Morgunblaðið - 09.08.1989, Blaðsíða 30
áo
MORGUNBI.AÐÍÐ MIÐV1K<JI)AGUK!9. ÁGÚST 1989'
Dósamóttakan hafín hjá Kara:
Um 40 þúsund dós-
um var skilað í gær
MIKIL örtröð skapaðist í dósamóttökunni hjá fyrirtækinu Kara þeg-
ar byijað var að taka á móti dósum og öðrum einnota drykkjarí-
látum á Akureyri í gær. Á þeim fimm tímum, sem tekið var á móti
einnota umbúðum, var komið með um 40 þúsund dósir í móttökuna,
sem er við KA-heimilið. Þess voru dæmi að einstaklingar hefðu safn-
að allt að 2-4 þúsund dósum en flestir komu með um 300-800 dósir.
„Þetta er búið að vera eins og í sagði að þau væru í miklum meiri-
ævintýri; allt bijálað að gera og við
sem höfum verið að taka á móti
umbúðunum í. dag höfum varla
mátt vera að því að líta upp,“ sagði
Gunnar Þ. Garðarsson, annar
tveggja framkvæmdastjóra fyrir-
tækisins Kara. „Við vorum átta sem
unnum við móttökuna í dag og við
höfðum ekki undan við að telja
dósir allan tímann. Við reiknum
með að það verði töluvert að gera
út þessa viku og þá næstu, en eftir
það muni hægjast um. Það er vitað
um mörg félagasamtök og stærri
aðila, sem hafa keppst við að safna
dósum, og þessir aðilar eiga flestir
eftir að koma og skila þeim af sér.
Giskum við á að súmir hafi safnað
allt að 10-20 þúsund dósum og má
gjarnan koma þeim skilaboðum
áleiðis til þeirra, að þau láti okkur
vita fyrirfram hvenær þau ætli að
koma og skila, svo að hægt verði
að gera ráðstafanir. Það má þá
einnig taka við þeim fyrir utan
venjulegan opnunartíma,“ sagði
Gunnar.
Fyrir utan félagasamtökin og
aðra stóra aðila, sem safna mark-
visst, er greinilegt að það eru aðal-
iega krakkar sem sjá um að hirða
dósirnar upp af götunni, því Gunnar
Y erslunarmannahelgin:
Tvær bílveltur
í Fnjóskadal
TVÆR bílveltur urðu í Fnjóska-
dal um verslunarmannahelgina,
en sem betur fór urðu ekki önnur
slys en þau að kona í öðrum
bílnum skarst á hendi. Þá var
ekið á kind í Mývatnssveit og
hvarf ökuþórinn á braut án þess
að segja til sín. Að öðru leyti
gekk helgin áfallalítið fyrir sig,
og að sögn lögreglunnar á Akur-
eyri var hún ekki mjög frábrugð-
in því sem þeir kalla venjulega
helgi, og lögreglan á Húsavík
sagði að umferð í hennar um-
dæmi hefði verið minni en búist
var við.
Framan af helginni virtist sem
mönnum lægi mikið á og að sögn
lögreglunnar á Húsavík voru þó
nokkuð margir teknir fyrir of hrað-
an akstur. Þá bar nokkuð á því að
Bakkus væri hafður með í ráðum
undir stýri og lék grunur á að hann
hefði komið við sögu, þegar fólksbíll
hafnaði utan vegar í Fnjóskadal á
sunnudag.
Fyrri bílveltan í Fnjóskadal áttj
sér stað seint á laugardagskvöldið,
og voru fimm mannseskjur í bílnum.
Ein kona skarst á hendi og var hún
flutt á sjúkrahús. Seinni bílveltan
var á mánudag, en allir sem rbílnum
voru sluppu ómeiddir.
Þá þurfti lögreglan að hafa af-
skipti af pilti, sem hafði hent sér í
Fnjóská, en honum var bjargað og
ekið í foreldrahús á Akureyri.
Útidansleikirnir í Ydölum um
helgina voru fremur fámennir, en
lögreglan á Húsavík giskaði á að
einungis 200-300 manns hefðu ver-
ið þar og fór dansleikjahaldið vel
fram. í Skjólbrekku voru um 150
manns á dansleik á laugardags-
kvöldið, en dansleik í Ljósvetninga-
búð á föstudagskvöldið var aflýst.
hluta þeirra sem kæmu og skiluðu.
