Morgunblaðið - 09.08.1989, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.08.1989, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1989 íslensk list er svo ung... Dagstund í Myndlistaskólanum á Akureyri Á sæmilega hlýjum en ákaf- lega björtum degi í fyrstu vor- leysingum var opið hús í Mynd- listaskólanum á Akureyri. Hann er nú kominn í hjarta bæjarins, stendur í Gilinu þar sem áður var yfirfullt af kaup- félagi og sambandi en hefúr, síðan verksmiðjurekstur streymdi til úthverfa, verið eins og hálfgert draugahverfi. En nú er draugagangur í Gilinu að minnsta kosti stórum minni en var. Myndlistaskólinn er hér og í honum ríkir ekkert myrk- ur. Oðru nær. Helgi Vilberg er skólastjóri Myndlistaskólans og hefúr ver- ið það frá 1977. Hann gekk um sali ásamt öðrum kennurum skólans. Nemendur á öllum aldri voru að störfúm. Kennar- ar og nemendur báru saman bækur sínar. Gestum var sagt um hvað mál snerist á hveijum stað. Heitt á könnunni. Kex. Og hljóðfæraleikarar létu í sér heyra hér í sölum, enda var líka opið hús þennan sama dag hjá Tónlistarskólanum á Akureyri. Voru þetta samantekin ráð þessara tveggja skóla? Helgi Vilberg aftekur það, seg- ir þetta hafa verið algera tilviljun. Mjög skemmtilega tilviljun að vísu. Það sé ekkert lítil menning kynnt þegar báðir skólarnir standi opnir á sama tíma. — „Það sem vakir fyrir okkur hér í Myndlista- skólanum," segir Helgi, „er í fyrsta lagi að bjóða fólki að koma og skoða þessa nýju aðstöðu okk- ar, sem við tókum í notkun um áramótin eftir níu mánaða starf við innréttingar og frágang. í öðru lagi viljum við bjóða fólki að kynnast því sem hér er gert. Við höfum alltaf haft sýningar á vorin og vorum að hugsa um að slá því saman að þessu sinni að hafa opið hús og sýningu á vetrar- starfi nemenda. Þessi lausn varð þó ofan á, að bjóða fólki að koma hingað þegar ekkert er uppstillt eða sviðsett umfram það að nem- endur fjölmenna hér á laugardegi og eru hér við nám sitt og vinnu. Svona er Myndlistaskólinn. En svo höfum við vorsýningu á verkum nemenda eins og venjulega. Sam- kvæmt gestabókum okkar hafa gestir á vorsýningunum verið þetta frá 650 og allt upp í 1500. Við sleppum því ekki.“ Og vorsýningin var haldin við lok skólaársins. Þá kom líka mik- ill fjöldi gesta og skoðaði afrakst- ur vetrarstarfsins. Það var gaman að sjá þar fullgerð ýmis þeirra verka sem fólk var að vinna vjð þegar húsið stóð opið. Skissur orðnar að myndum, og ijölbreytni verka meiri en orð fá lýst. Svona er Myndlistaskólinn „Já, svona er Myndlistaskól- inn,“ segir Helgi Vilberg í opnu húsi, og það sem við blasir er bjart og vistlegt anddyri, inn af því ágæt kaffístofa nemenda og þar inn af nokkrir stórir og bjartir salir þar sem hátt er til lofts og húsrúm nóg. í einum salnum standa stálpaðir krakkar við trön- ur og mála uppstillingar og alls kyns fígúruverk, í öðrum eru trön- ur með olíumálverkum af öllum stærðum og þeir sem bera litinn á léreftið eru allt frá unglingum upp í rígfullorðið fólk. Þar fyrir framan sitja nokkrir nemendur og útfæra nákvæmar og skyggðar teikningar í einfaldara form með litum og aðrir vinna að skissum að stærri verkum. Enn er mikill salur þar sem fjöldi fólks stendur við trönur og dregur mynd af fyr- irsætu á brúnan pappír og notar kol og stiku. Uppi á efri hæðinni