Morgunblaðið - 09.08.1989, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 09.08.1989, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐID M®VIKUÖKGUR'9. ÁGÖST51989 43 Reykjavík og stundaði þar alla al- genga launavinnu. A vinnustaðnum fylgdu henni þeir eðliskostir, sem hún hlaut í vöggugjöf og ræktaðir höfðu verið undir handleiðslu mikil- hæfra foreldra. Takmarkið var ein- att að vera trúr yfir smáu sem stóru, en keppa ekki eftir launum eða vegtyllum umfram það sem vel unnin störf gáfu tilefni til, en standa þó á rétti sínum ef að honum var sótt. Fanney eignaðist aðeins einn son, Rúnar Matthíasson, sem dva- list hefur við sálfræðinám og hjúk- runarstörf í Svíþjóð undan farin ár. Faðir Rúnars var Matthías Arnórs- son, ættaður frá ísafjarðardjúpi. Þau Fanney og Matthías bjuggu lengst af saman án vígslu þar til Matthías lést 1956, þegar Rúnar var aðeins þriggja ára gamall. Eftir lát Matthíasar hélt Fanney heimili með bróðurdætrum sínum _frá Hlíð, nú síðast í Drápuhlíð 44. Óhætt er að fullyrða að ekki var stormasamt á þeim bænum og ófriðaröldur risu aldrei hátt. Sérhver heimilismaður hafði sína skoðun og hélt henni fram af fullum þunga, en var um leið tilbúinn að viðurkenna rétt ann- arra til að hafa ólík sjónarmið. Gestrisni og hlýja einkenndi viðmót Fanneyjar, þegar langt að kominn frænda bar að garði. Það var rætt um heima og geima, en ekkert ylj- aði þó eins um hjartaræturnar eins og þegar glettni eða gáski var í umræðunum og þetta einstæða, fallega bros færðist yfir andlit hennar og nam staðar í augunum, sem spegluðu góðvild og mann- gæsku sálarinnar sem innar bjó. Æviferill Fanneyjar Magnúsdóttur var ekki án þyrna. Það var henni mikið áfall, þegar tengdadóttir hennar, Berglind Bjarnadóttir söng- kona, lést 1986 aðeins tæplega þrítug úr sama sjúkdómi og dró hana sjálfa til dauða. Fanney dvaldi ytra hjá þeim ungu hjónaefnum í nokkrar vikur á hveiju ári og fylgd- ist af áhuga með námi þeirra og störfum. Það var sárt að vita þessa ungu og glæsilegu listakonu fá hinn miskunnarlausa dóm löngu áður en fullum þroska var náð. Blómið fékk aldrei að springa út til fulls. Ólækn- andi sjúkdómur hafði búið um sig og fyrr en varði var öllu lokið. Fann- ey þjáðist af astma í fjölda ára og dvaldi langdvölum á sjúkrahúsum af hans völdum. Hún minntist veru sinnar á sjúkrastofnunum alltaf með þakklátum huga, ekki síst dval- arinnar á Vífilsstöðum þar sem hún var orðin heimavön. Henni þótti mjög miður að geta ekki verið við- stödd jarðarför Margrétar Sigurð- ardóttur, mágkonu sinnar frá Mið-, felli, í sumar, en þá hafði vágestur- inn kvatt dyra fyrir örfáum vikum. Hún hafði gengist undir uppskurð vegna krabbameins í maga. Að- gerðin virtist heppnast vel, en mein- ið hélt áfram að breiðast út. Að lokum brast varnakerfi líkamans og nær sjötíu og fimm ára gömul kona kvaddi þennan heim. Ævi- skeið minnisverðar konu er á enda runnið. En í rauninni varð Fanney Magnúsdóttir aldrei gömul. Hún hélt andlegri heilsu og innri sálarró alveg fram til þess síðasta. í fasi og framgöngu sýndist hún ávallt tvítug, þótt hún hefði lifað margan áratuginn og sitthvað reynt á lífsleiðinni. Eftir lifa minningarnar um móður og frænku, vin og sam- starfsmann, sem hvarvetna lagði góðum málstað lið og miðlaði kær- leika og hlýju til náungans með nærveru sinni einni. Yfir slíkar minningar fyrnist seint eða aldrei. Guðmundur Guðbrandsson Leiðrétting í afmæliskveðju til