Morgunblaðið - 09.08.1989, Blaðsíða 52
xZterkur og
kJ hagkvæmur
auglýsingamiöill!
MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1989
VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR.
Tillögur um að örva hlutabréfaviðskipti:
Eiga að auðvelda fyrir-
tíekjum að afla eigin íjár
— segir Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra
JON Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórnina tillög--
ur sem eiga að miða að því að auka viðskipti með hlutabréf og að
auðvelda fyrirtækjum öflun eigin fjár. Jón segir ljóst að almenn við-
skipti með hlutabréf verði ekki að veruleika fyrr en búið verður að
breyta lögum um skattlagningu hlutabréfaeignar og arðs af hlutabréf-
um.
Jón segir að það sé hugmynd sín
að ijallað verði um tillögur þessar
samhliðá tiilögum um breytta skatt-
lagningu fjármagnstekna. Meðal
annars er lagt til að hlutabréfaeign
verði, að minnsta kosti fyrst um sinn,
gerð hagstæðari en skuldabréfaeign
við álagningu eignarskatts. Einnig
leggur Jón til að því ákvæði skatta-
laga verði breytt til rýmkunar sem
takmarkar þær arðgreiðslur sem
„Magnús“
ftumsýndur
á fbstudag
ÍSLENSKA kvikmyndin
„Magnús“ verður frumsýnd í
Stjörnubíói á fóstudag og
strax að lokinni frumsýningu
heljast almennar sýningar.
Það er Þráinn Bertelsson sem
leikstýrir myndinni og fram-
leiðir auk þess að skrifa hand-
rit. Myndin er frumsýnd mán-
uði á undan áætlun.
Þráinn Bertelsson segir að
það sé ánægjuleg tilbreyting að
vera á undan áætlun með mynd,
íslensku myndirnar hafi hingað
til yfirleitt verið á eftir áætlun.
Hinsvegar hafi allt gengið mjög
vel við vinnslu myndarinnar og
því sé hægt að frumsýna hana
mánuði fyrr en áætlað var.
hlutafélög geta dregið frá tekju-
skattsstofni við einn tíunda af nafn-
virði hlutafjár.
Þá gerði Jón að tillögu sinni að
skattfrádráttur vegna hlutabréfa-
kaupa yrði aukinn og að skattlagn-
ingu af hlutabréfaviðskiptum yrði
þannig hagað að draga mætti tap
af einum 'viðskiptum frá hagnaði af
öðrum.
Þá segir Jón brýnt að fundnar
verði leiðir til að hvetja starfsfólk
fyrirtækja til að leggja fé í rekstur-
inn. Segir Jón hugsanlegt að breyta
skattalögum í þessu skyni.
Jón segir að tillögum hans hafi
verið vel tekið í ríkisstjórninni.
Morgunblaðið/Elías B. Guðmundsson
Jeppi fjölskyldu systranna fór á kaf í Núpsá og á myndinni, sem tekin var rétt eftir að þeim var bjargað
á þurrt, sést rétt grilla í topp bílsins.
Tveimur stúlkum bjargað frá drukknun er bíll fór á kaf í Núpsá:
Eldri stúlkan segist hafa
sofiiað um stund í bílnum
Mikið var um óhöpp og slys í umferðinni um verslunarmannahelgina
2 ára drengur
þungt haldinn
TVEGGJA ára drengnr liggur
þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir
að hann fannst liggjandi i opinni
þró í húsgarði í Skeijafirði laust
fyrir hádegi í gær. Um 50 sm
djúpt vatn var í þrónni.
Læknir og sjúkrabíll komu á vett-
vang og voru hafnar lífgunartil-
raunir á barninu, sem báru árangur
en barnið var flutt þungt haldið á
sjúkrahús.
