Morgunblaðið - 09.08.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.08.1989, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 177. tbl. 77. árg. MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Ovænt málalok Ottawa. Reuter. EIN umdeildustu réttarhöld í sögu Kanada tóku óvænta stefhu í gær. Þá upplýsti lögmaður Chantal Daigle, 21 árs gamallar konu, að hún hefði þegar látið eyða fóstri sínu sem allt snerist um. Sjöunda júlí sl. var sett lögbann á fyrirhugaða fóstureyðingu Daigle áð kröfu fyrrverandi rekkjunauts henn- ar. Áfrýjunardómstóll í Quebee stað- festi lögbannið með vísan í réttindi fóstursins og er slíkt einsdæmi í kanadískri réttarsögu. Daigle áfrýj- aði til hæstaréttar Kanada í Ottawa. Vegna þess hve brýnt þótti að niður- staða fengist í málinu kom rétturinn saman í gær þrátt fyrir sumarfrí en Daigle átti að vera komin 22 vikur á leið. Þegar ljóst var hvernig málum var háttað aflétti hæstiréttur lög- banninu og staðfesti þarmeð réttindi kanadískra kvenna til að „ráða yfir líkama sínum“ eins og það er stund- um orðað. Gíslamálið: Reuter Tvær múhameðstrúarkonur í Beirút lialda á Iofti mynd af Abdel Karim Obeid, sem Israelar námu á brott frá Líbanon. Friðaráætlun Mið-Ameríkuríkja: Misjöfii viðbrög'ð kontra-skæruliða Miami, Bandaríkjununi. Tela í Honduras. Reuter. YMSIR talsmenn kontra-skæruliða, sem hafa bækistöðvar í Honduras og barist hafa gegn stjórn sandinista í Nicaragua, hafa þegar vísað á bug ákvæðum í friðaráætlun forseta fimm rikja í Mið-Ameríku, þar sem gert er ráð fyrir því að skæruliðar afhendi vopn sín innan fjögurra mánaða. Þeir neita að taka mark á loforðum sandinistastjórnarinnar sem heitir þeim griðum snúi þeir heim. Bandaríkjastjórn hefur stutt kontrana og er andvíg einhliða af- vopnun þeirra, viil að fyrst verði haldnar iýðræðislegar kosningar í Nicaragua. Ótryggt vopnahlé hefur ríkt milli sandinista og skæruliða í rúmt ár. Talsmaður Bandaríkja- stjórnar, Marlin Fitzwater, var vark- ár í umsögn sinni um friðaráætlun- ina, sem samþykkt var á mánudag, en dró í efa einlægni sandinista og ítrekaði mikilvægi þess að staðið Bandaríkjamenn þvertaka fyrir greiðsln lausnargjalds Washington og Nikósíu. Daily Telegraph. Bandaríkjamenn þvertóku í gær fyrir að skipta á „frystum" eignum írans í Bandaríkjunum og vestrænum gíslum í Líbanon. Stungið var upp á þessu í forystugrein Teheran Times, en þar var haft eftir manni, sem sagt var að stæði nærri Hashemi Rafsanjani Iransforseta, að forset- inn hefði skorað á Bandaríkjastjórn að „stíga fyrsta skrefið" með því að láta Irönum eignir þeirra eftir. I blaðinu sagði að um leið og pening- amir og aðrar eignir Irana lægju á lausu myndu „íranir vissulega stíga síðara skrefið“. Blaðið er óopinber málpípa klerkastjórnarinnar. Orðrómur hefur einnig heyrst um það í Washington, höfuðborg Banda- ríkjanna, að meðalgöngumenn hafi haft það á orði við embættismenn í Hvíta húsinu að íransstjórn myndi vafalaust „reyna að beita áhrifum sínum“ á hryðjuverkamenn Hizbollah (Fiokks guðs) af meiri krafti, ef Bandaríkjamenn gerðu írönum kleift að nálgast eignir sínar í Bandaríkjun- um. Marlin Fitzwater, talsmaður Austur-Berlín: Sendiskrifstofu lok- að vegna ágangs Austur-Berlín. Reuter. Daily Telegraph. SAMSKIPTI Austur- og Vestur-Þýskalands eru nú stirð vegna þess fjölda Austur-Þjóðveija sem reynir að komast vestur, annaðhvort ólöglega eða með því að fá útflytjendaleyfi. Vestur-þýsk stjórnvöld ákváðu í gær að Ioka skrifstofu sendifulltrúa síns í Austur-Berlín vegna ágangs heimamanna og á þriðja hundrað Austur-Þjóðverjar hafast nú við í sendiráðum Vestur-Þýskalands í Prag og Búdapest. 