Morgunblaðið - 16.07.1989, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 1989
....g"R"TTflN VIÐ BOLVALDINN
Helga
Ögmundsdóttir
læknirvið sind-
urteljara sem
mælir geislavirkni
í frumum.
RANNSÓKNIR
SNEMMA árs 1988 var vígð ný rannsóknarstofa til að
stunda vísindarannsóknir á krabbameini. Rannsóknarstofan
er í byggingu Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð í
Reykjavík. Forstöðumaður hennar er Helga Ögmunds-
dóttir læknir og er hlutverk rannsóknarstofunnar að stunda
tilraunavísindi á sviði sameinda- og frumulíffræði, þ.e. rann-
sóknir sem leggja út af kenningum eða spurningum og
prófa sannleiksgildi þeirra með tilraunum og mælingum.
Igrein sem Helga Ögmunds-
dóttir skrifaði í fyrsta tölu-
blað tímaritsins Heilbrigðis-
mál árið 1988 kemur fram,
að eitt þeirra verkefna sem
þar er unnið að er rannsóknir á
eðli bqostakrabbameins, en þetta
verkefni • beinist annars vegar að
rannsóknum á afbrigðum í frumu-
starfsemi og frumusamskiptum og
hins vegar að erfðaþáttum. Athygl-
in hefur meðal annars beinst að
ákveðnum ættum með hærri tíðni
bijóstakrabbameins en almennt
gerist. Rannsóknir á þessu sviði
voru áður hafnar á Rannsóknastofu
Háskólans í frumulíffræði og hefur
verið samstarf þar á milli. I þessu
rannsóknarverkefni er ein megin-
spumingin sú hvort komast megi
að því hvers vegna sumu fólki virð-
ist hættara við að fá krabbamein
en öðm, en aukinn skilningur á
þessu sviði ætti að geta leitt til
markvissara forvamarstarfs.
HER ER
TÆKIFÆRIÐ
Viltu ferðast um Miðjarðarhafið í sumarleyfinu?
TIL SÖLU
hlutar íferðaskútum, staðsettum a Miðjarðarhafi.
Hafið samband við sölumenn.
BEj\CO
Lagmula 7, simi 91-84077.
MEÐFERÐIN
TIL AÐ FRÆÐAST um meðferð við
brjóstakrabbameini eftir greiningu var rætt við
Þórarin E. Sveinsson, yfirlækni krabbameinsdeildar
Landspítalans.
egar kona hefur verið
greind með bijósta-
krabbamein þarf að
meta útbreiðslu þess,“
sagði Þórarinn. „Þá er
átt við hvort það sé staðbundið í
bijóstinu, hafi borist til aðlægra
eitla eða náð að dreifa sér til ann-
arra líffæra."
Tveggjasentimetrareglan
„Ef við ímyndum okkur að búið
sé að greina krabbameinið og það
nú undir aðgerð fara á sex daga
fjöllyfjameðferð frá og með aðgerð-
ardegi. Þær sem hafa minnstu
æxlisbyrðina fá ýmist enga við-
bótarmeðferð eða fá geislameðferð
í framhaldi af fleygskurði. Hafi
hins vegar krabbameinsfrumur
greinst í holhandareitlum er yngri
konum ráðlögð fjöllyfjameðferð
sem er lík að eðli og sex daga lyfja-
meðferðin og varir hún í sex til
níu mánuði. Eldri konum er hins
vegar ráðlögð ákveðin andhorm-
ónameðferð. í henni er gefið horm-
Fleygskurður. Tekinn er mis-
stór fleygur eftir fyrirferð æxlis-
ins.
virðist staðbundið i bijóstinu er
aðgerð næsta skrefið. Hún getur
verið tvenns konar. Á undanförnum
árum hefur svonefndur fleygskurð-
ur að hluta tilkomið í stað brott-
náms bijósts. Meginreglan er sú
að sé æxlið minna en tveir sentí-
metrar er gerður fleygskurður, að
öðrum kosti er allt bijóstið tekið.
í fleygskurði er skorinn þríhyming-
slaga fleygur úr bijóstinu með topp
inn að geirvörtu og botnflöt út að
yfirborði bijóstsins og þess gætt
að æxlið sé allt inni í fleygnum.
Jafnframt þessu er lagður sérstak-
ur skurður upp í holhönd, eitlar þar
fjarlægðir að verulegum hluta og
þeir síðan skoðaðir með tilliti til
þess hvort æxlisfrumur hafi sáð sér
til þeirra. Ef ekkert fínnst í eitlun-
um og meinafræðingar úrskurða
að ekki sé að sjá neinn æxlisvöxt
í brúnum fleygsins telst aðgerðinni
lokið. Konan heldur meginhluta
bijóstins en í framhaldi kemur hún
svo til geislameðferðar en þá er
bijóstvefurinn sem eftir er geislað-
ur. Ástæðan fyrir geislameðferð
er sú að stundum geta æxlin kom-
ið upp á fleiri en einum stað og
þau geta þá verið svo lítil að þau
greinist hvorki við myndatöku né
þreifingu. Einnig hindrar geislunin
nýmyndun æxlis í sjálfu aðgerðar-
svæðinu.
