Morgunblaðið - 09.08.1989, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.08.1989, Blaðsíða 24
24 tóORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1989 Ungverjaland: Slj órnarandstæðing- ar vinna tvö þingsæti Búdapest. Reuter. IMRE Pozsgay, þekktasti um- bótasinninn í röðum ungverskra kommúnista, hefúr hvatt til þess að gerðar verði róttækar breyt- ingar á flokknum til að afstýra stjórnarkreppu í landinu. Ung- versk dagblöð skýrðu frá þessu í gær en á laugardag varð ung- verski kommúnistaflokkurinn fyrir öðru áfallinu á rúmum tveimur vikum er frambjóðendur helsta stjórnarandstöðuflokksins, Lýðræðisfylkingarinnar, unnu tvö sæti í aukakosningum um sæti á þingi. Ungversk dagblöð höfðu í gær eftir Pozsgay að ósigurinn væri mikið áfall þó svo ekki væri öll nótt úti enn. Niðurstaðan sýndi að kommúnistar yrðu að aðlaga sig að breyttum aðstæðum því ella væri sú hætta fyrir hendi að stjórnar- kreppa gripi um sig. Hann lýsti og þeirri skoðun sinni að hvorki komm- únistaflokkurinn né stjórnarand- stæðan væru búin undir öldungis frjálsar kosningar sem fram eiga að fara á næsta ári. Væri það eitt helsta verkefni flokksins að bæta úr þessu. Pozsgay minnti á að flokksþing yrði haldið í októbermán- uði. Sagði hann að helsta verkefni þess yrði að leita lausna á vanda þjóðarinnar og stjórnarflokksins. Kosið var um tvö þingsæti á laug- ardag og vann Lýðræðisfylkingin sigur í báðum kjördæmunum. Fylk- ingin hafði þegar unnið eitt sæti í kosningum þann 22. júlí en úrslitin í fjórða kjördæminu voru lýst ógild þar eð kosningaþátttakan var innan við 50%. Sagnfæðingurinn Erno Raffay, frambjóðandi Lýðræðisfylk- ingarinnar í Szeged í suðurhluta landsins, hlaut tæp 62% atkvæða en frambjóðandi kommúnista hlaut rúm 22%. í Keeskemet, skammt frá höfuðborginni Búdapest, hlaut frambjóðandi stjómarandstöðunnar, Jozsef Debreczni, 70,4 prósent at- kvæða en fulltrúi flokksins aðeins 21,4 prósent. Þetta er í fyrsta skipti frá árinu 1947 sem fijálsar kosningar fara fram í Ungveijalandi og þykja úr- slitin mikið áfall fyrir kommúnista- flokkinn. Stjómvöld í Ungveijalandi hafa heitið því að fram fari fijálsar kosningar um mitt næsta ár og verð- ur óháðum stjómmálasamtökum heimilað að taka þátt í þeim. Þingið í Ungveijalandi hefur enn ekki formlega samþykkt nýju kosninga- löggjöfina og reglur um starfsemi stjórnmálaflokka en búist er við að þau lög verði afgreidd í haust. Ungverskir menntamenn, rithöf- undar og skáld, stofnuðu Lýðræðis- fylkinguna fyrir tæpum tveimur ámm en skráðir félagar í henni em tæplega 20.000. Á vettvangi efna- hagsmála berst fylkingin fyrir blönduðu hagkerfi en önnur helstu baráttumálin em þingræði og aukið félagslegt réttlæti. Reuter Geofifrey Palmer, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, og eiginkona hans, Margaret, ræða við fréttamenn i Wellington í gær. David Lange, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, segir af sér: Fylgt verður óbreyttri stefiiu í kj aruorkumálum - segir arftaki hans, Geoffrey Palmer Wellington. Reuter. GEOFFREY Palmer tók í gær við embætti forsætisráðherra Nýja- Sjálands af David Lange sem sagði af sér á mánudag. Palmer, sem verið hefúr aðstoðarforsætisráðherra, lýsti yfir því að fylgt yrði óbreyttri stefnu í kjarnorkumálum en sú ákvörðun stjórnar Verka- mannaflokksins að banna kjamorkuknúnum skipum og skipum sem talin eru bera kjarnorkuvopn að leita til hafiiar á Nýja-Sjálandi hefúr skaðað mjög samskipti Nýsjálendinga og Bandaríkjamanna. Sýnt þykir að helsta verkefiii Palmers verði að tryggja sættir innan Verkamanna- flokksins en verulega hefúr dregið úr fylgi hans ef marka