Morgunblaðið - 09.08.1989, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.08.1989, Blaðsíða 38
38 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson ViÖburðaríkt ár Það er óhætt að segja að næsta ár verði viðburðaríkt hjá Krabbanum (21. júní til 22. júlí), því margar sterkar afstöður verða á Sólina frá Júpíter, Satúmusi, Úranusi og Neptúnusi. Vinnutímabil Afstaða Satúmusar á Sól þeirra sem eru fæddir frá 27 júní til 16. júlí getur táknað margt, en algengast er að henni fylgi aukið raunsæi, jarðbundnari viðhorf, þörf fyr- ir sjálfsaga og áþreifanlegan árangur. Satúmus kallar yfir- leitt á vinnu og því má kalla þetta vinnutímabil. Satúrnus hægir á lífsorkunni og leiðir gjaman til sjálfsskoðunar og raunsæs endurmats. Ef fyrra lífsmunstur hefur verið óraunsætt getur tímabil Sat- úrnusar verið óþægilegt, ein- kennst af hömlum, árekstmm og samdrætti, en getur jafn- framt leitt til þess að viðkom- andi vaknar upp. Eigi að síður má segja að yfirvegun, skipu- lag og geta til að ná áþreifan- legum árangri aukist. Byltingar Úranus verður á Sól þeirra sem era fæddir frá 23. júní til 1. júlí. Sú orka kallar á þörf fyrir nýjungar og uppbrot á gömlu formi. Þegar Úranus er sterkur vaknar þörf fyrir aukið sjálfstæði, spennu og breytingar. Það gamla góða verður ekki lengur fullnægj- andi, né heldur vani og hefð- bundið lífsmunstur. Uppstokkun Þar sem Satúmus og Úranus verða báðir á Sól hjá þeim Kröbbum sem fæddir era frá 27. júní til 1. júlí ætti árið að einkennast af raunsæi, vinnu og breytingum. Þeir Krabbar sem fæddir era síðar í merkinu koma til með að fá þessa orku inn í líf sitt á næstu áram. Úranus er 7 ár í merki og Satúmus 2'/2 ár. Það táknar að nú er að byija 7 ára breyt- ingartímabil hjá Kröbbum, breytingar sem munu taka 1 til 2 ár hjá hveijum einstakl- ing. Neptúnus Þriðja plánetan sem verður sterk í lífi Krabbans er Nept- únus. Orka hennar verður áberandi hjá þeim sem era fæddir frá 1. til 6. júlí. Nœmleiki Neptúnusi fylgir yfirleitt auk- inn næmleiki og opnun gagn- vart lífinu og tilverunni. ímyndunaraflið verður sterk- ara en áður og áhugi á listum og andlegum málum eykst. Það verður þó að segjast að allir era ekki opnir fyrir göf: ugri hliðum Neptúnusar. í sumum tilvikum kallar hann á sókn í áfengi eða draumlyndi sem birtist í þörf fyrir það að horfa á sjónvarp og lifa í óraunveralegum heimi. Þar sem Satúmus verður einnig sterkur má búast við að um einhveija togstreitu verði að ræða, eða baráttu milli drauma og jarðbundins raun- sæis. Hið jákvæða er að orka Neptúnusar gefur viðkomandi Kröbbum tækifæri til að auka andlegan þroska sinn og llfeskilning. Þensla Fyrir viku fór Júpíter inn í Krabbamerkið. Veturinn 1989-1990 og árið 1990 verð- ur því tími þenslu og nýrra sjóndeildarhringa. Þegar á heildina er litið þurfa Krabbar því ekki að búast við rólegri tíð á næstunni. Þeir verða í miðju atburðanna og þurfa að fara varlega, því margt togast á en jafnframt geta þeir afrek- að