Morgunblaðið - 16.07.1989, Side 15

Morgunblaðið - 16.07.1989, Side 15
■MOKGUNBI-AIHP .SU,\XU])AGL:H,1C.,JCI.Í af við manninn á stuttum tíma. Skiptir þá öllu máli að menn kunni að bregðast rétt við ef óhapp ber að höndum. Á síðustu árum hafa orðið miklar framfarir í öryggismál- um sjómanna. Ég hef sem lífeðlis- fræðingur orðið þeirrar ánægju að- njótandi um árabil að fá að fræða sjómenn um kulda og áhrif hans á líkamann í Slysavarnaskóla sjó- manna. Þar eru áhugasömustu og þakklátustu nemendur sem ég hef nokkru sinni kennt. Nauðsynlegt er að allir lands- menn, ekki bara þeir sem sækja sjóinn, fái fræðslu um áhrif kulda víkur undir Kaldi, sem var mikill staður. Hann hafði hest í taumi.“ Þótt við kvennalistakonur værum á ferð í júní og sól skini í heiði var kuldinn bítandi og minnti á þessa ferð Ljósvíkingsins til Kaldsvíkur undir Kaldi. Fegurð himinsins og jökullinn hafa sína töfra og við eigum að njóta þeirra eins og skáldið Ólafur Kárason. Þegar sumarið er liðið og veður haustsins dynja yfir, þá meg- um við hins vegar ekki uppgötva að við höfum gleymt að afla okkur vetrarforða eins og Hrafna-Flóki forðum. Við megum ekki verða svo Við söknum stundum sólar, en hún þarf ekki að skína nema í skamman tíma þá yljar hún svo ótrúlega og það er eins og svipt sé burtu úr huganum öllu neikvæðu um veðrið og aðeins hugsað til þess hve við erum gæfusöm að eiga heima í þessu stóra og kalda landi.“ á líkamann og hvernig á að bregð- ast við honum, jafnframt fræðslu um náttúruna og umgengni við hana. Listin að lifa í landinu Ég var að rifja upp Heimsljós mér til hugarhægðar á dögunum. Náttúrulýsingarnar magna upp þau áhrif, sem við verðum fyrir á ferðum okkar um landið. Þar talar höfund- ur sem áttar sig á óblíðum náttúru- öflum: „Leiðin lá þvert um dalinn, yfir ána, upp fjall, gegnum skarðið Kaldsheiði, yfir aðra sveit til Kalds- upptekin af blíðu sumarsins að vet- urinn gieymist. „Fögur þótti okkur jörðin“ berg- málaði í húsinu á Gljúfrum áður en Ljósvíkingurinn hélt „inná jökulinn, á vit aftureldingarinnar, búngu af búngu, í djúpum nýföllnum snjó, án þess að gefa þeim óveðrum gaum, sem kunna að elta hann.“ Þrátt fyrir óblíð náttúruöfl meg- um við ekki gleyma þeim miklu kostum sem landið hefur uppá að bjóða. Listin er að þekkja náttúru- öflin og geta brugðist við þeim á réttan hátt. Á heilagri nóttu Erlendar bækiir Jóhanna Kristjónsdóttir Tahar Ben Jelloun: Den hellige natten. Norsk þýðing: Kari Risvik. Útg. Cappelen 1988. að er ekki oft sem kostur gefst á bókum eftir arabíska höf- unda, svo að ég tók því fagnandi er norska forlagið Cappelen sendi mér þessa bók, þó svo í þýðingu sé. Tahar Ben Jalloun er einn frægasti höfundur Marokkó, fæddur í borg- inni Fes 1944 en nú búsettur í París. Hann hefur gefið út nokkrar ljóðabækur og skáldsögur. Hann fékk hin virtu bókmenntaverðlaun Goncourt fyrir þessa bók fyrir tveim- ur árum. Á heilagri nóttu er sjálf- stætt framhald bókarinnar „Sin fars sön“. En hana má lesa án þess að kunna skil á hinni fyrri. Sagan hefst þegar faðirinn er að deyja. Við dánarbeðinn situr Ahmed, eini sonur hans af átta