Bjargar S. Jóhannesdóttur fyrrv. kennara hér í blaðinu síðastliðinn laugardag, stóð að hún hefði fæðst að Höllu- stöðum í Húnavatnssýslu. Svo er ekki. Hún fæddist á Holtastöðum. Þá varð misritun í lok greinarinnar. Málsgreinin á að vera svona: Þó að starfsorka þeirra fari nú þverr- andi fá þær enn að halda góðri andlegri heilsu og þeirri sálarró sem trúartraust þeirra (ekki trúnaðar- traust) eitt getur gefið þeim. Minning: Ingimunda Gests- dóttir frá Kleifum Fædd 23. júlí 1904 Dáin 13. júlí 1989 Ingimunda Þorbjörg fæddist á Hafnarhólmi í Steingrímsfirði þar sem foreldrar hennar, Gestur Krist- jánsson og kona hans, Guðrún Arnadóttir, bjuggu þá ásamt Árna föður Guðrúnar. Foreldrar Ingi- mundu slitu samvistir og ólst hún upp hjá móður sinni og stjúpföður, Ingimundi Guðmundssyni hrepp- stjóra á Hellu. Ung að árum giftist hún Guðmundi Jóhannssyni bónda á Kleifum, næsta bæ. Ingimunda var þá lærð ljósmóðir og starfandi ljósmóðir í hreppnum. Guðmundur erfði Kleifar eftir foreldra sína og bjó með móður sinni, ekkju, þegar hann kvæntist. Hann fæddist 17. júní 1903, d. 26. október 1977, var þá staddur á Spáni. Foreldrar Guð- mundar voru Jóhann Jónsson bóndi á Svanshóli og svo Kleifum og kona hans, Guðrún Guðmundsdóttir frá Drangsnesi, Guðmundssonar. Guð- mundur var við trésmíðanám vestur á ísafirði þegar faðir hans lést, hætti hann þá námi og tók við bú- inu með móður sinni. Guðmundur og Ingimunda bjuggu yfír tuttugu ár á Kleifum en fluttu til Hólmavík- ur 1943. Þar var Guðmundur frysti- hússtjóri til 1948 er flutt var til Reykjavíkur. Eftir það vann Guð- mundur lengi fiskmatsmaður hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. Síðast bjuggu hjónin í Kópavogi, eða þar til Guðmundur lést. Eftir það var Ingimunda mest hjá Guð- rúnu dóttur sinni á Hólmavík, en þó stundum hjá öðrum börnum sínum. Ég var svo heppinn að kynnast þessum góðu og elskulegu hjónum á fjórða áratugnum þegar ég var að kenna börnum í Kaldrananes- hreppi, kenndi þar börnum þeirra og var hjá þeim í heyskap. Það verð ég að segja að betri húsmóður en Ingimundu hef ég ekki þekkt. Hún var ávallt í sólskinsskapi og svo nærgætin að lengra verður ekki komist. Það var oft glatt á hjálla í eldhúsinu á Kleifum. Þar var mikil gestrisni eins og raunar alls staðar þar um slóðir. Sama alúðin og gest- risnin var hjá þeim hjónum hér syðra enda var Ingimunda í alla staði fyrirmyndar húsmóðir, kona og móðir og þarf ekki að fjölyrða þar um. Handlagin var hún sem margt af hennar fólki og fékkst talsvert við að mála myndir, einnig stundaði hún mikið saumaskap eft- ir að börnin voru farin að heiman. Þeim hjónum varð fjögurra barna auðið, lifa þau öll við góða heilsu, myndarfólk og vinsælt. Elst barna þeirra er Jóhann rennismíðameist- ari á Hólmavík kvæntur, Soffíu Þorkelsdóttur frá Seyðisfírði eystra, þá Ingimundur vélfræðingur í Kópavogi, kvæntur Ásdísi Ólafs- dóttur frá Flateyri, af Arnardals- ætt, þá Halldór rafvirkjameistari í Reykjavík, kvæntur Sóleyju Tómas- dóttur frá Djúpavogi. Yngst er Guðrún, gift Guðmundi Ragnari Jóhannssyni múrarameistara á Hólmavík af Bæjarætt. Að nokkru skal hér getið ætta Ingimundu. Foreldrar hennar voru, sem áður var sagt, Gestur Krist- jánsson bóndi á Hafnarhólmi 1896 til 1910, f. 15. apríl 1866, d. í Reykjavík hjá Ólöfu dóttur sinni 1. júlí 1953, og Guðrún Árnadóttir frá Hafnarhólmi. Gestur var vel hagmæltur og fljótur að kasta fram María Þormar frá