margt á komandi tíma. MQRGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1989 GARPUR pBTTA BRRBTTHJÁ U£PU■ ÞABBG EITTHV/IBSV&ðG DUU /tRfVLirM FEfZDIKIUI HÉ!?. APAM TAíHDU VIÐDKOT7MIN<3- OHA- 0PR.1. HniYiDU Mes> __—r O'leUZu'AFSAKADUAD V/£> 1 Tf&rum, vdar hatign , euÞ&SAR reeiA eR-> mur- f VER& SÍHUSEM HÖniexSfABUR VEfíÐA A LUR AE> HU/DA SklPUNUM HENHAR! SKÖMMU SEINNA iSVEFNHEfZ- BER&t PROTTNINGAfZT E<3 VEITAD fíS VAR MEÐ ÞÁ A BALUNU iSiB US-nj VtkU MA/V/VA ■■■SEGDd ÞAÞ EKJCl- - HLUTt IAT; S/CARTGR.IPUAI þlKIUIM Se -*■ tVanv/p 1 H BRENDA STARR hANN gbtur e*aa glbvaat Fy&RWEfíA ND/ KONUSlSJMI. HANN ER £NN ■Svo SHor/UN / HENfM, EM /Vnrv/LLHANN EKKBRX SEGJA /VleR. UM HANA St/t/ EINUS/M AIAFN fiENNAi I HÆTT/Ð Þessuslúdrj, stelpur V/Ð VE&DUM AB VeRA REIDU8O1N 1 T/L ADVteiTA Kóœ/NUP) AZ>HUN<p-\ i..ui.i...:ii...i..■........ 1 111 ~ -------- SMAFOLK I KEEP TRACK 0F ALL THE PEOPLE WHO PIPN'T 5ENP ME A CHRlSTMAS CARP, ASIP THEKI I HOLP A GRUP6E AéAlSIST THEM.. Ég held skrá yfír allt fólk sem sendi mér ekki jólakort og er svo í fylu við það ... Þú virðist hissa ... Bíddu þangað til ég sýni þér listann yfir fólk sem sendi mér engar gjafir! BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Þeir voru fáir sagnhafarnir sem unnu 4 hjörtu í suður eftir tígulgosann út. Spilið er fra EM í Turku. í leik íslands og ísrael fór Birman 2 niður gegn Þorláki Jónssyni og Guðmundi P. Arnar- syni, en á hinu borðinu unnu Valur Sigurðsson og Jónas P. Erlingsson þijú grönd eftir þægilega vöm. Vestur gefur; allir á hættu. Vestur ♦ 1062 ¥ 10854 ♦ G9 ♦ D1095 Norður ♦ ÁD8743 ¥9 ♦ 8753 ♦ 72 Austur ♦ K95 ¥Á7 ♦ KD1062 ♦ 643 Suður ♦ G ¥ KDG632 ♦ Á4 + ÁKG8 Eftir opnun Þorláks í þriðju hendi á 1 tígli stökk Birman beint í 4 hjörtu og þar við sat. Hann dúkkaði síðan tígulgos- ann, fékk næsta slag á tígulás, tók svo ÁK í laufi og trompaði lauf. Eftir þessa byijun missti hann vald á spilinu og gaf 3 slagi á tromp. Lena Karrstrand í sænska kvennaliðinu fann betri áætlun. Hún drap strax á tígulás og spilaði spaðagosa. Vestur lét lítinn spaða umhugsunarlaust, svo Lena stakk upp ás og tromp- aði spaða. Spilaði svo laufi þrisv- ar og trompaði í blindum. Aftur trompaði hún spaða heim og spilaði sig síðan út á tígli: Norður ♦ D87 ¥ — ♦ 87 ♦ - Vestur Austur ♦ - ♦ - ¥ 10854 II ¥ Á7 ♦ - ♦ KD10 ♦ D Suður ♦ - ¥ KDG6 ♦ - ♦ G ♦ - Austur var inni og hélt auðvit- að áfram með tígulinn. Lena stakk hátt og losaði sig út á laufgosa. Austur gerði sitt besta með því að trompa laufdrottn- ingu makkers og spila enn tígli. En Lena var með stöðuna á hreinu, trompaði hátt og spilaði hjartasexunni. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á móti í Tmava í Tékkóslóv- akíu um daginn kom þessi staða upp í skák alþjóðlegu meistaranna Ostenstad, Noregi, og Stohl, Tékkóslóvakiu, sem hafði svart og átti leik. Hvítur lék síðast 27. cxd5? 27. - Hxfl+!, 28. Kxfl - Dg3! og hvítur gafst upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.