sitja gestir og fylgjast með list- kynningu af myndbandi á kenn- arastofunni, þar við hliðina er fjöldi barna að mála ævintýra- myndir og skera í dúk, enn er salur þar sem sumir teikna bréfs- efni og auglýsingar, aðrir skrifa skrautletur með íjaðurpenna, enn aðrir teikna hús og innréttingar. Svona mætti lengi telja og fylla þessa mynd: Það sem fólk var að fást við þegar Myndlistaskólinn hafði opið hús. Og það er sama hvert litið er. Allir virðast una við iðju sína. Hér ríkir sá iðjuandi sem einkennir skóla þar sem áhugi rekur fólk áfram, ekki vaninn einn. Og fáum dögum síðar sitjum við Helgi Vilberg á kennarastof- unni. Það er bjart, sól skín í heiði. Og hvemig þótti skólastjóranum opna húsið? — „Ég held það hafí tekist mjög vel,“ segir Helgi. — „Við höfðum mjög gaman af þessu, bæði nemendur og kennarar. Vissulega óttuðust margir, 'néldu að það yrði óskaplegt að þurfa að vinna með hóp af ókunnu fólki yfir sér. En þetta gekk vel. Veð- rið var gott. Gestirnir vom í góðu skapi og létu álit sitt óspart í ljósi. Hér ríkti góður andi. Ég veit ekki nákvæmlega hvað komu margir gestir en ég held að ég ýki ekkert þegar ég slæ á að hing- að hafí komið 800-1.000 manns þennan laugardag. Og þetta er ekki allt. Hingað hafa streymt gestir í hundraðatali þá fáu mán- uði sem við höfum verið hér. Ekki bara emættisfólk og opinberir fulltrúar heldur alls konar áhuga- fólk um myndlist, foreldrar nem- enda og fólk af götunni sem hefur átt leið hjá. Fólk sem var spennt að sjá hvað væri orðið úr þessu gamla húsi sem stendur hér í al- faraleið. Á nýjum stað — og til hvers? En hvemig líkar Helga Vilberg nýja skólahúsið? Er hann sáttur við þetta hús? Hann kveður já við og það já, er bæði hljómmikið og merkingarfullt." Segir síðan að þetta sé rétt eins og draumur. í fyrra húsnæðinu í Glerárgötunni hafi skólinn byijað á 120 fermetr- um en stækkað við sig og lengst af haft 380 fermetra. Þetta hús sé um 700 fermetrar en samt sé það miklu meira en helmingi stærra í raun vegna þess að hér rúmist allt svo vel. — „Rými skipt- ir svo miku máli í myndlistar- skóla,“ segir Helgi. — „Hátt til lofts og vítt til veggja og bjart. Húsnæði er vissulega ekki allt, en það er ákaflega mikilvægt. Og nú þurfum við ekki að halda að okkur höndum eins og áður. Við þurftum að vísa fólki frá vegna þrengsla en getum nú tekið á móti mun fleiri nemendum en áður. Ég hef þá trú að því betri sem aðstaðan er þeim mun betra verði starfið." Stríðnisleg spuming rennur af vör: Er til einhvers að halda úti svoria stofnun? Til hvers er kennd myndlist? Helgi Vilberg dregur ögn við sig að hefja svarið, hagræðir sér í stólnum, svolitlar vipmr fara um varir hans og hann horfír á við- mælandann ákveðnum augum. Segir: — „Sjáðu nú til. I hveijum manni er þörf. Þörf fyrir að nýta orku sína á einhvern veg. Ákveðið brot af mannfjöldanum hefur þörf fyrir að beita orkunni einmitt að þessu: listrænu og skapandi starfí. Við tökum á móti því fólki hér, tökum við því og leiðbeinum því og auðveldum því ætlunarverkið. Ákveðna þætti í list er hægt að kenna og nema. Skóli getur þann- ig kennt aðferðir, tækni og fræði. Þetta em nauðsynlegir þættir. Það yrði ekki mikið úr miklum hæfileikum ef maður kynni ekki að nýta þá. Við emm fyrst og fremst að kenna aðferðir og tækni til að fólk geti fundið hæfileika sína og nýtt þá á einhvern hátt í listrænni tjáningu. Það er þetta sem við gemm. En við erum ekki að framleiða listamenn. Spurning- unni um það hvað geri listamann að listamanni svara listaskólar ekki.