Morgunblaðið - 09.08.1989, Side 19

Morgunblaðið - 09.08.1989, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1989 19 Meðal annarra orða Að lesa landið eftir Njörð P. Njarðvík „Landslag yrði/ lítils virði,/ ef það héti ekki neitt,‘þ segir Tómas Guðmundsson í frægu kvæði um skoplegan fjallgöngumann. Þessa hugsun má skilja svo, að maðurinn tengi landslagið sjálfum sér með því að gefa því nöfn. En um leið er hann líka sjálfur að tengjast landinu. Maður eignast land með því að gefast því. Sá siður að gefa landslaginu nafn er ævaforn og mun hafa tíðkast hvarvetna þar sem menn hafa bólfestu. Líklega er hann í eðli sínu tvíþættur. Bein- ist annars vegar að því að skilja landið og eigindir þess og hins vegar að hentugri viðmiðun þegar rætt er við aðra. Þegar við ætlum að vísa öðrum á stað sem ekki á sér viðurkennt örnefni, þá hljótum við að gera það með staðháttarlýs- ingum sem beinast að einkennum landsins eða atvikum sem þar hafa gerst. Þá tölum við um hlíð, holt, mel, á, brekku, lund o.s.frv. eða eitthvað sem er minnisstætt frá tilteknum stað. Þetta sýnist einnig vera grundvöllur örnefna. Liðin atvik lifa áfram Þegar við förum um landssvæði sem er okkur með öllu ókunnugt, þá getum við að sönnu notið útlits þess og gróðurfars, en hæpið er að við tengjumst því að öðru leyti. Allt öðru máli gegnir um land þar sem við þekkjum til sagna, ljóða og liðinna atburða. Þar sjáum við ekki einungis ytra borð landsiags- ins, heldur kviknar um leið í huga okkar mynd þeirra atburða sem gerðust á þessu svæði. Þannig er engu líkara en liðin atvik lifi áfram á sínum stað eins lengi og vitneskj- an um þau lifir. I raun gegnir svip- uðu máli um þann sem kann skil á jarðfræði og gróðurfari. Bergteg- undir og jurtir tala til hans á sínu orðlausa máli og segja honum frá mótun landsins og lífsskilyrðum. Því má segja að líf landsins og skynjun þess sé mjög undir mann- inum sjálfum komið. Sá sem fer um Fljótshlíð, svo að dæmi sé nefnt, og kann góð skil á Njáls sögu og Gunnarshólma Jónasar Hallgrímssonar, hlýtur að verða fyrir allt öðrum áhrifum heldur en hinn sem aldrei hefur heyrt slíks getið. Oft hef ég farið með útlendinga til Þingvalla við Öxárá, stundum langt að komið fólk, sem ekkert veit _um sögu lands okkar og þjóð- ar. Ég hef reynt að útskýra eftir bestu getu áhrif þess sem getur að lita í Almannagjá og á Lög- bergi, þegar horft er yfir vellina. En jafnframt hef ég fyllst ákveðnu vonleysi vegna þess, að það er ekki nokkur leið að láta útlent fólk skynja þau hughrif sem gagntaka okkur íslendinga á þessum stað. En um leið hef ég hugsað sem svo, hvort við hættum ekki að vera íslendingar ef við missum hæfileik- ann til að skynja tengsl okkar við liðna atburði í landinu. Þrenning sönn og ein Forfeður okkar komu að auðu og nafnlausu landi. Þeir gáfust landinu, byggðu það og gáfu því nöfn. Allar götur síðan hefur varð- veist vitneskja um raunverulega atburði og þjóðsögur í hveiju hér- aði. Þetta veldur því að íslendingar fara um land sitt með öðru hugar- fari en flestar aðrar þjóðir. í þess- ari varðveislu lifir hin sanna og eina þrenning: land, þjóð og tunga, sem Snorri Hjartarson talar um í ljóði sínu. Alls staðar lifir þessi minning sem mynd landsins kallar fram í huganum. Þegar ekin er hin hversdagslega leið um Hval- ijörð