaktaálags verði 12 mán-
uðir í stað 6 mánaða nú.
Vegna starfsloka við lok barns-
burðarleyfis verði miðað við venju-
legan uppsagnarfrest.
Heimilt verði að lengja barns-
burðarleyfi í allt að 12 mánuði í
stað 9 mánaða nú.
Óheimilt er að segja barnshaf-
andi konu upp starfi nema gildar
ástæður séu fyrir hendi.
Skylt er, þar sem því verður við
komið, að færa barnshafandi konu
til í starfi, ef það er þess eðlis, að
heilsu hennar eða fósturs er af því
hætta búin, enda verði ekki við
komið breytingum á starfsháttum.
Slík tilfærsla skal ekki hafa áhrif
á launakjör viðkomandi til lækkun-
ar.
Heimilað verði að skipta barns-
burðarleyfi vegna heilsufars barns,
þegar sérstaklega stendur á.
Bókun 2
Samningsaðilar eru sammála um,
að reglugerð nr. 135/1988, um
veikindaforföll starfsmanna ríkis-
ins, verði breytt þannig, að viðmið-
unartímabil vegna meðaltals yfir-
vinnu verði 12 mánuðir í stað 6
mánaða nú. Endurgreiðsla vinnu-
veitenda á læknisvottorði, skv. 7.
mgr. 1. greinar reglugerðarinnar,
taki einnig til greiðslu til læknis
fyrir viðtal vegna öflunar vottorðs-
ins.
Bókun 3
Aðilar eru sammála um, að þegar
um ráðningu í starf er að ræða,
verði ráðning með uppsagnarfresti
ríkjandi ráðningarform. Séu verk-
efnislok fyrirfram ákveðin eða um
afleysingu að ræða, verði slík ráðn-
ing þó tímabundin. Þegar tíma-
bundin ráðning hefur varað í 2 ár,
verði henni breytt í ráðningu með
þriggja mánaða uppsagnarfresti.
Réttur lausráðinna til launa í
veikindum, bamsburðarleyfi o.fl.
verði ákveðinn sérstaklega að und-
angengnum viðræðum við heildar-
samtök ríkisstarfsmanna.
Viðkomandi stéttarfélag fer með
forsvar fyrir laus- og fastráðna fé-
lagsmenn sína í þjónustu ríkisins,
sem gegna störfum á samningssviði
félagsins, sbr. ákvæði laga nr.
94/1986 og í samræmi við 2. lið
yfirlýsingar fjármálaráðherra frá
3. september 1982.
Unnið verði að fullnaðarfrágangi
ákvæða sbr. ofanritað á samnings-
tímanum. Verði þeirri vinnu lokið
fyrir 15. september 1989.
Bókun 4
Tekin verði til skoðunar hækkun
á örorkubótum vegna slysa í starfí.
Örorkubætur verði greiddar sem
næst verðlagi greiðslumánaðar í
stað slysadags.
Bókun 5
Undirbúin verður breyting á lög-
um um Lífeyrissjóð starfsmanna
ríkisins, er miðist við, að iðgjöld
verði greidd af öllum launum. Ið-
gjöld af öðrum launum en dag-
vinnulaunum myndi sérdeild í sjóð-
unum, þar sem réttindi ráðist af
greiddum iðgjöldum og ávöxtun
þoirra. Miðað verði við, að upptöku
iðgjalda verði skipt í tvo jafnstóra
áfanga, og taki annar gildi 1. jan-
úar 1990 og hinn 1. janúar 1991.
Jafnframt verði undirbúnar hlið-
stæðar breytingar á lífeyrismálum
þeirra, sem samningur þessi tekur
til, en ekki eiga aðild að LSR.
Bókun 6
Samningsréttarlögin verði end-
urskoðuð í samvinnu við öll samtök
opinberra starfsmanna. Stefnt verði
að því, að breytingar, sem aðilar
verða sammála um, verði lagðar
fram á haustþingi 1989.
Bókun 7
Á samningstímanum fari fram
athugun á því með hvaða hætti sé
unnt að bregðast við launaskriði á
almennum markaði.