Sagði hann dæmi þess að komið
hefði verið með tvö til fjögur þús-
und dósir í einu, en sagði að flestir
væru með um 300-500 dósir. Koma
börnin yfirleitt í fylgd með fullorðn-
um, því það getur verið erfitt að
skila miklu magni af sér, ef ekkert
er farartækið.
Gunnar benti á það að lokum,
að Kara er eina fyrirtækið norðan-
lands, sem greiðir beint út í hönd
fyrir móttöku á einnota drykkjar-
umbúðum, og sagði að á öllum öðr-
um stöðum væri móttakan flóknari
og meiri skriffinnska í kringum
hana.
Morgnnblaöio/Runar Þor
Það var mikið um að vera í tjaldi Kara við KA heimilið í gær þegar tekið var á móti einnota drykkja-
rumbúðum í fyrsta sinn og mátti starfsfólkið ekki vera að því að líta upp eitt andartak.
Dagsprent og Dag’ur hafa
óskað eílir greiðslustöðvun
MORGUNBLAÐINU hefúr borist
eftirfarandi fréttatilkynning frá
stjórnum Utgáfúfélags Dags og
Dagsprents hf. á Akureyrk
Fyrirtækin Dagur og Dagsprent
hf. á Akureyri hafa með bréfi dag-
settu þann 4. ágúst sl. farið fram
á greiðslustöðvun til þriggja mán-
aða. Beiðnin hefur síðan verið til
umfjöllunar hjá embætti bæjar-
fógetans á Akureyri og var úrskurð-
ar að vænta á þriðjudag. Rétt er
að taka það fram að greiðslustöðv-
un, ef af verður, kemur ekki til
með að hafa nein áhrif á daglegan
rekstur fyrirtækjanna.
Ástæðan fyrir þessari beiðni er
fyrst og fremst erfið lausafjárstaða
vegna mikilla fjárhagsskuldbind-
inga. Vandinn er fyrst og fremst
fólginn í mikilli offjárfestingu og
að því leyti deilum við sorg og sút
með fjölmörgum fyrirtækjum í
landinu. Fyrirtækin réðust í miklar
framkvæmdir á uppsveifluárunum
1986-1987. Þær áætlanir sem gerð-
ar voru þá hafa ekki staðist, enda
mikill samdráttur síðustu misserin
á öllum sviðum efnahagslífisins.
Rekstur fyrirtækjanna stendur ekki
undir þeim gífurlega fjármagns-
kostnaði sem á þeim hvílir og við
þurfum ráðrúm til að létta þessum
kostnaði af rekstrinum. Greiðslu-
stöðvun er tæki til að skapa slíkt
ráðrúm.
Dagsprent er hlutafélag, stofnað
árið 1981. Stærstu hluthafar eru
Kaupfélag Eyfirðinga og Kaffi-
brennsla Akureyrar, en alls eiga
rúmlega eitt hundrað einstaklingar
og fyrirtæki hlut í Dagsprenti. Dag-
ur er hins vegar sjálfseignarfélag,
stofnað árið 1918, en stjórnir fram-
sóknarfélaganna á Akureyri og í
Eyjafirði kjósa stjórn þess. Rekstur
fyrirtækjanna er mjög samtengdur,
því 75% tekna Dagsprents hf. eru
vegna prentunar á Degi. Dagur er,
eins og kunnugt er, eina dagblaðið
sem gefið er út hér á landi utan
Reykjavíkur. Fyrirtækin voru rekin
með rúmlega 19 milljóna króna tapi
á síðasta ári. Þar vó þyngst að vext-
ir og verðbætur námu um 25 millj-
ónum króna. Dagsprent tapaði um
9 milljónum króna fyrstu sex mán-
uði þessa árs, en Dagur skilaði rúm-
Hús Dagsprents á Akureyri.
lega 4 milljónum í hagnað á sama
tíma, fyrir fjármagnsgjöld. Þegar
þau eru tekin með í dæmið er rekst-
urinn í járnum.