upp í Borgaríjörð, vakna til lífs atburðir Kjalnesinga sögu, Harðar sögu, Egils sögu, Gunn- laugs sögu, hugleiðingar Hallgríms Péturssonar um pínu Frelsarans í Saurbæ, ljóð Jóns Helgasonar og Guðmundar Böðvarssonar, þjóð- sögur og margt fleira. Allt þetta gerist eins lengi og vitneskjan um það vakir í okkur. Þegar sú vitn- eskja deyr, deyr landið einnig að hluta fyrir augum okkar og tengsl okkar við samhengi sögunnar rofna. Því miður virðist eitt og annað benda til þess að þetta sé að gerast. Að einbeiting manna að tæknivæðingu nútímans valdi gleymsku á grundvelli nútímans og þar með okkar sjálfra. Þeir menn sem til dæmis tala með fyrir- litningu um þjónkun við hindur- vitni þegar vegagerðarmenn krækja framhjá álfabyggðum, gleyma því sem mest er um vert. Það skiptir engu hvort þarna hafa búið álfar eða ekki. Það skiptir máli að slíkir staðir varðveita minningar og eru fólki kærir af Njörður P. Njarðvík „Ég hyggþaðværi þarfaverk að gefa út eins konar menningar- sögulegan leiðarvísi um landið, þar sem safiiað væri saman á skipulegan hátt öllum tiltækum ft’óðleik um hvert hérað: atburðum úr sögu, bókmenntum, þjóðsögum og ljóðum, að ógleymdum bábilj- um og hindurvitnum.“ þeim sökum. Þess vegna ber að hlífa þeim og sýna þeim virðingu. Menning-arsögnlegur Ieiðarvísir Nú heyrist æ oftar kvartað und- an því að ungt fólk kunni ekki leng- ur íslenska landafræði og sé þar með búið að glata tilfinningu fyrir landinu í heild. Ef þetta er rétt, þá er engum um að kenna nema okkur sem eldri erum. í vætunni hér sunnanlands heyri ég fólk þrástagast á því að ekki sé lifandi á þessu landi fyrir ótíð og illviðri. Hvaða tilfinningu hefur þetta fólk - fyrir landinu í heild? Hefur verið einhver ótíð á Norður- og Austurl- andi? Ekki lifandi hér á suðvestur- horninu, ætti þetta fólk fremur að segja, hér þar sem flestir vilja þó búa. Við berum ábyrgð á því að vitn- eskjan um hið ósýnilega líf lands- ins berist áfram til næstu kynslóð- ar. Til þess að svo megi verða, getum við gripið til möguleika nútíma tækni. Eg hygg það væri þarfaverk að gefa út eins konar menningarsögulegan leiðarvísi um iandið, þar sem safnað væri saman á skipulegan hátt öllum tiltækum fróðleik um hvert hérað: atburðum úr sögu, bókmenntum, þjóðsögum og Ijóðum, að ógleymdum bábiljum og hindurvitnum. Handhægar bækur af þessu tagi gætu orðið gagnieg vörn gegn gleymskunni sem mun deyða fyrir okkur landið, deyða þann hluta af okkur sjálfum sem gerir okkur að íslendingum. Að þjóð sem vill byggja þetta land þótt stundum horfi illa, af því að hún hefur gefist þessu landi og er hluti af því eins og það er hluti af okkur. Höfundur er rithöfundur og dósent í íslenskum bókmenntum við Háskóla íslands. Ti Li HVERAGERÐI OPNUNARTÍMAR MAÍ-SEPT. ALLA VIRKA DAGA KL. 13-19 ALLAR HELGAR OG FRÍDAGAKL 12-20 ,JHjá ÓS fást sterkar og faUegar hellur til að gera hvers kyns stéttir og bflastæði. Ég mæli með heflunum frá ÓS og byggi þau meðmæU á reynslunni. Þær eru framleiddar úr öldu hráefni og góðir kantar gera það verkum að allar línur verða reglulegar. HeUunum er pakkað í plast og þeim ekið heim í hlað. í fáum orðum sagt: Gæðavara og góð þjónusta.“ Markús Guðjónsson, skrúðgarðyrkjumeistari, eigandi Garðavals. V|Sf7BS0

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.