Morgunblaðið - 09.08.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.08.1989, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1989 Forseti íslands í Kanada: Vigdís heiðursdoktor við Manitoba-háskóla Winnipeg. Frá Karli Blöndai, fréttaritara SALURINN tók undir með dynj- andi lófataki þegar Vigdís Finn- bogadóttir, forseti íslands, var sæmd heiðursdoktorsnaftibót í lögum við Manitoba-háskóla í Winnipeg á föstudag. Arnold Naimark, forseti og varakanslari Manitoba-háskóla, sagði að ætl- unin með nafnbótinni væri sú að heiðra þjóðarleiðtoga sem hefði bæði haft áhrif á samfélagið í Manitoba og um heim allan. Eftir að Vigdís hafði verið sæmd nafnbótinni kvaðst hún kunna kær- ar og innilegar þakkir fyrir þennan heiður. í ávarpi sínu fjallaði forset- inn um nauðsyn menntunar, meng- un og umhverfisvemd. Svavar Gestsson menntamála- ráðherra tilkynnti að íslenska ríkis- stjórnin hefði ákveðið að veita styrk til íslenska bókasafnisins við Man- itoba-háskóla næstu fímm ár. Sá styrkur nemur 5.000 dollurum á ári og verður veittur í bókum. íslendingabyggðin hér hefur um langt skeið sett mark sitt á háskól- ann í Manitoba. Árið 1951 var sett á fót íslenskudeild sem einnig tekur til bókmennta og átti áhugi Islend- inga búsettra hér stóran þátt í því. Háskólinn á einnig gott safn ísienskra bóka en þar eru um 24.000 íslenskir titlar og er þetta þriðja stærsta safn íslenskra bóka í heim. Forseti íslands hélt síðdegis á föstudag í Listasafn Winnipeg til Morgunblaðsins. að opna sýningu handrita úr Arna- safni sem aðeins hafa verið flutt tvisvar úr landi áður frá því að handritin komu heim annars vegar til Genúa á Ítalíu og hins vegar til New York. Sex handrit hafa verið flutt hingað en þau elstu sem eru frá 11. öld eru of viðkvæm til flutn- ings og eru því heima. Á sýning- unni era m.a. 14. aldar handrit af Njálu og Snorra Edda frá 18. öld. Dr. Jónas Kristjánsson fylgdi hand- ritunum hingað og hefur undirbúið sýninguna þ.á m. 30 síðna bækling með inngangi eftir Vigdísi Finn- bogadóttur. Vigdís lagði einnig blómsveig að styttu Jóns Sigurðssonar sem reist hefur verið fyrir utan þinghúsið í Winnipeg og kemur kunnuglega fyrir sjónir í framandi umhverfí. Forsetinn kom til Winnipeg á mið- vikudag og tók George Johnson, landstjóri í Manitoba, sem er af íslenskum ættum, á móti Vigdísi ásamt mörgum Vestur-íslendingum sem hafa beðið þess með eftirvænt- ingu að hitta forsetann. Um helgina var íslendingadag- urinn haldinn hundraðasta sinni. Alls komu um tíu þúsund íslending- ar til Kanada á seinni hluta 19. aldar, margir þeirra til Manitoba . eftir Heklugosið 1873. Þeir settust að í Mikley, sem á ensku er nefnd Hecla Island, og tóku bólfestu þar sem síðar var kallað Gimli. Þar fór íslendingadagurinn fram og tóku um 50.000 manns þátt í hátíðar- höldunum að þessu sinni. Forsetinn hélt einnig til Mikleyjar og skoðaði fæðingarstað landkönnuðarins Vil- hjálms Stefánssonar í Árnesi og Guttorms J. Guttormssonar skálds í Riverton. í Gimli