“ Emð þið þá ekki að búa til þræla teoríunnar, ef svo má segja. Endar þetta ekki á því að allir fara að skoða aðferðafræði lista- verksins en gleyma að skoða myndina? — _,,Það endar ekki á því, nei- nei. Á ákveðnu skeiði getur það vissulega gerst að menn verði of háðir tækniþáttunum, of upptekn- ir af hinum fræðilegu þáttum. Ég minnist þess til dæmis að hafa á tímabili farið á sýningar og verið uppteknari af því að þukla á strig- anum en skoða verkin. En þetta breytist. Þetta er eins og hvert annað skeið í þroska manns á þessari braut.“ Er samt ekki hætta á að þeir sem ganga í svona skóla einang- rist, lokist inni í þröngsýnni af- stöðu, forpokist í listinni? Ferskir straumar norður við haf — „Hér er engin einangrun," segir Helgi Vilberg, þegir stund- arkorn og segir svo: — „Við skul- um athuga að í skóla eins og þess- um er allt alltaf opið. Hingað til okkar em stöðugt að berast nýir straumar. Hingað koma iðulega gestakennarar sem segja til í lengri tíma á námskeiðum eða flytja stutta fyrirlestra. Við höfum til dæmis mikið samband við Myndlista- og handíðaskóla ís- Helgi Vilberg lands, þaðan kemur fólk hingað og héðan fer fólk þangað í kynnis- ferðir. Gamlir nemendur skólans koma í heimsókn, til dæmis í jóla- og páskaleyfum sínum. Fólk sem er við framhaldsnám eða störf heima og erlendis. Og ef við lítum okkur nær leyfí ég mér að efast um að víða sé rökrætt meira um aðskiljanlegustu málefni en hér. Auk þess má nefna að tengsl nem- enda og kennara í skólanum eru afskaplega mikil og bein. Skólinn er af þeirri stærð að sambandið getur verið mjög náið. Nemend- urnir eru ólíkir og kennararnir verða að setja sig inn í mál hvers og eins til að geta nálgast þá hvern á sinn hátt. Þrátt fyrir alla þessa strauma og allt þetta frelsi erum við líka fagidjótar. Annars gengi þetta náttúrulega ekki. Þetta er ekki stefnulaus stofnun. Ég verð stundum var við þann háskalega misskilning að listræn kennsla sé í ætt við forpokun, eins og þú nefndir það, og öllum sé kennt það sama á sama hátt, öllum sé stýrt inn á ákveðna braut, smekk- urinn samræmdur og guð veit hvað. En þetta er ekki svona. Slíkt væri heldur ekki hægt í nútíma- samfélagi. Hingað koma til dæm- is tímarit í hrönnum með tíðindi af því sem er að gerast út um allan heim. Fólk ferðast um heim- inn þar sem hvarvetna eru sýning- ar. Islendingar eru nýjungagjarn- ir. Það er staðreynd sem við sjáum ef til vill gleggst á þróun fjölmiðl- anna síðustu tvö árin. Nýjunga- girnin birtist ekki síður í listum og hún á sér ef til vill að hluta þá skýringu að við byggjum ekki að sama skapi á fornri listhefð og tíðkast hjá öðrum þjóðum. ís- lensk list er svo ung.“ Er það ef til vill þess vegna sem manni finnst oft að verk ungu mannanna séu ekkert íslensk? Að þeir máli á hollensku og þýsku hafí þeir verið í Hollandi og Þýskalandi? — „Ég vil kannski ekki orða Verk nemenda skoðuð Og metin. Morgunblaðið/Rúnar Þór Björnsson þetta svona þó að sitthvað geti verið rétt í þessu. Það gæti hins vegar flögrað að manni, til dæmis á samsýningu norrænna lista- manna, að íslensku verkin séu alþjóðlegri eða evrópskari en verk hinna sem byggja á lengri hefð f listrænu starfi. Og það getur tek- ið okkur langan tíma að leita að sjáifum okkur, að uppruna okk- ar.