Seyðisfírði Fædd 17. maí 1921 Dáin 9. júní 1989 Þegar mágur minn Valgeir Þormar hringdi til okkar og sagði mér, að svilkona mín María Þormar væri látin, þá stóð ég andspænis því, að ég hafi orðið of sein. Ég var nýkomin úr ferðalagi og hafði hugs- að mér að hringja til svilkonu minnar sem fyrst, en það varð ann- ar á undan. María varð bráðkvödd kvöldið áður. Ég sakna svilkonu minnar. Við áttum oft góðar stund- ir saman, og mig langar nú til að þakka henni fyrir vináttuna og öll hennar hlýju orð í minn garð. María var fyrst og fremst góð kona. Aldrei heyrði ég hana leggja öðrum illt til eða velta sér upp úr óförum annarra, eins og okkur mannanna börnum hættir oft til að gera. María var glæsileg kona og margt var henni til lista lagt. Mik- iH fagurkeri var hún og snyrti- mennska var henni í blóð borin. Hún unni fagurri tónlist og lék á píanó. Þegar við vorum tvær saman greip hún gjarnan í píanóið og lék Hreðavatnsvalsinn, sem var henni mjög hjartfólginn, því að maðurinn hennar Atli Þormar orti textann. Atli lést árið 1971, og var það mik- ill missir fyrir hana og dætur þeirra tvær. Allir, sem þekktu Atla, vissu hvaða mann hann hafði að geyma. Slíkur úi-valsmaður fór alltof snemrna. María var vinur vina sina, og aldrei átti hún nógu mörg orð til að lýsa þakklæti sínu, ef eitthvað var fyrir hana gert. María hafði átt við heilsuleysi að stríða í mörg ár og átti því stundum erfitt með að sætta sig við hlutskipti sitt, en hún sá alltaf ljósið þar, sem dætur henn- — Minning ar voru og barnabörn. Oft sagði hún við mig: „Ég vildi að ég væri fær um að gera meira fyrir þau“. Og vissulega gerði hún sem hún gat. Allt hefur sinn endi, og nú veit ég að svilkonu minni líður vel samhliða manni sínum í þeim heimi, sem hún trúði á. Þegar ég lít yfir farinn veg og hugleiði æviskeið Maríu Þormar, þá koma mér í hug Ijóðlínur Ragnhildar Ófeigsdóttur: Þjáningin er sá kyndill sem við hefjum á loft til að greina ásjónu þína í myrkrinu ó Guð. Ég og fjölskylda mín biðjum ást- vinum hennar guðs biessunar, og að hann lýsi þeim veginn áfram. Ólöf Ásgeirsdóttir Þormar vísu ef svo bar til. Kristján Jóhann- esson faðir hans, fæddur í Fremri- Arnardal 3. sept. 1825, sonur hjóna þar, Jóhannesar Guðmundssonar frá Hól í Önundarfirði og Ingibjarg- ar Jónsdóttur er fæddist á Hanhóli í Bolungamk. Ingibjörg lést í Engidal 3. ágúst 1833. Fædd var hún 1. júlí 1789. Foreldrar hennar voru Jón Guðmundsson hreppstjóri á Hanhóli 1789, d. fyrir 1801, og kona hans, Gróa Jónsdóttir, d. 1814. Jóhannes og Ingibjörg voru hjú á Ósi í Bolungavík er þau giftu sig 22. des. 1821. Þau eignuðust fjóra syni. Kristján fermdist í Kálfa- nesi í Steingrímsfirði 1839, sagður vel að sér og vel gáfaður. Fermdur frá húsbændum þar, Guðbrandi Hjaltasyni hreppstjóra og konu hans, Petrínu Éyjólfsdóttur prests á Eyri í Skutulsfirði, Kolbeinssonar. Má vera að Petrína hafi tekið Krist- ján þegar Ingibjörg móðir hans dó. Kristján er. vinnumaður hjá Þor- steini Snæbjörnssyni frá Hnífsdal, í Hraundal við Djúp 1845 en 1850 er hann á Ósi í Steingrímsfirði og eftir það vinnumaður hjá Torfa Ein- arssyni alþingismanni á Kleifum til 1870 eða lengur. Kristján eignaðist fjögur börn eða fleiri en giftist ekki. Ékki er mér kunnugt um hin börn- in. Faðir Jóhannesar og afi Krist- jáns var Guðmundur Guðmundsson hreppstjóri á Hól í Önundarfirði 1801 og 1816. Kona hans var Elísa- bet Bjarnadóttir. Barnsmóðir Kristjáns og móðir Gests