skoðaði Vigdís White Rock þar sem fýrstu íslend- ingarnir lentu og kynnti Ted Árna- son, borgarstjóri í Gimli, forsetann fyrir Thuru Bjarnason og Noru Salmundson. Þær eru dætur fyrsta barnsins sem fæddist í Nýja-íslandi rétt eftir lendinguna á White Rock napra haustnótt árið 1875. Forseta- heimsókninni lauk í gær þriðjudag og hélt Vigdís þá heim til íslands. Reuter Tíu daga heimsókn Vigdísar Finnbojgadóttur til Kanada lauk í gær. Forsetinn kom víða við, heimsótti Islendingabyggðir og ræddi við kanadíska ráðamenn. Myndin var tekin í Ottawa, höfiiðborg Kanada, er Vigdís hafði lagt blómsveig að minnisvarða um fallna hermenn íslendingadagurinn fjölsóttur: Stærsta hátíð I sögu Gimli Gimli Frá Tom Oleson, fréttaritara Morgunblaðsins. ÍSLENDINGADAGURINN var haldinn hátíðlegur hundraðasta sinni á mánudag í Gimli og höfðu íbúarnir á orði að þessi dagur myndi seint líða þeim úr minni. Raunar fóru hátíðarhöldin fram yfir helgina en þau náðu hámarki á mánudag er Vigdís Finnbogadóttir, forseti ís- lands, tók þátt í glæsilegri skrúðgöngu ásamt miklum fíölda fólks. Þúsundir manna fögnuðu forseta hafí tekið þátt í hátíðarhöldunum og íslands er skrúðgangan fór hjá. Fag- urlega skreyttir vagnar voru dregnir um götur Gimli, lúðrasveitir léku göngulög, gamlir bílar voru sýndir auk þess sem margir kusu að aka um göturnar í hestvögnum að göml- um sið. Talið er að um 50.000 manns hefur fjölmennari samkunda aldrei verið haldin í sögu Gimli en þar búa um 3.000 manns. Að skrúðgöngunni lokinni var haldið í skemmtigarð Gimli-bæjar. Lilja Arnason flutti ávarp Fjallkon- unnar og viðstaddir fögnuðu ákaft er Vigdís Finnbogadóttir tók til máls og hrósaði Vestur-íslendingum fyrir þá virðingu sem þeir sýndu menning- ararfleifð sinni og kvað ljóst vera að þeir væru stoltir af uppruna sínum. Gestum gafst tækifæri til að bragða á þjóðlegum íslenskum rétt- um og íslenskir listamenn m.a. þau Guðný Guðmundsdóttir, fiðluleikari og Gunnar Kvaran sellóleikari léku fyrir viðstadda auk þess sem karla- kórinn Fóstbræður kom einnig fram. Nokkuð öruggur sigur TR á Bayern Munchen Skák Margeir Pétursson Taflfélag Reykjavíkur sló Bayem Miinchen út úr Evrópu keppni skákfélaga um helgina og er nú komið í átta liða úr- slit. Lokatölumar í viðureign- inni vom Qh-Sh TR í vil, sigur- inn var þó mun ömggari en tölumar gefa til kynna. Fyrstu §ómm skákunum lauk með sigri taflfélagsmanna og þótt Þjóðverjarnir berðust hat- rammri baráttu til að jafha var munurinn of mikill til að þeir ættu raunhæfa möguleika. Báðar sveitirnar stilltu upp sínu sterkasta liði og tefldu alls átta stórmeistarar og fimm alþjóðlegir meistarar á Hótel Loftleiðum um helgina. Úrslit í fyrri umferðinni urðu þannig: Ribli-Jóhann 0-1 Kindermann-Jón L 0-1 Bischoff-Margeir 1-0 Hickl-Helgi 0-1 Hertneck-Hannes 0-1 Hecht-Karl jafht. Jafntefliskóngurinn Ribli teflir mun grimmar fyrir lið sitt, en fyrir eigin reikning og hann lagði út í töluverðar flækjur gegn Jó- hanni. Þá missti hann gjörsam- lega þráðinn