börnum. Raunar er Ahmed stúlka, en svo mjög hafði faðirinn þráð að eignast son, að hann ákvað að áttunda barn- ið væri drengur, hvors kyns sem það yrði. Ahmed hefur því vaxið upp í gervi drengs, átt í eilífu stríði við sjálfan sig og ekki fengið til hlítar skilið hver yrði framtíð sín. En faðirinn iðrast og ákveður að leysa „soninn“ undan kvöðinni og verða stúlka aftur, sem hann gefur nafnið Sara. Þegar faðirinn er and- aður flýr Sara í brottu, veit sem er að systur hennar sjö bera til hennar hefndar- og öfundarhug vegna þess dálætis sem hún varð aðnjótandi hjá föður þeirra, en þær fóru á mis við. Riddari á hvítum hesti nemur hana á brott, flækingur tekur mey- dóm hennar á för um auðnina og þó gæti hvort tveggja verið draum- ur. Hún kemur í lítið þorp, þar sem gæslukona þorpsbaðsins telur hana af himnum senda til að hjálpa sér við umönnun „Ræðismannsins" eins og hún kallar blindan bróður sinn. Hjá þeim á Sara athvarf um hríð og verður vitni að sérstæðum at- Tahar Ben Jalloun burðum, sjúklegu og þó undursam- legu sambandi milli systkinanna og sjálf hrífst hún af ræðismanninum, vitsmunum hans og sálarþroska. Svo fer að systirin fyllist afbrýðis- semi og leitar fregna af fortíð Söru og kemur með vondan frænda henn- ar á vettvang til að hann geti tekið hana með heim og hegnt henni. í örvæntingu skýtur Sara frændann til bana og er dæmd í fangelsi fyrir. í fangelsinu tekst henni að eigin mati að átta sig á mörgu sem ekki hafði verið henni ljóst áður. Hún reynir að ganga inn í veröld hins blinda enda ætlar ræðismaðurinn að bíða hennar og lengi vel vitjar hann Söru í fangelsinu. Einn daginn koma svo hinar sjö hefnigjörnu systur til hennar í fangelsið og misþyrma henni hrottalega, svo að henni er vart hugað líf lengi. Konsúllinn hverfur úr lífi hennar, fangelsisvistin er stytt vegna góðrar hegðunar og hún leggur upp í ferð að nýju, sem hún veit ekki hvert muni leiða hana. Þessi saga er áhrifamikil og ljóð- ræn, sú stemmning dulúðug sem hann framkallar og hlýtur að vekja með manni löngun til að kynnast fleiri verkum þessa höfundar. 15 -H SVFFN- HERBERGIÐ Að menneskjan sofi einn þriðja hluta ævinnar er í fyrsta lagi satt, — í öðru lagi leiðinlegt, — og í þriðja lagi áhugaverð staðreynd fyrir okkur í Húsgagnahöllinni sem höfum stærsta og besta úrval hjónarúma á öllu íslandi. Hefurðu prófað að sitja í stól í 8 klukkustundir samflellt? Er þér sama hvemig sá stóll er? — En dýnan sem þú sefur á 8 klukkustundir á sólarhring? — Er þér sama hvernig hún er? Nei, nei, engum er sama hvernig hann liggur í þriðjung ævinnar. Það er býsna dýrt að sofa vel, svona ca. sex krónur á sólarhring ef þú kaupir dýrustu dýnuna sem hægt er að kaupa á Islandi. LUX ULTRAFLEX 90x200 cm kr. 32.520,- 105x200 cm kr. 30.340,- 120x200 crn kr. 43.590,- 140x200 cm kr. 49.630,- 160x200 cm kr. 55.680,- Þessi stórkostlega dýna býður upp á einstök þægindi og fæst í mjúkri og stífri gerð. Tvöföld fjaðramotta, 337 fjöður á fermeter. Stífir kantar, stunginn dúkur, þykk þvottekta yfirdýna. HÚSGÍMJN Á 7600 FERMETRUM Húsgagna-Siöllin REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.