má skoðana- kannanir. Afsögn David Lange kom á óvart en hann hafði verið við völd í fimm ár og notið umtalsverðra vinsælda. Hann rakti ekki nákvæmlega ástæð- ur afsagnarinnar en kvað heilsufar sitt hafa haft áhrif á þessa ákvörð- un. Þá lét hann að því liggja að deil- ur innan Verkamannaflokksins hefðu grafið undan ríkisstjórninni. Lange hefur átt í deilum við Roger Dou- glas, fyrrum íjármálaráðherra, en Lange vék honum úr ríkisstjórn sinni í byijun ársins. Þingmenn Verka- mannaflokksins samþykktu hins veg- ar í atkvæðagreiðslu í síðustu viku tillögu þess efnis að Douglas tæki aftur sæti í ríkisstjóminni. Þeir Dou- glas og David Lange áttu náið sam- starf er Verkamannaflokkurinn komst til valda árið 1984 eftir stór- sigur í þingkosningum. Douglas tók þá þegar við að gera róttækar breyt- ingar á efnahagslífí Nýja-Sjálands og beitti sér m.a. fyrir því að niður- greiðslur í landbúnaði voru lagðar af auk þess sem ijöldi ríkisfyrirtækja var seldur. Lange studdi stefnu þessa í fyrstu en á síðasta ári tóku þeir að deila um hversu langt skyldi geng- ið. Hefur Lange sakað Douglas um Nýr leiðtogi sljórnarflokksins í Japan: Toshiko Kaifii spáð frem- ur stuttrí setu á valdastóli Tókíó. Reuter. ÞINGFLOKKUR Fijálslynda lýðræðisflokksins, stjórnarflokksins í Japan, kaus í gær Toshiki Kaifii leiðtoga flokksins í stað Sosoku Unos sem sagði af sér fyrir skömmu. Uno varð að víkja efitir mesta kosningaósigur flokksins í 34 ár en hann missti þá meiri- hluta sinn í efri deild þingsins. Kaiíú fékk 297 af 447 gildum at- kvæðum en helsd keppinautur hans, Yoshiro Hayashi, hlaut 120. Stjómarflokkurinn er í reynd bandalag margra flokka og hópa. Nýi leiðtoginn er lítt þekktur utan flokksins en hefúr veitt for- ystu minnsta flokksbrotinu sem kennt er við fyrrum efnahagsmála- ráðherra, Toshio Komoto. Stærstu brotin eru undir forystu Nobor- us Takeshita, fyrrum forsætisráðherra, og Shintaros Abe, sem áður var utanríkisráðherra. Báðir þessir menn urðu að segja af sér vegna Recruit-íjármálahneykslisins ásamt mörgum öðrum háttsettum valdamönnum stjórnarflokksins en sá fyrrnefndi er talinn hafa ráðið miklu um kjör Kaifús. Kaifu er 58 ára gamall, hefur litla reynslu af utanríkis- og fjár- málum, en hefur tvisvar gegnt embætti menntamálaráðherra. Hann er sagður góður ræðumaður og mannasættir, en einn helsti kosturinn við manninn er talinn sá að hann hefur nokkurn veginn hreinan skjöld í fjármálum, þótt sem svarar 5,8 milljónum ísl.kr. rynnu í kosningasjóði hans frá Recruit-fyrirtækinu, og ekkert hefur heyrst um annað í fari hans sem gæti reynst vopn í höndum andstæðinganna, t.d. ótæpilegt kvennafar. Ósigur stjórnarflokks- ins í kosningunum átti fyrst og fremst rætur að rekja til reiði al- mennings vegna Recruit-hneyksl- isins og nýs söluskatts en ná- kvæmar upplýsingar í fjölmiðlum um ástaleiki fjölskyldumannsins Unos með skyndikonum urðu ekki til að bæta stöðu stjómarflokks- ins. „Konan hans hefur góð tök á honum og myndi aldrei líða slíkt," sagði ónafngreindur kunningi Kaifus um hann. Eiginkonan er sögð hafa bein í nefinu og hefur m.a. neitað að styðja hann í stjórn- málabaráttunni með því að halda veislur í heimahúsum fyrir pólitíska vildarvini. „Hún býður þeim bara te, ekkert meðlæti og heldur ekkert áfengi,“ sagði annar kunningi leiðtogans sem sagði konuna uppskera óvinsældir fyrir bragðið. Kaifu lýsti því yfir í gær að hann styddi hefðbundna samvinnu Japana við Bandaríkjamenn en sagðist einnig myndu beina at- hyglinni að málefnum Asíulanda, umbótum í Austur-Evrópu og skuldabyrði Þriðjaheimsríkja. Um 3% söluskattinn umdeilda sagði Kaifu að hann vildi