Morgunblaðið - 09.08.1989, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.08.1989, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1989 21 Norðurland: Tónleikaferð kórs Flensborgarskóla KÓR Flensborgarskóla leggnr upp í tónleikaferð um Norðurland í næstu viku. Fyrstu tónleikarnir verða í Akureyrarkirkju föstudaginn 11. ágúst kl. 20.30. Þá mun kórinn syngja í Reykjahlíðarkirkju laugar- daginn 13. ágúst kl. 15.00 og ljúka síðan ferðinni með tónleikum i Húsavíkurkirkju það sama kvöld kl. 20.30. Á tónleikunum kemur fram ungur einsöngvari, Aðalsteinn Einarsson. Hann hefur stundað nám við Söng- skólann í Reykjavík. Á efnisskránni að þessu sinni verða m.a. kirkjuleg verk frá ýmsum tímum, lög frá 16. öld og þjóðlög frá Norðurlöndum. Kór Flensborgar- skóla hefur starfað k'ðan 1981 og komið víða fram. Hann tók þátt í Evrópa cantat-söngmóti í Sviss árið 1987 og síðastliðið sumar hélt kórinn ferna sjálfstæða tónleika á Italíu. Stærsta verkefni kórsins til þessa er Gloría í D-dúr eftur Vivaldi sem flutt var á tónleikum nú í vor. Kórinn vinnur nú að fyrstu hljómplötu sinni. Stjómandi kórsins er Margrét Jó- hanna Pálmadóttir. Hermann Stefánsson klarinettuleikari og Helena Stefánsson sópran- söngkona. Tónleikar í Norræna húsinu Tonlistarmenmrmr Helena Stefánsson sopran, Hermann Stefánsson klarinettuleikari og Þorsteinn Gauti Sigurðsson píanóleikari halda tón- leika í Norræna húsinu í kvöld, miðvikudaginn 9. ágúst, kl. 20.30. Þau flytja lög eftir Wilhelm Peterson-Berger, Debussy, Jórunni Viðar, Ed- vard Gneg og fleiri tónskáld. Hermann Stefánsson fæddist á Islandi 1962 og byijaði að læra á klarinett í Tónlistarskóla Akraness. Árið 1976 fluttist hann tii Svíþjóðar með flölskyldu sinni og hefur búið þar síðan. Hann hefur lokið prófi frá Tónlistarháskólanum í Piteá og ein- leikaraprófi frá Konservatoríinu í Rotterdam. Hann stundar nú nám sem Fulbright-styrkþegi við „Uni- versity of Southern California" í Los Angeles. Sópransöngkonan Helena Stef- ánsson fæddist í Svíþjóð 1961. Hún lauk söngkennaraprófi frá Tónlistar- háskólanum í Piteá. hún hefur einnig verið í söngtímum hjá Hilary Reyn- olds og Tina de Roos í Hollandi. Hún stundar nú nám við „University of Southern California" í Los Angeles. Á stuttmyndasýningu á Hótel Borg í kvöld verða m.a. sýndar mynd- ir eftir Lárus Ými Óskarsson og Hilmar Oddsson. Hundadagar 89: Lifandi myndir á Borg Besti vinur ljóðsins mun standa fyrir þremur uppákomum á Hundadögum 89 og verður sú fyrsta í kvöld, miðvikudag klukkan 21, þar sem vinurinn tekur að sér að vera Besti vinur Iifandi mynda. A þessu kvöldi verður sýndur fjöldi stuttmynda eftir bæði kvik- myndagerðarmenn sem og mynd- listarmenn og hafa margar þeirra ekki sést í langan tíma eða borið fyrir augu almennings áður. Edda Sverrisdóttir hefur haft veg og vanda af undirbúningi þessa kvölds og sagði hún að um væri að ræða filmljóð, skólamyndir og tilrauna- og framúrstefnumyndir, flestar frá þessum áratug en þó eru nokkrar frá