Þórarinn sagði að hér á landi
hefði verið brugðið út af tveggja-
sentimetrareglunni og tækju lækn-
ar æxli sem væru allt að fjögurra
sentimetra stór með fleygskurði ef
stærð sjálfs bijóstsins leyfði. í litl-
um bijóstum væri t.d. ekki miklum
bijóstvef til að dreifa og því lítill
ávinningur fyrir konuna að fá gerð-
an fleygskurð. Æxlið mætti ekki
heldur hafa vaxið í húðina fyrir
ofan eða bijóstvegginn fyrir neðan
það. Þórarinn sagði að hvað stærð-
ina varðaði hefðu íslenskir læknar
fetað í fótspor sérfræðinga í
Bandaríkjunum, Kanada, Frakk-
landi og víðar og hefði prófessor
Hjalti Þórarinsson verið forgöngu-
maður fleygskurðar hér á landi.
Þar sem rannsóknir bentu til þess
að langtímaárangur væri sambæri-
legur hvort sem beitt væri við að-
gerðina brottnámi bijósts eða
fleygskurði með eftirfylgjandi
geislameðferð, þá hefðu konur nú
í reynd val um það hvorri aðgerðar-
tegundinni sé beitt.
Geislameðferð og lyf
„Flestar þær konur sem gangast
Þórarinn E. Sveinsson
ón, sem líkist mjög kvenkyns-
hormóninu östrogen. Það binst
æxlisfrumum sem eru oft mjög
háðar östrógeni í umhverfi sínu og
hindrar að kvenkynshormónin sem
til staðar eru í líkamanum nái að
hafa hvetjandi áhrif á frumuna.
Konur þola þessa meðferð mjög
vel, en fjöllyijameðferð hefur meiri
aukaverkanir í för með sér, svo sem
á slímhúð, frumur í hársekkjum og
blóðmerg, þ.e. frumur sem skipta
sér hratt í líkingu við krabbameins-
frumurnar. Ástæðan fyrir því að
konur sem greinast með krabba-
meinsfrumur í holhandareitlum eru
settar á framhaldsmeðferð er sú
að hættan á því að krabbameins-
frumur hafi sáð sér til annarra
líffæra í líkamanum er mun meiri
en hjá þeim konum þar sem æxlis-
vöxtur er bundinn við bijóstið.“
— Það eru því notuð tvenns
konar lyf gegn bijóstakrabbameini,
ekki satt?
„Jú, það er annars vegar þessi
hefðbundnu krabbameinslyf sem
annað hvort deyða frumur eða gera
þær óhæfar til að skipta sér. Þau
hafa jafnframt áhrif á aðrar frum-
ur sem skipta sér hratt eins og
áður hefur verið drepið á og valda
oft aukaverkunum. Hins vegar eru
notuð svonefnd andhormón sem
hindra áhrif östrogens á æxlisvöxt-
inn. Þau hafa einkum góð áhrif hjá
eldri konum. Hjá yngri konum er
æxlið oft ekki eins vel sérhæft og
vaxtarhraði þess meiri og því hafa
frumudeyðandi og frumuhamlandi
lyfin einkum verið notuð hjáþeim.“
Þórarinn sagði að hér væri um
að ræða frummeðferð þar sem
markmiðið væri áð lækna viðkom-
andi. Hins vegar ef æxlisvöxtur
greindist annars staðar í líkaman-
um sem þýddi að æxlið hefði náð
að sá sér, þá væru líkurnar á að
sjúklingi batnaði að fullu litlar, en
hins vegar væri alltaf unnt að veita
meðferð sem gæti dregið úr æxlis-
vexti og minnkað einkenni, þannig
að sjúklingur gæti lifað góðu lífi í
mörg ár.
Bætt meðferð
í línuriti þar sem borin er saman
tíðni bijóstakrabbameins á Ijölda
kvenna undanfama áratugi við
tíðni dauðsfalla af völdum sjúk-
dómsins má sjá að á meðan fyrr-
nefnda tíðnin eykst stöðugt hér
sem annars staðar helst dánartí-
ðnin stöðug. Hver er skýring Þórar-
ins á þessu?
„Á undanfömum áratugum hef-
ur þekking manna á eðli bijósta-
krabbameins aukist verulega.
Rannsóknir hafa m.a. leitt í Ijós
ýmsa þætti sem áhrif hafa á bata-
horfur sjúklinga. Með því að nýta
þessa þekkingu strax við greiningu
sjúkdómsins er beitt mismunandi
meðferðarleiðum, allt eftir því hver
hættan er á að sjúkdómurinn taki
sig upp að nýju eftir aðgerð. Jafn-
hliða hefur heildarmeðferðin orðið
betri og markvissari og er þar átt
við' aðgerðir, geislameðferð og
lyfjagjafír. Línuritið sýnir því ein-
faldlega bættan árangur meðferðar
þar sem dánartíðni af völdum sjúk-
dómsins hefur ekki vaxið, þrátt
fyrir mikla aukningu á nýgengi
sjúkdómsins.
Hinsvegar má ekki gleyma þeirri
staðreynd að með aukinni fræðslu
hafa konur leitað fyrr til lækna
þegar þær finna ber í bijósti og
hefur því sjúkdómurinn greinst fyrr
á ferli sínum og þá um leið oft á
viðráðanlegra stigi en áður. Hvað
leitina varðar, sem hafin hefur ver-
ið hérlendis með röntgenmynda-
töku af bijóstum, þá er ljóst að hún
á engan þátt í þessari þróun, enda
nýhafín. Vafasamt er hvort hóp-
skoðun sem slík muni leiða til lækk-
unar á dánartíðni af völdum bijós-
takrabbameins, en mikil umræða á
sér nú stað um þetta efni erlendis
í kjölfar niðurstaðna rannsókna frá
Malmö er birtust í British Medical
Journal í október síðastliðnum og
áður hefur verið fjallað um í Morg-
unblaðinu," sagði Þórarinn að lok-
um.