breyta honum í „velferðarsöluskatt" og tekjur af honum ættu að renna óskiptar til eftirlauna og annarra velferð- armála. „En mikilvægast er að endurskoða lög um fjárframlög til stjórnmálamanna," sagði nýi leiðtoginn á blaðamannafundi. Gert er ráð fyrir því að hann verði útnefndur forsætisráðherra í dag, miðvikudag. Lítil reynsla Kaifus af valdam- iklum embættum og veik staða Komoto-brotsins, sem hefur að- eins 30 þingsæti, innan stjómar- flokksins veldur því að stjórn- málaskýrendur hafa litla trú á því að hann sitji lengi í embætti. „Raunverulegir valdhafar í Frjáls- lynda lýðræðisflokknum geta hve- nær sem er velt honum úr sessi,“ Reuter Toshiki Kaifú fagnar kjöri sínu í stöðu leiðtoga Fijálslynda lýð- ræðisflokksins, stjórnarflokks- ins í Japan, í gær. Búist er við því að hann verði kjörinn for- sætisráðherra í dag. segir stjórnmálafræðiprófessor við Kyoto-háskólann. Aðrir ganga lengra og segja Kaifu svo ósjálf- stæðan að í reynd sé valdaferill hans eins konar framhald á ferli Takeshita. Einnig benda menn á að Kaifu verður fyrsti forsætis- ráðherra í sögu flokksins sem ekki hefur meirihluta í báðum deildum þingsins. Þótt neðri deild- in, þar sem stjómin hefur enn meirihluta, hafi mun meiri völd er Ijóst að stjórnarandstæðingar í efri deildinni geta tafið stjórnar- framvörp og velgt ríkssstjórninni svo undir uggum að flestir álíta Kaifu nauðbeygðan til að boða til þingkosninga þegar í haust. undirróðurstarfsemi gegn ríkis- stjórninni. Fylgi Verkamannaflokksins hefur farið ört dvínandi á undanförnum mánuðum ef marka má skoðana- kannanir. Lange hefur sagt að þessa þróun megi rekja til deilna innan flokksins og erfiðleika í efnahagslífi Nýsjálendinga. Atvinnuleysi er mikið og fjölmörg fyrirtæki hafa orðið gjaldþrota vegna hárra vaxta. Kosningasigur Verkamanna- flokksins árið 1984 vakti mikla at- hygli víða um heim. Eitt helsta bar-' áttumál flokksins var að banna heim- sóknir kjarnorkuknúinna skipa og skipa sem talin voru bera kjarnorku- vopn. Þessi ákvörðun leiddi til þess að varnarsamstarfi Bandaríkja- manna og Nýsjálendinga á vettvangi ANZUS-bandalagsins var slitið en Ástralía á einnig aðild að því. Allt frá þessu hafa samskipti Bandaríkja- manna og Nýsjálendinga verið með stirðara móti. Arftaki Lange, Geoffrey Palmer, lýsti yfir því í gær að ekki yrði hvik- að frá þessari stefnu en áður höfðu stjórnvöld í Bandaríkjunum hvatt hann til þess að taka hana til endur- skoðunar. Sagði hann stjórn sína reiðubúna til að eiga viðræður og vinsamleg samskipti við Bandaríkja- menn en bætti við að engar líkur væra á því að herskipum með kjarn- orkuvopn innanborðs yrði leyft að leita til hafnar á Nýja-Sjálandi. Þó svo fylgi Verkamannaflokksins hafi minnkað sýna skoðanakannanir að mikill meirihluti Nýsjálendinga er hlynntur þessari stefnu ríkisstjórnar- innar. Palmer, sem er 47 ára, var kjörinn varaformaður Verkamannaflokksins árið 1983 og tók við embætti aðstoð- arforsætisráðherra eftir kosingasig- urinn árið 1984. Að auki hefur hann verið ráðherra umhverfis- og dóms- mála en hann er lögfræðingur að mennt. Aðstoðarmaður hans verður Helen Clark sem áður fór með emb- ætti ráðherra húsnæðis- og heilbrigð- ismála. Stjórnmálaskýrendur telja að helsta verkefni nýja forsætisráð- herrans verði að tryggja sættir í flokknum. Kosningar fara fram á næsta ári og þykir sýnt að Verka- mannaflokkurinn muni eiga í veru- legum erfiðleikum ef Palmer tekst ekki að bera klæði á vopnin en að sama skapi þykir ólíklegt að Roger Douglas og aðrir talsmenn hægri- vængs Verkamannaflokksins láti af gagnrýni sinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.