“ Ef við snúum nú blaðinu við og víkjum að skólanum, hvernig er rekstri hans háttað? Alvöruskóli á uppleið — „Því er fljótsvarað. Þetta er í raun fullgildur listaskóli. Hér höfum við fullgilt fjögurra ára list- nám sem stendur jafnfætis námi til dæmis í Myndlista- og handí- ðaskólanum. Fyrsta árið er for- nám og síðan tekur við þriggja ára nám á sérsviði. Við höfum hér að vísu eingöngu listmálunar- deild og fyrstu nemendurnir luku prófí héðan 1985. AIls hafa sjö nemendur brautskráðst héðan og í deildinni eru sjö við nám og við stefnum að brautskráningu næsta vor. En þetta er aðeins hluti af starfinu því nemendur í skólanum eru núna 220 talsins og kennar- amir 13. Um það bil helmingur nemendanna er undir 16 ára aldri þannig að barna- og unglinga- flokkamir em fjölmennir. Við kennum teiknun, málun og lita- meðferð fyrir böm, unglinga og fullorðna, hér er módelteiknun, auglýsingagerð, byggingalist, skrift og leturgerð og allt þetta er kennt á jiámskeiðum. Við höf- um mikið samstarf við Mennta- skólann á Akureyri og hér em þeir við nám í listum og því sem þeim viðkemur sem em á mynd- listabraut Menntaskólans. Frá því 1985 hafa verið brautskráðir stúdentar af myndlistabraut. Auk þess sækir fjöldi nemenda Menntaskólans hér nám í hinum margvíslegu greinum myndlista og þeir fá það metið sem valgrein- ar.“ Nú segja sumir að mennta- skólanemar fari í Myndlistaskól- ann til að krækja sér í þægilegar, ódýrar valeiningar. — „Má vera. En þetta er ekki eins ódýrt og það hljómar í spurn- ingunni þegar kemur í ljós að þeir sem velja sér myndíist án þess að vita nákvæmlega út í hvað þeir em að fara halda áfram og bæta við sig hveiju námskeið- inu á fætur öðru þó að það kosti jafnvel ómældan tíma og fyrir- höfn. Það bendir hins vegar til þess að þetta nám sé þeim ein- hvers virði, ekki satt? Þetta sam- starf skólanna hefur reynst mjög vel og það sýnir betur en annað hvemig má virkja myndlistará- hugann. Hann er mjög mikill og þeir em ótrúlega margir sem stunda myndlistarnám hér á landi, en svona samstarf skóla er eitt af því sem hvetur fólk til að reyna. Ég held að það sé öllum hollt. “ Tímamót Helgi Vilberg ansar fáu þegar ég ætla að veiða eitthvað upp úr honum um erfíðleika í rekstri skólans, veggina sem sífellt er verið að rekast á þegar byggðar em upp stofnanir eins og lista- skóli. Hann segir hins vegar að ævinlega hafi komið til liðs við skólann vinsamlegir ráðamenn, listamenn og áhugafólk um listir. Þess vegna séum við hér, í nútí- ðinni við þessar prýðilegu aðstæð- ur og framundan sé framtíðin. Það sé þetta sem skipti máli öðru fremur. En yfir síðasta kaffidreitl- inum nefni ég að nú sé fimmtánda starfsárið senn á enda. — „Já, og í tilefni af því ætlum við að efna til sýningar í haust. Það verður samsýning þar sem sýnd verða verk eftir nemendur sem hafa lokið hér námi sínu eða að minnsta kosti hluta af því. Við teljum að við eigum svolítið í því fólki líka. Og hver veit nema sú sýning staðfesti að einhveiju leyti hvers virði þessi skóli er.“ Viðtal: Sverrir Páll

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.