Að undanförnu hafa staðið yfir
viðræður milli Dagsprents hf. og
Prentverks Odds Björnssonar hf. á
Akureyri um hugsanlega samein-
ingu fyrirtækjanna. Sameining
kemur sterklega til greina en hið
nýja fyrirtæki þarf nauðsynlega á
því að halda að selja eignir til að
tryggja reksturinn. Reyndar er það
meginforsenda fyrir sameiningu.
Ef af sameiningu verður höfum við
eitt stórt prentiðnaðarfyrirtæki með
of miklar fjárfestingar. Til að
tryggja rekjtur þess þarf að selja
þessa offjárfestingu. Við höfum í
því sambandi leitað til þeirra aðila
sem við teljum hugsanlega kaup-
endur. Þeir eru ekki mjög margir,
því hér er um það stórar eignir að
ræða. Stjórn Byggðastofnunar hef-
ur m.a., verið sent bréf þar sem
henni eru boðnar eignir Dags og
Dagsprents hf. við Strandgötu til
kaups. Rökin fyrir því að Byggða-
stofnun kaupj þessar eignir eru
mjög sterk. í fyrsta lagi hefur
Byggðastofnun i hyggju að kaupa
eða byggja hús yfir starfsemi útibús
stofnunarinnar á Akureyri. Æski-
leg staðsetning fyrir slíkt hús er í
nágrenni miðbæjarins. Hús Dags-
prents er í u.þ.b. 200 metra fjar-
lægð frá þeim stað við Strandgöt-
una, sem Byggðastofnun hefur
augastað á. Auk þess er stór hluti
af húsnæðinu innréttaður sem
skrifstofuhúsnæði og því tilbúinn
til þeirra notkunar sem starfsemi
Byggðastofnunar krefst. Með kaup-
unum myndi Byggðastofnun jafn-
framt stuðla að því að áfram yrði
rekin stór og öflug prentsmiðja á
Norðurlandi, sem hlýtur að teljast
nauðsynlegt fyrir byggðarlagið.
Kaupin myndu þannig tvímælalaust
styrkja til muna rekstur þriggja
gróinna fyrirtækja á Akureyri, þ.e.
Dagsprents, Dags og POB. Við er-
um því ekki að að leita til Byggða-
stofnunar eftir einhverri ölmusu,
heldur ráða hrein viðskiptasjónar-
mið ferðinni. Við teljum það
tvímælalaust beggja hag að af
kaupunum geti orðið.
Einnig er inni í myndinni sala á
fasteignum POB. við Tryggvabraut.
Það húsnæði gæti hentað mjög vel
undir væntanlega starfsemi sjávar-
útvegsbrautar við Háskólann á
Akureyri. Stjórnir fyrirtækjanna
telja það engan veginn í anda
byggðastefnu ef Byggðastofnun
eða aðrar stofnanir hins opinbera
hyggjast byggja stórhýsi á Akur-
eyri á sama tíma og nægt framboð
er af hentugum fasteignum á mark-
aðnum. Með því myndi ríkisvaldið
einungis stuðla að lækkun fast-
eignaverðs og því að fyrirtæki og
einstaklingar sætu uppi með illselj-
anlegar eignir. Stjórn Byggðastofn-
unar tók erindið fyrir á fundi sl.
miðvikudag, en afgreiðslu þess var
frestað. Það er enginn bilbugur á
okkur, sem að útgáfu Dags stönd-
um, með að rekstur blaðsins verði
áfallalaus. Það hefur þegar verið
sýnt fram á að blaðið er rekstar-
hæft miðað við eðlilega fjármögn-
ur. Hins vegar stendur enginn
rekstur undir mikilli offjárfestingu,
hvorki dagblaðarekstur né annar.
Rekstur Dags hefur skilað hagnaði
undanfarna mánuði, eins og fyrr
segir, en sá hagnaður hefur allur
farið í að greiða fjármagnskostnað.
Við þurfum nauðsynlega á því að
halda að selja eignir og koma þar
með rekstrinum í eðlilegt horf að
nýju. Við höfum enga trú á öðru
en að okkur takist að leysa þau
vandamál sem við blasa á næstu
mánuðum og tryggja áframhald-
andi rekstur þessara fyrirtækja.
Fyrir hönd stjórna Dags-
prents hf. og Útgáfufélags Dags,
Sigurður Jóhannesson,
stjórnarformaður.