áttunda áratugnum. Lengd myndanna er mjög misjöfn, hinar stystu eru um tvær mínútur en þær lengstu um tuttugu mínútur. Edda sagðist reikna með að um 10 - 12 kvikmyndir yrðu á dagskránni og heildarlengd sýningarinnar á Hótel Borg yrði væntanlega um tveir og hálfur klukkutími. Meðal mynda sem sýndar verða eru verðlaunamynd Lárusar Ýmis Óskarssonar Fugl í búri, mynd Eddu Sverrisdóttur Brynja, Freys Þormóðssonar Andvarp, Jóns Gnarr og Siguijóns Kjartanssonar Hýri Morðinginn, tyggjó eftir Þór Elís Pálsson og mynd án titils eft- ir Eddu Hákonardóttur. Fjórar síðasttöldu myndirnar hafa ekki komið fyrir sjónir almennings áður og myndir þeirra Freys, Jóns og Siguijóns eru frá þessu ári. Þá verða einnig sýndar myndirnar Rumenatomia eftir Kára Schram, Match eftir Ólaf Rögnvaldsson og Séra minn þekkir þér F.M.R. eftir Hllmar Oddsson. Edda sagði að með þessu væri ekki allt tálið því vænta mætti að ýmsar óvæntar myndir ræki á fjörur gesta í kvöld. Sérstakur heiðursgestur kvöldsins verður Þorgeir Þorgeirsson rithQf- undur og kvikmyndagerðarmaður. Besti vinur lifandi mynda hefst í kvöld klukkan 21 og er aðgöngu- miðaverði stillt í hóf. Veitingasala Hótel Borgar verður opin fyrir og eftir sýningu myndanna. Byggðastofiiun: Sjö fyrirtæki óska eftir 50 millj. kr. Byggðastoftiun ræður ekki við þetta, segir Guð- mundur Malm- quist forstjóri „BYGGÐASTOFNUN ræður ekki við að leggja fram hlutafé fyrir þetta miklar fjárhæðir sem stend- ur,“ sagði Guðmundur Malmquist forsljóri Byggðastofnunar í sam- tali við Morgunblaðið um umsókn- ir sjö fyrirtækja um 50 milljóna króna hlutafjárframlög stofnunar- innar. Á stjórnarfundi í Byggða- stofhun í síðustu viku var ákveðið að fresta afgreiðslu óska fyrir- tækjanna um hlutafjárframlög til síðari tíma. Guðmundur sagði að fyrirtækin sjö væru úr fiskeldisgreininni, pijóna- og saumaiðnaði auk þess sem meðal umsækjenda væru hótel og iðnfyrirtæki. Hann kvað lög og reglu- gerðir um Byggðastofnun einna helst heimila hlutafjáreign hennar í ný- sto/nuðum fyrirtækjum. í frétt sem stjórn Byggðastofn- unnar sendi frá sér eftir fundinn á miðvikudag kom fram að ekki hafði verið gert ráð fyrir svo mikilli ásókn í hlutafé frá stofnuninni sem raun ber vitni. Guðmundur benti á, að þær umsóknir sem nú lægju fyrir varð- andi þetta málefni gætu boðað enn aukná ásókn í hlutaijárframlög frá Byggðastofnun. Hafbu þaö gott í Hólminum i Áætlunarferðir Batdufs tií Brjánstækjar /'V1'' / %/, vistiegt notei - ijaiastæöt - Sundlaug - Verslun - Bakarí - Söiuskáli og öll sú þjónusta sem ferðamaðurinn þarfnast. i Stykkistiólmi - Eyiateröir Heildarupphæð vinninga 05.08. var 2.071.112. Enginn hafði 5 rétta, sem var kr. 1.770.518. Bónusvinninginn fengu 8 og fær hver kr. 38.409. Fyrir 4 tölur réttar fær hver kr. 7.260 og fyrir 3 réttar tölur fær hver um sig kr. 340. Sölustaðir loka 15 mínútum fyrir út- drátt I Sjónvarpinu. Sími 685111. Upplýsingasímsvari 681511. Lukkulínan: 99 1002.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.