Morgunblaðið - 09.08.1989, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.08.1989, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1989 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Fækkun mjólkurbúa Tillögur þær, sem afurða- stöðvanefnd hefur lagt fram um fækkun mjólkurbúa úr sautján í sjö eru til marks um, að nýr skilningur er að vakna meðal þeirra, sem starfa að landbúnaðarmálum á nauð- syn mikilla umskipta í þessari atvinnugrein. Höfundar tillög- unnar gera ráð fyrir veruleg- um sparnaði í mjólkurvinnslu nái tillögur þessar fram að ganga. Það liggur auðvitað í augum uppi, að verulegur samdráttur í mjólkurfram- leiðslu hlýtur að kalla á að- gerðir . til þess að aðlaga vinnslukerfið þeim breyttu að- stæðum. Sá breytti hugsunarháttur, sem lýsir sér í tillögum af þessu tagi er sérstakt fagnað- arefni. Ef talsmenn landbún- aðarins tileinkuðu sér almennt þá hugarfarsbreytingu, sem liggur að baki þessum hug- myndum mundu þeir fljótt verða þess varir, að skattgreið- endur væru tilbúnir til að styðja viðleitni til að ná skyn- samlegum tökum á aðlögunar- vanda landbúnaðarins. Það er tregða og andstaða við sjálf- sagðar og augljósar breyting- ar, sem hleypir illu blóði í fólk. Það er orðið mjög aðkall- andi að aðlaga undirstöðuat- vinnuvegi þjóðarinnar, sjávar- útveg o g landbúnað, gjör- breyttum þjóðfélagsháttum og aðstæðum. Þær aðgerðir hefðu þurft að hefjast fyrir a.m.k. áratug. Góðærið, sem við bjuggum við lengst af þennan tíma olli því, að menn sáu vanda þessara atvinnugreina ekki í jafn skýru ljósi og nú. Þegar saman fer djúpstæður samdráttur í efnahagslífi okk- ar og sú staðreynd, að þessar atvinnugreinar hafa mátt búa við jákvæða raunvexti í fyrsta sinn í áratugi, verður ljóst, að íjárfestingarmistökin eru gífurleg. Þau munu halda lífskjörum þjóðarinnar niðri um nokkurra ára skeið og til frambúðar, ef ekki verður brugðizt rétt við. Þau rök, sem mæla með fækkun mjólkurbúa eiga áreið- anlega við um aðrar vinnslu- stöðvar landbúnaðarins. Vandi landbúnaðarins er ákaflega skýr. Framleiðslan er alltof mikil og vinnslu- og dreifingar- kostnaður í engu samræmi við þarfir markaðarins. Á þennan vanda verður að ráðast. Engir eru betur færir um það, en bændur sjálfur og starfsmenn þeirra í hagsmunasamtökum landbúnaðarins. Þessir menn verða hins vegar að gera sér grein fyrir, að breytingar eru óhjákvæmilegar og óumflýjan- legar. Ríkið hefur ekki lengur efni á því að halda uppi óbreyttu landbúnaðarkerfi. Verði gerð tilraun til þess að skattleggja þjóðina frekar til þess að halda uppi úreltu land- búnaðarkerfi og allt of stóru ríkisbákni rísa skattgreiðendur upp. Því miður virðist núverandi landbúnaðarráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, ekki skilja nauðsyn breytinga í landbúnaði. Á þeim mánuðum, sem hann hefur setið í emb- ætti hefur hann gerzt einn helzti talsmaður stöðnunar í landbúnaði. Þetta er þeim mun merkilegra, sem landbúnaðar- ráðherra er einn af þingmönn- um Alþýðubandalagsins og ætti að vera annt um hags- muni launþega í þéttbýli ef marka má áróður þess flokks, sem hann er fulltrúi fyrir. En svo virðist ekki vera. I