Morgunblaðið - 09.08.1989, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 09.08.1989, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1989 + Móðir okkar, INGVELDUR ÁSTGEIRSDÓTTIR frá Brúnastöðum, lést 6. ágúst. Útför hennar fer fram frá Hraungerðiskirkju föstu- daginn 11. ágúst kl. 14.00. Börnin. + Eiginmaður minn, ÓSKAR GUÐMUNDSSON, fyrrum bóndi á Brú, Biskupstungum, síðast til heimilis í Traðarkotssundi 3, sem andaðist 29. júlí, verð- ur jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík, miðvikudaginn 9. ágúst kl. 13.30. Jarðsett verður i kirkjugarðinum í Gufunesi. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Landakotsspítala. Fyrir mína hönd, barna, tengdabarna, barnabarna og barnabarna- barna, Marta Einarsdóttir. Útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÁGÚSTÍNU EIRÍKSDÓTTUR, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 10. ágúst kl. 15.00. Anna Steinunn Sigurðardóttir, Flosi Hrafn Sigurðsson, Hulda Sigfúsdóttir, Ágústa Flosadóttir, Sigurður Flosason. + Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, SÓLVEIG ÓLAFSDÓTTIR, Sólheimum 44, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, 9. ágúst, kl. 13.30. Ársól M. Árnadóttir, Björn Sigurðsson, Margrét Björnsdóttir, Sigurður Björnsson, Ólaffa Björnsdóttir, Sólveig Björnsdóttir og fjölskyldur þeirra. + Faðir okkar og tengdafaðir, KARLKVARAN listmálari, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 10. ágúst kl. 13.30. Ólafur Kvaran, Anna Soffía Gunnarsdóttir, Gunnar B. Kvaran, Danielle Kvaran, Elfsabet Kvaran, Helgi Haraldsson. + Hjartkær eiginmaður minn, tengdasonur, faðir, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir GUÐMUNDUR ÓLAFUR GUÐMUNDSSON vélvirki, Skarðshlíð 38F, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju, föstudaginn 1 1. ágúst nk. kl. 13.30. ingibjörg Tómasdóttir, Sóley Sveinsdóttir, Sólveig Guðmundsdóttir, Jón Hallgrímsson, Tómas Guðmundsson, Rebekka Björnsdóttir, Sigurlaug Guðmundsdóttir, Hermann Jónsson, Guðmundur Guðmundsson, Helga Ásgeirsdóttir, Sóley Guðmundsdóttir, Ævar Pálsson, Kjartan Guðmundsson, barnabörn, barnabarnabarn og systkini hins iátna. Fanney Magnús- dóttir — Minning Fædd 14. september 1914 Dáin 28.júlí 1989 Fanney Magnúsdóttir húsfreyja Drápuhlíð 44 í Reykjavík lést á Landspítalanum föstudaginn 28. júlí síðastliðinn. Útför hennar fór fram frá Langholtskirkju þriðjudag- inn 8. ágúst að viðstöddu fjöl- menni. Fanney Magnúsdóttir fædd- ist 14. september 1914 á Halllkels- staðahlíð í Hnappadal. Hún var lang yngst níu systkina, dóttir hjónanna Sigríðar Herdísar Hallsdóttur, sem ættuð var frá Óspaksstöðumí Hrútafirði, og Magnúsar Magnús- sonar bónda á Hallkelsstaðahlíð, sem fæddur var í Mýrdal í Kolbeins- staðahreppi, en átti ættir að rekja um Vesturland, Dali og Strandir sunnanverðar. Systkini Fanneyjar voru þessi: Guðrún Bjarnrún fædd 1888, húsfreyja í Reykjavík, gift Matt.híasi Eyjólfssyni sjómanni. Magnús Sumarliði fæddur 1890, bóndi í Hraunholtum í Hnappadal, kvæntur Borghildi Jónasdóttur. Guðmundur Hákon fæddur 1892, bóndi á Hafursstöðum í Hnappadal og síðar í Önundarholti í Flóa, kvæntur Kristínu Björnsdóttur, Guðbrandur fæddur 1894, bóndi í Tröð í Kolbeinsstaðahreppi og síðar á Álftá í Hraunhreppi, kvæntur Bjargeyju Guðmundsdóttur. Gunn- laugur fæddur 1897, bóndi í Mið- felli í Hrunamannahreppi, kvæntur Margréti Sigurðardóttur, Hallur fæddur 1899, bóndi á Hallkels- staðahlíð, kvæntur Hrafnhildi Ein- arsdóttur. Jófríður fædd 1902, hús- freyja í Kópavogi, gift Óskari Guð- mundssyni húsasmíðameistara. Sesselja Ingibjörg fædd 1905, gift Kristni Á. Magnússyni kaupmanni á Reyðarfirði. Öll eru þau systkinin nú látin nema Jófríður, en hún hef- ur átt við langvarandi vanheilsu að stríða mestan hluta ævinnar. Þrátt fyrir það er andlegt þrek og lífskraftur óbugaður, ér hún nú kveður það síðasta af systkinum sínum. Margrét Sigurðardóttir, kona Gunnlaugs í Miðfelli, lést fyr- ir fáum vikum. En milli þeirra Margrétar og Fanneyjar var mikið og náið samband alla tíð. Ekki fer hjá því, þegar hugsað er til þeirra tíma er þessi stóri bamahópur var að alast upp, að á hugann leiti frá- sagnir um erfiðleika, hungur og barnadauðann, sem var svo algeng- ur fram á 20. öldina. Foreldrar máttu oft sjá á eftir öðru hvoru