Bókun 8
Nefnd, skipuð fulltrúum Dýra-
læknafélags Islands, fjármála- og
landbúnaðarráðuneytis, mun taka
embættis- og vaktskyldu héraðs-
dýralækna til umfjöllunar. Nefndin
hefji störf án tafar og skili niður-
stöðum innan þriggja mánaða. Mið-
að skal við, að héraðsdýralæknum
verði kleift að njóta vikulegra
frídaga eins og sambærilegar
starfsstéttir.
Fylgiskjal 1
með samningi
fiármálaráðherra f.h.
ríkissjóðs og aðlidarfélaga
BHMR
Um verkefhi við setningu reglna
um mat á starfskjörum sbr. 2.
gr. í 1. kafla samningsins.
Meðal þeirra atriða sem um skal
fjalla í reglum um vinnubrögð, við-
miðanir og aðferðir við mat á starfs-
kjörum eru þessi:
1. Laun fyrir dagvinnu og vakta-
vinnu og skilgreining þeirra launa.
2. Yfirborganir og ómæld yfir-
vinna.
3. Heildarlaun og vinnuframlag
sem á móti þeim stendur.
4. Úrtak starfsmanna og fyrir-
tækja svo og úrtaksaðferðir.
5. Mat á lífeyrisréttindum og öðr-
um hlunnindum.
6. Aðferðir við samanburð milli
starfshópa hjá ríkinu og annars
staðar.
Yfirlýsing 1
með kjarasamningi
Qármálaráðherra og
aðildarfélaga BHMR
Aðilar eru sammála um, að ekk-
ert hafi komið upp í verkfalli aðild-
arfélaga BHMR frá 6. apríl til 18.
maí 1989 milli aðila, sem gefi til-
efni til eftirmála af neinu tagi.
„Það er fagnaðarefni að lang-
varandi verkfalli sé nú Iokið,“
sagði Davíð Oddsson, borgar-
stjóri, í samtali við Morgunblaðið
í gærkvöldi uni nýgerða samn-
inga BHMR-félaga og viðsemj-
enda, en Reykjavíkurborg er
aðili að samningnum.
Davíð benti á að með þessum
samningi væri fallið frá hugmynd-
um um jafnlaunastefnu. Samning-
urinn væri prósentusamningur þar
sem þeir fengju mest sem mest
höfðu fyrir. í öðru lagi væri flestum
átakaatriðum samningaviðræðnana
varpað yfir á næstu ár. „Þegar á
þessum atriðum verður tekið, sam-
HELGI Bergmann sýnir um þess-
ar mundir 23 myndir í Innrömm-
um Siguijóns, Armúla 22. Mynd-
irnar eru allar gamlar, m.a.
landslagsmyndir og teikningar
af þekktum borgurum.
Helgi Bergmann er áttræður,
fæddur í Ólafsvík. Hann lærði húsa-
málun og vann lengi við iðnina í
Reykjavík. Hann fór til listnáms í
kvæmt samningi, þá koma menn
til með að sjá að samningurinn er
uppfullur af þverstæðum. Annars
vegar er gert ráð fyrir þvi að á til-
teknu árabili nái viðsemjendur hins
opinbera í þessum samningum
miklu meiri hækkunum en þeir aðil-
ar, sem verða með lausa samninga
á næsta ári. Á hinn bóginn er sagt
um leið að þessar hækkanir, sem
samkvæmt orðana hljóðan, geta
orðið mjög miklar, megi ekki raska
hinum almenna launaramma í þjóð-
félaginu. Ég óttast að það verði
jafn erfitt að sameina þessi mark-
mið og að sameina vatn og olíu,“
sagði Davíð Oddsson borgarstjóri.
Kaupmannahöfn og hélt sína fyrstu
sýningu eftir heimkomuna með Sig-
uijóni Ólafssyni sem þá var einnig
að koma heim frá námi. Síðan hef-
ur Helgi haldið margar einkasýn-
ingar. Einnig teiknaði hann skop-
myndir í Spegilinn og fleiri blöð.
Sýningin er sölusýning. Hún er
opin á almennum verslunartíma alla
virka daga og stendur til 31. maí.
Nokkur verka Helga Bergmann.
Morgunblaðið/Júlíus
Helgi Bergmann sýnir