stuttu fréttasamtali við Morgunblað- ið sl. laugardag virtist ráð- herrann ekki sjá neitt athuga- vert við það, að skattgreiðend- ur greiði útflutningsuppbætur með hrossakjöti og hann telur sjálfsagt, að skattgreiðendur leggi fram fé til þess að standa undir kanínurækt í landinu! Þegar forpokuð afturhalds- sjónarmið af þessu tagi ráða ferðinni í landbúnaðarráðu- neytinu er ekki við góðu að búast. En m.a. orða: hversu lengi ætlar Alþýðuflokkurinn að sætta sig við þessa stöðnun í landbúnaðinum? Talsmenn þessa flokks hafa í áratugi krafizt breytinga í þessari at- vinnugrein. Nú sýnist Alþýðu- flokkurinn tilbúinn til að leggja það baráttumáítil hliðar. Hvað veldur? En hvað sem dægurpólitík- inni líður er alveg ljóst, að breytingar í landbúnaðinum verða ekki umflúnar. Tillögur afurðastöðvanefndar eru sér- stakt fagnaðarefni, ekki sízt. vegna þess, að þær eru vísbending um hugarfars- breytingu í landbúnaðinum sjálfum. VERSLUNARMANNAHELGIN Metaðsókn á mörgu hátíðum og tjaldsva Unglingarnir flestir í Húnaveri og Þórsmörk Gestir ornuðu sér við varðeld í Vík. GERA má ráð fyrir að hátt í 40.000 manns hafi gist í tjöldum um verslunarmannahelgina, flestir í Herjólfsdal, Skaftafelli, Þórsmörk, Galtalæk og Húna- veri. Astæðan fyrir miklum ferðamannastraumi um suður- landið telja menn vera góða veð- rið sem þar var spáð um helgina. Mótshald fór yfírleitt vel fram að sögn þeirra sem að mótshaldi stóðu. Engin meiri háttar slys urðu á fólki á tjaldsvæðum ef frá eru talin nokkur beinbrot. Ekki búist við svo mörgum í Húnaver Ein fjölmennasta útihátið versl- unarmannahelgarinnar var í Húna- veri, en þangað komu hátt í 7000 manns að því er talið er. Flestir voru á aldrinu 16-19 ára og ölvun áberandi. Gæsla á svæðinu í Húnaveri var í höndum lögreglunnar á Blöndu- ósi, sem fékk aðstoð frá lögregl- unni á Siglufirði, Akureyri og Reykjavík. Þegar ljóst var á föstu- dagskvöld að fjöldi mótsgesta ætl- aði að fara iangt fram úr því sem búist hafði verið við þáði lögreglan á Blönduósi frekari liðsauka frá Akureyri og Reykjavík, að sögn Kristjáns Þorbjörnssonar, varð- stjóra á Blönduósi. En þá hafði dómsmálaráðuneytið farið fram á það við lögregluna á Akureyri að hún byði fram frekari aðstoð. Einn- ig kom Magnús Einarsson aðstoðar- ýfirlögregluþjónn norður frá Reykjavík að beiðni dómsmálaráðu- neytisins. „Hann var ekki kominn til að stjórna, sagði Kristján heldur vegna þeirrar reynslu sem hann hefur af skipulagningu gæslu. Að- stoð hans var vel þegin, en hann fór aftur suður á sunnudagsmorg- un.“ Ásamt lögreglunni sáu björg- unarsveitarmenn um gæslu á svæð- inu og féiagar í Sniglunum. Áfengisleit óþörf „Það hefði verið óvinnandi fyrir okkur að leita að áfengi hjá ölíum þessum fjölda,“ sagði Kristján að- spurður um þá umræðu sem verið hefur i fjölmiðlum um mikla öivun á svæðinu. „Áfengi var aftur á móti tekið af þeim sem voru að sveifla flöskum og því hellt niður að eigandanum viðstöddum." Jón ísberg sýslumaður sagði að ekki hefði verið talin ástæða til að leita að áfengi á mótsgestum, enda tíðkaðist slíkt ekki. Engin meiri háttar slys urðu á fólki í Húnaveri, en að sögn Ómars Ragnarssonar