bami í gröfina strax eftir fæðingu eða fárra mánaða gömlu. Og sókn- arprestarnir töluðu opinskátt um sóðadauða. Það hefur því verið ein- stakt afrek hjá hjónunum á Hlíð, eins og bærinn er jafnan kallaður þar vestra, að koma öllum barna- hópnum snum til manns á af- skekktri fjallajörð og fátt hlunn- inda. Eldri systkinin fóm að sjálf- sögðu snemma að vinna fyrir sér á öðrum bæjum, en Sigríður og Magnús létu ekki staðar numið við sín eigin börn heldur tóku fóstur- börn og ólu upp, þegar elstu bömin héldu að heiman. Þegar að því kom að einhver stofnaði nýtt heimili og hóf búskap var hjálpast að. Ef vel veiddist á einum bænum var aflan- um miðlað til systkina og frænd- fólks. Og þeir bæir, sem betur lágu við samgöngum stóðu ávallt opnir sem greiða- og gististaðir fyrir ferðalanga á leið heim eða að heim- an. Um langskólagöngu var naum- ■ Innilegar þakkir fyrir samúö og Y vinarhug við andlát og útför GUÐRÍÐAR ERLU MAGNÚSDÓTTUR SHETTY. Vithal Shetty, Ravindra Thor Shetty, Teresa Shetty, Axel Magnússon, Karl Magnússon, Elísabet Magnúsdóttir, Sverrir Magnússon. + Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar og móður okkar, SVEINFRI'ÐAR ÖLDU ÞORGEIRSDÓTTUR, Smyrlahrauni 42, Hafnarfirði, Vilhjálmur Sveinsson, börn og tengdabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÞORBJÖRNS JÓHANNESSONAR kaupmanns, Sigríður H. Einarsdóttir. Elín Þorbjörnsdóttir, Othar Hansson, Einar Þorbjörnsson, Astrid Björg Kofoed-Hansen, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum auðsýnda samúð við fráfall móður okkar, tengdamóður og ömmu, MÖRTU ÓLAFSSON, Sunnuvegi 13, Reykjavík, sem lést þann 4. júli sl. Páll Bragason, Guðbjörg Hjörleifsdóttir, Ólafur Bragason, Helga Bragadóttir, Magnús Halldórsson, og barnabörn. + Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför INGILAUGAR TEITSDÓTTUR, Tungu. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Sjúkrahúsi Suðurlands sem annaðist hana síðustu árin. Oddgeir Guðjónsson, Guðfinna Ólafsdóttir, Sigurlaug Guðjónsdóttir, Guðmundur Guðnason, Guðrún Guðjónsdóttir, Þórunn Guðjónsdóttir. ast að ræða hjá bammörgum al- þýðufjölskyldum. En á heimilinu var mikill bóklestur. Lestrarfélag starf- aði í sveitini og bækur voru sendar bæ frá bæ og alltaf lesnar spjald- anna á milli. Kvæðin lærðu börnin sjálfkrafa utan að, því að þau voru svo oft höfð yfir. Lögin voru sungin aftur og aftur þangað til allir kunnu þau og gátu verið fullgildir þatttak- endur í söngnum á kvöldvökunni eða við samkomuhaldið. Til þess var tekið hvað Sigríður Herdís, móðir Fanneyjar, hafði mikið yndi af söng og kunni ógrynni af sönglögum. Söngurinn var h'ka eina tónlistarfor- mið, sem fólk gat iðkað á þeim tímum vegna skorts á hljóðfærum. Og þegar mikið stóð til á hrepps- samkomum og í mannfagnaði var líka sungið og dansað af lífi og sál. Inn í þetta samfélag fæddist lítil stúlka einn septemberdag árið sem heimsstyijöldin fyrri braust út. Fanney var níu árum yngri en næsta systirin Sesselja og á milli elstu og yngstu systranna voru 26 ár. Þeirra samband hefur því ekki mótast af því að leika sér saman að legg og skel heldur hafa eldri systykinin verið þeim yngri sem fósturforeldrar eins og tíðkaðist á fyrri ölum, þegar hverju barni var fenginn ákveðinn fullorðinn aðili, sem gekk að hluta inn í móður- hlutverkið. Húsfreyjan var oft svo upptekin af sínu umfangsmikla starfi, að sinna um matvæli, klæðn- að og hirðingu á fjölmennu heimili. Á húsfreyjunni hvíldi þung ábyrgð. í hennar höndum var velferð allra heimilismannanna geymd. Þegar Fanney Magnúsdóttir óx úr grasi - voru tímarnir að breytast. Straumar lágu úr sveitunum í þéttbýlið. Marg- ir fluttu þó hálf nauðugir úr byggð- arlaginu vegna skorts á jarðnæði eða vegna atvinnuleysis. En hugur- inn dvaldi oftast þar heima. Á hverju sumri var snúið aftur og reynt að heimsækja alla bæi þar sem skyldmenni var að finna. Þetta frændfólk að sunnan var líka auð- fúsugestir á sveitaheimilunum. Því fylgdi hressandi andblær úr fjar- lægum landshornum en fréttir og frásagnir þessara gesta voru fjöl- miðlar þess tíma. Fanney ílentist í Blómastofa Friðfinm Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,- einnlg um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. m

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.