var Margrét Pálsdóttir frá Reykjarvík í Bjarnarfirði. Foreldrar hennar voru Páll Jónsson bóndi þar og kona hans Margrét Bjarnadóttir, d. 3. jan. 1864, bónda á Svanshóli, Sveinssonar frá Þúfum í Vatns- firði. Þriðja kona Bjarna Sveinsson- ar og móðir Margrétar var Guðrún, f. um 1755, Magnúsdóttir bónda í Lágadal við Djúp, Pálssonar. For- eldrar Páls í Reykjarvík voru Jón Þorleifsson á Fremri-Brekku í Saurbæ í Dölum og kona hans, Guðrún Ólafsdóttir, d. 1823, frá Fremri-Brekku Sturlaugssonar. Fyrri kona Magnúsar í Lágadal og rnóðir Guðrúnar var Guðríður Eyj- ólfsdóttir bónda frá Kálfavík í Skötufírði, Sveinbjörnssonar. Kona Eyjólfs var Guðrún Hafliðadóttir frá Ármúla Árnasonar. Kona Hafliða var Guðríður Jónsdóttir eldra Tóm- assonar prests á Snæfjöllum, Þórð- + MINNINGARKORT arsonar. Fyrri kona síra Tómasar var Margrét Gísladóttir prests I Vatnsfirði, bróður Odds Skálholts- biskups Einarssonar Eydalaskálds, Sigurðssonar. Guðrún Árnadóttir kona Gests var glæsifríð og föngulég. Hún var ung í föðurgarði þegar Gestur var þar kaupamaður, skáldmæltur og fjörugur ungur piltur. Guðrún hreifst strax af kaupamanninum unga og varð brátt hjónaband af kynnum þeirra. Þau hófu búskap á Hafnarhólmi þar sem Gestur var upp alinn hjá Jörundi Gíslasyni sem mun hafa reynst honum vel því Jörundur sonur þeirra Guðrúnar bar hans nafn. Bjuggu þau á móti Árna föður Guðrúnar. Árni var mikill söngmaður og mýndarlegur á velli. 1910 slitu hjónin samvistir og gekk Guðrún að eiga Ingimund Guð- mundsson hreppstjóra á Hellu. Þangað fór Guðrún með flest börn sín og ólust þau þar upp eftir það. Það var því ekki langt að fara fyr- ir Guðmund til kvonbæna því skamrnt er milli Hellu og Kleifa. Þau Kleifahjón voru einstaklega samhent og ekki kom það að sök að Guðrún móðir Guðmundar var hjá þeim meðan hún lifði. Ingi- munda var einstaklega . lipur og þægileg í allri umgengni og sama mátti segja um Guðmund mann hennar. Árni faðir Guðrúnar var sonur Jóns Hannessonar á Fitjum og Guðrúnar Jónsdóttur frá Skeljavík. Kona Árna Jónssonar var Hildur - • Guðbrandsdóttir frá Kálfanesi (þess er Kristján fermdist frá 1839) Hjaltasonar prófasts á Stað í Stað- ardal Jónssonar. Hildur átti áður Þórólf Magnússon á Hrófá. Kona síra Hjalta Jónssonar var Sigríður Guðbrandsdóttir prests á Bijánslæk Sigurðssonar. Hildur dó 1880 að- eins 38 ára að aldri. Ingimunda átti tólf systkini, þijú dóu börn, Guðbrandur, Ingibjörg og Benedikt. Hin voru: Guðbjörg, átti Jón Konráðsson bónda og smið á Hafnarhóimi, síðast i Reykjavík, Hildur átti Loft Torfason í Vík á Hafnarhólmi, Árni var lengst af á Hellu óg. bl., Jörundur skáld og hreppstjóri á Hellu, átti Elínu Lár- usdóttur frá Vík í Mýrdal, Guð- brandur á Drangsnesi og síðar í Reykjavík, átti Margréti Guð- mundsdóttur frá Drangsnesi, Þor- valdur á Hellu, átti hús við sjóinn, átti Sólveigu Jónsdóttur, Þorvajdur dó ungur en átti þijú börn, Ólöf, átti Sigurgeir Áskelsson frá Bassa- stöðum, voru síðast í Reykjavík, Magndís, átti Svein Guðmundsson i Hveravík frá Byrgisvík. Magndís var yngst af þrettán börnum Gests Kristjánssonar og Guðrúnar Árna- r dóttur. Magndis er búsett ekkja í Keflavík, Ólöf ekkja í Reykjavík og Jörundur hjá Ragnari syni sínum á Hellu. Hin eru dáin. Að lokum, stef úr ljóði úr bók Jörundar bróður Ingimundu: Hug hefjum hæða til. Yljar sólarsýn Odáins akurlönd rósar rót hlúir. Guðm. Guðni Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.