TVÆR systur, sjö og átta ára, björguðust naumlega úr Núpsá
þegar jeppi sem þær voru í fór á kaf í ána. Stjúpfaðir systranna
og tveir nærstaddir menn sýndu gífurlegt þrek er þeim tókst að
ná stúlkununi meðvitundarlausum út úr bílnum. „Ég kafaði niður
á afturhlerann og gat sparkað honum upp. Síðan dró ég þær yfir
aftursætið og undir efri hlerann. Það gekk auðveldar með yngri
telpuna, en hin var föst í bílnum vegna þess að hún var með bak-
poka og ég þurfti að gera nokkrar atrennur áður en mér tókst
að losa hana við bakpokann og ná henni út,“ sagði Jón Helgason,
stjúpfaðir systranna Margrétar og Ásthildar Reynisdætra. Stúlk-
urnar voru lífgaðar við og fluttar í sjúkrahús í Reykjavík. Magni
Jónsson læknir sem var nærstaddur og veitti stúlkunum fyrstu
aðhlynningu segir að eldri stúlkan hefði ekki sýnt lífsmark fyrr
en eftir 45 mínútur.
„Þetta tók vikuskammt af orku
okkar eldra fólksins, en telpurnar
virðast hafa náð sér að fullu og
haldið allri sinni orku. Sú eldri
sagðist bara hafa sofnað smá
stund í bílnum,“ sagði Jón Helga-
son.
Mikil umferð var um vegi lands-
ins um verslunarmannahelgina og
er talið að allt að 40 þúsund manns
Sala Jerrico, eiganda Long John Silver’s-veitingahúsakeðjimnar;
Eig’um ekki von á áhrifum á
viðskipti með íslenskan fisk
- segir Friðrik Pálsson forstjóri SH
FRIÐRIK Pálsson, forsljóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, segist
ekki eiga von á að sala á Jerrico-fyrirtækinu, eiganda Long John
Silver’s-veitingahúsakeðjunnar, sem skýrt var frá í bandarískum fjöl-
miðlum í gær, hafi nein áhrif á viðskipti fyrirtækjanna, en veitinga-
húsakeðjan er einn helsti kaupandi íslensks fisks í Bandaríkjunum.
„Samkvæmt þeim upplýsingum
sem við höfum fengið frá stjórnend-
um fyrirtækisins er þarna um að
ræða, ef þetta gengur í gegn, kaup
á hlutabréfum í fyrirtækinu," sagði
Friðrik. „Við eigum ekki von á öðru
en viðskipti okkar við þá haldi
áfram eins og ekkert hafi í skorist.
Það hlýtur að vera ákvörðun stjórn-
enda fyrirtækisins hvetju sinni við
hveija þeir vilja skipta og hvar þeir
vilja gera sín innkaup og við að
sjálfsögðu vonumst til að það verði
hjá okkur eins og verið hefur og
höfum ekki ástæðu til þess að ætla
annað,“ sagði hann ennfremur.
Bandaríska blaðið The Wall
Street Journal segir frá því í gær
að stjórnendur Jerrico hafi sam-
þykkt tilboð um yfirtöku tveggja
fjárfestingarfyrirtækja á fyrirtæk-
inu fyrir 24,25 dollara hlutinn eða
samtals 620 milljónir Bandaríkja-
dala. Long John Silver’s-veitinga-
staðir Jerrico eru 1.500 talsins og
eru mikilsráðandi á markaðnum. I
frétt blaðsins kemur fram að þrátt
fyrir að sérfræðingar séu dálítið
undrandi á þessu tilboði hafi lengi
verið orðrómur um að fyrirtækið
væri falt. Stjórn fyrirtækisins hafi
verið gagnrýnd fyrir að það skilaði
ekki þeim hagnaði sem vænst var,
þó það hafi skilað allgóðum hagn-
aði eða 1,30 dollurum á hlut á
síðasta fjárhagsári samanborið við
1,20 árið þar áður. Tilboð fjárfest-
ingarfyrirtækjanna felur í sér sam-
komulag um að fyrirtækið verður
áfram undir sömu yfirstjórn og til
þessa.
hafi hafst við í tjöldum víðs vegar
um landið. Óhöpp og slys settu
mikinn svip á verslunarmanna-
helgina að þessu sinni. Umferðar-
ráði er kunnugt um 26 óhöpp þar
sem fólk slasaðist, þar af níu alvar-
leg slys. Eitt banaslys varð í um-
ferðinni: 17 ára piltur lést eftir
harðan árekstur Langadal í Húna-
vatnssýslu á föstudag.