130 Austur-Þjóðveijar gista nú skrifstofu vestur-þýska sendifull- trúans í Austur-Beriín, en vegna hins sérstaka sambands ríkjanna tveggja hafa þau ekki eiginleg sendiráð hvort hjá öðru. Talsmaður skrifstofunnar sagði í gær að svo margir hefðu komið á mánudag að ekki hefði verið lengur starfsfriður. Vestur-þýsk stjórnvöld gera ráð fyrir að 80.000 Austur-Þjóðveijar flytji til Vestur-Þýskalands á þessu ári. Vestur-þýskir fjölmiðlar greindu frá því um helgina að ein milijón Austur-Þjóðverja hefði sótt um leyfi tii að flytja vestur eða 6% íbúa landsins. Hundruð Austur-Þjóðveija hafa undanfarið gefist upp á langri bið eftir brottfararleyfi og flúið frá Ungveijalandi til Austurríkis og komu 72 slíkir flóttamenn til Vest- ur-Þýskalands í gær. Bandaríkjaforseta, sagði á blaða- mannafundi í gær, að slík skipti væru ekki til umræðu og yrðu það ekki. „Við viljum ekki tengja þessi tvö mál hvort öðru og það er í fullu samræmi við þá stefnu okkar að láta ekki undan lausnarfjárkröfum." Iranir telja sig eiga um 12 millj- arða Bandaríkjadala (rúml. 700 millj- arða ísl. kr.) vestra, en bandarískir embættismenn segja að um mun minni upphæðir sé að ræða. Eignirn- ar voru „frystar" af Jimmy Carter, þáverandi Bandaríkjaforseta, þegar Iranir tóku bandaríska stjórnarerind- reka í sendiráðinu í Teheran í gíslingu. Meðal eignanna eru banka- reikningar í New York, vopn og hern- aðarvarahlutir, en eignirnar eru allar frá tíð íranskeisara. í ræðu, sem George Bush Banda- ríkjaforseti flutti við embættistöku sína í janúar síðastliðnum, hét hann því að Iranir myndu njóta velvildar Bandaríkjastjórnar ef vestrænum gíslum í Líbanon yrði sleppt. Frétta- skýrendur telja víst að Bush, sem brenndi sig á vopnasölumálinu svo- kallaða, vilji vara sig á að falla í sömu gryfju og fyrirrennari hans, Ronald Reagan, og muni allra síst fara að prútta við írani um hina vestrænu gísla, enda sanni dæmin að varlegt sé að treysta fögrum fyrir- heiium á þeim bæ. Klerkar í íran hafa reynt að eyða tali um klofning í liði sínu sem upp hefur komið á síðustu dögum vegna gíslamálsins. Síðastliðinn föstudag bauð Rafsanjani Bandaríkjiinum hjálp sína við lausn málsins. í gær kvað hins vegar við annan tón í Te- heran, en þá sagði Ali Akbar Mohtas- hemi innanríkisráðherra að allir sanntrúaðir shítar skyldu vera reiðu- búnir að úthella blóði sínu í stríði gegn Bandaríkjunum. Mohtashemi var einn stofnenda Hizbollah og stjórnaði samtökunum þegar hann var sendiherra írans í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, í upphafi þessa áratugar. yrði við loforð um fijálsar kosningar. Helsti talsmaður skæruliðanna í hernaðarlegum efnum, Enrique Bermudez, lagði áherslu á að áætlun- in gerði ráð fyrir sjálfviljugri af- vopnun kontranna en sagði jafnframt að þeir myndu ekki leggja niður vopn fyrr en beinar viðræður við fulltrúa sandinista hefðu farið fram í Mana- gua, höfuðborg Nicaragua. Aðrir talsmenn voru óvægnari og Aristide Sanches, félagi í sex 'manna yfir- stjórn hreyfingarinnar, sagði að kontraliðar ættu nú aðeins einn kost; að halda inn í Nicaragua með vopn sín, lifa á landsins gæðum og treysta á stuðning íbúanna. „Við ætlum að reyna að forðast átök en veija okkur ef þörf krefur," sagði Sanches. Hann tók fram að þeir myndu leggja niður búðir sínar í Honduras að ósk þar- lendra stjórnvalda. Talið er víst að samkomulag for- seta Costa Rica, E1 Salvador, Nic- aragua, Guatemala og Honduras muni enn draga úr baráttuhug kontr- anna sem þegar tók að dvína er Bandaríkjamenn hættu beinum vopnastuðningi á síðasta ári. Sjá: „Sveitir kontra-skæru- liða ..." á bls. 22. Reuter Utí geiminn með miklum gný Bandarísku geimfeijunni Columbiu var skotið á braut um jörðu í gær og með svo miklum gný, að áhorfendapallar í rúmlega fimm km fjarlægð skulfu og nötruðu. Fimm menn eru í áhöfninni en stjórn- völd vilja ekki skýra frá tilgangi ferðarinnar. Eftir öðrum heimildum er hins Vegar haft, að koma eigi á braut njósnahnetti, búnum svo fullkomnum ljósmyndavélum, að með þeim sé unnt að ráða sæmilega stórar blaðafyrirsagnir á jörðu niðri. Columbia er tíu ára gömul, elst geimferjanna þriggja, og var síðast. flogið 1986.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.