og tapaði fljótt. Jón L. tefldi byijunina rólega gegn Kindermann og uppskar þann árangur að Þjóðveijinn gleymdi að gæta að vömum sínum. Jón vann því fljótt og ör- ugglega. Bischoff tefldi byijunina mjög rólega að vanda en þegar ég gat þráleikið lék ég í staðinn heiftarlega af mér og fékk lakari stöðu. Eftir það hélt hann vel á spöðunum og tókst að niinnka muninn. Helgi vann Hickl örugglega, eftir misheppnaða peðsfóm Þjóð- veijans í miðtaflinu. Hertneck virtist heldur enga möguleika eiga gegn rökréttri taflmennsku Hann- esar. Karl Þorsteins átti í höggi við aldursforseta Þjóðveijanna, hinn fímmtuga Hans-Joachim Hecht, sem tefldi m.a. á Reykjavíkurskákmóti 1970. Karl lenti í erfiðu endatafli með peði minna, sem honum tókst með þrautseigju að halda. Eins og vænta mátti skiptu Bæjaramir Hertneck út af í seinni umferðinni, höfðu greinilega ekki trú á honum með svörtu gegn Hannesi, eftir útreiðina daginn áður. TR hafði nú hvítt á fyrsta, þriðja og fimmta borði: Jóhann-Ribli 0-1 Jón L-Kindermann jafiit Margeir-Bischoff jafht Helgi-Hickl jafht Hannes-Hecht jafiit Karl-Schlosser 0-1 Það er ekki svo auðvelt að tefla upp á að halda hlut sínum og það kom ekki á óvart þótt gestirnir hefðu betur í þessari umferð. Jó- hanni urðu á mistök í byijuninni gegn Ribli sem hélt vel á spöðun- um í framhaldinu. Sigurinn var þó ekki alveg vís þegar Jóhann féll á tíma í 40. leik. Skák Jóns og Kindermanns lauk síðast. Þjóð- veijarnir þurftu nauðsynlega á vinningi að halda til að jafna metin, en Jón virtist aldrei í nokk- urri taphættu og hafði heldur betri stöðu í lokin. Ég fékk vænlega stöðu gegn Bischoff, en hann varðist vel og varð niðurstaðan jafntefli með þráleik, þegar tímamörkununum hafði verið náð. Byijun Helga virt- ist misheppnast, en honum tókst að halda Hickl í skefjum, fyrst með því að fórna peði og síðan skiptamun. Hannes fékk þægi- legri stöðu gegn Hecht, en eftir vemleg uppskipti á peðum var samið jafntefli. Karl tefldi við hinn sprenglærða Philip Schlosser og fékk á sig nýtt tízkuafbrigði gegn Griinfeldsvörn sinni. Mótspil Karls virtist um tíma fullnægjandi, en Þjóðveijinn hélt vel á spöðunum og vann í endatafli. í seinni um- ferðinni fór rafmagnið af í lokin í u.þ.b. hálftíma, en keppendur tóku því með jafnaðargeði og virt- ist það ekki hafa teljandi áhrif á gáng skákanna. Taflfélag Reykjavíkur hefur nú náð að slá tvö öflug félög út úr keppninni, fyrst Anderlecht frá Belgíu, með hollensku stórmeist- urunum Timman og Sosonko og belgíska ólympíuliðinu, og nú v-þýzku meistarana. Það má þó vænta þess að róðurinn þyngist enn í átta liða úrsiitunum, sem fara fram um miðjan október næstkomandi. Fréttir af öðmm úrslitum í annarri umferð hafa ekki borist, nema hvað Solingen frá V-Þýzkalandi (Spassky, Húb- ner, Lobron, Kavalek o.fl.) sló út Honved, Búdapest (Sax, Pinter o.fl.) 7-5. Auk Solingen má vænta а. m.k. tveggja sovézkra sveita og einnar ungverskrar í átta liða úr- slitunum. Hvítt: Zoltan Ribli Svart: Jóhann Hjartarson Drottningarbragð 1. Rf3 - Rfö 2. d4 - d5 3. c4 - e6 4. Rc3 - Be7 5. Bg5 - h6 б. Bh4 - 0-0 7. e3 - b6 8. Be2 - Bb7 9. Bxfö - Bxfö 10. cxd5 - exd5 11. 