Franskur ferðamaður slasaðist
alvarlega er bifhjól hans lenti út
af veginum skammt frá Dyrhóla-
ey. Maður slasaðist alvarlega er
bíll hans valt út af veginum í
Norðurárdal. Tveir ungir menn
brenndust í Þórsmörk er gaskútur
sem kastað hafði verið á eld
sprakk. Tíu ára drengur var flutt-
ur til Reykjavíkur eftir bílveltu í
Jökuldal. Tveir voru fluttir á
sjúkrahús í Reykjavík eftir að bíll
lenti út af veginum í Langadal og
ökumaður bíls sem ók á brúar-
handrið í Víðidal var einnig fluttur
á sjúkrahús í Reykjavík.
Mestur ijöldi fólks var saman
komin í Vestmannaeyjum, í Húna-
veri og í Galtalækjarskógi. Um
7.000 manns, flestir unglingar,
voru í Húnaveri og var ölvun mik-
il. Um 400 manns leituðu til lækn-
is sem þar sinnti slösuðum, flestir
með skurði og áverka eftir gler-
brot eða áflog. Sjö manns voru
handteknir þar sem fíkniefni fund-
ust í fórum þeirra. Þeir voru flutt-
ir til Reykjavíkur til yfirheyrslu.
Á áttunda þúsund gesta var á
þjóðhátíðinni í Heijólfsdal í Vest-
mannaeyjum. Hátíðin fór mjög vel
fram og er einhver sú rólegasta
sem lögreglumenn í Vestmanna-
eyjum muna eftir. Þó setti mikið
hvassviðri á mánudag strik í reikn-
inginn og skemmdust skreytingar
og mannvirki í Heijólfsdal.
í Galtalækjarskógi voru um sjö-
þúsund manns, Jangflestir þeirra
fjölskyldufólk. Á þriðja þúsund
manns var í Þórsmörk, margir
þeirra unglingar. Um 2.000 manns
gistu Skaftafell og hafa aldrei
fleiri verið þar á tjaldsvæðinu.
Vegna aðsóknarinnar þurfti að
loka svæðinu seinni hluta laugar-
dagsins. Þá sóttu um 2.000 gestir
fjölskylduhátíð í Vík í Mýrdal. Um
það bil 800 manns sóttu Vala-
skjálfta ’89 á Egilsstöðum og um
300 gestir voru á samkomunni
Suðurlandsskjálfta í Árnesi.
98 ökumenn voru teknir gran-
aðir um ölvun við akstur um versl-
unarmannahelgina.
Sjá fréttir bls. 26-27 og 50-51.
Samnmgayið-
ræður OLÍS
við Texaco
á lokastigi
SENDINEFND fi-á Texaco í Dan-
mörku kemur til landsins í vik-
unni til viðræðna við OLÍS um
kaup á 28% hlut í félaginu. Sverr-
ir Hermannsson bankastjóri
Landsbankans segir að niður-
staða viðræðnanna geti haft úr-
slitaáhrif á samskipti OLIS og
Landsbankans.
„Ég vonast til að samningar tak-
ist við Texaco á næstu dögum og
í framhaldi af því náist samkomulag
við Landsbankann," segir Ti-yggvi
Geirsson stjórnarformaður OLIS.
Félagið er sjálft eigandi bréfanna
sem rætt er um að Texaco kaupi.
Nafnverð þeirra er að sögn Tryggva
nálægt 140 milljónum króna.
Stærstan hlut í OLÍS, eða 67%, á
hins vegar Sund hf. en Óli Kr. Sig-
urðsson forstjóri OLÍS er aðaleig-
andi þess fyrirtækis.