læknis leytuðu ná- lægt 400 manns í sjúkratjaldið. Fyrir utan eitt ökkla- og handleggs- brot var aðallega um að ræða skurði í andliti og á fótum eftir glerbrot og áverka eftir högg eða spörk í andlit. Þegar Kristján Þorbjörnsson lögregluþjónn var inntur nánar eft- ir þessu með spörkin sagðist hann halda að þar hefði verið á ferðinni ákveðinn hópur eða jafnvel einn maður, en vildi ekki tjá sig um það nánar. Sagðist annars ekki hafa orðið var við nein meiri háttar slags- mál, aðeins smá pústra. Upp komu tvö tilfelli um meinta nauðgun á svæðinu, en þau höfðu ekki verið kærð til lögreglu í gær. Hreinlætisaðstaða var ekki nóg til að anna öllum fjöldanum og taldi Kristján Þorbjörnsson skýringuna vera þá að ekki hefði verið búist við svo mörgum. Tjöld og svefnpoka eru í hundr- aða tali í óskilum í Húnaveri eftir heigina að sögn Kristjáns, mest af því ómerkt og því ekki nokkur veg- ur fyrir lögregluna að koma því öllu í réttar hendur. Þeir sem sakni einhvers verði því helst að bera sig eftir eigum sínum sjálfir. Vel heppnað mót í Galtalæk Svipaður fjöldi og í Húnaveri, eða hátt í 7000 manns, var í Galtalækj- arskógi um verslunarmannahelgina á bindindismótinu sem þar var hald- ið. „Þetta er metaðsókn ef frá er talið mótið árið 1975, sagði Karl Helgason mótsstjóri í samtali við Morgunblaðið. Allt fór vel fram enda flestir mótsgestir fjölskyldu- fólk komið til að taka þátt í skemmtuninni og njóta dvalarinnar í fögru umhverfi.“ Nokkrir urðu þó til að setja blett á mótið. Ungingar á aldrinum 16-18 ára voru fleiri en venjulega og nokkru ami af þeim, að sögn Karls. Þeir höfðu komist með áfengi inn á svæðið þrátt fyrir leit og einnig Séð yfir mótssvæðið í Húnaveri. Vestmannaeyjar: Fjölmem heppnuð] Skreytingarnar skemn Vestmannaeyjum. ÞJÓÐHÁTIÐIN í Vestmannaeyjun vel fram, að sögn lögreglunnar í hátíðinni og skemmtu sér vel í ág; Þjóðhátíðin hófst eftir hádegi á föstudag og stóð fram á mánudags- morgun. Þijár hljómsveitir sáu um tónlistarflutning á dansleikjunum og fjöldinn allur af skemmtikröftum sá um að skemmta hátíðargestum. Að sögn lögreglunnar í Eyjum er hátíðin einhver sú rólegasta sem menn muna eftir. Litið var um að lögreglan þyrfti að hafa afskipti af fólki og mjög fáir gistu fanga- geymsfur lögreglunnar um helgina. Lítið var um þjófnað og mjög lítið fannst af fíkniefnum, þrátt fyrir strangt eftirlit. Veður um heigina var ágætt til hátíðarhalda. Logn og heitt í veðri fram til sunnudags en þá fór að kalda dálítið. Aðfaranótt mánudags var kominn strekkings vindur, en Húnaver: Fótbrotnaði á föstudegi - meðhöndlaður á mánudegi EKIÐ var á sautján ára pilt á bílastæði á samkomusvæðinu við Húnaver um miðnætti á föstu- dagskvöld. Pilturinn meiddist á fæti og var þjáður um helgina en hélt þó kyrru fyrir í Húnaveri. Hann kom heim til sín í Reykjavík á mánudag og fór þá á slysadeild Borgarspítralans. Þar leiddi rann- sókn í ljós að hann var fótbrotinn. Ekki er vitað hver ók á piltinn en um er að ræða dökkan fólksbíl. Ökumaður hans eða vitni að óhappinu eru beðin að snúa sér til slysarannsóknadeildar lögreglunn- ar í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.