Morgunblaðið - 09.08.1989, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.08.1989, Blaðsíða 25
25 Færeyjar; Þórshafin- arbúar fá sjónvarps- liungrið satt Þórshöfh. Frá N.J.Bruun, fréttaritai*a Morgunblaðsins. Þórshafiiarbúar eiga þess nú kost að sitja fyrir framan sjón- varpið alla daga vikunnar og næstum því sólarhringinn út. Er svo fyrir að þakka bæjaryfirvöld- unum, en í síðustu viku tóku þau að senda út gervihnattasjónvarp á þremur rásum. MORQUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR|9./ÁQÚST 1989 ■ Sjónvarp-Foroya, sem tók til starfa fyrir fimm árum, fær aðeins að senda út í takmarkaðan tíma fimm daga vikunnar. Eru mánudag- ur og miðvikudagur sjónvarpslausir og hefur öllum tilmælum um aukna starfsemi verið vísað á bug. Krist- ianna Rein, formaöur sjónvarps- ráðsins, segir, að með sjónvarps- lausum dögum hafi ráðsmennirnir viljað hlúa að félagslífinu í bænum og á eyjunum en nú hafa sjálf bæjaryfirvöldin gert þá hugmynd að engu. Það var landsstjórnin, sem bauð bænum að taka á móti allt að átta rásum um bæjarsendinn, en fyrst um sinn verða stöðvarnar þrjár, Scansat, BBC og MTV. Um næstu mánaðamót verða auglýsingar birtar í færeyska sjón- varpinu í fyrsta sinn, í fimm mínút- ur hveiju sinni þrisvar í viku. Rekstrarfé færeyska sjónvarpsins er nú um 145 milljónir ísl. kr. á ári en búist er við, að auglýsingarnar auki það um 24 millj. Á það fé að fara til innlendrar þáttagerðar. Fiskblóð hinn besti frostlögur Washington. Reuter. BLÓÐ fisktegundar nokk- urrar, sem finna má í íshöf- unum sitt hvoru megin á jarðkúlunni, hefiir reynst hafa í sér fjölda efiia, sem kunna að reynast úrvals írostlögur. Tveir banda- rískir vísindamenn tilkynntu þessa uppgötvun í grein í nýjasta tölublaði vísindarits- ins Science. Fiskurinn, sem á latínu heit- ir Dissostichus mawsoni, fram- leiðir vatnsleysanleg peptíð, sem fara út í blóðstrauminn, en þau hægja á ískrystöllun í frosti. Fiskurinn heldur aðal- lega til við suðurheimskautið, en hann finnst einnig i köldum sjó á norðurhveli jarðar. Hann mun ekki hafa fundist hér við land. Sérstaka athygli vísinda- mannanna, þeirra C.A. Knight og A.L. DeVries við Illinois- háskóla, vakti þó að eitt peptíðanna kemur í veg fyrir að ís þiðni. „Notkunarmöguleikarnir eru gífurlegir," sagði Knight við Reuters-fréttastofuna. „Það er að vísu ekki hægt að hella fiskblóðinu á vatnskass- ann í bílnum í stað frostlagar, en það er hægt að nota peptíð úr blóðinu til þess að koma í veg fyrir að ís og aðrar frysti- vörur þiðni þótt hitastigið sé vel fyrir ofan frostmark. Það eitt gæti sparað mikið fé.“ Knight sagði að einhver gæti vafalítið „grætt sand af seðlum“ á framieiðslu efnisins, en það er enn ekki bundið einkaleyfi. Sértu að hugleiða að bæta við eða endurnýja veiðibúnað þinn, skaltu kynna þér hið góða úrval Abu Garcia veiðivara. Það ætti að tryggja að þú finnir búnað sem hæfir þér. Abu Garcia hefur í áratugi verið . leiðandi í tækniþróun veiðibúnaðar. Það kemur meðal annars fram í aukinni notkun á sérlega sterkum en fisléttum efnum eins og t.d. grafiti í veiðihjól. Þetta, ásamt góðri hönnun _ lAbu Garcia og útfærslu í smæstu atriðum gerir Abu Garcia að eftirsóttum veiðivör- um, enda einstaklega öruggar og þægilegar í notkun. Hafnarstræti 5, símar 16760 og 14800 Opið til kl. 19 föstudaga Opiðfrá kl. 10—16 laugardaga 16. ágúst leggjast dráttarvextir á lán með lánskjaravísitölu. 1. september leggjast dráttarvextir á lán með bYggiflgarvísitöiu. d^3 HÚSNÆDISSTOFNUN RÍKISINS LJ SUOURIANDSBRAUT 24 108 REVKJAVÍK SSM! 696900 Sparaðu þér óþarfa útgjöld af dráttarvöxtum. Greiðsluseðlar fyrir 1. ágúst hafa verið sendir gjaldendum og greiðslur má inna af hendí í öllum bönkum og sparisjóðum landlsins. fjármálunum áþínu heimili^ Þar með sparar þú óþarfa útgjöld vegna dráttar- vaxta, svo ekki sé minnst á ínnheímtukostnað. I I var gjalddagi húsnæðislána, í Þegar kemur að afborgunum lána er það í þínum höndum að borga á réttum tíma. agust Metsölublað á hvetjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.