0-0 - De7 12. Db3 - Hd8 13. Hfel!? Mun algengara er 13. Hacl eða 13. Hadl, en það getur komið sér vel að hafa hrók andspænis svörtu drottningunni 13. — c5 14. dxc5 — Bxc3 15. Dxc3 — bxc5 16. Re5 Endurbót Riblis á taflmennsku hans sjálfs gegn Vaganjan í Niksic 1978, en þá jafnaði svartur taflið eftir 16. Hacl — Rd7 17. Da3 Hdc8. Nú virðist eðlilegasti leikur Jóhanns vera 16. — Rd7, en hann vill tefla virkar og leggur nokkuð mikið á stöðuna. 16. - a5!? 17. Bh5! - Hf8 18. Bf3 - Ra6 19. h3 Fram að þessu hefur tafl- mennska Riblis verið þróttmikil, e» þessi og næsti leikur hans em linkulegir og duga ekki til að við- halda frumkvæðinu. Eðlilegt virð- ist 19. Rd3 og hvíta staðan er þægilegri. 19. - Dg5 20. a3 - Hfe8 21. Rc4 - He6! 22. Dd2?? Tapleikurinn. 22. Rxa5?? var einnig mjög slæmur vegna 22. — d4!, en rétt var 22. Rd2! — a4 (22. — d4 23. exd4 — exd4 24. Dxd4 - Hd8 25. Dc3 - Hc8 26. Hxe6! - Hxc3 27. He8+ - Kh7 28. bxc3 dugirtæplega til að jafna taflið.) 23. Dc2 og möguleikamir virðast nokkuð jafnir. 22. - Hfö! 23. Rxa5 - Hxf3 24. Rxb7 - Hxh3 25. f4? Enn leikur Ribli af sér, en það var líklega orðið um seinan að bjarga taflinu, svo sem sézt af afbrigðinu 25. b4 — He8! 26. Rxc5 — Rxc5 27. bxc5 He6 28. Hadl — Dh4! 29. gxh3 — Dxh3 30. Dd3 - He5 34rT’e4 - Hg5+ 32. Dg3 - Hxg3+ 33. fxg3 - Dxg3+ 34. Khl — d4! og svartur ætti að vinna. 25. - Dg3 26. Dxd5 - Rc7 27. Dd2 - Hh2 28. Hacl - Re6 29. Dd5 - Dh4 30. Kfl - He8 31. Dd7 — He7 og hvítur gafst upp. Eftirfarandi skák lauk fyrst, þýzki stórmeistarinn fær hroða- lega útreið: Hvítt: Jón L. Ámason Svart: Stefan Kindermann Frönsk vöm 1. e4 - e6 2. d4 - d5 3. Rd2 - c5 4. Rgf3 — cxd4 5. exd5 — Dxd5 6. Bc4 - Dd6 7. 0-0 - Rfö 8. Rb3 - Rc6 9. Rbxd4 - Rxd4 10. Rxd4 - a6 11. Hel - Dc7 12. De2 - Bd6 13. h3 Þetta hefur verið talinn óþarfí, þvi peðið er hvort eð er eitrað. 13. - 0-0 14. c3 - b5 15. Bd3 - Bb7 16. Bg5 - Bh2+? Þjóðveijanum hleypur of mikið kapp í kinn við rólega tafl- mennsku hvíts og gleymir að gæta að eigin vörnum. Eftir þenn- an og næsta leik hans er staðan gertöpuð. Eðlilegt var 16. — Rd5 og staðan má heita u.þ.b. í jafn- vægi. 17. Khl - Bf4 18. Bxfö - gxfö 19. Dg4+ — Bg5 Ömurlegur leikur, en 19. — Kh8 mátti svara með 20. Dh4 — f5 21. Bxf5! - exf5 22. Df6+ - Kg8 23. Rxf5 og mátar. 20. Dh5 - h6 21. h4 - Bf4 22. Rf5! - Hfd8 23. Dg4+ - Kf8 24. Dg7+ - Ke8 Hvítur gæti nú unnið tvö peð með því að leika 25. Dg8+ o.s.frv., en hann á glæsilega línurofsfléttu, sem vinnur svörtu drottninguna: 25. Hxe6+! - fee6 26. Rd6+ - Hxd6 27. Dxc7 - Hxd3 28. Dxb7 — Had8 29. g3 og svartur gafst upp. Skákstjórar í keppninni, sem fór vel fram, voru þeir Guðmund- ur Arnlaugsson, Ólafur Ásgríms- son og Ríkharður Sveinsson, allt alþjóðlegir skákdómarar. Aðsókn að keppninni var nokkuð góð báða dagana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.